Alþýðublaðið - 13.03.1949, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.03.1949, Blaðsíða 1
Bjarni Benedjktsson. Emil Jónsson. Eysteinn Jónsson. Aðför a'ð þiíighósloy og utanríkismáía- ráðuneytiny ráðgerð, en hópnum öreiít, —.---------*---------- KOMMÚNISTAR fóru hópgöngu í Rómaborg í gær til að mótmæla Aílantshafsbandalaginu, þegar umræðurnar um heimild fyrir stjórnina til viðræðna við Bandaríkjastjórn um aðild Ítalíu að því síóðu yfir í ítalska þinginu. Stefndi hópgang an til þinghússins og utam-íkismálaráðuneytisins, en lög- reglan dreifði mannfjöldanum. Kom til nokkurra árekstra, og voru alhnargir þeirra, sem höfðu forustu fyrir hópgöng- unni, handíeknir af Iögreglunni. is yrði gert að leggja sátt- Pietro ■. Nenni, foringi í- talska sósíalistaflokksins, sem er í náinni samvinnu við kommúnista, flutti aðalræð- una af hálfu andstæðinga At- lantshafsbandalagsins í ítalska þinginu við umræðurnar í gær, en de Gasperi forsætisráð herra hefur lýst yfir þvi, að hann iíti á það sem vantraust á stjórn sína, ef heimildin til viðræðna um aðild Ítalíu að AIlantshafsbandalaginu verði ekki samþykkt. Sagði Nenni í ræðu sinni, að Atla-ntshafs- bandalaginu væri stefnt gegn Rússlandi og að stofnun þess væri af hálfu Vesturveldanna tilraun ti)l þess að eyðileggja samtök bandalags hinna sam einuðu þjóða. Bar hann de Gasperi forsælisráðherra þeim sökum, að fyrir honum vekti að lteiða Ítalíu út í nýja styrj öld. Fullvíst þykir, að mikill meirihluti ítalska þingsins muni igreiða atkvæði með því, lað stjórnin fái heimild þess til að taka upp viðræður við Bandaríkjastjórn um aðild í- talíu að Atlantshafsbandalag- inu. Hefur fulltrúadieild ítalska þingsins þegar fellt með 311 at kvæðum gegn 165 tillögu frá Nenni um að stjórn de Gasper má'la Atlantshafsbandalagsins fyrir utanríkismálanefnd þingsins til athugunar. Grænland er jafnframt sagt hafa verið tekið til um- ræðu á fundum þessum, og hafa amerísku blöðin sér í lagi gert heimsókn Rasmussens til Was- hington að umræðuefni í sam- bandi við það. Er á það bent, að Grænland og ísland skipti mjög miklu máli varðandi öryggi At- lantshafsins vegna legu sinnar. VIÐHORFIÐ í stjórnmál- Um og atvinnumálum verður umræðuefnið á fundi, • sem Alþýðuflokksfélag Reykja- víkur gengst fyrir í Alþýðu- húsinu á mánudagskvöld, og hefst fundurinn kl. 8,30. Verður flutt stutt framsögu- ræða, en síðan hefjast um- ræður. Meðal þeirra, sem taka til máls. verða forsætis- ráðherra, Stefán Jóh. Stefáns son, Sigurjón Ólafsson, full- trúi flokksins í fjárveitinga- nefnd, og Helgi Hannesson, forseti Alþýðusambandsins. Alþýðuflokksfólk er hvatt til að fjölmenna og mæta stundvíslega. Rasmussen sagði við blaða- menn í Washington í gær, að hann væri vongóður um, að fullt samkomulag myndi nást með Bandaríkjunum og Dan- mörku varðandi Grænland. Áð- ur hefur verið gefið í skyn. að samningur Dana við Bandarík- in varðandi Grænland frá því á ófriðarárunum myndi felldur úr Rastmisseti ræir við Ácheson og séríræinga í Washingfon ■..................<>-—.... Hergagnakaup Dana, í Bandarskjunum ,og> Grærsiand taiin vera efst á dagskrá. .................—..+------ Frá fréttaritara Alþýðublaðsins KHÖFN í gær: GUSTAV RASMUSSEN ræddi á föstudag og laugardag yið Dean Acheson utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna og Henderson skrifstofustjóra Evrópudeildar ameríska utanrík- ismálaráðuneytisins og Bohlen, sem er sérfræðingur þess í Rússlandsmálum. Mun Rasmussen: hafa gert grein fyrir af- stöðu og viðhorfum Dana og rætt möguleikana á því, að Bandaríkin láti Danmörku í té hergögn. Erindi hans er að kynna sér Át- lantshafssáíímálann og skilyrði fyrir aðiid Islands að honum i fóru tveir ilffríar liinna sfjórnarfiokkanna, beir Em- BJARNI BENEDIKTSSON utanríkismálaráð- herra fór, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar, flugleiðis vestur um haf í gærkvöldi til bess að kynna sér efni Atlantshafssáttmálans og athuga skilyrði fyr- ir hugsanlegri aðild íslands að honum. Með utanríkis- málaráðherranum fóru tveir fulltrúar hinna stjórn- arflokkanna honum til aðstoðar, þeir Emil Jónsson við skiptamálaráðherra ;og Eysteinn Jónsson mennta- málaráðherra. Ennfremur var í för með utanríkis- málaráðherranum Hans Andersen þjóðréttarfræðing- ur utanríkismálaráðuneytisins. Ríkisstjórnin gaf út opinbera tilkynningu um þetta í gær- kvöldi, og hljóðar hún þannig: „Þar sem nú er vitað, að íslandi muni verða gefinn kostur á að gerast aðili vænt anlegs Norður-Atlantshafs- bandalags, telur ríkisstjórnin skyldu sína að kynna sér til hlítar efni sáttmálans og að- stæður allar, áður en ákvörð- un verður tekin í málinu. Hefur þess vegna orðið að ráði, að utanríkismálaráð- herra, Bjarni Benediktsson, fari þessara erinda til Was- hington ásamt fulltrúum ann arra þeirra flokka, sem þátt taka í ríkisstjórninni, þeim Emil Jónssyni og Eysteini Jónssyni. í för með þeim verður Hans Andersen, þjóð- rétíarfræðingur utanríkis- málaráðuneytisins.“ Utanríkismálaráðherrann og fylgdarmenn hans tóku sér far með flugvél frá Keflavíkurflug- velli skömmu fyrir miðnætti í nótt og munu koma tii New York um hádegi í dag, en þaðan fara þeir til Washington. Ráð- gert er, að þeir komi aftur heim fyrir næstu helgi. tldi, þegar Danmörk hafi gerzt 5ili að Atlantshafsbandalag- tu, en nýr samningur mun þá erða gerður með þessum tveim kjum. HJULER auka til Ákaba BREZKA STJÓRNIN hefur ákveðið að senda liðsauka til Akaba, liafnarborgar Transjor- dan við Rauðahaf. Er þessi ráð- stöfun gerð vegna þcss að her- sveit sú, sem Bretar hafa í borg- inni, er mjög fámenn, en viðsjár með ísraelsmönnum og Trans- jordanbúum á þessum slóðum. Sú fregn hefur verið borin til baka, að her ísraels sé kom- inn inn yfir landamæri Trans- jordan. Hins vegar hafa ísraels- menn dregið saman 1500 manna lið á þeim slóðum, þar sem landamæri ísraels, Egyptalands og Tr.ansjordan liggja saman, en það er skammt norður af Akaba. hinni umdeildu hafnarborg vii? Rauðahaf. -\ Stjórnar skæruliðuin gegií Hollendingum YFIRMAÐUR hers indónes- íska lýðveldisins hefur tilkynnt, að hann muni takast á hendur stjórn skæruliða, sem berjist gegn Hollendingum á Jövu og Súmötru. Hershöfðingi þessi var veik- ur, þegar Hollendingar tóku höfuðborg Indónesíu herskildi, og var hann þá tekinn til fanga. Eigi alls fyrir löngu tókst hon- um að sleppa úr fangelsinu, og gekk hann þá í lið með skæru- liðunum, sem berjast gegn yfir- ráðum Hollendinga þar eystra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.