Alþýðublaðið - 13.03.1949, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.03.1949, Blaðsíða 3
Simnudag'inn 13. marz 1949. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 í ÐAG er sunnudagurinn 13. marz. Þennan dag' fæddust: ! Guðbrandur Vigfússon málfræð ingur árið 1827, Sigurður Guð mundsson málari árið 1833 og Hugo Wolf, austurrískt tón- skáld, árið 1860. Þennan dag árið 1177 varð Sverrir Sigurðs son konungur Noregs, árið 1781 uppgötvaði F. W. Herschel Úr- anus, 7. reikistjörnuna, og 1940 gáfust Finnar upp fyrir Rúss- um. Úr Alþýðublaðinu fyrir 21 ári: .„Enskur verkfræðingur koni hingað á Esjunni og fór ásamt Þórarni B. Guðmunds- syni norður á Héraðssand til þess að atliuga möguleika fyrir járnvinnslu, einnig hafnarsvæði við Unaós, virkjun Lagarfoss í þessu sambandi. Verkfræðingur ínn ætlar sér að að taka sýnis horn. Sýnishorn, sem áður hafa verið tekin, kváðu sýna 20% járn, jafnvel 30 og eitthvað af gulli“. Sólarupprás var kl. 6,54. Sól arlag verður. kl. 18,22. Árdegis háflæður er Jcl. 4,30. Síðdegis háflæður er kl. 16,50. Sól er í hádegistað í Reykjavík, kl. 12 37. Helgidagslæknir: Ófeigur J. Ófeigsson, Sólvallagötu 51, sími 2907. Nætur- og helgidagsvarzla: Ingólfsapótek, sími 13,30. Næturakstur í nótt: Bifreiða stöð Hreyfils, sími 6633; og aðra nótt: Litla bílastöðin, sími 1380. Veðrið f gær Klukkan 14 í gær var aust- læg og norðaustlæg átt um allt land, víðast hæg nema á Norð- austurlandi 5 vindstig og í Grímsey 7 vindstig; víðast élja- gangur. 4—9 stiga frost var um allt land. Flugferðir FLUGFÉLAG ÍSLANDS: Gull- faxi fer til Prestvíkur og Kaupmannahafnar á þriðju- dagsm.orgun. AOA: í Keflavík kl. 5—6 á mánudagsmorgun frá New Yoi'k og Gander til Kaup- mannahafnar, Stokkhólms og Helsingfors. AOA: í Keflavík kl. 22—23 á þriðjudagskvöld frá Helsing fors, Stokkhól-mi og Kaup- mannahöfn til Gander og New York. Skipafréttir Laxfoss fer frá Reykjavík kl. 13, frá Borgarnesi kl. 17, frá Akranesi kl. 19. Esja er á Austfjörðum á suð urleið. Hekla er á Austfjörðum á norðurleið. Flerðubreið var á Akureyri í gærkvöldi. Skjald- foreið er væntanleg til.Reykja yíkur um liádegi í dag. Súðin er á leið frá Ítalíu til íslands. Þyrill er í Reykjavík. Hermóð lir átti að fara frá Reykjavík í gærkvöldi til Blönduóss, Skaga Etrandar og Sauðárkróks. Brúarfoss fór frá Vestmanna eyjurn í fyrrinótt. Dettifoss fór |frá Rotterdam í gær til Reykja yíkur. Ejallfoss fór frá Vest- mannaeyjum í gær til Leith og Kaupmannahafnar. Goðafoss er é leið til New York frá Reykja yík. Lagarfoss fór frá Kaup- fnannahöfn í gær til Reykjavík Ólafur Ólafsson kristniboði flytur í kvöld í útvarpið erindi er nefnist: Frá gröf Konfúsíus- ar til íjallsins helg'a. Otvarpið 20.20 Samleikur á fiðlu og píanó (Óskar Cortes og Fritz Weisshappel). 20.35 Erindi: Frá gröf Kon- fúsíusar til fjallsins helga (Ólafur Ólafsson kristniboði). 21.00 Tónleikar: Kvartett í Es-dúr eftir Mozart (plötur; kvar tettinn verður endurtekinn n. k. þriðjudag). 21.25 Heyrt og séð (Gunnar Stefánsson). 21.45 Tónleikar: Píanólög eft ir Schubert (plötur). 22-.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. ur. Reykjafoss er á Akureyri. Selfoss fór frá Kaupmannahöfn í gær til Reykjavíkur. Trölla- foss er í New York, fer þaðan væntanlega á morgun til Reykja víkur. Vatnajökull er í Ant- werpen. Katla kom til Reykja- víkur í gær frá New York. Horsa er á Dalvík, lestar fros- inn fisk. Fundir Esperantofélagið heldur fund í Café Höll (uppi) kl. 2 í dag. Fyrirlestrar Pastor Johs. Jensen flytur fyrirlestur, er nefnist Kristin- dómurinn og hin komandi bar átta, í Aðventkirkjunni kl. 5 í dag. Söfn og sýningar Málverkasýning Gunnars Magnússonar, Freyjugötu 42. Opin kl. 14—22. Þjóðminjasafnið: Opið kl. 13 —15. Náttúrugripasafnið: Opið kl. 13,30—15. Safn Einars Jónssonar: Opið kl. 13,30—15,30. Skemmtanir KVIKMYNDAHÚS: Gamla Bíó (sími 1475): — „Beztu ár ævinnar.“ Frederic March, Myrna Loy, Dana And- rews, Teresa Wright, Virginia Mayo. Sýnd kl. 5 og 9. Nýja Bíó (sími 1544): — ,,Freisting“ (amerísk). Merle Oberon, George Brent, Paul Lukas. Sýnd kl. 5, 7 og 9. — „Krelsissöngur sígaunanna.“ — Sýnd kl. 3. Austurbæjarbíó (sími 1384): „Þess bera menn sár“ (sænsk). Marie.Louise Fock, Ture And- ersson, Paul Eiwerte, Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tjarnarbíó (sími 6485): — „Ástin ræður“ (amerísk). Betty I-Iutton, Sonny Tufts, Rhys Williams. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Tripolibíó (sími 1182): — „Morðið í vitanum" (amerísk). Richard Dix, Lynn Merrick, Rrys Williams. Sýnd kl. 5, 7 og 9. KR-kv-ikmyndin. Sýnd kl. 2. Hafnarbíó (sími 6444): — , Vorsöngur“. Richard Tauber, Jane Haxter o. fl. Sýnd kl. 7 og 9. „Pétur eða Páll?“ Robertson Hare, Alfred Drayton, Nova Pilbean o. fl. Sýnd kl. 3 og 5. Bæjarbíó, Hafnarfirði (sími 9184): Landsmót skáta á Þing völlum 1948 (íslenzk). Sýnd kl. 7 og 9. „Topper á ferðalagi“ (amerísk). Sýnd kl. 5. „Bar- átta landnemanna“ (amerísk). Sýnd kl. 3. Hafnarfjarðarbíó (sími 9249): „Uppreisnin á Sikiley.“ Arturo de Cordova, Lucille Bremer, Turhan Bey. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. LEIKHÚS: Galdra-Loftur verður sýndur 1 kvöld kl. 8 í Iðnó. Leikfélag Reykjavíkur. HLJÓMLEIKAR: Árni Kristjánsson og Björn Ólafsson leika á píanó og fiðlu í hátíðasal háskólans í kvöld kl. 8,30. SAMKOMUHÚS: Breiðfirðingabúð: Dansleikur skipverja á Aski og Geir kl. 8 síðd. Góðtemlarahúsið:. SKT. — Gömlu og nýju dansarnir kl. 9 síðd. Hótel Borg: Klassísk tónlist verður leikin frá kl. 9—11,30 Ingólfscafé: Dansleikur Sjó- mannafélags Reykjavíkur kl. 9 síðd. Röðull: SKT. Görnlu dans- arnir kl. 9 síðd. Sjálfstæðishúsið: Glatt á á Hjalla, síódegissýning kl. 3,30; kvöldsýning' kl. 8,30 síðd. Tjarnarcafé: Dansleíkur Nem endasambands Iðnskólans kl. 9 síðd. B ARN AS AMKOMUR: Barnasamkoma verður i Góð templarahúsinu kl. 2 e. h. og aftur kl. 4 30. CJr öfíum áttum Ungbarnavernd Líknar, Templárasundi 3, vérður fram vegis opin þriðjudaga og föstu adaga kl. 3,15—4 e. h. Volpone verður ekki sýnt í dag vegna veikinda eins aðal- leikandans; Barnasamkoman, sem halda átti í Guðspekifélagshúsinu í dag, fellur niður vegna annarra fundahalda. Minningarspjöld Barnaspítalasjóðs Hringsins eru afgreidd í Verzl. Augnstu Svendsen. AðaLstræti 12 og í Bókabúð Austurbæjar. UM ÞESSAR MUNDIR eru þrjátíu ár liðin frá því fyrsta prentmyndagerðin var stofnsett á íslandi og á morgun , á faðir íslenzkrar prentmyndagerðar Ólafur J. Hvanndal, sjötugsaf- mæli. Þetta er því tvöfalt af- mæli — og raunar þrsfalt •— hjá Hvanndal, því að nákvæm- lega fjörutíu ár eru nú liðiri írá því að hann hóf nám í prent- myndagerð í Kaupmannahöfn. En þetta eru ekki einuugis merkileg tímamót í ævi ólafs Hvanndals sjálfs; — íslenzkii blaða. og bókaútgefendur geta einnig minnzt þsss, að í þrjátiu ár hafa þeir getað gengið í prentmyndagerðina til Hvar.n- dals og fengið þar samdægurs gerð myndamót eftir þeiin i]ós- myndum, sem þeir hafa kosið að koma fyrir almenningssjón ■ ir. í dag virðist þetta mjög sjálfsagður og hversdagsiegur hlutur, en fyrir þrjátíu árurn markaði þetta tímamót. í allri útgáfustarfsemi á íslandi. Áður var ekki um auðugan garð að gresja í myndskreyting- um bóka og blaða hér á landi, og þau fáu rit, sem birtu mynd- ir, urðu lengst af að fá prent- myndirnar gerðar suður í Vín- arborg, og þaðan voru fyrstu myndirnar, sem. vöktu Ólaf Hvanndal til umhugsunar á prentmyndagerðinni. Þegar frá eru taldir prentar- arnir, eru það sngir, sem við blaðamennirnir höfum þurft að hafa meiri samskipti við á und anförnum árum en Ólafur Hvanndal og starfsmenn hans. og þeirra samskipta er gott að minnast, því að bau hafa verið ánægjuleg. Það er rétt sama á livaða tíma dagsins •— allt frá því bráðsnemma á morgnana og fram á kvöld — komið er með mynd í prentmyndagerðma til Hvanndals, alltaf er hann viðlátinn, og aldrei bregzt það að myndamótið kemur fullgert áður en blaðið er brotið um seint á kvöldin, jafvnel þótt Hvanndal hafi látið ólíltinda- lega um að hægt væri að af- kasta verkinu; hafi gjarnan sagt: „Ekki hægt, góði, ekki nokkur leið!“ •— Og svo hærra: „Nei, það er andskotann ekki hægt, þegar myndin kemur svona seint, þú hlýtur að sjá það; drengirnir í skólanum, og ég eins og ég er — gamall og veikur í höndunum!“ En mér liggur við að halda, að hversu gamall sem Ólafur Hvanndal verði, þá skili hann alltaf myndamótunum í tæka tíð meðan hans nýtur við í prentmyndagerðinni, enda lýk- ur samtalinu venjulegast með þessum orðum, þótt myndir séu seint á ferðinni: ,.Jæja, láttaná þá koma strax, myndarskratt- ann, en ég lofa engu, heyrirðu það? Láttu hana koma í logandi hvclli, segi ég!“ Og svo tekur hann við mynd- inni, og orðin: „ég lofa engu“ þýða fyrir þá, sem þekkja Ólaf Hvanndal: „Þér er alveg óhætt að reiða þig á hann.“ Þannig eru kynni mín af Ól- afi Hvanndal, og me'ö þau í huga labbaði ég til hans í fyrra kvöld, og bað hann segja mér eitthvað um ævi sína og störf. „Starfið? . . . Ekkert að segja, góði, hef ekkert um það að segja. Þú sérð nú líklega hvað ég' er að gera: allt logandi vit- laust upp fyrir haus eins og venjulega!" — Eitthvað hlýturðu að geta sagt. Ólafur Hvaiindal. Brjóstmynd eftir Guðmund frá Miðdal, sem prentmyndagerðar- meistarar hafa látið gera í til- efni af afmælinu. „Sagt, já, ég get sagt það. ao það er ekki ein einasta mynd tilbúin af þeim, sem verður ao klára í clag. Sumar aðsins rétt búið að „kopiera" — og hérna, plöturnar út um allt. Þú ræðui því. rétt hvort þú ferð að tef.ia mig núna, en því máttu trúa, að þá færðu enga mynd í kvöld í Alþýðublaðið." — Ég hætti á það, svaraði ég. „Jæja, komdu þá hérna inn fyrir, það er eriginn friður hér frammi,“ segir hann og við göngum inn í hliðarherbergi við prentmyndagerðina. „Nú, og hvað heldurðu svo að ég hafi að segja?“ spyr Ól- afur. „Á ég kannske að fara ao þylja æviferil minn, eins og ég væri að leggja þér til efni í minningargrein. Hana geturðu skrifað seinna, en ég er þó ekki alveg dauður ennþá. . En svo að ég byrji á byrjun inni, þá er ég fæddur 14. marz 1879 í Innri-Akraneshreppi, son ur lijónanna Sesselju Þóroar- dóttur og Jóns Ólafssonar, ssm lengi bjuggu í Galtavik á Hvál fjarðarströnd. Ég' vann heirna við fram um tvitugsaldur, en. var til sjós á skútum á sex út- höldum, ýmist á vetrar- eða. vorvértíðum og stundum allan tímann. Síðan fór ég til Reykja víku.r og nam trésmíði hjá Sam- úel Jónssy-ni, og þann starfa Stundaði ég í fimm ár. Jafn: framt vann ég við skiltagerð. — tók það svona upp hjá sjálfum mér að fara að búa til skilti, skar út og málaði. Árið 1907 fór ég svo til Kaup manriahafnar og gekk þar í teikniskóla og fulikomnaði mig í skiltagerðinni. Siðan fór ég heim aftur vorið 1908 og byr.j- aði skiltagerð hér. Vann ég að því um sumarið ásamt húsa- byggingum. Um haustið fór ég aftur til Kaupmannahafnar með það fyrir augum að l:era prení- myndagerð, en það hafði ég alltaf í huga frá því ég var smá strákur og sá myridir í Óörii gamla. Annars var lítið um myndir í þá daga í blöðum og bókum, og i þau fáu skipti, sem þær birtust, voru myndamótin gerð suður í Vín. Að þessu sinni komst ég þó hvergi að í Danmorku, og var einnig réynt fyrir mig í Syí- þjóð og Noregi en það bar engan árangur. Ég fór þá aftur í teikni skólann þennan vetur. Þá teikn aði ég dálítið við listasöfn (Mu- seum), en um vorið 1909, eða Framh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.