Alþýðublaðið - 13.03.1949, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.03.1949, Blaðsíða 5
Sunmidaginrl 13. marz 1949. ALÞÝÐUBLAÐIÐ JOHN GUNTHER, hinn þekkti ameríski blaðamaS- ur, höf. bókanna „Inside Europe“, „Inside Asia“ og „In- side U. S. A.“, hefur nýlegá lokið ferðalagi um Mið- og Vestur-Evrópu og fengið tækifæri til að skyggnast lítið eitt austur fyr'r járntjaldið. Hefur hann birt nokkrar greinar um þetta ferðalag undir heildarnafninu „Inside Europe today“ og birtir Alþýðublaðið hér þá fyrstu í ís- lenzkri þýðingu. SEM FORMÁLA þessarar þeirra, þá auðsæjustu, lagði ég frásagnar minnar af síðustu Ev- rópuferð minni ætla ég að birta hér eins konar yfirlitsorð, er ég byggi á þeim forsendum, er ég veit áreiðanlegastar. Athyglisverðasta staðreyndin viðvíkjandi Evrópu er í stuttu tnáli sú, að ólíklegt er, að þar komi til styrjaldar á næstunni, nema einhverjum ófyrirsjáan- legum atburðum verði um að kenna. Enda þótt styrjöldinni hafi lokið fyrir þrem árum síðan, er enn ekki um raunverulegan frið að ræða. Þetta er örlagarik ógæfa, en þeir, sem leggja stund á sagnfræði, mega ekki gefa upp alla von. Eftir lok fyrri heimsstyrjald- arinnar eyddust átta ár í deilur og átök, áður en aðilarnir gátu komið sér saman um að undir- rita í Locarno þá friðarsamn- Snga, er þeir töldu viðhlítándi. Eina vonin til þess, að Ev- rópa losni úr þessari sjálfheldu, sé stundarlausn sú, er Marshall hjálpin veitir á yfirborðinu ekki talin með, er í því fólgin að jafnaðarmannastjórnum eins og t. d. í Bretlandi fjölgi og auk ist síyrkur, eða sem víðast iak- ist stjórnarsamvinna undir for- ustu jafnaðarmanna eins og á sér stað á Hollandi og í Belgíu. Sú staðreynd er hins vegar ó- hrekjanleg og óumdeilanleg, að hið gamla, evrópiska auðvald er steindautt eins og föðursvstir Nebukadnezars. BREZK VIÐREISN VALDI KOMMÚNISTA hef- ur, að ég hygg, verið takmörk sett, og lítil líkindi til þess, að þeir vinni fleiri sigra í Evrópu. Þjóðirnar að baki járntjalds- 5ns éru hver annarri svo ólíkar, jafnvel undir stjórn kommún- ista, að ógerlegt er að semja þá lýsingu, er gildi um þær allar. Júgóslavar virðast viðnáms seigastir þeirra fjögurra þjóða, er ég kynntist; Ungverjar virð- ast hafa minnstum breytingum tekið; Tékkar kúgaðastir; Pól- verjar baráttureifastir og sann- færðastir. Sem ríki eru Bretar senni Jega heilbrigðastir Evrópuþjóða. Brezka þjóðin býr við 'geysi- Jega harðan starfsaga og verð ur að færa gífurlegar fórnir, en hún tekur því með heilbrigðri ró og heyr sem einn maður ár- angu.rsríka baráttu við örðug leikana. Rússar æskja ekki pýrrar styrjaldar, þar eð hún mundi, ef til kæmi, verða til þess, að þeir glötuðu aftur öllu því, sem þeir unnu í þeirri síðustu. Sig- urlaunin eru hið eina, ssm þeir sækjast eftir, eins og Clemen- ceau sagði eitt sinn um Þjóð- verja. Þeir framkomugallar þeirra, sem mestum samyinnu- örðugleikum valda, eru öllu fremur afleiðing veikleika þeirra heldur en styrkleika. Sá misskilningur ríkir víða yarðandi járntjaldið, að það sé jsvo samfellt og heilt, að það bsr^- nafn með rentu. í raun réttri eru.á því fjölmargar auðsæjar gmugur, — og gegnum eina leið mína inn í Júgóslavíu, — með Asíuhraðlestinni. Fyrir styrjöldina þekkti ég Austurjárnbrautina vel. Hún var, og er enn, ein fjölfarnasta braut heimsins. Álmur hennar teygjast víða um Evrópu, svo að hefja má ferðina t. d. annaðhvort í Ca- lais, París eða Amsterdam, og halda síðan yfir þvert megin. landið til Bukarest, Aþenu eða Istambul. EINN SVEFNVAGN ÞAÐ MÁ EF TIL . VILL reikna mér það til einfeldni, er ég bjóst við að sjá langa röð blárra svefnvagna á brautarstöð inni í Trieste eins og í gamla daga. Ég sá þar aðeins einn svefn- vagn, og hann var tengdur við iest, þar sem ægði sainan vöru flutningavögnum og niðurnídd- um farþegavögnum, byggðum úr krossviði. Ég var eini farþeginn í þess- um svefnvagni, og með Parísar- Belgrad vagninum, sem var næstur í lestinni, var engin sála. Þegar lestin læddist af stað út úr myrkri brautarstöðv arinnar, þótti mér sem ég hefði tekið mér far með draugalest, er nú héldi áleiðis til fortíðar- innar, eins og sjá má á sumum þsssum ,,dulrænu“ kvikmynd- um. Þegar ég vaknaði um morg- uninn, var örðugt að átta sig á að um sömu lest væri að ræða Að vísu höfðu aðeins tveir far- þegar bætzt við í svefnvagninn, en í hinum vögnunum gegndi öðru máli. Á leiðinni til borð- salarvagnsins varð ég að ryðja mér braut um verandir og ganga sex vagna, sem voru svo yfirfullir af farþegum, að ég varð að beita hnúum, hnefum og olnbogum til þess að kom- ast nokkuð áfram. Sígeaunar; berfættir öldung- ar; hermenn í óhreinum ein- kennisbúningum; bændakonur, klæddar tötrum í þess orðs fyllsta skilningi, — þessir voru förunautar mínir. Þegar ég náði áfangastað, var morgunverður- inn framreiddur, — harður rúgbrauðshleifur ásamt hálf-1 volgum drykk, sem sennilega hefur átt að kallast te. Matborð- in voru óhrein og þjónarnir svo subbulegir, að annað eins hef ég aldrei óður augum litið. En allir voru í bezta skapi, vin- gjarnlegir og kurteisir. MÖRKUÐ ANDLIT HVAR SEM MAÐUR FERÐ- AST með eimlestum um Ev- rópu gegnir sama máli. Orsök- in er ofureinföld. Það er skort- urinn á benzíni og bifreiðum, sem þessu veldur. Klukkustundum saman gafst mér þarna tækifæri til þess að virða fyrir mér þetta sýnishorn júgóslavnesku þjóðarinnar og lífskjara hennar á meðan lestin silaðist um landið. Börnin vöktu mesta athygli mína. Þeim svipaði til villtra dýra. Þau voru hörkuleg og fullorð- insleg um aldur fram og andlit þeirra skráð rúnum styrjaldar- hörmunganna. Ungu stúlkunum svipaði meira til karlmanna en kvenmanna; þær eru svipharð- ar og alvarlegar, nota engin snyrtilyf, klæðast karlmanns- buxum og ganga með stutt- klippt hár. Drengirnir voru á- þekkastir gömlurn mönnum. Ég get sagt hreinskilnislega frá. því, er ég sá. En að sjálf- sögðu var það býsna margt, sem ég sá ekki. Og enda þótt ég segi aðeins frá því, sem ég sá og hsyrði, kemst ég ekki hjá því, að láta nokkrar skýringar fylgja frásögn minni. Það er til dæmis óvéfengjan- leg staðreynd, að Júgóslavía er lögregluríki. Það er líka stað- reynd, að þjóðin á við ósegjan- lega fátækt að búa. Samt sem áður varð ég hvarvetna var við óvenjulegan athafnavilja, líf, þrótt og sjálfstraust. Ríkisvaldið þvingar þjóðina, — í því skyni að skapa henni góða framtíð að ríkisvaldsins sögn, •—• en mörg- um er hlýtt til Titos. Örðug- leikar, erfiði, óánægja, hatur, von og traust biandast þar sam an. Áður en ég segi ger frá Jú- góslövum, ætla ég að lýsa smug- unum á járntjaldinu dálítið nán ar. Enda þótt stjórnmálamenn Moskvu muni enn um skeið bæta á einangrun leppríkjanna, sem þó sannarlega er ekki á bætandi, berast alltaf dálítil á- hrif frá umheiminum til þeirra, gegnum smugurnar á járntjald- inu. Og' það er trúa mín, að á- hrifasambandið milli vestrænna rílija og þessara leppríkja styrk ist með árunum, svo fremi að ekki komi til nýrrar styrjaldar. Enn er hægt að ferðast með járnbrautarlest frá París, yfir þrjú slík leppríki eins og leið liggur til Istambul. Að sjálf- sögðu verða skjöl manns og skil ríki manns að vera í lagi til þess að það megi takast. Enn er og hægt að kaupa sér flugfar frá Prag og Warsjá til hvaða höfuðborgar í Evrópu, sem vera vill. EKKI ELTUR ENGAR SAMGÖNGUR eiga sér stað milli Júgóslavíu og Grikklands. Þau landamæri eru með öllu lokuð, hvað opinber ferðalög snertir, að minnsta kosti kemst enginn venjulegur ferðamaður þá leið. Þetta er þó eina landsvæðið á þessum slóð- um, sem ferðamaður kemst ekki um, hafi hann nauðsynleg leyfi og skjöl hans séu í lagi. Aldrei kom það tfyrir mig í þessari ferð, að skjöl mín væru dregin í vafa, og enginn hafði óvenjulegt eftirlit með férðum mínum, að því er ég bezt vissi. Ég var ekki einu sinni krafinn um vegabréf, nema þar sem slík skoðun var eðlileg, og ekki þurfti ég heldur sérstakrar und ' anþágu eða meðmæla með. Mér virtist meira að segja öll vega- bréfaskoðun á landamærastöðv- um handahófskennd og toll- skoðun sömuleiðis. Varla kom það fyrir að skyggnzt væri í farangur minn. Þeir, sem ekki þekkja til, kunna að halda, að rússneskir eftirlitsmenn hafi sig þarna í frammi. Siíkt er fjarstæða. Ég sá ekki einn einasta Rússa. Engu að síður gætir rúss- neskra áhrifa og ítaka mjög' í öllum leppríkjunum. Meira að segja í Júgóslavíu. Mér vitan- lega gegna þó rússneskir menn þar ekki neinum opinberum Alþýðuflokksfólk! Alþýðuf lokksf óik! verSur umræðuefnið á fundi Alþýðuflokksfélags Reykja- víkur í Alþýðuhúsinu á mánudagskvöld klukkan 8,30. Flutt verður stutt framsöguræða, en síðan hefjast um- ræður, og mun meðal annars taka þátt í þeim Stefán Jóh. Stefáiisson, forsætisráðherra, Sigurjón Á- Ólafsson, fuli- trúi flokksins í fjárveitinganefnd, og Helgi Hannesson, forseti Alþýðusamibandsins. Alþýðufloltksfólk er hvatt til að fjölmenna og mæta stundvíslega. Stjórnin. 1 Vilhjáímur SJÖTUGUR er í dag Vil- hjálmur Ásgrímsson verkarnað ur, Hringbraut 90. Vilhjálmur er fæddur að Stærribæ í Gríms nesi, sonur hjónanna,. sem bjuggu þar og að Gljúfri í Ölf- usi, Þuríðar Guðmundsdóttur og Ásgríms Sigurðssonar. Voru börnin mörg, eða 22 að tölu og rniunu fá dæmi til þess að svo margt sé alsystkina. Eru nú að eins fimm þeirra á lífi. Eins og að líkum ræður var heimilið fá tæktj en þurfti þó aldrei á sveit arhjálp að halda,. enda voru þau samhent um allt, Þuríður og Ásgrímur, og hlífðu. sér hvergi. En börnin urðu snemraa að fara að hjálpa til og fljótt fóru þau að heimah til að vinna fyrir sér. Vilhjálmur gerðist vinnu- piltur og var á ýmsum bæjum. Eitt sinn, þá tæplega tvítugur, var hann á Þórustöðum í Ölf- usi og í ofsaveðri vann hann að heyjum. Hraunhellur höfðu verið settar á heyið og' féll ein þeirra í höfuð Vilhjálmi; var hann um skeið veíkur af völd um þessa slyss, og það varð þess valdandi. að hann missti heyrnina síðar á æfinni, etftir að hann fór að standa á skút- um. Vilhjálmur fluttist til Eyr- arbakka og kvæntist þar Gísl- ínu Erlendsdóttur frá Simba- koti, og á Eyrarbakka bjuggu þau til ársins 1921 að þau fluttu hingað til Reykjavíkur með börn sín. Vilhjálmur stund aði í mörg ár veiðar á skútum, eins og þeir fleiri bræður og voru þeir allir annálaðir víking ar. hann reri og frá Þorláks- höfn og frá Eyrarbakka í mörg ár, en stundaði einnig á sumr um kaupavinnu á ýmsum bæj um í Árnessýslu, og' var hann annálaður sláttumaður. Síðan han.n kom -'til Reykjavíkur hef ur hann starfað í þjónustu bæj arins og rpörg undanfarin ár hefur hann verið umsjónarmað Jur með sorphaugum bæjarins. ' Hefur hann gegnt því starfi af frábærri skyldurækni að allra embættum. Hins vegar hafa embættismennirnir flestir hlot- ið langa þjálfun í Rússlandi og eiga tíðförult til Moskvu. Rússneskt lið dvelur og í her stöðvum bæði á Ungverjalandi og Póllandi, en þess er vandlega gætt, að óviðkomandi fái ekki vitneskju um það. Væri ég spurður uni sameig'- inleg einkenni þessara lepp- ríkja, mundi ég svara: fátækt og styrjaldarótti. msson sjöíuQur Vilhjálmur Ásgrímsson. dómi, en það er erfiðara en. margur hyggur. Vilhjálmur Ásgrímsson er gleðimaður og hefur þó oft á móti blásið. Hann ber öll beztu einkenni ættai; sinnar, glað- sinhi, léttleika og gáfur. Les hann mikið, enda nýtur hann ekki orðræðna, og fylgist svo vel með að furðu sætir, enda er minnið gott. Þau Gíslína og Vilhjálmur hafa eignazt sex börn og eru fimm á lífi, öll bú- sett hér í Reykjavík. Við gaml ir skipsfélagar Vilhjálms ósk- um honum til hamingju á af- mælisdaginn. Það var alltaf gleði þar sem hann var í hóp í gamla daga, og ég er viss j&n að svo mun enn. Gamall félagi. á diskum, djúpum og grunn um hefst mánudaginn 14. marz. Afgreitt verSur 1 par á hverja einingu á reit M 5 í þessari röð. Mánudag kl. 9-10 1-50 — — 10-11 51-100 — — 11-12 101-150 — — 2-3 151-200 — — 3-4 201-250 — — 4-5 251-300 — — 5-6 301-350 Þriðjudag 15. marz verða á sama hátt afgreidd 50 á- framhaldandi númer á klukkutíma meðan birgðir endast. Búsáhaldadeild KRON Bankastræti 2.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.