Alþýðublaðið - 13.03.1949, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.03.1949, Blaðsíða 6
ALÞVÐUBLAÐlö Sunnudaginn 13. marz 1949. Vicki Baum HOFUÐLÍUS ENGILL i VIÖ STRAUMANA Við straumana stendur maður með smng í höndum; víða flýgur valurinn á vængjum þöndum. •—■ - Sumir heita á kirkjuna suður á ströndum. Stríð fellur Húkká til stranda; vanda, vanda, gættu þinna handa. Auðvelt er sporðkrækíum laxinum að land.a. ■—• ■— Hefurðu. séð stórhveli stikla fossa hvíta, það eru íiskar þeir, sem færið slíta. „Svona diguri Svona stór! Svona þungur!-------— sleit og fór!‘‘ Suma fiska fæstir augum líta. Við straumana stendur maður m.gð stöng í höndum tveim. Víða flýgur valurinn um vorbjartan geim.------ Sumir kaupa laxinn á leiðiimi heim. Með vinsemd og virðingu. Yðar einlægur. Ueifnr Leirs (poet. spirit.) GENGIÐ UNDIR LEKA „Líksöiigurinn" í morgunut- varpinu hófst í gærmorgun á göngulag'asyrpu, sem tveir gamlir kunningjar okkar, þeir Gellin og Borgström, léku á draggargön sín. Samkvæmt um- mælum þeim, sem eitt dagblað- ið notaði um morguntónlist út- varpsins þennan sama morgun, fannst oss jarðarfarartakturinn í laginu helzt til hraður. Hins vegar gat harmonikuleikurinn síðar í þessum sama útvarps- tíma vel staðizt þar eð oft var mikið um gleðskaþ í meiri hátt- ar erfisdrykkjum hér áður fyrr. En við verðum nú samt sem áður að sýna útvarpinu svolitla sanngirni og fyrirgefa forréða- mönnum þess þótt þeir viti ekki, að nú þykir fínt að geta sagt að manni þyki „Rakarinn í Sevilla“ aldeilis guðdómlegur, hvað sem öðrum rökurum líði, •— og að sá maður jsylcir ekki músíkalskt siðfágaður, sem ekki syngur aríur úr fyrr- nefndri óperu á meðan hann er I að dragnast í fötin. Og svo eru sumir húseigend- ur svo gersneyddir öllum hljóm listarsmekk, að þeir vilja helzt setja ákvæði inn í húsaleigulög- in, er banni leigjendum að syngja Figarósaríuna á „fast- andi maga“ ó morgnana. AÐSENT BRÉF Reykjavík, 8. marz 1949. Hr. ritstjóri! Ég myndi verða yður þakk- látur, ef þér vilduð vera svo góður að svara fyrir mig eftir- farandi spurningum; 1. Ég er fæddur á Seltjarnar- nesi og eins og aðrir utanbæj- armenn, sem flutzt hafa á mól- ina, ber ég sanna göðurnesást til míns fæðingarstaðar. Getur þú frætt mig um, hvort nokk- urt S'Sltirningafélag er starf- andi í Reykjavík, og f esvo er, hvort ekki væri viðeigandi, að þeir (eins og t. d. Breiðfirðinga. félagið) hömstruðu eitthvað af filmu til að geta filmað ýmsa atvinnuvegi og siði, sem eru að hverfa. Finnst mér, að Seltjarn arnes gæti einmitt lagt til ým- islegt efni, sbr. vísuna góð- kunnu ..... kerlingar skvetta úr koppum á tún . . 2. í mörg ár hef ég hlustað á leik strokkvartettsins í útvarp- inu, mér til negativrar ánægiu. Fegnastur yrði ég, ef blessaðir fjórmenningarnir gætu strokið fyrir fullt og allt og horfið af sjónarsviðinu. En getið þér nú ekki sagt mér, hver það er, sem alltaf handsamar kónana? Ég ætla nefnilega að fá þann sama til að gæta konunr.ar minnar.' Með fyrirfram þökkum. Vesturæingur (fæddur á Seltjarnarnesi), nú búsettur í Skólavörðuholtinu. $ Jóns Baldvmsonar forsetaS S tást á eftirtöldum stöðumrS ^ Skrifstofu Alþýðuflokksins. S ) Skrifstofu öjómannafé'lags $ ÍReykiavíkur. Skrifstofu V.) ■ fC.F. JFramsókn. Alþýðu-^ mrauðgerðínni Laugav. 61. ; Verzlun Valdimars Long, • ^Hafnarf. og hjá Sveinbimi ^ ^Qddssyni, Akranesi. ^ lesið Alþýðublaðið! ora var tekin út úr Parroqual kirkjunni og borin inn í hátið- legri skrúðgöngu. Tveim dögum síðar byrjaði skyndilega að rigna, í raun og veru leit út fyrir að bænirnar hefðu verið helzt til ákafar, því að regnið varð brátt að stríðum straumi og svo kom ofsarok. Þrumur og eldingar geisuðu. um fjallstind ana. Brakið og brestirnir voru ógurlegir, og vöxtur hljóp í árn- ar svo þær flæddu yfir brýr og götur, fossuðu niður bratta, þrönga stígana í' fátækrahverf. unum og gerðu lægri hluta borgarinnar illfæran yfirferðar. Þjónustufólk mitt var grip- ið skelfingu. Ekkjan, Uvalde, hafði skriðið upp í rúmið sitt og hlaðið öllu, sem hún gat náð í, ofan á höfuðið á sér. Consuelo og Chepito voru ósjáanleg og Lupel sat grátandi í eldhúsinu. Ég hafði sett silfurþvottafatið mitt, ýmsar skálar og meira að segja fína náttpottinn minn undir lekann, sem kom í gegn- um þakið. Ég hafði blásið að viðarkolunum í silfurglóðar- pönnunni, svo að þau loguðu skemmtilega, og var að bíða eftir Felipe, þegar Tio Lalo vís aði Bert Quaile inn, alveg hold votum. „Er yður sama þó að ég syndi inn?“ sagði hann. „Hamingjan góða, hvað hellist niður af vatn inu. Er húsbóndinn ekki kom- inn enn þá?“ Dökkur pollur var eftir stíg- vélin hans. Hann fór úr frakk- anum og leysti vasaklútinn, sem hann hafði bundið niður hattinn sinn með, án þess að kæra sig hið minnsta um virðu leik sinn. Hann hristi sig eins og hundur og vatnið streymdi af honum niður á gólfið. „Ég var viss um, að húsbónd inn mundi vera hér nú. Jæja, hann kemur rétt strax. Verð að tala við hann.“ „Er búið að sjá um hestinn yðar?“ „Ég varð að skilja hann eftir í Refugio og drenginn. Komst ekki í gegn. Hefði eins getað I róið á eintrjáningi. En, frú, er- uð þér ekki hræddar við þrurn- urnar? Flestar konur eiu það. En ég hef tekið eftir því áður, að þér eruð ein af þeim hug- uðu.“ Ég bað Tio Lalo að koma með þurrkur og eitthvað að drekka og neyddi þennan hold- vota risa til að fara úr ein- hverju af rennandi fötunum. Þau voru hengd í kringum við- arkolaeldinn og það rauk úr þeim meðan þau voru að þorna. Þegar Quaile var búinn að drekka nokkur glös af heitu kryddvíni, fór honum að líða betur. „Það er reglulega nota- legt hér,“ sagði hann. „Það eina sem mér finnst vanta er falleg stór eldstó og sjóðandi vatnsketill, eins og var heima. En fólkið hérna veit ekki hvernig það á að gera lífið skemmtilegt. Allt til að sýnast, en ekkert til að hlýja manni um hjartað,“ „Hvar eigið þér heima, hr. Quaile?" spurði ég til að halda uppi samræðum þar til Felipe kæmi. „Mingo Creek; nálægt Pitts burg, Pennsylvaníu. frú. Ég er vesturríkjamaður“. Hann hnerr aði, baðst afsökunar, og sagði löngunarfullt; „Romm kynni að vera gott„ en flaska af viský væri enn betri. Ekkert er eins og Monongahela viský til þess að vernda mann ’ gegn kvefi. Ég reyndi að smygla dálitlu inn frá Lousiana, en trúið mér, það er auðveldara að flytja 50 flöskur af smygluðu kvikasilfri, heldur en eina flösku af viský. Ég er að undra mig yfir, hvar Felipe getur verið. Hann bað mig að láta það ekki bregðast að hitta sig í kvöld“. „Kannske hann hafi ætlað að hitta yður hjá La Rosauru“, sagði ég ikuldalega. „Nei ekki í þessu veðri. Það verður enginn þar í kvöld“, svaraði Quaile ánægjulegur á svip. ,,En ef. það hefði ekki verið rigning, þá hefðuð þér og Don Felipe notið þess að heimsækja þetta pútnahús, er það ekki?“ sagði ég ákveðin í að fá að vita hinn beizka sannleika. „Ójá, okkur þykir báðum gaman að ppila billjarð, hús- bóndinn er bezti spilarinn í allri borginni og ég er sá versti, en ég elska að spila á móti honum, og hann hlær sig mátt lausan, þegar hann er að vinna mig. Hann sigrar mig alltaf, en ég gefst ekki upp. Ekki ég, frú. Þótt billjarðinum sé sleppt, þá er gott að koma til La Rosauru, jafnvel þótt þér kallið það pútnahús. Fyrirg'efið þér, frú, kannske ætti ég ekki að tala svona, en skiljið þér, ég er varla vanur að tala við fína frú, því að ég hef verið mest an partinn af ævinni í námu- mannabúðum og með ruddum af mínu tæi. Kannske ætti ég ekki einu sinna að nefna hús La Rosauru í yðar viðurvist. Auðvitað eru stelpur þar. og það er drukkið og spilað og margt, sem á sér stað. En á liinn bóginn þá er það ekki alveg eins og þér kunnið að halda. Það er líkast — ja —- líkast klúbbi. Mennirnir koma þar saman og kunna betur við sig heldur en með sínum eigin frúm og dætrum eða lagskon- um, sem eru allar svo fínar með sig og menntaðar. Sjáið þér til frú, það er . svoleiðis. Það kemur hingað náungi og hann er fátækur og hann hef- ur ekki lært mikið og það eina, sem hann ber skynbragð á er svolítið um námug'röft og kannske eitthvað um málm- prófun og málmblöndu,. og hann hefur ekkert nema sinn eiginn þrjózkuvilja, kraftana og hamingj.una að treysta á. Og sva einn góðan veðurdag er hann heppinn, og hann er allt í einu orðinn mikill maður, stráir um sig peningunum og sendir kóngi sínum gjafir, bygg ir klaustur eða eitthvað þess háttar og svo er hann gerður að greifa eða markgreifa. Jæja. breytir það honum nokkuð? Auðvitað ekki. Hann er sá sami og áður, seigur náungi og alþýðlegur. En hann giftist ein hverri fínni konu og sonur hans verður lærður aðalsmaður, dætur hans eru markgreifa- dætur, og þær hlæja þegar gamli maðurinn kann eng'a mannasiði og þær eru fjúkandi reiðar, þegar hann sofnar í leik húsinu og treður ofan á tærn ar á öllum á dansleikjunum. Þá fer 'vh'ann til La Rosauru og hittir sína gömlu vini, og þeir tala um námurnar sínar, eins og gamlir námumehn gera, og hann þarf ekki að hafa neinar siðareglur við stelpurnar. Enn fremur“, sagði Quaile og skýrði þetta mjög skynsamlega út fyr ir mér, „enn fremur getur mað ur hvergi annars staðar fengið eins góðar upplýsingar. Ef málmæð hefur fundizt eða náma er farin að ganga til þurrðar, eða körfu hefur verið stolið, eða komizt upp um ein hver svik — þá er það h-já La ÖRN: Allur hnífum stunginn og samt ósærður. SOLDÁNINN: Komið mér í rúmið! DANSM.: Þreyttur, vesalingurinn! PRÓFESSORINN: Það er sízt að furða, þótt hann sýndist digur! Sjáið þið allar blýþynnurnar, sem hann hefur borið innan klæða — — — til varnar kjarnorkugeisl- unum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.