Alþýðublaðið - 24.03.1949, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.03.1949, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐÍÐ Fimmíudag'inn 24. marz 1949. FRÁ SÍMNOTANDA. ,(Sem ekki hefur síma). Með mikilli ánægju las ég grein þá er birtist í dálkunum fyrir skömmu, um varnarráð- stafanir til handa símnotendum, gegn yfirgangi, frekju og ef. til vill móðgunum frá öðrum sím notendum. Er ég greinarhöf- undi fyllilega sammála í flest um atriðum, einkum þó um af nám ,,hallósins“. sem er blátt áfram þjóðleg nauðsyn. En mér þykir hann ganga til mikils of skammt í tillögum sínum um varúðarráðstafanir, enda þótt þær, sem hann nefn ir hljóti að teljast nokkur bót frá því öngþveiti og ófremdar ástandi, sem nú er ríkjandi í þessum efnum, þegar jafnvel rukkarar geta njósnað um það, hvort maður sé heima, með því einfalda bragði að hringja í númerið og kalla , halló“. Ef við ætlum okkur að berj ast fyrir auknu öryggi á annað borð, verðum við að krefjast úr bóta, sem líklegastar væru til að koma að fullu gagni. Mætti þá heldur slá eitthvað af þeim, er til framkvæmda kemur. Tillögur mínar eru þessar: 1. Komið sé upp föstu ráði, eða fastri yfirnefnd, símnotend um til öryggi-s. 2. Enginn ,geti náð símasam bandi við annan mann, nema að fengnu leyfi ráðsins. 3. Til þess að öðlast slíkt leyfi ber símtalsbeiðanda: A: að útfylla þar til gert umsóknar eyðublað, er greini nafn, heim ili og hvers efnis símtalið sé. B: fara heim til sín og bíða, unz honum berst svar ráðsins. 4. Þegar ráðinu hefur borizt samtalsbeiönin, skal hún skrá sett, en síðan vísað til þeirrar deildar -ráðsins, er hefur við- komandi samtalsefni að sérat- hugunargrein. 5. Er viðkomandi nefnd hef ur athugað beíðnina og sofið, á henni um hæfilega langt skeið, skal hún boða samtalsbeiðanda á fund sinn, og láta hann skrifa hið fyrirhugaða símtal á þar til gert hvítt eyðublað. Síðan skal samtalsbeiðandi fara heim til sín og bíða átekta. 6. Síðan skal .nefndin loka þetta eyðublað niðri í skúffu, eða inni í skáp um nokkurt skeið. Fari svo, að hún finni það aftu’r, skal hún látá sendi sveininn líta lauslega yfir það 1 og að nokkrum dögum liðnumþj ber henni enn að kalla samtalsgj beiðanda á sinn fund. og æskja þess að hann skrifi símtalið aft ur upp, að þessu sinni á ljós- blátt eyðublað, með þeim breyt ingum, sem hún (þ. e. sendi- sveinninn) hefur á því gert. Síð an fari símtalsbeiðandi heim og bíði átekta. 7. Takist nefndinni heldur ekki að týna þessu eyðublaði, skal hún, að' hæfilegum tíma liðnum, boða samtalsþolanda á sinn fund, lesa honum símtalið, og ef hann játast undir að hlýða slíku símtali, skal hann gefa yfirlýsingu þar að lútandi, á þar til gert ljósrautt eyðublað. 8. Enn skal nefndin boða símtalsbeiðanda á sinn fund, tilkynna honum að leyfið til símtalsins sé Veitt, og er hann hefur greitt áskilið leyfisgjald, skal símtalsbeiðanda heimilað að tala það, sem á eyðublaðið var skráð* inn á grammófón- plötu eða stálþráð. 9. Er þar til kjörnir starfs menn ráðsins hafa gengið úr skugga um, að talið á plötunni eða þræðinum sé frá orði til orðs samkvæmt því, er á eyðu blaðinu stóð, skal símtalsþol- anda gefið tækifæri til að hlýða á símtalið í síma á tilteknum tíma. 10. Æski tímtalsþolandi að svara slíku símtali símleiðis, skal hann snúa sér til ráðsins, og er hann þá orðínn símtals- beiðandi, sem verður að lúta öllum fyrrgreindum ákvæðum og uppfylla þau, og gegnir þá og sama máli um fyrrverandi símtalsbeiðanda, sem nú verð- ur væntanlegur símtalsþolandi. 11. Undanþegnir þessum á- kvæðum séu ungar, laglegar stúlkur. Sömuleiðis skal vera beint samband við áfengisverzl un ríkisins. Til opinberra starfs tnanna ríkisins. t. d. viðskipta nefndar og skömmtunarstjóra, sé hins vegar ekkert samband. 12. Fastir starfsmenn fyrr- nefndra nefnda og ráða séu bundnir þagnarheiti, — einnig afgreiðslu- og vélritunarstúlk- urnar, nema þegar um upplýs- ingar á sölu á biðraðavörum er að ræða. Fengjust þessar varúðarráð- stafanir lögfestar, ættu símnot- endur að geta sofið rólegir fyrir því, að til þeirra hringdu óvald- ir dónar, sem ef til vill segðu ,,halló!“ eða eitthvað enn svi- virðilegra. Sn. Vicki Baum HOFUÐLAUS ENGILL landi, og nú var ég að fara sjálf til Spánar til þess að fæða barn Felipes, og Humboldt hafði komið til að sjá mig. Mér fannst ég sjá einhvern hulinn tilgang í þessu og var óþolinmóð að segja Felipe frá hinum óvænta nafnfræga gesti. En Felipe lét mig bíða alla nóttina og kom ekki fyrr en kjukkurnar hringdu til morgun tíða, og hanarnir voru farnir að gala og róslituð framhliðin á San Diego glóði í sólskininu. Hann var fölur og stirður eins og vaxlíkneski og hann tók upp glóð úr glóðarkerinu og muldi glóandi viðarkolin milli fingra sér annars hugar. „Hvað er það, hvað er það nú, Felipe? í guðs nafni, hvað hefur komið fyrir þig?“ hrópaði ég. , Fyrir mig? Ekkert. feú munt verða að fara til Spánar án mín, það er allt og sumt. Ég verð að vera hér, þar til ég get fundið nýjan framkvæmda- stjóra fyrir námuna. Ef barn okkar fæðist áður en við get um gift okkur, þá geturðu þakk að vini þínum Roberto fyrir það. Hann er farinn frá La Ramita“. ,,Er hann farinn — en það getur ekki verið! Hann farinn Crá La Rarnita". ,,Já, hann fór. Við börðumst út af námugöngunum, og hann íór frá La Ramita. Það er nóg. Ég vil ekki heyra eitt orð um hann framar. Ekki nefna nafn hans aftur. Hann á ekki til sómatilfinningu". Ég hafði fengið höfuðverk. Ég hafði ekki séð Felipe í þrjá daga og höfuðverkurinn hafði farið versnandi með hverjum deginum. Það var hvarflandi verkur, sem ég gat ekki fundið neinn ákveðinn . stað. Hann flögraði um höfuð mitt við hverja hreyfingu, og þegar hann var verstur, þá fannst mér hann vera í efsta hálsliðn um. Hann var blýþungur, og einn daginn gat ég ekki haldið uppréttu höfðinu. Það seig nið ur eða til hliðar og höfuðverk urinn færðist með því. Ég reyndi kalda bakstra og heiía bakstra, en það gerði illt verra. Ekkjan, sem naut þess að sjá mig svona veika, kom svífandi á fimm mínútna fresti inn í her bergi mitt, strauk koddana hjá mér.. Mér fannst hvíslið í henni eins og öskur, og þegar hún læddist á tánum, fannst mér það eins og fílahjörð væri að þramma á þakinu yfir höfði mér. Consuelo bjó til áburð úr grænum blöðum og bar á gagn augu mín í lækningaskyni, en mig fór að klæja af því. Mig sveið í augun og mér fannst dagsljósið óþolandi sterkt. Con euelo tuggði brauð, vætti það í mjólk, setti maukið í litla poka og setti þá á augnalok mín. María á myndinni fyrir ofan bænaskemmilinn minn, hélt á hjarta sínu í langfingruðum höndunum; það var stungið sverði og það stóðu rauðir og gulir logar úr því. Mig sár- kenndi sjálfa til í brjóstinu við að horfa á myndina og ég sneri baki að henni. Seinna um kvöld ið sendi ég eftir dr. Medina, feitum, gömlum drykkjurút, sem ég vantreysti algerlega. Hann setti sex blóðiglur á gagn augun á mér og -bak við eyr- un. Eftir tíu mínútur reif ég burt blóðiglurnar, staulaðist að silfurþvottafatinu mínu og seldi upp. Mig svimaði ákaflega og veggirnir hringsnerust í kring um mig. Ég -sneri aftur í rúmið og leið verr en nokkurn tíma fyrr á ævinni. Consuelo kom með móður sína, sem fékkst við lækningar. Hún stóð yfir mér með stóran magann og tautaði við^sjálfa sig„ dró andann títt og lyktaði af hvítlauk. Svo lagði hún daunillar varirnar á gagnaugun á mér og fór að sjúga út úr mér pestina. Ég ýtti henni frá og settist upp. ,,Ég er orðin góð“, sagði ég. „Þakka þér fyrir. Hér er skild ingur fyrir lækninguna. Á morg un verð ég orðin enn betri“. Áður en kerlingin fór brenndi hún dálitlu af þurrum jurtum í herbergi mínu, og það seig á mig þægilegt mók. Ég var eins og hálfsofandi, og mig dreymdi móður mína. Mér hafði verið sagt, að móðir mín hefði dáið af bárnsfararsótt, tveim vikum eftir að ég fædd ist. En hún sagði, að þetta væri skakkt. Hún hefði ekki dáið, aðeins verið grafin, en væri lif andi. Ég vaknaði. Ég vissi ekki, hvort það var nótt eða dagur. Það var dimmt, hlerarnir voru fyrir gluggunum, en vindurinn kom í hviðum, það brakaði í viðnum og gipsið hrundi af veggjunum. Ég reyndi að muna daginn í gær. í gær hafði ég byrjað að aði að taka með mér til Spánar. En ég varð að hætta við það í miðju kafi, vegna þess að mig sveið svo í augun. Aug'u mín voru svo bólgin núna, að ég gat varla opnað þau. Ég hafði þau lokuð áfram og brá mér til Spánar. Það var sandbylur á Spáni; heit, gul, þurr sandkornin kom ust undir kjólinn minn, svo að mig sveið og fór ,að klæja. Ég reif af mér ábreiðuna, tók upp náttkjólinn minn og fór að klóa mér. Ég fálmaði eftir strengn- um á veggnum og hringdi bjöll unni. Meðan ég var að bíða eftir að einhver kæmi, greip mig skyndilega slík kalda, að það nálgaðist krampa. Hné mín og læri skulfu svo, að það var líkast því, að þau væru alveg laus við líkama minn, og ég horfði undrandi á þau. Á fóta- gaflinum var Adam að leita ástar Evu. Ég hafði hreinasta viðbjóð á Adam. Þegar köldu hrollurinn var afstaðinn, þá kom yfir mig slíkur leiði, að hvorki virtist vera þrot né end ir þar á. Ég hugsaði um Felipe, og ég hataði hugsunina um hann. Ég reyndi að hugsa mér eitthvað skemmtilegt: blóm, ávexti, gott bragð eða ilm, en allt var jafn viðtíjóðsleg. Hvað þá? Ó, bara að ég gæti hugsað um eitthvað skemmtilegt, eitt hvað fallegt. Vorið,. foss? Nei, ekki það. Þá kom hrollurinn bara aftur. Orizaba? Hvað vissi ég um Orizaba? Það er engin skynsemi í því, engin meining. Dyrnar opnuðust og Tio Lalo rak inn höfuðið. Ég sá hann og þekkti hann þrátt fyrir svið ann í augunum. „Hvað vilt þú hér? Farðu út“. „Bjallan — yðar náð hringdi bjöllunni", sagði hann. ,Það var í gær“, sagði ég. ,-Nei, yðar náð, ég kom eins fljótt og ég gat“. „Hvenær var dagurinn í gær?“ spurði ég hann. „Er dag urinn í dag í gær?“. Hann hristi höfuðið. „Móðir Consuelo er fyrir utan“, sagði hánn. Hún stóð á silfurþröskuldin um; það var bjartur dagur, hlerarnir höfðu verið opnaðir, og mig skar í augun af birt- unni. Hún stóð og horfði á mig, en hún kom ekki nær. Ég heyrði hana tauta eitthvað við skrifa allt upp, sem mig langTio Lálo. Ég settist upp. Mér MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINSs ÖRN: Ég fæ ekki séð að við fáum náð til flóttamannanna með þeim skotvopnum, sem við höfum yfir að ráða.-------- EN ÚTI á eyðimörkinni bíður her á- rásarmanna við langdræga fall- byssu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.