Alþýðublaðið - 24.03.1949, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.03.1949, Blaðsíða 3
Fimmtudag'inn 24. marz 1949. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 irrii I BW«w«vrt;íinfrijf■'■ »■ ■ Frá morgni lil kvð í . DAG er fimmtudagurinn 24. marz. Þennan dag lézt Al- bert Thorvaldsen árið 1844 og Elísabet Englandsdrottning 1603. — Úr Alþýðublaðinu fyr- ir 21 ári: Harold Hinkler, ástr- alskur flugmaour, flaug í síð- astliðunm mánuði frá Croydon í Englandi til Port Darwin í Ástralíu og var hálfan sextánda clag á leiðinni. Er það met, því að enginn flugmaður hefur áð- ur .flogið slíka vegalengcl á jafnskömmum tíma einn síns liðs. — Loftskipið Los An- geles flaug frá Lakehurst í ríkinu New Jersey í Bandaríkj- unum til Panama, en flugleið skipsins .var 2265 mílur. Er þetta Iengsta flug skipsins síðan það flaug frá Þýzkalandi til Ameríku. Sólarupprás var kl. 6.16. Sól- arlag 'verður kl. 18.54. Árdegis- háflæður er kl. 2;.05. Síðdegis- háflæður er kl. 14.33. Sól er í hádegsstað í Reykjavík kl. 12.34. Næturvarzla: Laugavegs apó- tek, sími 1618. Næturakstur: Bifreiðastöðin Hreyfill, sími 6633. Flugferðir LOFTLEIÐIR: Geysir kom um sexleytið í gær frá Prestvík og Kaupmannahöfn. AOA: í Keflavík kl. 20—21 í kvöld frá Helsingfors, Stokk- hólmi og Osló til Gander, Boston og New York. AOA: í Keflavík kl. 6—7 í fyrramálið frá New York, Boston og Gander til Oslóar, Stokkhólms og . Helsingfors. Skipafréttir I^xfoss fer frá Reykjavík kl. 11, frá Borgarnesi kl. 16, frá Akranesi kl. 18. Esja er á Austfjörðum á suð- urleið. Hekla er á Austfjörðum á norðurleið. Flerðubreið er á Vestfjörðum. Skjaldbreið fer frá Reykjavík í kvöld til Húnaflóa-, Skagafjarðar- og Eyjafjarðarhafna. Þyrill er í olíuílutningum í Faxaflóa. Súð-1 in var í Port Talbot í gær á leið til fslands. Hermóður er í Reykjavík. Brúarfoss fer væntanlega frá Hamburg 24/3 til Hull og Reykjavíkur. Dettifoss er í Reykjavík. Fjallfoss er í Gauta bcprg, fer þaðan til Frederiks- havn óg tekur vörur úr Lagar- fossi til Reykjavíkur. Goðá- foss kom til New York 17/3 frá Reykjavík. Lagarfoss er í Fre- derikshavn. Reykjafoss hefur væntanlega far.ið frá Leith 22/ S til Antwerpen og Rotterdam. Selfoss kom til Reykjavíkur 23/ 3 frá Frederikshavn. Tröllafoss fór fram hjá Cape Race 19/3 á [ieið frá New York tií Reykja- víkur. Vatnajökull er á leið til ísafjarðar, lestar frosinn fisk. Katla fór frá Reykjavík 18/3 til Halifax. Horsa fór frá Ham- Iborg 22/3 til Rotterdam. Anne Louise tekur vörur úrLagarfossi í Frederikshavn í þessari viku |til Reykjavíkur. Hertha lestar óburð í Menstad um 28/3. Linda Dan lestar í Gautaborg og Kaupmannahöfn 30/3—5/4. Blöð og tsmarit ] Heimilisritið, marzheftið, hef- Otvarpið 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórarinn Guðmundsson stjórnar): a) Lagafiokk- ur úr óperettunni „Fagra veröld“ eftir Lehár. b) Vöggulag eftir Bernhard Svensson. 20.45 Lestur fornrita: Úr Fornaldársögum Norður- landa (Andrés Björnss.). 21.10 Tónleikar (plötur). 21.15 Dagskrá Kvenfélagasam- bands íslands. — Erindi: Háttvísi (Flelga Sigurð- ardóttir skólastjóri). 21.40 Tónleikar (plötur). 21.45 Spurningar og svör um íslenzkt mál (Bjarni Vil- hjálmsson). 22.05 Passíusáimar. 22.15 Debussy-tónleikar (plöt- ur): a) Strengjakvartett í g-moll op. 10. b) „Haf- ið“, hljómsveitarverk. ur -borizt blaðinu. Efni: Seinn að hugsa, smásaga eftir Böðvar Guðlaugsson; Konurnar í Suður Ameríku, þýtt greinarkorn; Leyndarmál hjartans; Síma- slcráin'; Einmana á brúðkaups- daginn; Tvö ástarbréf og Hvers virði er þetta allt án þín?; þýdd- ar smásögur. Enn fremur eru tvö ljóð eftir Kjartan J. Gísla- son frá Mosfelli; 3. greinin Hvernig ég lít á vináttuna eftir G. Patterson, framhaldssaga, greinaflokkur, skrítlur, getraun ir, krossgáta, spurningar og svör o. fl. Fundir Aðalfundur Iðnaðarmannafé- lagsins í Reykjavík verður kl. 8V2 í kvöld í Baðstofunni. Alþýðuflokksféiögin í Hafn- arfirði halda spilakvöld 25. þ. m. í Alþýðuhúsinu. Félagsvist. Guðm. Hagalín les upp. Dansað til kl. 1. Söfn og sýningar Þjóðminjasafnið: Opið kl. 13 —15. Náttúrugripasafnið: Opið kl. 13,30—15. Lárétt, skýring: 1 Óhultur, 5 fantur, 8 peningana, 12 bók- stafur, 13 heildsali, 14 ham- fletta, 16 dansi. Lóðrétt, skýring: 2 Fiskur, 3 g'elta, þt. 4 hestsnafn, 6 þrá, 7 kvistur, 9 fangamark, 10 tón- tegund, 11 tala, 14 tónn, 15 efstu.r LAUSN á nr. 214. Lárétt* ráðning: 1 Æðaregg, 5 Róm, 8 mjallar, 12 má,, 13 K K, 14 pól, 16 fósar. Lóðrétt, ráðning: 2 Arfa, 3 ró, 4, Emil, 6 amma, 7 arka, 9 já, 10 ljós, 11 ak, 14 Pó, 15 La. Skemmtanir K VIKMYND AHÚS: Gamla Bíó (sími 1475): — „Beztu ár ævinnar.“ Frederic March, Myrna Loy, Dana And- rews, Teresa Wright, Virginia Mayo. Sýnd kl. 5 og 9. Nýja Bíó (sími 1544): — „Leyndardómur skíðaskálans“. Dennis Price, Mila Parely, Ro- bert Newton. Sýnd kl. 9. „Lífs hamingja í veði“ (amerísk). Austurbæjarbíó (sími 1384): „Unga ekkjan“ (amerísk). Jane Russell, Louis Hayward. Sýnd kl. 7 og 9. , Lögregluforinginn Roy Rogers. Sýnd kl. 5. Tjarnarbíó (sími 6485): — „Vinginía City (amerísk). Errol Flynn, Miriam Hopkins, Rand- olph Scott. Sýnd kl. 5 og 9. Tripolibíó (sími 1182): — „Milli tveggja elda“ (amerísk). Robert Stanton, Osa Massen, Hillary Brooks. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hafnarbíó (sími 6444): — „Fallin fyrirmynd“ (ensk). Ste- phen Murrey, Sally Gray. Derek Farr, Nigel Patrich o. fl. Sýnd kl. 5 og 9. Bæjarbíó, Hafnarfirði (sími 9184). „Topper á ferðalagi“. Roland Young, Constance Ben- rett. Sýnd kl. 9. , Barátta land- nemanna" (amerísk). Sýnd kl. 7. Hafnarfjarðarbíó (sími 9249):' „Freisting“ (amerísk). Merle Oberon, George Brent, Faul Lukas. Sýnd kl. 7 og 9. S AMKOMUHÚS: Brpiðfirðingabúð: Skemmti- fundur Breiðfirðingafélagsins kl. 8.30 síðd. Hótel Borg: Danshljómsveit leikur frá kl. 9—11.30 síðd. Ingólfscafé: Hljómsveit húss- ins leikur frá kl. 9 síðd. Sjálfstæðishúsið: Almennings dansleikur kl. 9 síðd. Tjarnarcafé: Skemmtifundur Suðurnesjafélagsins kl. 8.30 síðd. Úr ölíurrt áttom Bazar Guðspekifélagsins verður haldinn 7. apríl næst- komandi. Félagar og aðrir vel- unnarar eru vinsamlega beðnir að koma munum sinum á fram- færi eigi síðar en 4. apríl í Guðspekifélagshúsið, Ingólfs- stræti 22, eða í Hannyrðaverzl- un Þuríðar Sigurjónsdóttur, Bankastræti 6. Bandaríkin hafa en| ar hersfdðvar í Iran, segir Ácheson BANDARÍKIN hafa engar herstöðvar í Iran og ætla ekki að koma upp neinum slíkum herstöðvum, sagði Acheson ut- anríkismálaráðherra í Washing- ton í gær. Hann kvað rússneska ágengni í Iran fara vaxandi, en benti á það til svars við þeirri ásökun Rússa, að Bandaríkja- menn hefðu þar herstöðvar, að nú væru aðeins um 60 Ameríku- menn í landinu. Breiðfirðingaheimil.ð h.f. félagsins vsrður haldinn í Breiðfirðingabúð miðviku- daginn 27. april M. 8,30 s. d. Fundarefni: Venjulag aðaífundarstörf. Hluthafar, sem enn hafa ekki fengið hlutabréf sin afhent, eru vinsamlega beðnir um að snúa sér til Mál- flutningsskri'fstofu Kristjáns Guðiaugssonar og Jóns Sigurðssonar, Jiæstaréttarlögmanna, Austurstræti 1, en þar verða bréfin afhent daglega kl. 5—6 s. d. fram til 1. apríl. n.ik. Stjórn'n. Seytján lög slaðfest af ríkisráði Norskir kommúnistar segjast ætla sér að feta í fótspor lékka —------------------■■■ ----~ Alþýðan óttast rússnesku agentana í Norður-Noregí. --------*-------- GOTFRED HÖLVOLD beitir íeiðtogi kommúnista í Finnmörk í Noregi. Hann á litlu kjörfylgi að fagna, hefur átta menn af 28 í bæjarstjórninni í Kirkenes, en samit má heita, að hann fari sínu fram í héraðinu, enda er aliur ahnenning- ur hræddur við hann og það vald, sem hann hiefur á bak við sig — hermátt Sovétríkjanna. * „Fjandinn hirði kommún- ista,“ segja menn í Hljóði í Kirkenes, að því er New York Times segir frá. ,,En Rússar geta komizt hingað á fimmtán mínútum. Við viljum engin. vandræði.“ Hölvold fékk þjálfun sína í Moskvu á árunum 1928—31, og hann var þar aftur á stríðsárun- um. Stjórnaði hann þá útvarpi frá Moskvu á norsku. Nú telur norski herinn hann hættuleg- asta agent Rússa í Norður- Noregi, en verður þó að nota hann sem lúlk, þó sjaldan yíir- völdin fá að tala við rússnesku landamæraverðina. Vegna þessarar aðstöðu sinn- ar í Kirkenes er Hölvold opin- ckárri í tali en margir aðrir kommúnistar. Þegar hann er spurður um frelsi Noregs, segir hann kæruleysislega: Rússnesk- ir verkamenn eru frjálsari en Norðmenn! Hann segir hiklaust, að norskir kommúnistar ætli að feta í fótspor Tékka. Þegar hann er spúrður, hvort Rússar hafi augastað á Norður-Noregi, hikar hann, en segir: „Ef til vill. Ég veit það elíki. Ef Rússúm verður ógnað eins og Finnar ógnuðu þeim, er þeir byggðu Mannerheim línuna.“ A RIKISRAÐSFUNDI höldn- um í fyrradag, 22. marz, stað- festi forseti íslands eftirfarandi lög: Lög um bæjarstjórn í Kefla- vík. Lög um kyrrsetningu og lög- bann. Lög um heimild fyrir ríkis- stjórnina til að selja landræmu úr Öskjuholtslandi í Landssveit. Lög um sölu á steinolíu, hrá- olíu, benzíni og smurningsolíu. Lög um breyting á lögum nr. 112/1941, um lax- og silungs- veiði. Lög um viðauka við lög nr. 128/1947, um dýrtíðarráðstaf- anir. Þá voru staðfest í - ríkisráði lög, sem staðfest höfðu verið áður utan' ríkisráðs: Lög um breyting á lögúm nr. 64/1932, urn kirkjugarða. Lög um afhending skyldu- eintaka til bókasafna. Lög um heimild fyrir ríkis- stjórnina til að selja f. h. ríkis- sjóðs lóð á horni Þverholts og Stakkholts í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Lög um kjötmat. Lög um afnám laga nr. 54/ 1927 um breytingu á lögum nr. 30/1913 um umboð þjóðjarða. Lög um breytingu á lögum nr. 42/1948, um útflutning og innflutning á íslenzkum og er- lendum gjaldeyri. Lög um framlengingu á gildi laga nr. 33/1928, um skatt- greiðslu h.f. Eimskipafélags ís- lands. Lög um breyting' á lögum nr. 6/1935, um tekjuskatt og eigna- skatt. Lög um vöruhappdrætti sam- bands íslenzkra berklasjúklinga. Lög um breyting á lögum nr. 59/1946, um sérstakar fyrning- arafskriftir. Lög um breyting á lögum frá 29. des. 1948, um heimild fyrir ríkisstjórnina til að innheimta ýmis gjöld 1949 með viðauka. Eru þá stáðfest öll lög, sem alþingi hefur samþ. til þessa. Á sama fundi var Kristján Steingrímsson, sýslumaður í Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu, fluttur úr því embætti í bæjarfógetaembættið í Neskaup sað, og 'Henrik Jónsson, bæjar- fógeti í Neskaupstað. fluttur úr því embætti í sýslumannsemb- ættið í Snæfellsness- og Hnappa dalssýslu, frá 1. maí n. k. að telja. (Frá ríkisráðsritara.) •;1 Ufbreiðfð Alþýðublaðlð!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.