Alþýðublaðið - 24.03.1949, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.03.1949, Blaðsíða 8
Gerizt áskrifemluí að AlþýðublaSinu. Alþýðublaðið irm á hvert heimili. Hringið í síma 4900 eða 4906. Fimmtudaginn 24. marz 1949. Bombufréff Þjóðviljans gær borin fil baka i,I höfuðatriðum röng og mjög vill- andi,“ segir ríkisstjórnin. -----------------«---------- ÞJOÐVILJINN birti í igær -eina af hinum alkunnu bombufregnum sínum. Þóttist bann geta sagt þar frá ' spurningum, sem ísLenzka ráðherranefndin hefði átt að leggja fyrir •utanríkismálaráðunieytið í Washington, og Svörmn, sem hún hefði fengið við þeim. Var þetta birt undir fimm dálka fyrirsögn og ægilegum formáia, sem ekki mun s-att orð finnaniegt í. * Ut af þessari bombufrétt Þjóðvíljans birti ríkis- stjórnin í gær svchijóðandi yfirlýsingu: „Vegna frásagnar Þjóðviljans í dag um skýrslugjöf ráðherraiiKa til síjórnarílokkanna. um Atlantshafssáttmálann vill ríkisstjórnin taka fram, að frásögnin er í höfuðatrlðum röng og gefur mjög villandi mynd af því, sem fram fór“. Þetta er annars gott dæmi um ba'ráttuað'ferðir ís- lenzkra kommúnista þessa dagana. Málflutningur þeirra -er annað hvort* vísvitandi lygar eða stórkostleg- ar falsianir. Og svo langt ganiga þeir í þlefckingum sínum að hálda því fram, að upplogn-ar sögur sjálfra þeirra hafi komið fram á lokuðum þingmannafundum andstöðiu- flofcka þeirra. Slífcur málflutningur dæmir þetur en nokkuð ann- að málstaðinn, sem hann á að þjóna. Sarakomulag náðist með verkakon ura og atvinnurekendur í gær .............+—----- Verkakonur fengu nokkra kauphækkun. VERKAKVENNAFÉLAGIÐ FRAMSÓKN og Vinnu- veitendafé'lag íslands gerðu i gærkvöldi nýja kaup og fcjara- Samnánga, og fá verkafconur í Reykjavík með þeim nofckra kauphækikun. Hafði félaig þeirr^ lýst yfir verkíalli frá mið- pætti í nótt, ef samningar hefðu lekki tefcizt, en til þess fcem- nr nú iað sjálfsögðu efcki. ' * Hinir nýju samningar voru gerðir til eins órs. Hækkar kaup kvenna, sem • starfa í frystih'úsum, slá'turhúsum og annari slíkri vinnti úr. 1,85 á tfimann í fcr. 2.00- iKaup í saltfiskvinnu' hækkar úr 1,90 í 2,05 kr., kaup við ræstingu og þvotta hækkar úr kr. 2,00 í 2,20 og lok'S var kaup við uppskipun á fiski ákVeðið kr. 2,20. Viðræður höfðu staðið yfir undanfarna daga með að st^ð sáttasemjara. Frjálsir Rússar skipuleggja hreyf- ingu sína FRJALSIR RUSSAR í Banda ríkjunum haía nú gert 'tilraun til að sameina öll samtök sín í eina allsherjarhreyfingu og nefnist hún „Samband til frelsis rússnesku þjóðarinnar“. Munu slík samtök innan skamms gerð I París og í Vestur-Þýzkalandi. Meðal þeirra flóttamanna, er standa fremst í hreyfingu þess- ari, er Alexander Kerensky, sem var síðasti forsætisráðherra Rússlands, áður en byltinga- stjórn kommúnista tók við yöldum. ÖRYGGISRÁÐIÐ 'samþykkti í gærkvöldi kanadiska tillögu um lausn á deilunni í Indónesíu. Krísuvíkurleiðin mikið slitin vegna mikillar og sföðugrar umferða Dráttarvélarsleði notaður til mjólkur- flutninsra ur Lau^ardalnum. ----------------«-------- KRÝSUVÍKURLEIÐIN er mi mjög farin að spillast, að því er blaSið hefur frétt frá Selfossi, og æskja þeir bílstjórar, sem mest fara um jeiðina, þess eindregið, að ihenni verði hald- ið við eins og aðalvegum á sumrum. Er þeit'ta slit að vonum, þar sem vegurinn -er nýr og varla fullgerður, len hefur nú bor- ið svo að segja aila umferð milli Reykjavíkur og austursýsl- anna þriggja í vetur. —----------------------♦ Það mun vera óhætt að full yrða að Reykjavík hefði enga mjólk fengið dögum saman, ef ekki hefði verið þessi nýi veg ur. Heiðarnar opnuðust r.okkra daga nýlega, en lokuðust brátt aftur, Oig segja kunnugir, að þýðingarlaust hefði verið að reyna að halda þeim opnum. Undanfarin ár hefur Kaup félag Árnesinga notað dráttar vélasléða, sem beltisdráttarvél ar hafa dregið yfir heiðina með bílfarm af mjólk. Þrátt fyrir stöðuga ótíð í vetur hefur ekki þurft á sleðanum að halda vegna Krísuvíkurleiðarinnar og hefur hann verið sendur upp í Laugardal til að flytja mjólk ina þaðan. Undanfarið hafa ver ið alger vegbönn þar í dalnum og í ofanverðum Biskupstung- um. Á láglendi eru vegir þó aftur færir alls staðar að heita má. Frá fréttaritara Alþbl. AKUREYRI / HAFIN er útgáfa á ritsafni um Eyjafjörð. Fyrsta bindi rit- safnsins er skráð af steindóri Steindórssyni, menntaskóla- kennara. og kemur það út á næstunni. —Hafr,— Fegruiarféiag sfofn- að á Akureyri Frá fréttaritara Alþbl. AKUREYRI FEGRUNARFÉLAG AKUR- EYRAR var stofnað formlega síðast liðinn sunnudag. Tilgang- ur félagsins er að vekja áhuga almennings fyrir utliti, skipu- lagi og hollustuháttum bæjar- ins og fleira. Stjórn félagsins skipa: Finn- ur Arnarson, garðyrkjuráðu- naustur, formaður, Jóhann Kroeyer, deildarstjóri, Jóhann Þonkelsson, héraðslæknir, Eyj- ólfur Árnason, fullsmiður, Krist inn Jónsson, heilbrigðisfulltrúi, og frúrnar Dagmar Sigurðar- dóttir og Málfríður •• Friðriks- dóttir. —Hafr,— SJÖ ÞÚSUND menn úr ame- ríska flughernum eru nú x Bret- landi, , FjárSiagsáæilun Vðstmannaeyja afgreidd Á SÍÐASTA bæjarstjórnar- fundi í Yestmannaeyjum var fjárhagsáætlun bæjarins sam- þykkt. Niðurstöðutölur áætlu'n- arinnar eru 2 849 500 krónur. Áætluð útsvör eru 2,5 milljónir króna. Bandaríkin ætla að hafa 40 000 fiugvélar FULLTRÚADEILD ameríska þingsins samþykkti í gær frum- yai-pið um 70. flugsveitir, og fer 28. héraðsþing Ung- mannasambands yfirðfnga Frá fréttaritara Alþýðublaðsiris. DALYÍK- HÉRAÐSÞING Ungmenna- sambands Eyjafjarðar, það 28. í röðinni, var haldið í Árskógi um síðustu helgi. í sambandinu eru 13 félög með samtals um 550 meðlimi. Ýmis mál varðandi starfsemi ungmennafélaganna voru rædd á þinginu og samþykktar álykt anir, meðal annars um íþrótta mál., útgáfu Sldnfaxa og fram tíðarstarfsemi sambandsins. Ákveðið var að verja íil íþróttastarfsemi á árinu 10 þús und krónum, svo og að sam- bandið gangist fyrir Kéraðsmóti í íþróttum í júní næst komandi. Stjórn sambandsins skipa: Hjalti Haraldsson, Erlingur Davíðsson frá UMF Ársól og Guðmundur Benediktsson frá UMF Æskan. það nú til öldungadeildarinnar til frekari afgreiðslu. Sam- kvæmt þessu frumvarpi mun Bandaríkjaher hafa reiðubúnar um 7000 flugvélar, en tvisvar sinnum fleiri til vara. Ef flug- vélar flotans eru taldar með, munu Bandaríkin hafa um 40 þúsund flugvélar, tvo þriðju þeirra í varaliði. Mest áherzla verður lögð á stórar sprengju- flug.vélar og þrýstilofts orrustu- flugvélar. Börn ög unglinga£< Kconið og seljið ALÞÝÐUBLAÐIÐ Allir viija lcaupa | ALtvÝÐUBLAÐIÐ I Hekla á að iara 8 feri SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS hefur ákveðið að taka upp ferð* ir til Skotlands á sumri komJ andaúog verða ferðirnar með svipuðu sniði og ferðir þær, sem Esja og Hekla ' fóru á síðast liðnu sumri. í sumar mun það þó eifiungis verða Hekla, sem verður í þessum ferðum, og eru átta ferðir ráðgerðar. Fyrsta ferðin verður farin 3. júní og 10. júní verður farið aftur heimleiðis frá Glasgow. Til ferða þessara er fyrst og fremst efnt með það fyrir aug- um að flytja hingað exlenda ferðamenn, en jafnframt mun þó skipið flytja vörur eftir at- vikum. Hafnarfjarðarbáiar roira a VELBATAR frá Hafnarfirði hafa nú farið allt upp í 35 og' 40 róðra á vetrarvertíðinni. Unv miðjan þennan rnánuð var vél- báturinn Hafbjörg aflahæstuxl með rúmlega 303 smálestir í 35 róðrum. Næstur var Vörður; með 274 smálestir í 31 róori, þá ísleifur með 208 smálestir í 36 róðrum, Guðbjörg með 263 smá lestir í 31 róðri, Von irieð 233 smálestir í 30 róðrum, Jún Magnússon með 232 smálestir í 28 róðrum og Draupnir með 221 smálest í 25 róðrum. FRÁ ÞORLÁKSHÖFN erul nú gerðir út fjórir eða fimin vél bátar, og hefur þar verið mok- afli að undanförnu. Veggféðrarar skora AÐALFUNDUR Félags vegg"1 fóðrara í Reykjavík, haldinn 6. marz 1949, skorar á alþingi það, sem nú situr, að samþykkja frumvarp til laga um iðn- fræðslu, er iðnaðarmálaráðherra hefur nú lagt fyrir alþingi. Aðalfundur félagsins var haldinn sunnudaginn 6. marz s. 1. í stjórn félagsins voru end- urkjörnir þessir menn: Ólafur, Guðmundsson formaður, Sæ- mundur Kr. Jónsson ritari, Frið rik Sigurðsson gjaldkeri, og Guðmundur Björnsson með- stjórnandi. Úr stjórninni geklc varaformaðurinn, Þorbergur Guðlaugsson, en í stað hans var kjörinn Guðmundur Kristjáns- son. i ÍSRAELSRÍKI og Lebanon hafa undirritað vopnahléssamn- inga, og var það gert á landa- mærum ríkjanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.