Alþýðublaðið - 30.03.1949, Side 3

Alþýðublaðið - 30.03.1949, Side 3
Sliðvikudagur 29. marz 1949. ALÞÝÖUBLAÐIÖ 3 fiii ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■mnrmmtjiWMWWWgxjm'*■—■ orani iil kvölds í DAG er miðvikudagurinn 30. marz. Þennan dag fæddust: Francisco José de Goya, spansk ur málari, árið 1746, Vinsent van Gogh, hollenzkur málari, árið 1853, og Paul Verlaine, skáld, árið 1844. — Úr Alþýðu blaðinu fyrir 17 árum: „Fyrir nokkru var frá því skýrt hér í blaðinu, að erlendis hefði kona átt barn í sjúkrabifreið. Blaðinu hefur verið skýrt frá, að þetta hafi líka komið fyrir hér í Reykjavík á síðast Iiðnu sumri. Sjúkrabifreið .var. fengin . til þess að fara með barnshafandi konu, er átti að flytja á fæðing ardeild Landsspítalans; en á leiðinni þangað ól konan svein barn. Var hún og barnið flutt ínn á spítalann og var konan lögð þar á dívan. En þar á dívan inum ól konan annað sveinbarn til. Farnaðist konunni og tvíbur unum vei og eru þeir báðir vel frískir og hinir myndarlegustu.“ Næturvarzla: Reykjavíkur- apótek, sími 1760. Næturakstur: Bifreiðastöð Hreyfils, sími 6633. Sólarupprás verður kl. 5,54. Sólarlag verður kl. 19,09. Ár- degisháflæður er kl. 5,45. Síð- degisháflæður er kl. 18,00. Sól er í hádegisstað í Reykjavík kl. 12,32. Veðrið f gær Klukkan 14 í gær var hæg Viðri um allt land; 5—7 stiga hiti sunnan lands og úrkomu iaust, hiti um forstmark á an nesjum nyrðra og dálítil él, en 3 stiga hiti i innsveitum norð an llands. Fíugferðir FLUGFÉLAG ÍSLANDS: Gull faxi er væntanlegur frá Kaup ; mannahöfn og Prestvík kl. 5—7 í dag. AOA: í Keflavík kl. 5—6 í morg un frá New York og Gander til Kaupmannahafnar, Stokk hólms og Helsingfors. AOA: í Keflavík kl. 20—21 ann að kvöld frá Helsingfors, Stokkhólmi og' Osló til Gan- der, Boston og New York. Skfpafréttir Laxfoss fer frá Reykjavík kl. 3, frá Akranesi kl. 9,30. Frá Reykjavík kl. 14,30, írá Borgar, nesi kl. 19, frá Akranesi kl. 21. Brfiarfoss fór frá Hull í fyrra dag til Reykjavíkur. Dettifoss fór frá Hafinarfirði 26. þ. m. til Grimsby, La Rochelle. Ham- borgar og Rotterdam, Fjallfoss er í Gautaborg. Goðafoss fór £rá New York 26. til Reykjavík ur. Lagarfoss er í Frederikt- havn. Reykjafoss kom til Ant- Werpen 26. þ. m. frá Rotterdam. Selfoss er í Reykjavík. Trölla foss kom til Reykjavíkur 25. frá New ork. Vatnajökull fór frá Reykjavík 27. til Hamborgar. Katla koin til Halifax 27. frá Reykjavík. Anne Louise er í Frederikshavn. Hertha. er í Men stad. Linda Dan lestar í Gauta borg og. Kaupmannahöfn um mánaðamótin. Foldin er á Vestfjörðum, lest ar frosinri fisk. Sbaanestroom £ór frá Hull á mánudagskvöld til Reykjavíkur með viðkomu í Færeyjum og Vestmannaeyjum. Reykjanes er væntanlegt á miðvikudag eða fimmtudag til V"estmannaeyja. Kristján Karlsson, skólastjóri á Hólum í Hjaltadal, segir fréttir úr sveitinni í út- varpinu í kvöld. Útvarpið 20,20 Kvöldvaka: 1) Föstu- messa í Hallgrímskirkju (séra Jakob Jónsson). 2) Fréttir úr sveitinni: Sam- töl. a) Kristján Karlsson, skólastjóri á Hólum, og Halldór Pálsson ráðunaut ur. b) Páll Pálsson, bóndi í Þúfum, og Gísli Krist- jánsson ritstjóri. 22,15 Óskalög. Esja er á Vestfjörðum á norð- urleið. Hekla er í Reykjavík. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið var á Akureyri í gær. Þyrill var á. Hólmavík í gærmorgun. Súðin var á Fáskrúðsfirði í gær. Her- móður er í Reykjavík. Blöð og tímarit Útvarpstíðinili, 4. tbl. 12. ár- gangs, hefur blaðinu borizt. Flytur það meðal annars grein eftir Helga Hjörvar um störf útvarpsráðs (síðari hluta); grein um búnaðarvikuna í út varpinu með mörgum myndum. Þá er kynning dagskrár og fleira. Vikan kemur út á morgun með grein um búnaðarþingið og myndir af fulltrúum nýaf staðins búnaðarþings. KROSSGÁTA NR. 219. Lárétt, skýring: 1 viðtal, 5 amboð, 8 óhreinindi, 12 atviks orð, 13 hvíldi, 14 forræði, 16 fyrirbjóða. Lóðrétt, skýring: 2 tónteg- und, 3 tveir eins, 4 þjálfir, 6 rigning, 7 betur, 9 ósamstæðir, 10 niðurlagsorð, 11 hlýju, 14 tónn, 15 tveir eins. LAUSN Á NR. 218. Lárétt ráðning': 1 hálendi, 5 úða, 8 flasinu, 12 ná, 13 nr. 14 par, 16 fágað. Lóðrétt, ráðning: 2 lúða, 3 eð, 4 Nasi, 6 efna, 7 bura, 9 lá, 10 stag, 11 N. N. 14 Pá, 15 Ra. Fundir Stúdentar frá 1944 að norðan og sunnan halda fund í félags heimili verzlunarmanna föstu- j dagskvöldið 1. apríl kl. 8,30. — Kaffidrykkja og dans. Kvenrétíindakonur í Reykja- vík! Munið, að framhaldsaðal- fundur K.R.F.Í., sem átti að verða síðast liðið mánudags kvöld, verður haldinn annað kvöld (fimmtudag) kl. 8,30 í Iðnó. Föstumessur Dómkirkjan: Föstuguðsþjón- usta 'í kvöld kl. 8,15 (séra Bjarrii Jónsson prédikar). Skemmtanir KVIKMYNDAHÚS: Gamla Bió (sími 1475): — „Beztu ár ævinnar.“ Frederic March, Myrna Loy, Dana And- rews, Teresa Wright, Virginia Mayo. Sýnd kl. 5 og 9. Nýja Bíó (sími 1544): — „Kona í dómarasæti“ (finnsk). Helena Kara, Uuna Laakso. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Austurbæjarbíó (sími 1384): ,,Svikarinn“ (frönsk). Raymond Bussiéres, Jean Davy, Michéle Martin. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tjarnarbíó (sími 6485): — „Æðisgenginn akstur“ (ame- rísk). William Gargan, Jean Rogers, Philip Reed. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tripolibíó (sími 1182): — „Baráttan gegn dauðanum“ (ungversk). Tivador Uray, Mar git Arpad. Sýnd kl. 9. „Hve glöð er vor æska“" (amerísk). Sýnd kl. 3, 5 og 7. Hafnarbíó (sími 6444): — , Stáltaugar" (ensk). James Ma son. Sýnd kl. 5 og 9. Bæjarbíó, Hafnarfirði (sími 9184): „Gasljós“ verður sýnt í kvöld kl. 8,30. Leikfélag Hafn arfjarðar. Hafnarfjarðarbíó (sími 9249): , Leyndardómur skíðaskálans“ Dennis Prjce, Mila Pareley, Ro- bert Newton. Sýnd kl. 7 og 9. LEIKHÚS: Gasljós verður sýnt í Bæjar- bíó í Hafnarfirði. Leikfélag Hafnarfjarðar. Volpone, gama'nleikurinn, verður sýndur í kvöld kl. 8 í Iðnó, Leikfélag Reykjavíkur. S AMKOMUHÚS: Breiðfirðingabúð: Dansleikur Verzlunarskólans kl. 9 síðd. Hótel Borg: Danshljómsveit leikur frá kl. 9—11,30 síðd. Tjarnareafé: Skemmtun Bún- aðarsambands Kjalnesinga kl. 8 síðd. Úr öllum áttum Söfnunarnefnd Hallveigai'- staða biður þær konur, sem ætla að styðja bazarinn, er verð ur á mánudaginn, að koma mun unum í verzlun Gunnþórunnar Halldórsdóttur fyrir laugardag næstkomandi. Dregið var- í happdrætti hlutaveltu KR hjá borgarfógetá í gær. Upp komu þessi númer. Rafmagnsþvottavél 19436, flug ferð til Vestmannaeyja og til baka 1368, 12 úrvalsljóð, 10 bækur Helgafells 22398, 9 bæk ur Sjómannaútgáfunnar. Mun- anna sé vitjað til Haraldar Gísiasonar, c/o Helgafelli, Garðastræti 17. Flugferð verður til næst'koinandj þriðjudag. Væntanlegir farþsgar hafi samband vio skrif- stofu vora sem fyrst. Lækj argötu Sími 81440. r Áqúst H. Pétursson; RITSTJÓRI MÁNUDAGS- BLAÐSINS skrifar í síðasta tölublað sitt langloku mikla varðandi viðskipti Jan Morá- veks og FÍH. Tekst honum lítið betur en í síðustu grein sinni um þetta mál.' Nú snýr hann sér aðallega að mér, og með skrifum sínum vill hann nú draga úr þeim fullyrðingum, er einkenndu fyrri grein hans. Telur hann að það sé rangt, að hann hafi talað um fram. komu eða háttu Jan Moráveks. En ég vil spyrja þennan heið- ursmann, hvort það varði ekki við lög og tilheyri ekki róg- burði, að fullyrða að Morávek hafi bolað mönnum úr vinnu? Ef ritstjórinn ekki hefur skilið grein mína rétt, þá vil ég benda honum á það, að í henni var ekki endurprentun á þeim óhróðri, sem hann setti fram í grein sinni að undanskildum þætti hans um fagottið, sem ég lét birta einungis til að gefa les- endum kost á að sjá, hvers kon- ar óhróðursskrifum ég væri að svara, og skil ég vel að honum hafi ekki þótt slíkt gott, sérstak lega þegar hann var búinn að kynna sér það rétta í þessu máli, sem kom fram í þeirri grein, er dr. Victor Urbantsch- itsch skrifaði í síðasta blað Mánudagsblaðsins. Hann telur það vera erfitt verk að afsanna staðreyndir; þar erum við báð- ir sammála; en það voru bara ekki staðreyndir, sem ritstjór- irin fór með, heldur staðleysur; það veit hann sjálfur bezt, og allt það hefur verið afsannað. Það var innihald greinar mirinar. Hr. Bjarni Böðvarsson viður- kennir, að Jan Morávek hafi leitað til sín s.l. sumar um inn- göngu í FÍH, en því hafi verið svarað neitandi á grundvelli þess, að samkvæmt lögum fé- lagsins gætu aðeins íslenzkir ríkisborgarar gerzt meðlimir; hafi þess þá verið leitað að fé- lagíð mælti með atvinnuleyfi f5rrir hann, og því svarað á þann hátt, að slíkt vrði tekið til meðferðar af 'félaginu, þegar það bærist rétta leið. Loks við- urkennir hann að Morávek hafi farið hins sama á leit áður ei\ hann fékk atvinnu- og dvalar- leyfi sitt endurnýjað, og' því hafi verið svarað á sama hátt og áður. Getur nú hver, sem læs er, séð það svart á hvítu, að það var ekki Jan Morávek, sem sniðgekk FÍH og ófrægði ís- lenzka hljómlistarmenn, eins og ritstjórinn segir, heldur telur FÍH að ráðuneytið hafi brugð- izt þeirri venju að leita álits fé- lagsins áður en það veitti áður umtalað atvinnu og dvalarleýfi. Þetta veit ritstjórinn núna, og það er ekki að undra, þótt hann fari á flótta frá þeim persónu- legu staðhæfingum, sem hann hefur birt í blaði sínu. Hr. Bjarni Böðvarsson telur ekki ástæðu til að ræða við mig um þær faglegu kröfur, se:pa FÍH gerir til meðlima sinna, en lætur mig vita þó, að menn með almenna „kórmenntun“ myndu ekki komast inn í FÍH. Vilji hann láta skilja orð sín svo, að Morávek sé maður aðeins með venjulega „kórmenntun“, þá skjátlast honum; en hafi þetía átt að vera eitthvert aðskot 'cil mín persónulega, má hann gjarnan vita það, 'að kórmennt- un er engum takmörkum háð fram yfir aðra tónlistarfræðslu, og gæti vel svo farið, ef það ætti að vegast og dæmast, livort almenn kórmenntun eða kunn- átta sú, sem krafizt er til inn- töku í FÍH, væri fullkomnari þekking á tónlist, að hugur Bjarna breyttist. Eins og ég gat í fyrri grejn minni, þá ér Jan Morávek vel menntaður hljómlistarmaðúr. Það er því mjög leitt að slíiju moldviðri og óhróðri skuli haía verið þyrlað upp; en það muriu flestir skilja, að það er erfítt vark að kvnna sig og list síná í framandi landi, þar sem mót- tökurnar eru slíkar og hafa ekki við meiri rök að styðjast. Af þessum sökum hef ég tekíð mér penna í hönd og borið til baka það, sem rangfært hefur verið í þessu máli, og með því 'er takmarki mínu náð. Vil ég sérstaklega færa dr. Victor Urbantschitsch þakkir fyrir þá skýringu, sem hann hsfur fram fært fyrir óhfóðri ritstjórans um fagottið; mun hann vera maður, sem fáir vefengja. Óhróður ritstjórans um mig persónulega og faglega kunn- áttu mína læt ég sem vincl um eyru þjóta, og frekari skrif við slíkan mann á ég ekki, nema sérstakt tilefni gefist til þess. Sannleikurinn í þessu máli er þegar upplýstur, og það var tilgangurinn. Ágúst II. Pétursson, Sarnaspítalasjóðs Hringsins eru afgreidd í Vcrzl. Augustu Svendsen. Aðalstræti 12 og í Bókabúð Austurbæjar. Lesið Álþýðublaðið 1

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.