Alþýðublaðið - 10.04.1949, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.04.1949, Blaðsíða 3
Sunnudaginn 10. apríl 1949. i ALÞYÐUBLAÐIÐ s rá morgni til kvölds í DAG er sunnudagurinn 10. apríl. Þennan dag' lézt Þórður Sturluson árið 1237, og Alex_ and&r Pusjkin árið 1837. Þenn an dag fæddist William Booth, stofnandi . Hjáipræðishersins, árið 1829. — Úr Alþýðublaðinu fyrir 21 ári: „Hið heimsfræga skáld og jafnaðarmaður G. B. Shaw hefur nýlega gefið fáorða en gagnorða lýsingu á mikilleik Ibsens. Sú lýsing er þannig: Ibsen má óhætt telja í fremstu röð heims skáldanna. Skáldskap Ur hans var þess ltyns að hann settii heiminn á annan enda. Það er aðeins einn maður, sem á 19. öldinni hefur haft slík áhrif á heiminn sem Ibsen. En sá maffur var ekki skáld. Það var Karl iVIarx “. Sólarupprás var kl. 6,15. Sól arlag verður kl. 20,45. Árdegis háflæður er kl 4,20. Síðdeg'ishá flæður er kl. 16,43. Sól er í há degisstað í Reykjavík kl. 13,29. Helgidagslæknir: Guðmund: ur. Guðmundsson, Vatnsstíg 9, sími 80790. Nætur_ og helgidagsvarzla: Ingólfsapótek, sími 1330. Næturakstur í nótt og aðra nótt: Bifreiðastöðin Hreyfill, Bími 6633. Flugferðir FLUGFÉLAG ÍSLANDS: GulL faxi fer til Prestvíkur og Kaupmannahafnar á þriðju_ dagsmorgun. LOFTLEIÐIR: Geysir fer til' New York kl. 8 á þriðjudags morgun. AOA: í Keflavík kl. 6—7 í fyrramálið frá New York og Gander til Kaupmannahafn_ ar, Stokkhólms og Helsing. fors. AOA: í Keflavík kl. 23—24 á þriðjudagsmorgun frá Hels_ ingfors, Stokkhólmi og Kaup mannahöfn til Gander og New York. Skipafréttir Laxfoss fer frá Reykjavík kl. 13, frá Borgarnesi kl. 17, frá Akranesi kl. 19. Esja er á Austfjörðum ánorð urleið. Hekla er í Reykjavík og fer héðan næstkomandi mið vikudag vestur um land til Ak Ureyrar. Herðubreið er í Reykja vík og' fer héðan annað kvöld til Vestfjarða. Skjaldbreið var á Gilsfirði síðdegis í gær. Þyr_ III var á Vestfjörðum í gær. Foldin er í Amsterdam. Spaarnestroom er í Reykjavík. Reykjanes er í Vestmannaeyj. Um, lestar fiskimjöl til Amster Öam. Brúarfoss er á Akranesi, lest ar frosinn fisk. Dettifoss fór frá La Rochelle 5. þ. m. til Ham_ borgar, Rotterdam og Antwerp fen. Fjállfoss er væntanlegur til Akureyrar í dag. Goðafoss fór frá Reykjavík í gær til Kefla yíkur. Lagarfoss er ,í Frederiks havn. Reykjafoss er í Reykja. vík. Selfoss er á leið til Noregs frá Húsavík. Tröllafoss fóf frá Reykjavík 31. marz til New York. Vatnajökull er í Ant_ vverpen. Katla er í Reykjavík. Anne Louise er í Reykjavík. Hertha fór frá Menstad 31. f. tn. til Reykjavíkur. Linda Dan er á leið .til Reykjavíkur frá Gáutaborg. Robert Abraham, stjórnandi útvarpskórsins, sem syngur í útvarpið í- kvöld. — Söngskráin er ný. Náttúrugripasafniff: Opið kl. 13,30—15 30. Safn Einars Jónssonar: Opið kl. 13,30--15,30. Fundir Stjórnir félaga opinberra starfsmanna í Reykjavík og Hafnarfirði halda sameiginleg- an fund í Miðbæjarskólanum á morgun kl. 5 síðdegis. Brúðkaup í gær, laugardag, voru geíin saman í hjónaband í Exeter á Englandi ungfrú Margrét Guð_ mundsdóttir (Guðmundar Magn ússonar útgerðarmanns) og Stefán Gunnlaugsson (Gunn_ laugs Stefánssonar kaupmanns). Heimilisfang brúðhjónanna er: Grossmead, Dunsford Hill, Exe_ ter, England. Gtvarpið 20.20 Samleikúr (Egill Jóns_ son og Fritz Weisshapp el): Sónata fyrir klari_ nett og píanó eftir Saint Saéns. 20.35 Erindi: Heimildarinar um ævi Jesú frá Nazaret;j fyrra erindi (Ásmundur Guðmundsson próf.). 21.00 Útvarpskórinn syngur undir stjórn Roberts Abraham (ný söngskrá). 21.25 Upplestur: „María Guðs móðir“ eftir Sigurð Nor dal (frú Ólöf Nordal les). 21,45 Tónleikar: „Suite prov_ encale“ eftir Darius Mil haud (nýjar plötur, þetta verk verður endur tekið næsta þriðjudag). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Píanótónleikar Roberts Riefling_ í A-usturbæjar bíó (útvarpað af stál_ þræði). 23.35 Dagskrárlok. Söfn og sýningar Þjóffminjasafnið: Opið kl. 13 —15. ! i KROSSGÁTA NR. 227. Lárétt, skýring: 1 dreifa, 6 óhreinindi, 7 bókstafur, 8 sam tenging, 9 greinir, 11 manns. nafn, 13 orðflokkur, 14 sam_ þykki, 16 sjávardýr, 17 form. Lóðrétt, skýring: 1 bunkur, 2 frosinn, 3 stjörnuha, 4 tveir eíns, 5 kvenmannsháfn, 9 upp hrópun, 10 frumefni, 11 áburð, 12 úthaf, 13 tónn, 15 atviksorð. LAUSN Á NR. 226. Lárétt, ráðning: 1 vorkoma, 6 rak, 7 ná, 8 óm, 9 blá, 11 fjara, 13 ór, 14 fá, 16 sút, 17 gil. Lóðrétt, ráðning: 1 vind, 2 R. R., 3 karlar, 4 ok, 5 Alma, 9 B. J., 10 ár, 11 frú, 12 afi, 13 ós, 15 ál. Skemmtanir KVIKM YND AHÚS: Gamla Bíó: (sími 1475): — „Georg sigrar“ (ensk). George iFormbý, Gus Mac Naughton Googie Withers. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Nýja Bíó (sími 1544): •— „Merki Zorro’s“ (amerísk). — Tyrone Power, Linda Darnell. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Austurbæjarbíó: (sími 1384): „Póstferð“ (amerísk). John Wayne, Thomas Mitchell Claire Trevor, Andy Devine. Sýnd kl. 5, 7 og 9. „í sjöunda himni“. Sýnd kl. 3. Tjarnarbíó (sími 6485): — Björgunarafrekið við Látra- bjarg (íslenzk). Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Tripolibíó (sími 1182): — „Gissur gullrass“ (amerísk). Joe Yule, Renei Riano, George McManus. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hafnarbíó (sími 6444): — „Töfrahendur“ (ensk). Robert Beatty, Carol Raye, Nova PiL beam, Felix Aylmer. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Bæjarbíó, Hafnarfirði: (sími 9184-): „Sigurför jazzins“ (ame rísk). Arturo de Cordova, Dor othy Patrick, Billie Holiday. Sýnd kl. 5 og 7. „Söngur Tat_ arans“ (frönsk). Sýnd kl. 9. Ilafnarfjarðarbíó (sími 9249): „Beztu ár ævinnar“ (amerísk). Sýnd kl. 5 og 9. „Baráttan um villihestana“. Sýnd kl. 3. 3AMKOMUHÚS: Góðremplarahúsið: SKT. -— Gömlu og nýju dansarnir kl. 9 síðd. Hótel Borg: Klassísk tónlist verður leikin frá kl. 9 síðd. Ingólfscafé: Hljómsveit húss_ Lns leikur frá kl. 9 síðd. Röðull: SGT. Gömlu dansarn ir kl. 9 síðd. Sjálfstæðishúsið: Glatt á Hjalla, kvöldsýning kl. 8,30 síð- degis.: LEIKHÚS: Ðraugaskipiff verður sýnt í kvöld í Iðnó kl. 8 síðd. Volpone verður sýndur í dag kl. 3 í Iðnó. Leikfélag Reykja_ víkur. Úr öllum áttum Bazar Guðspekifélagsins verð ur í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22 á morgun, kb 2 e. h. Sextuqur í daq: Jónas Lárusson hótelstjóri í DAG er Jónas Lárusson hótelstjóri sextugur aó aldri. Hann fæddist í Ólafsvík 10. apríl 1889 og voru foreldrar hans Lárus Jónasson og Stein_ unn Magnúsdóttir. Árið 1903, þá aðeins á fjórtánda ári, fór hann alfarinn að heiman og til Reykjavíkur. Fór hann þessa ferð með Skálholti, og þegar á þessari ferð strengdi hann þess heit að verða framreiðslumaður. Það, sem fyrst og fremst varð til þess, að hann vann þetta heit svo ungur, var að þjónustufólk á Skálholti var danskt.og hon_ um fannst sem framkoma þess við farþegana væri ekki til fyr_ irmyndar. Jónas réðist í Hótel Reykja_ vík, sem þá var að Vesturgötu 17. Afgreiddi hann þar brenni. vín og vann margs konaf störf önnur; sótti til dæmis hesta inn að Laugarnesi. Eigandi Hótel Reykjavíkur var Einar Zoéga. Síðar fluttist hann í hið nýja Hótel Reykjavík í Austurstræti, en vann þar suttan tíma. Þá hóf hann sörf í svonefndu Klúbb_ húsi hjá Thomsen og vann þar og einnig við afgreiðslustörf í Hvítu búðinni. Ferðaðist hann um þetta leyti einnig allmikið með ferðamönnum. Árið 1909 fór hann snögga ferð til Dan_ merkur til að kynna sér garð_ yrkju, sem hann taldi nauðsyn. legt fyrir mann, sem hafði á_ kveðið að gera gistihúss. og greiðasölurekstur að atvinnu sinni, að kynna sér. Eftir heim_ komuiía gerðist hann starfsmað. ur í Hótel ísland, en fór síðan aftur utan og starfaði við Palads hótelið og Marinelyst í Helsing. ör og einnig um skeið við Hotel Bristol. í fimm ár samfleyt? vann hann við Hovedbanegaard ens Restaurant. Frá Danmörku fór Jónas til Svíþjóðar og vann um skeið á glæsilegasta hóteL inu í Stokkhólmi, Grand Hotell. Frá Svíþjóð fór Jónas til Skot_ lands og starfaði við hótel í Edinborg. En eftir að hafa dval_ ið þar um skeið hvarf hahn aft_ . ur til Danmerkur og hóf nú Bjálfur gistihúsarekstur. Rak hann hótel í Kaupmannáhöfn árin 1920 og 1921. En þá réðist hann sem bryti á skip Eimskipa félagsins og var í siglingum til ársins 1930, er hann gerðist yfir þjónn í Hótel Borg, þegar það tók til starfa. Síðar varð hann hótelstjóri á Stúdentagarðinum, forstöðumaður veitinga í Templ arahúsinu og Listamannaskálan um. Þegar hið vegléga hótel Kaupfélags Eyfirðinga á Akur_ eyri tók til starfa, var Jónas ráðinn forstöðumaður þess, og hóf hann reksturinn með mikl_ um myndarskap, svo að til fyrir myndar var á öllum sviðnm. * a, v Jónas Lárusson. Nú starfar Jónas Lárusson við hið mikla veglega hótel á Keflavíkurflugvelli. Hér hefur verið rakin í stór_ um dráttum starfssaga Jónasar Lárussonar, en þessi útdráttur er aðeins ytra borðið. Saga hans er miklu innihaldsríkari og merkilegri. Jónas Lárusson er og hefui' alla tíð verið hugsjónamaður_ inn í starfi sínu. Hann er að eðlisfari listamaður og idealisti, enda er hann sjálfkjörnastur allra íslenzkra veitingamanna til að hefja starfsemí nýrra gistihúsa, búa þau öllum búnaði, skapa þeim reglur. og andlega. innviðu, ef svd mætti að orði komast. Þarna er hann í essinu. sínu, en þegar allt er fallið i íastan farveg og starfið gefur ekki frekari möguleika til fram vindu nema Ldag'legum rekstri eftir fyrlrfram lögðum línum, finnst honum sjálfum verða þröngt um sig og víkur fyrir öðrum. Hann er brautryðjand_ inn í íslenzkum gistihúsarekstri og framreiðslu fyrst og fremst. Hann hefur aldrei hugsað mikið um fjármuni. enda eru menn með hans skapgerð sjaldan mikl ir fjáraflamenn. Starfið sjálft, vöxtur þess og framvinda er horium allt. Það kemur til dæm is í ljós, þegar vitað er að Jónas Lárusson hefur oft' og mörgum sinnum starfað upp á sitt ei»_ dæmi fyrir land og þjóð, komið upp sýningum erlendis, tekið sér ferðir á hendur til annarrá landa með íslenzkar afurðir eða til þess að kvnna sér nýjungar, sem lúta að starfi hans. Og þá hef ég vitað Jónás glaðastan, þegar hann hefur vitað ein_ hVern taka upp nýjungar hans, og það jafnt þó að hann sjálfur hefði ekkert upp úr því. Jónas Lárusson er víðlesinn maður og veit skil á, mörgu. Hann er mikill listunnandi og hann á sterka skapgerð, Han:i (Frh. á 7. síðu.),

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.