Alþýðublaðið - 10.04.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.04.1949, Blaðsíða 4
ALÞÝÐL’BLAÐIÐ Sunnudaginn 10. apríl 1943. Z*&gSB6&- tJtgefandi: AlþýSuflokkurinn. • Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Ilelgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía MöIIer. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Nýja hótelið á flugvellinum. — „No mans land“. Bréf um frí í verzlunum og skrifstofum á laugar- dagidn kemur. Sök bíhir sekan. FORDÆMING ÞJÓÐAR- INNAR á aðför 'kommúnista- skrílsins að alþingishúsinu, þegar þátttaka Islands í At- lantshafsbandalaginu var á- kveðin, kemur glöggiega í ljós í áiýktunum þeim, sem 'bæj- arstjórnir Reýkjavíkur og Akraness hafa gert í síðustu viku. Kommúnistar hugðust beita alþingi ofríki til að hindra, að það afgreiddi á- kveðið mál á þinglegan og lög legan hátt. Sú tilraun þeirra mistókst. En þjóðinni er ljós- ara eftir á en áður, hvert er eðli og ihver tiigangur ís- lenzku kommúnistadeildarinn ar. Hún mótmælir aðförinni að alþingi og veit, að það er skylda hennar að vera vel á verðii gagnvart þeim stjórn- máláflokki, sem grípur til of- beldisins, þegar hann brestur rökin. Kommúnistum er nú Ijóst, að þeir igengu feti of langt 30. marz. Þeir ætluðu ekki að sýna ofbeldishneigð sína fyrr en þeir hefðu styrkleika til þess að koma áformum sínum í framkvæmd, eins og Stein- þór Guðmundsson viður- kenndi á fundi bæjarstjórnar Reýkjavíkur. En þeir misstu Stjórn á sér og felldu af sér grímuna. Hér eftir þarf ekki frekari vitna við um eðili þeirra og tilgang. Þeir hafa sjálfir sýnt, hvers af þeim má vænta. HIÐ MIKLA nýja hótel á KeflaAÚkurflugvelIi var vígt í gær. Fullyrða má að þetta sé bezta og fullkomnasta hótel á íslandi, en við höfum að vísu ekki mikið til samanburðar, að undanskildum Hótel KEA á Akureyri og Hótel Borg. Hót- elið er hið fegursta að utan, en annað lief ég enn ekki séð af því, en fullyrt er að það sé bú- ið öllum heztu hóteltækjum og ekkert hafi verið sparað til þess að gera það sem hezt úr garði. REYKJANESSFJALLGARÐ- URINN hefur löngum verið ömurlegur á að líta og þekkja það þeir, sem hafa haft tæki- færi til að líta yfir hann úr lofti. Gestum. sem komið hafa á flugvöllinn, hefur líka fund- izt næstum því sem þar væri um „No mans land“ að ræða. Nú hefur verið bætt úr þessu, sem'betur fer. og er nú hægt að veita gestum allan þann beina, sem þeir óska eftir, hvort sem er á nóttu eða degi. í DAG mun hótelið verða haft til sýnis almenningi og óttast ég hálft í hvoru að of margir fari suður eftir á einum degi. Þó að stjórnendur hótels. ins vilji gjarnan að landsmenn fái að kynnast því æskja þeir vitanlega ekki þess, að þúsund- ir manna komi á einum og sama degi. Ég sé að flugfélögin auglýsa ferðir suðureftir og Ferðaskrifstofan efnir og til ferða. Margir munu því vilja nota tækifærið, en ég vil hvetja fólk til að geyma ferðina til betri tíma. Það er ekki gaman að fara í hópi þúsunda manna. það veldur og erfiðleikum suð- urfrá og auk þess er það ekki hættulaust að þúsundir manna séu á flugvellinum í einu. Hann hefur verið harður eða í harðara lagi. eftir því rem viðf höfum átt að venjast upp á síð- kastið. VERZLUNARFÓLKIÐ ætti svo að nota páskana og fara á fjöll og vera helzt úti við og þá einna helzt ef sól yrði nú. Það ætti að fara á skíði eða ganga bara á fjöllin, þá kæmi það s'il- að aftur á líkama og lund og ábyggilega glaðværara en þeg- ar það fór. ÞEIR, SEM EINNA HELZT munu vera á móti lokun, eru matvörukaupmenn og bakarar. Því óneitanlega þarf fólk að borða á páskum sem öðrum dögum. En sérverzlanir geta það hæglega, tóbaksbúðir. bóka- búðir, vefnaðarvöruverzlanir o. £1. Ég veit til að sumir eða nokkrir kaupmenn gera þetta, en of fáir samt. REYNDU NÚ, Hannes minn, að vekja máls á þessu. Af- gnsiðslufólk yrði þér ábyggilega þakklátt í staðinn. Víðast hvar mun skrifstofum vera lokað, svo sem hjá stórum fyrirtækj- um og öllum ríkisstofnunum og víðar jafnvel. En verzlunarfólk þarf að njóta útilofts og hreyfa sig sem hinir. Ef til vill mundu nú hin blöðin taka þetta til greina líka eða vekja máls á því og þá trúi ég ekki öðru en verzlunareigendur mundu loka og sýna bæði skilning og vel- vild í garð starfsfólks síns.“ ÞÓ AÐ ÉG SÉ farinn að ver'ða smeykur við öll fríin og allar kröfurnar um að þurfa sem minnst að gera fyrir sem mest kaup, þá er ég með þessu. Vil ég mælast til þess að kaup- menn verði nú við þessari beiðni. * Afgreiðsla mótmælaályktan anna í bæjiarstjórn Reykjavík ur og Akraness er annárs ærið athyglisverð ú-t af ifyrir sig. í ályktun bæjarstjórnar Reýkjavikur var ekki minnzt á það einu orði, að kommún. istar bæru ábyrgðina á að- förinni að alþingishúsinu, en aðeins mótmælt atferli þeirra manna, sem þar voru að verki eða hvöttu1 til árásarinn ar og mögnuðu hana. Eigi að síður ruku fcommúnistar MÖRG TÆKIFÆRI verða til þess að skreppa suður eftir til að skoða hótelið og ráðlegast tel ég að fólk geymi það til bænadaganna, sem nú eru ekki I^ngt undan. VERZLUNARMAÐUR skrif- ar: „Oft er nú búið að biðja um að verzlunum sé lokað laugar- dag fyrir páska. En mér finnst öllu meiri ástæða til að það yrði gert helzt núna, því lítið er í verzlunum að selja og verzlunarfólki veitir ekki af að viðra sig úti eftir þennan vetur. Leikhúsið. Leikfélag Reykja_ víkur sýnir Volpone í dag kl. 3. Fer nú að fækka sýningum á þessu vnisæla leikriti, svo hver fer að verða síðastur að sjá það. Hið nýja íslenzka leikrit, Draugaskipið, verður sýnt kl. 8, Sýningarnar í dag eru þær síð_ ustur fyrir páska. -----------»----------- Ungbarnavernd Líknar, Templarasundi 3, verður lokuð um tíma vegna inflúenzu. Sól- böðin halda áfram. upp til handa og fóta á bæj- arstjórnarfundinum og reyndu að verja framferði árásarlýðs ins eins og þeim var frekast auðið. Þeim rann hióðið til skyldunnar, enda var einn af bæjarfulltrúum þeirra, Björn Bjarnason, í tölu ofstopa- mannanna, er hvöttu til árás arinnar og mögnuðu hana. I ályktun bæjarstjórnar Akraness var hins vegar sagt berum orðum, að árásin á al- þingishúsið hefði verið gerð að tilhlutan kommúnista. En bommúráistarnir þar reyndui ekki að halda uppi vörn fyrir hina reykvísku fiokksbræður sína, beldur völdu þann kost að sitja ’hjá við atkvæða- greiðsluna um mótmælaálýkt unina. Þeir hafa fundið, að framferði kommúnistas’kríls- ins, sem sótti að alþingishús- inu, væri óafsakanlegt. Þungi almenningsálitsins hefur skot- ið þeim slíkum skeik í bringu, að þeir kusu að sjtja hjá og láta sem minn-st á sér bæra. En í hæjarstjórn Reýkjavíkur var þetta á aðra lund. Ástæð- an er einfaildiega sú, að menn jrnir, sem bera 'hina raun- verulegu áhyrgð á árásinni á aiþingishúsið, eiga sæti á al- þingi og f bæjarstjórn Reykja víkur. Sigfús Sigurhjartarson og Björn Bjarnason voru að reyna að verja sjálfa sig á bæjarstjórnarfundinum á fimmtud'agskvöldið. Og þó eru aðrir forustumenn komm únjsta sannanlega mun sekari en þeir. Sök skrílsins, sem kastaði grjóti að alþingishúsinu, er vissulega mikil. En þó er tví- mælalaust mun þyngri sök hinna, sem h.völtu tii árásar- innar í blöðum og á fundum Hafnarfjörður! Hafnarfjörður! Álþýðufíokksfél. Hafnarfjarðar heldur fund í Alþýðuhúsinu mánudaginn 11. apríl n. k. kl. 8,30. Fundarefni: Fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1949. Félagsmenn fjölmennið. Allt Alþýðuflokksfólks velkomið. Stjórnin. Veggflísar Guiar veggflísar fyrirliggjandi. t J. Þorláksson & Norðmann h.f. Reykjavík. Alþýðublaði ð er afgreitt til áskrifenda og í lausasölu hjá Þorsteint Jónssyni, Hafnarstræti 88, Akureyri. Gerist áskrifendur. Eg undirrifaður gerist hér með kaup- andi að Alþýðublaðinu Auglýsið I Alþýðublaðinu undanfarna mán-uði og á Aust urvelli sjálfan árásardag|m.n. Sumir þeirra manna eiga sæti á alþingi og í bæjarstjórn Reykjavíkur. Þe.ss vegna missa kommúnistar stjórn á sér, þegar þetta fáheyrða hneykslismál ber á góma á alþingi og í bæjarstjórn. Ef árásin á alþingishúsið hefði verið gerð af götuskríl án vilja og vitundar kommúnista forsprak’kanna, myndu þeir að sjálfsögðu fordæma árásina en ek’ki reyna að verja ofbeld isseggina. Þess vegna er vörn kómmúnista fyrir árásarmönn unum sönnun um sekt þeirra og ábyrgð. Þjóðin fordæmir ekki að- eins athæfi skrílsins, sem. kastaði grjótinu á alþingis- húsjð. Hún fordæmir ekki síð ur hina raunveruilegu ábyrgð armenn aðfararlnnar, full- trúa kommúnista á aiþingi og í bæjarstjórn. Ef til vill er ekki hægt að dæma þá til verðskuldaðrar refsingar sam kvæmt landslögum. En þjóð- in mun á sínuin tíma dæma þá til þeirrar refsingar, sem hæfir bezt og þeim svíður sár- ast.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.