Alþýðublaðið - 10.04.1949, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.04.1949, Blaðsíða 5
jSunnudaginn 10. apríl 1949. ALÞÝÐUBLAÐIÐ „Handrifamál" milli Brefa og Grikkja: ISLENDINGAR hafa að von_ um mikinn áhuga á handriía- málinu, — endurheimtingu ís- lenzku handritanna, sem nú eru erlendis. Þetta íslenzka handritamál er þó engan veg- inn einstætt, — til eru allriiörg mjög svipuð mál, þar sem um er að ræða listaverk ýmiss kon_ ar, sem flutt hafa verið milli ianda. Nýlega rakst ég á tíma. ritsgrein um eitt slíkt mál, sem vakti athygli mína. Þar er um að ræða heimsfrægar högg- myndir, sem Bretar fluttu fyrir mörgum árum frá Aþenu í Grikklandi og nú eru í London. Eru uppi raddir þess efnis, að Bretum beri að skila þessum höggmydnum aftur til Grikkja, sem séu hinir réttu eigendur þeirra! Saga þessa máls nær 2400 ár aftur í tímann, aftur á fimmtu öld fyrir Krist, þegar Aþenubú- ar reistu hinar frægu bygging- ar á Akropolis í Aþenuborg. Miklar styrjaldir voru þá nýaf- staðnar við Persa, og reistu Grikkir þá mörg musteri og glæsileg, en þeirra frægast mun Vera Parthenon musterið í 'Aþen'u. Ég geri ráð fyrir að margir hlustendur hafi séð myndir af þessu musteri, eða að minnsta kosti rústum þess, ef einhverjir hafa þá ekki séð rúsíirnar sjálfar í Aþenu. Tígu- leg og hrein súlnaröð heldur uppi lágu þaki. en á stöfnum og í musterinu var fjöldi högg- mynda. Á Akropolishæð voru ýmsar fleiri byggingar, meðal annars Erecteum, sem helgað var Erecteusi, en hann var tal- inn faðir borgarinnar. Mörgum öldum eftir að must- erin á Akropolis voru reist, eftir að blómaöld grískrar menningar var hjá liðin, gerðu kristnir menn þessar fögru, heiðnu byggingar að kristnum kirkjum. Síðar lögðu Tyrkir Grikkland undir sig seint á 15. Bld, og gerðu þeir musteri gyðjunnar Aþenu að musteri Móhammeðs, en Erecteum gerði landsstjóri Tyrkjanna að; einka-kvennabúri sínu. Þegar ( Tyrkir áttu í ófriði við Fen- eyjabúa á ofanverðri 17. öld, gerðu þeir musterin að skot- færageymslum. í þeirri styrjöld skemmdist Parthenon musterið allmikið. er sprengikúlur hittu það. Eftir þetta má heita að hin fornu listaverk hafi fallið á Vald eyðileggingunni og koma nú brátt til sögunnar lista- verkasafnarar hinna auðugri landa, og samsvara þeir í sögu þessari þeim mönnum, , sem Serðuðust Um ísland til að safna handritum og flytja þau úr landi. Listaverkin, sem um aldir Voru í eða á musterunum á Akropolishæð, eru nú á ýmsum stöðum. Nokkur þeirra eru í Akropolissafninu í Aþenuborg sjálfri en ýmis hinna fegurstu eru í Louvre safninu í París, en þangað voru þau flutt af franska sendiherranum Choi- seuI-Gouffier 1748. Enn önnur eru í Kaupmannahöfn, en lang- flest munu þau vera í British Museum í London. Höggmyndirnar, sem nú eru í London, voru fluttar þangað rétt eftir 1800 af brezka sendi- þerranum Elgin lávarði. Gerð- GREIN ÞESSI fjallar um frægar grískar höggmyntlir, sem Bretar tóku úr Parthen- on musterinu í Aþeriu fyrir hálfri annarri öld, en nú er hreyfing í Bretlandi um að skila beri myndunum aftur til Grikkja. Greinin er hluti af erindi, sem Benedikt Gröndal flutti í þættinum „Frá útlöndum" síðastliðið föstudagskvöld. ist þetta skömmu eftir að Bret- um hafði tekizt að hrekja Na- póleon frá Egyptalandi. sem þá var tyrkneskt. Elgin var þá sendiherra í Konstantinopel og gaf hann soldáninum þar í skyn, að það yrði vel þegið, ef hann leyfði Bretum að taka dá- lítið af höggmyndum frá Aþenu, sem þá var einnig tyrk- neskt land. Soldáninn gaf brezka sendiherranum leyfis- bréf til að flytja burt , dálítið af steinum" frá Akropolis, og tók nú Elgin lávarður til ó- spilltra málanna og lét flytja heilan skipsfarm af hinurii feg- urstu höggmyndum, svo og heila súlu úr musterinu, frá Pi- reus til London. Þessir flutn- ingar gengu að vísu ekki slysa- laust; umboðsmenn sendiherr- ans sóuðu peningum hans og síðar strandaði skip hans, svo að bjarga varð listaverkunum úr því yfir í annað. Allt kost- aði þetta Elgin 74 000 sterlings- pund, sem var stórfé í þá tíð. Þegar til Lundúna kom, sam- þykkti þingið að kaupa þessi listaverk af sendiherranum, og fékk hann þá 35 000 púnd fyrir þau, svo að ekki græddi hann á sölunni. Síðan hafa þau verið í söfnum í London í hálfa aðra öld„ nema hvað þau voru geymd neðanjarðar í stríðinu nýafstaðna. Grísku höggmyndirnar og súlan úr Parthenon eru enn í London, ien allmargir Bretar hafa samvizkubit út af þeim. Glöggt dæmi um það er grein, sem ég nýlega las og er efíir sagnfræðinginn, stjórnmála- manninn og listfræðinginn Har- old Nicholson. í greininni held- ur hann því ákaft fram, að Grikkir einir eigi fullan rétt til þessara listaverka og beri Bret- um að skila þeim aftur til Aþsnu. Þeir menn eru þó margir, sem ekki vilja sjá af grísku höggmyndunum. Benda þeir á það, að Elgin lávarður hafi tekið þau á fyllilega löglegan hátt, hann hafi fengið leyfi sol- dánsins í Konstatninópel, sem réði ríkjum í Grikklandi. Þeir benda enn fremur á það, að hefðu Bretar ekki náð í myndastytturnar. sé enginn vafi á því, að Frakkar hefðu borið sig eftir þeim. Þá segja þeir enn fremur, að listaverk þessi hefðu að öllum líkindum skemmzt í gríska frelsisstríð- inu, hafi verið miklu öruggari í London en í Aþenu og fleiri listunnendur hafi þar aðgang að þeim. Harold Nicholson bendir hins vegar á það í grein sinni, að sendiherrann hafi fengið leyfi til að flytja burt ..nokkra steina“, en ekki skipsfarm af listaverkumr Hvað sem hver segi, þá eigi Grikkir siðferði- legan rétt til listaverkanna, en ekki Bretar. Það kunni að vera, að Grikkir hafi látið sig það litlu skipta, hvað um þau varð snemma á 19. öld, en hins vegar sé enginn vafi á því, að þeir hafi nú mikinn áhuga á endurheimtingu þeirra, og muni þau engu síður vera ör- ugg á Akropolissafninu í Aþenu en í British Museum í London. í þessu máli hefur Nicholson einn sterkan bandamann. Það er Byron lávarður, skáldið fræga. sern barðist með Grikkj- um í frelsisstyrjöld þeirra og lét þar lífið. Hvergi hefur þetta tiltæki brezka sendiherrans verið fordæmt á sterkari og þróttmeiri hátt en í kvæðum Byrons, þar sem hann notar þá sögusögn, sem við líð'i er í Aþenu, að hinar forngrísku styttur hafi hljóðað, þegar þær voru teknar niður af mustsrinu. Nicholson segir að endingu í grein sinni. að Elgin lávarður hafi én efa gert hinum fögru listum í Vestur-Evrópu mikið gagn með því að flytja þessi líkneski til London og sýna þau þar. Það sé hans afsökun, enda sé réttara að vorkenna honum, þar sem hann lifði eftir þetta með svíðandi örvar Byr- ons í holdi sér, eins og Nichol- son orðar það. Hins vegar verði allir að viðurkenna. að Grikkj- um hafi verið gert rangt til með Framh. á 7. siðu. Steinsteypu-þéftiefni er nú aftur fyrirliggjandi, bæði í steypu og púsningu. gerir steypuna fullkomlega vatnsþétta. SIKA hefur verið notað hér á landi í 25 ár og reynzt frábær- lega veh Einkanmboð: J. Þorláksson & Norðmann h.f. Reykjavík. Vörujöfnun. V2. Onnur umferð vörujöfnunar vefnaðarvara o. fl. hefst mánudaginn 11. apríl út á vörujöfnunarkort 1949—1950. Hver eining veitir heimild til verzlunar fyrír kr. 10,00. Afgreiðslan fer fram í þessari röð á mánudag. Kl. 9—10 númer Kl. 10—11 númer Kl. 11—12 núrner - 3' númer Kl. Kl. Kl. Kl. 2- 3- 4- 5- 4 númer 5 númer 6 númer 1— 30 31— 60 61— 90 91—120 121—150 151—180 181—210 Næstu daga heldur af- greiðslan á'fram með sama hætti meðan birgð- ir endast, og verður. af- greiðsluröðin auglýst daglega í matvörnubúð- um KRON. Þeir, sem ekki hafa notað reit VI, geta nú keypt út á hann líka. Eftirfarandi vörur eru á boðstólum: Hvit léreft, einbreið og tvíbreið, -flónel, einlit og röndótt, sirz, tvisttau, barna og unglinga skór, inni- skór, barnagúmmístígvél, karlmannasokkar. Fólk er vinsaml&ga beðið að verzla í þeirri röð, sem auglýst er, annars á það á hættu að fá ekki af- greiðslu í þessari umferð. Barnavinaféíagið Sumargjöf verð- ur 25 ára á morgun ■ ■ ■ ♦ — BARNAVINAFÉLAGIÐ SUMARGJÖF verður tuttugu og fimm ára gamalt á morgun 11. apríil. Á þessu tímabili hef- ur félagið rekið dagheimili fyrir börn í 21 ár, leikskóla í 9 ár, vistarheimili í 11 ár og vöggustofu í 8 ár. Ðvalardagar voru síðast liðið ár 72.442, en barnafjöldi 792. Þá hefur félag- ið rekið uppeldisskóla síðan 1946. Áður en Sumargjöf var stofn uð höfðu konur í Reykjavík rætt í allmörg ár nauðsyn þess að koma á fót í Reykjavík vist heimili fyrir munaðarlaus börn. Efndu þær til fjársöfnun unar í því skyni, fyrst rriieð merkjasölu á Þorláksmessu ár ið 1920, en síðan var sumardag urinn fyrsti helgaður málefn- um barnanna og fjársöfnun til þessa máls. Það var svo 11. apríl 1924, að fundur var haldinn í kaup- þingsalnum og samþykkt að stofna félagið. Fyrstu stjórn skipuðu þessir menn: Steingrím ur Arason kennari formaður, frú Aðalbjörg Sigurðarddóttir, frú Steinunn Bjartmarsdóttir, Magnús Helgason . skólastjóri og Steindór Björnsson frá Gröf. Sama sumar tók til starfa dagheimili í Kennaraskólanum, og var það rekið í 3 ár, en árið 1927—1931 hafði félagið ekk- ert húsnæði fyrir starfsemi sína. Dagheimilið í Grænuborg tók síðan til starfa árið 1931, vistarheimilið í Vesturborg ár ið 1938 og síðan hefur starf- semi félagsins aukizt hröðum skrefum með hverju ári. Rak það á síðast liðnu ári dagheim- ili í Tjarnarborg og Suðurborg, leikskóla í Tjarnarborg, Suður borg, gamla stýrimannaskólan um, Grænuborg og málleysingja skólanum, vistheimili fyrir börn í Vesturborg og Suður- borg, og Vöggustofu í Suður- borg. Uppeldisskóli Sumargjafar tók til starfa haustið 1946. Hann er tveggja ára skóli og hefur það markmið að mennta starfstúlkur fyrir barnaheimili. Námsmeyjar njóta bæði' verk legs og bóklegs náms. Skóla- stjóri er ungfrú Valborg Sig- urðardóttir. * Barnavinafélagið Sumargjöf hefur um árabil notið styrks bæði úr bæjarsjóði Reykjavík ur og ríkissjóði. Nam styrkur- inn úr bæjarsjóði síðast liðið ár 300 þúsund krónum, en 150 þúsundum úr rikissjóði. Má af reikningum félagsins glöggt sjá, hversu starfsemi félagsins hefur farið hraðvaxandi síð- ustu árin. Árið 1940 voru heild arútgjöld félagsins 46 þúsund krónur en árið 1948 1 milljöri og 120 þúsund krónur. Stofnendur félagsins voru 36, en í byrjun þessa árs voru £é- lagar 850 talsins. Steingrímur Arason var formaður félagsins í 15 ár frá stofnun þess, en síð an hefur ísak Jónsson kennaii verið formaður þess. Aðrir i núverandi stjórn félagsins eru: Arngrímur Kristjánsson skóia- stjóri varaformaður, séra Árni Sigurðsson ritari, Jónas • Jó- steinsson kennari gjaldkeri, frú Aðálbjörg Sigurðardóttir frú Arnheiður Jónsdóttir kenn ari og Helgi Elíasson fræðslu málastjóri. Framkvæmdastjóri Sumargjafar er Bogi Sigurðs. son. Minningarspjöld Barnaspítalasjóðs Hringsins eru afgreidd í Verzl. Augustu Svendsen# Aðalstræti 12 og í Bókabúð Austurbæjar. ÚtbreiSið TA AIþýðu bIa 9191

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.