Alþýðublaðið - 22.05.1949, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.05.1949, Blaðsíða 5
Sunnudagur 22. maí 1949 ALÞÝÐUBLAÐIÐ STOKKHÓLMI í maí. VIÐ síðustu eldhúsdagsum- ræður í sænska ríkisdeginum sat einn helzti yngri rithöf- unda Svía, Harry Martinson, í blaðastúkunni með pappír og blýant og hlustaði á umræð- urnar, íbygginn mjög á svip. Stærsta blað landsins, Dagens Nyheter, hafði ráðið hann til þessa, og skyldi hann síðan skýra lesendunum frá þvi, hvernig sér hefði fundizt. Um kvöldið settist hann fyrir framan ritvél í skrifstofu blaðsins og byrjaði að skrifa, en það gekk seint og illa. Þóttist hann hafa haft mjög gaman af deginum, orðið margs fróðari o. s. frv., en að lokum varð hann að viður- kenna, að þetta væri ósatt með öllu, honum hefði hundleiðzt allan daginn, og hann hefði engar þingfréttir að segja. Þegar blaðið átti að fara í pressuna, flýði hann frá næt- urritstjóranum, sem staðið hafði yfir honum með klukk- una í hendinni og beðið eftir handritinu, — eins og prestur fyrir aftöku, fannst þing- fréttaritaranum! Nokkru síðar kom hann þó aftur til blaðsins og hafði þá hugsað málið nánar. Skýrði hann ritstjórninni frá þeim niðurstöðum, sem hann hefði komizt að varðandi ríkisdag- inn og leiðindin þar og reynd- ist árangurinn af dvöl skálds- ins í ríkisdeginum miklu merkari en nokkrar þingfrétt- ir um eldhúsdagsumræður gátu orðið. Hlutverk rithöf- undarins er ekki sízt að beina athygli manna að því, sem af- laga fer, vekja umræður um það, og helzt náttúrlega að benda á leiðir til bóta líka. Allt þetta tókst Harry Martin- son ágætlega, viðtalið kom á forsíðu, vinstra megi.n og efst, ásamt þremur myndum af skáldinu, þar sem það er að útlista niðurstöður sínar fyr- ir ritstjórninni. Urðu síðan allmiklar umræður um þetta í blöðunum. Mönnum er allt- af hollt að líta í eigin barm, og vera má, að svipuð þróun- areinkenni séu til hjá okkur, en auk þess var leiðin, sem Harry Martinson benti á, — íslenzk. „Allan daginn þrammaði ég milli efri og neðri deikiar", sagði Harry Martinson. „Þeg- ar það varð of leiðinlegt í þeirri efri, þá fór ég til neðri deildar, en þar varð næstum strax jafnleiðinlegt, og þá fór ég til þeirrar efri aftur o. s. frv.“ „En hvað er hsegt að gera fyrir áheyrendurna? Það væri hægt að klæða þingmennina í fallegan og litauðugan emb- ættisskrúða og mála þinghús- ið að innan ljósari og glaðlegri litum, svo að ræðumennirnir yrðu hreinskilnari. En það, sem umfram allt þarf að bæta, er þetta Ieiðindamál, sem þar er talað“. MARGAR MÁLTEGUNDIR. „ . . . En ég er farinn að skilja ríkisdaginn. Eg fór að hugsa um hugtakið „venju- legt mál“ og reyndi að hugsa út, hve margs konar mál sé til í landi sem Svíþjóð. Þar er skrifstofumál, fundamál og stirt fundarskapamál, almennt mál, blaðamáþ málaferlamál, skoðanamál, tilfinningamál og skapgerðarmál. Og ég skil, að það er kannske ekki svo auð- velt fyrir þingmennina að finna það mál, sem hæfði öll- um. Þó tala tveir þeirra bæri- lega“. „Ég komst að þeirri niður- stöðu enn fremur, að við meg- um vera þakklátir fyrir það, að til skuli Vera opinbert, en harla þurrt mál, sem notað er, þar sem það á við. Við höfum til dæmis lögfræðingastílinn, þar sem til er ákveðið orð eða orðalag fyrir hvert efni, og sem nær því algerlega. Á þeim tíma, þegar dauðadómar voru enn þá kveðnir upp í Svíþjóð, hófst úrskurðurinn alltaf með orðunum: „Af þeim sökum að“. Þegar hinn lögfróði heyrði þessi orð, þá vissi hann strax, hvernig rétturinn hafði dæmt. Væri refsingin önnur, byrjaði dómurinn t. d. á orð- unum: „Með því að“. Þetta mál var eins konar merkjamál í réttinum". „En allt leiðinlegt mál á fyrst og fremst rætur sínar að rekja til hins rótgróna virðuleika. Virðuleiki embætt- isins krefur, að menn komist ekki hvernig sem vera skal að orði. Þessi erfðavenja hófst í kirkjunni, en náði svo smám saman yfirtökunum á öðrum stofnunum, t. d. í réttarfari og læknavísindum. Á 19. öld var uppskurður hátíðleg at- höfn, sem varð að framkvæm- ast í kjól og hvítu, kannske mest vegna þess, að uppskurð- ir voru ekki lánsöm fyrirtæki í þá tíð, heldur öllu fremur upphaf að jarðarför. En virðu- leikinn situr eftir í málinu, einnig eftir að uppskurðir fóru að gefa betri árangur. Virðuleikinn ríkir einnig í ríkisdeginum. Og svo sem þingmennirnir syngja, þannig kvaka bæjar- og sveitastjórn- ir. Ef málið yrði hressilegra í ríkisdeginum, — ekki óvirðu- legt, en vandað, óbrotið og skýrt, þess vert að hlusta á það, þá myndi það smita bæj- ar- og sveitastjórnir mjög fljótt. Við myndum upplifa örskjóta endurnýjun málsins“. HIN ÍSLENZKA FYRIR- MYND. En áður en virðuleikinn hófst, var málið enn þá mergj- að og fallegt, einnig hjá þess- um mönnum. Því til sönnun- ar er t. d. skýrsla sveitastjórn- ar frá 1596 um hungursneyð í Vestgautasókn: „Fólkið mal- aði og hakkaði margt ,sem ó- nýtilegt var í brauð . . ., af því varð það svo máttfarið, og líkaminn bólginn og þrútinn, að óteljandi margir dóu; og fátækt almúgafólk, sem ekk- ert fékk í munn sér, leitaði að beinum til að sjóða og gera sér spaðsaup aí“. „Okkur dreymir um mál, sem getur sagt allí, en samt er látlaust o% fallegt. Slíkt mál var til á íslandi, þegar Njáls- saga skapaðist. Þegar Hall- gerður neitaði Gunnari á Hlíð- arenda um hárlokk í boga- streng í síðasta bardaga hans, lýsir höfundur því á skýran og gagnorðan hátt án þess að tefja einu sinni við þetta ör- lagaríka augnablik. Þetta mál getum við vafa- Fertugur lœknir og íimleíkamaður Iaust ekki fengið aftur. Það myndi heldur ekki ná yfir veruleika nútímans, en þeirri stefnu, sem heitir að tjá sig skýrt og óbrotið, eigum við að fylgja af fremsta mætti. Vand- inn er að velja úr því orðaflóði, sem streymir yfir okkur, þegar við ætlum að segja frá ein- hverju. íslendingar áttu ekki við sama vandamál að stríða. Þeir notuðu þau orð, sem til voru, og þau voru ekki svo mörg. En þótt það sé erfitt, þá er þó hægt að tjá hinn flókna veru- leika í máli, sem er efnislega sterkt og einfalt í orðum. Áð mál stjórnmálamannanna er svo orðmargt, flóttalegt og snúið, stafar af því, að þeir eru refir. Refir þurfa flókið og vesælt mál, þar sem þeir eru ekki sterkir á svellinu. (Ég veit það, því að ég er sjálfur refur til heimilisþarfa.) Ríkisdagur- inn þarf kjarngott mál. — Megi rigna yfir mál hans!“ KJÖRINN í SÆNSKA AKAREMÍIÐ Þremur vikum eftir að þetta viðtal birtist í Dagens Nyheter, birtust stórar myndir af Harry Martinsson í öllum blöðum Svíþjóðar ásamt viðtölum við hann og greinum um hann. Þann dag var varla rúm fyrir neitt annað en hann í blöðun- um. Honum var sýndur einn mesti veraldlegur heiður, sem andans manni verður sýndur í Svíþjóð, kjörinn til að skipa eitt hinna átján sæta í sænska akademíinu og hljóta titilinn „einn hinna átján“. Þetta skeði öllum á óvart, ekki sízt honum sjálfum, því að hann er fyrsti sjálfmenntaði maðurinn, sem hlýtur sess á þessu þingi, sem löngum hefur verið íhalds- samt. Akademíið velur sjálft meðlimi sína, og þetta val þyk- ir boða, að nýir straumar nái þangað. Hér er ekki rúm til að kynna akademíið nánar, en þekktasta hlutverk þess er að veita bókmenntaverðlaun No- bels. Ennþá hefur enginn ís- lendingur hlotið þau, svo að það veitir ekki af nýjum straumum! RITHÖFUNDARFERILL MARTINSONS Harry Martinson er ungur maður, f. 1904 og lagði fyrst stund á sjómennsku. Sigldi hann þá um öll heimsins höf, en vann einnig um tíma í landi, í Suður-Ameríku og Ind- landi. Berklaveiki neyddi hann snemma til að ganga í land fyrir fullt og allt, og tók hann þá fyrir alvöru að leggja stund á ritstörf og hefur dvalizt í Svíþjóð síðan. Fyrstu tvær bækur hans voru ljóðabækur, Spökskepp (Draugaskip), sem kom út 1929 og Nomad (Föru- maður) 1931. Næstu tvær voru smásagnasöfn, Resor utan mál (Ferðir án fyrirheits) 1932 og Kap Farvál (Hvarf) 1933, og lýsa þær lífi hans á sjónum. Með þeim varð hann þjóð- kunnur, enda eru sögurnar framúrskarandi vel skrifaðar og lifandi. Martinson átti mjög erfiða æsku, og var m. a. „á sveitinni“ um tíma. Hefur hann lýst bernskuárum sínum í tveimur skáldsögum, Nássl- orna blomma (Netlurnar blómgast) 1935 og Vágen ut Finnsku fimleikamennirnir, sem í dag fara austur yfir fjall í boði bæjarstjórnarinnar, eru flestir eldri en algengt er um fimleikamenn hér. Heikki Savolainen, sem sést á bessari mynd, • er þeirra elztur, hann er fjörutíu og tveggja ára gamall læknir og hefur tekið þátt í öllum ólympíuleikjum síðan 1928. ,Það er margf barnið, sem klæðzí hefur skjólgóðum fötum frá Islandi' .....................—-»..... OSLÓ, 15. maí. NATSJONALHJÁLPIN í Noregi, sem efnt var til strax eftir að Þjóðverjar hernámu landið og byrjuðu þar hermdar- verk sín og eyðileggingarstarf, hefur nú úthlutað í peningum og vörum samtals um 400 milljónum króna. Auk þessa hefur Natsjonalhjálpin safnað rúmum 100 milljónum króna eftir stríðið, og var þetta fé lagt í sérstakan sjóð til styrktar þeim, sem harðast höfðu orðið úti á stríðsárunum og lengst búa að því, og er enn um 70 milljónum af sjóðnum óeytt. Samkvæmt upplýsingum frá kölluðu Fellesutvalg, og voru Henry Bache, einum af aðal- forystumönnum Natsjonal- hjálparinnar á stríðsárunum, byrjáði þessi starfsemi svo að segja strax eftir að Þjóðverj- ar brutust inn í landið, en eins ög kunnugt er komu hermdar- verk þeirra þúsundum manna á vonarvöl. Áður höfðu verið mynduð í Noregi samtök til hjálpar Finnum, en nú einbeittu þau sér til hjálpar þeim, sem verst 1 urðu úti í Noregi, og um 10. j júní 1940, eða tveim mánuð- um eftir, að Þjóðverjar her- | tóku landið, mátti segja að i Natsjonalhjálpin væri komin á |traustan grundvöll. Á milli 60 og 70 stór félagasamtök, svo 1 sem norræna félagið, Rauði krossinn, mörg fagfélög og ó- tal fleiri opinber félög, mynd- uðu með sér heildarsamtök undir einni stjórn, eða svo- þetta mjög sterk og vel skipu- lögð samtök, Baehe. sagði Henry HJALPIN ERLENDIS FRÁ ÓMETANLEG Þá gat Hénry Bache þeirra erlendu þjóða, sem hlaupið hefðu undir bagga með Norð- mönnum, svo sem Svía, Dana, íslendinga, Englendinga og Ameríku, og sagði.að sending- arnar og gjafirnar frá þessum þjóðum hefðu verið Norðmönn um ómetanlegar. í þessu sambandi kvaðst hann vilja biðja Alþýðublaðið, að bera íslendingum, kærar þakkir fyrir þeirra raunsnar- lega framlag til Noregshjálp- arinnar. „Það hefur margt norskt barniS klæðzt skjólgóð- um fötum frá íslandi þessi ár- in“, sagði hann, „og Norðmenn munu ekki gleyma þeirra góð- vild og hjartahlýju, sem gjaf- ILeiðin burt) 1936. Síðasta bók irnar báru vott um“. hans, Vsgen till Klockrike (nafn á sókn) kom út í vetur, og er saga sænskra flækinga og förumanna, þ. e. svipað efni og í Sólon Islandus eftir Davíð Stefáhsson. Bókin hefur náð gífurlegum vinsældum og út- breiðslu, er jafnvel sögð vin- sælasía bók hans og hafa tryggt honum sæti í sænska akademíinu. Sveinn Ásgeirsson. Þó að Natsjonalhjálpin hafi á stríðsárunum getað úthlutað peningum og vörum að verð- mæti fyrir 400 milljónir króna, voru margir kalblettir og sár eftir á norsku þjóðinni í stríðs- lokin, og var því haldið áfram að saína. Sérstök söfnun var sett í gang fyrir Finnmark og NorSur-Tröms, og lls komu Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.