Alþýðublaðið - 22.05.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.05.1949, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 22. raaí 1949 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán, Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt (Gröndal. Þingfréttir: Helgi Saemundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur; Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan b.f. Enn ný dæmi um ráðamennsku Áka ÁKI JAKOBSSON er hinn mikli ógæfumaður sérhverra útvarpsumræðna frá alþingi. í hvert skipti að heita má eru þjóðinni við það tækifæri veittar upplýsingar um ó- stjórn og bruðl þessa manns, meðan hann illu heilli var at- vinnumálaráðherra. Ávirðing- ar Brynjólfs Bjarnasonar sem menntamálaráðherra þóttu hvorki fáar né smáar, en þær hafa að miklu leyti gleymzt saman borið við afbrot Áka, sem sífellt eru rifjuð upp með stuttu millibili. Við útvarpsumræðurnar á dögnunum gerði Stefán Jóh. Stefánsson forsætisráðherra ráðsmennsku Áka Jakobssonar enn einu sinni að umræðuefni og nefndi nokkur táknræn dæmi um meðferð hans á fjár- munum þjóðarinnar. Eftir þetta mun flestum finnast, að á öllu sé von, þegar rótað er í þeim plöggum, sem eru og verða heimildir um óstjórn Áka Jakobssonar, því að auðvitað fer því fjarri, að enn séu öll kurl komin til grafar. ❖ Fyrra dæmið um ráðsmensku Áka, sem forsætisráðherra minntist á, var sagan af því, þegar bygginganefnd síldar- verksmiðjanna frægu ætlaði að fara að spara. Þá tók hún á leigu skipið „Hrímfaxa“ til að flytja sement frá Bretlandi. Nam kostnaðurinn við sements flutninga þessa slíkum upp- hæðum, að verð hvers sements- tonns fór upp í 403 krónur, en á sama tíma kostaði sement keypt upp úr smáskipum 250 krónur tonnið eða var með öðrum orðum rösklega 15,0 krónum ódýrara! Síðara dæmið var um bíla- kaupin í sambandi við bygg- ingu síldarverksmiðjanna. Voru keyptir samtals 9 notaðir bílar, og reyndist kaupverð þeirra 290 572 krónur. Af þe§s- um bifreiðum var einn jeppi. Hann kostaði í innkaupi 11 560 krónur, en rekstrarkostnaður hans varð 29 432,90 krónur, svo að kaupverð og rekstrar- kostnaður nam samtals því sem næst 41 000 krónum. Tekjur af jeppanum finnast auðvitað engar bókfærðar. Þá var og keypt sjö manna fólks- flutningabifreið fyrir 16 000 krónur. Rekstrarkostnaður hennar varð 45 915,95 krónur, en tekjurnar námu 150 krón- um! Kaupverð og reksturs- kostnaður nam þannig 61 800 krónum, þegar tekjurnar höfðu verið dregnar frá! Þessi dæmi sýna - mætavel, hver var ráðsmennska Áka Jakobssonar, meðan hann hafði eitthvað með fjármuni þjóðar- innar að gera, og jafnframt eru þau talandi tákn um þann arf, sem Áki og Brynjólfur létu eftir sig, þegar þeir hrökkluð- ■ Reynt að svíkia nndan skatti. — Enn um kýrnar á Korpúifsstöðum og hæfileika þeirra. SIGGI ÞORKELS úr Vestur- bergjunum, þvo körlunum og bænum skrifar: „Mig Iangar til þess að segja smásögu af tii- raun minni til þess að svíkja eða stela undan skatti, eins og kallað er. Oft hef ég lagt hlust- ir við samtali mér eldri rnanna, er þeir sátu með pípur sínar og réðu ráðum sínum um happa- sælustu aðferðirnar við að snúa j á skattstjórann okkar. AF ÖLLU ÞESSU TALI sýktist ég af skattsvikabakter- íunni, en áður en ég léti hana hertaka mig ákvað ég upp á eigin spýtur að leggja smá- prófstein á vinnuaðferðir skatt- stjóraliðsins. Pabbi hjálpaði mér að venju að telja fram á skýrsluna mína, en að þessu sinni dró ég 170 kr. frá þeirri upphæð, er ég lét gamla mann- inn setja á skýrsluna. Skýrslan var send. Og svo leið og beið, ég þóttist sloppinn. ER ÉG KOM úr vinnunni í kvöld, varð mér litið út um gluggann. Pósturinn var þarna á ferð, það undraði svo sem engan. En í þetta sinn átti hann erindi við mig. Það var mjög svo sakleysislegt umslagið, sem hann fékk mér, en ég þurfti að kvitta fyrir það. Á VINSTRA HORNI blaðs þess, er í umslaginu var, var stimpill skattstofunnar, svo komu nokkrar vélritaðar línur, er enduðu á orðunum „skýring- ar óskast“. Eitt var þó til að róa mig, umslagið var nr. 309. 309 borgarar höfðu elt ólar við skattstjórann. Ef til vill voru þeir allir að „prufukeyra“ eins og ég. Guð hjálpi skattstjóran- um að ári!“ MÖNNÚM VIRÐIST þykja gaman að hugmyndinni um stjórnvizku kúnna á Korpúlfs- stöðum. „Fjósakarl“ skrifar eftirfarandi bréf um þetta: „Ég er alveg viss um, að það er rétt hjá hr. Útsvarsgreiðanda, að kúnum á Korpúlfsstöðum þætti sér heldur en ekki minnkun ger, ef þeim væru sendir allir helztu ráðamenn bæjarfélags- ins. Ég hef nefnilsga stundum verið viðstaddur, þegar þeir háu herrar komu í heimsókn í fjósið ,þar efra, og þóttist þá sjá glögg merki þess, að þær fer- fættu frúr mundu þykjast geta kennt herrunum og þjónað, fremur en þeir þeim. HAFIÐ ÞIÐ ATHUGAÐ, hvort ekki væri reynandi að senda Korpúlfsstaðakýrnar nið- ur á bæjarstjórnarskrifstofurn- ar í staðinn fyrir að senda mennina upp eftir, ■—- og láta þær hirða bæjarstjórnina og verkfræðingana, laga til í her- greiða, standa þeim fyrir beina með aukakaffi og rétta þeim Alþýðublaðið, þagar það kemur á morgnana? Já, hafið þið at- hugað þetta? ÉG HUGSA að þetta tæki sig mun betur út en ef karlarnir væru sendir upp eftir til að hirða kýrnar, enda tók Útsvars- greiðandi það fram, að betur mundu þeir fallnir til dundurs. En það segi ég óþarfa, að spilla sandinum og Hamrahlíðinni, svo að ég vil um það atriði gera þá breytingartillögu, að verk- fræðingarnir verði t. d. látnir stjana undir kusur, meðan þær gerðu skipulagsuppdrættina, eftir að hafa aflokið morgun- hirðingunni. Síðan gengju þeir og bæjarstjórnin öll út með kúnum og héldu uppi kyrtil- slóðunum, meðan þær háttvirtu frúr spásséruðu í eftirlitsferð um bæinn og gaumgæfðu þær framkvæmdir bæjarfélagsins, sem á döfinni væru.“ Aðalfundur Kvenfél- lags Alþýðuflokks- ins á ísafirði AÐALFUNDUR Kvenfélags Alþýðuflokksins á ísafirði var haldinn föstudaginn 6. maí s. 1. Hafði ekki verið hægt að halda hann fyrr, vegna sam- komubanns. Úr stjórninni fór, vegna brottflutnings úr bænum, frú Svanfríður Albertsdóttir. Stjórnina skipa nú: Kristín Kristjánsdóttir, formaður, frú Sigríður Hjartar, varaformað- ur, frk. Anna Helgadóttir, rit- ari, frú Hólmfríður Magnús- dóttir, gjaldkeri og Unnur Guð- mundsdóttir, meðstjórnandi. Umsóknarfresiur um lisfamannasfyrki UMSÓKNARFRESTUR um listamannastyrki er til 7. júní. Koma þeir yfirleitt einir til greina við úthlutunina, sem um styrk sækja. Formaður nefndar þeirrar, sem alþingi kaus nýlega til þess að úthluta styrkjum til listamanna, hefur verið kjör- inn Þorsteinn Þorsteinsson al- þingismaður, en ritari Þorkell Jóhannesson. ust úr fyrrverandi ríkisstjórn. Fljótt á litið virðist þetta vera aukaatriði, og alþjóð eru löngu kunn aðalatriðin í óstjórn og fjársukki kommúnista. En eigi að síður er mikils um vert, að einmitt þessi atriði séu gerð þjóðinni kunnug, því að ella vantaði sérkennandi drætti í heildarmynd sukks og sóunar Áka Jakobssonar. Það er sannarlega í meira ' lagi furðulegt, að kommúnistar skuli hætta sér út í þann háska að minnast á fyrrverandi rík- isstjórn og ræða gáleysislega um fjármálastjórn núverandi valdhafa vitandi það, hvað Áki og Brynjólfur létu eftir sig. Fátt sýnir betur, hversu blygð- unarlausir íslenzkir kommún- istar eru og hversu takmarka- laust þeir trúa á vald lyginnar og blekkinganna. heldor, Ottó Stöferau frá Hamborg í Austurbæjar'bíó miðviíkud. 25. þ. m. k'l. 7. e. h, Efnisskrá: Ein bunter Straus's klleiner Stucke aus allen Herrn Lándern. (Mislit keðja af lögum frá ýmsum löndum). Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Ritfangaverzl'. ísafdldar, Banka- stræti, VerzŒ. Drangey, Laugaveg 58, hjá Sigríði Helgadóttur, í Hlljóðíærahúsinu, og við inngang- inn. Sýning frfslunda- málara, Laugaveg 166 opin í dag frá kl. 10 f. h. til kl. 10 síðdegis. Málverkasýning ÖRLYGS SIGURÐSSONAR opin daglega klukkan 11 f. h. til 23 síðd. S.G.T. Gömlu dansarnir að Röðli í kvöld kl. 9. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 5327. — Öll neyzla og með- ferð áfengis stranglega bönnuð. Útvega Harðvið frá Hallandi gegn nauðsynlegum léyfum, svo sem ESk Brenng Hlyn Ask Teak (Bangkok) o. fl. Ragnar H. B. Kristinsson, Frakkastíg 12, sími 1943. Auglýsið f Albvðublaðinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.