Alþýðublaðið - 22.05.1949, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.05.1949, Blaðsíða 6
6 ALÞVÐUBLAÐIÐ Sunntidagur 22. maí 1949 Opið frá M. 10—3 í dag. iriin Markaður garðyrkjumanna Einholti 8. Sími 5837. AÐSENT BRÉF Filipus Bessason lureppstjÓTÍ: Herra ritsjóri! Þarmig ávarpa ég þig til há- tíðabrigða, þar eð sá gleðilegi atburður hefur gerzt, að alþingi er hætt störfum í bili. Þá mundi ég þéra þig í þokkabót, ef vissar fregnir bærust um það að ísinn væri farinn, en varla er von að mörg gleðitíðindi bsri upp á sama daginn. Þetta kemur allt saman. Já, þig mun eflaust undra það, að ég skuli telja þingslit gleðitíðindi, jafn löghlýðinn og stjórnkær maður og ég er, bæði samkvæmt eðli mínu, svo og stöðu. Hygg ég þó að fært geti ég þau rök fyrir gleði minni í þessu sambandi, sem einmitt megi telja sönnun þess, að ég beri þá virðíngu fyrir þingi og valdhöfum, sem gömlum og lífsreyndum umboðsmanni þeirra aðila sæmir. í næstu sveit við mig sat eitt sinn sómaprestur. Hann var raddmaður góður, tígulegur fyrir altari og skörulegur í stól, flugmælskur, fróður vel, bú- maður enginn, ekki brennivíns- kær um of og þó ekki vinsæll nsma í meðallagi. En það var galli hans, að utan stóls ræddi hann helzt til margt og helzt til mikið; þótti öllum hann au- fúsugestur, er hann reið í hlað, en stóð yfirleitt aldrei svo stutt við, að ekki væru allir þeirri stund fegnastir, er hann kvaddi, og þótti þá sem á dytti dúna- Iogn eftir ‘sviftibýlji og haglél. Ekki tel ég alþingi voru að öllu leyti ólíkt farið og þessum sómaklerki. Er um það hægt, margt vel að segja, ba ði sem j stofnun, svo og þingmenn sem einstaklinga. En, — það er helzt til málgefið, og fyrir bragðið er jafnan eins og mönnum létti þegar það kveður, en svo líður ekki á löngu áður en maður þiggur að heyra í því aftur. Og því lengur sem því dvelst, því leiðara verður það, og að þessu sinni hafði því satt að segja dvalizt helzt til lengi. Annars er það þannig með í kaupstaðnum, heldur og lengri þing. Okkur þykir nefni- lega sem þá standi jafnan þing er Helgi Hjörvar segir þing- fréttir, en þær þylur hann alla jafna í viku eða hálfan mánuð eftir þinglausnir. Er þetta okk- ur sveitamönnum því eins kon- ar þingauki, — samanber sum- okkur, sem í sveitinni búum, að við búum ekki aðeins við Iengri vetur og snjóalög heldur en þið arauki. Má því segja að flest bitni á sveitamanniunm. Já, það er nú það. Nú nálgast sauðburðurinn, — mundi nálg- ast, væri ekki allt fé dautt úr mæðiveikinni, kunna einhverjir að segja. Ég tel mig enn í röð fjárbænda, enda þótt ég eigi nú færri tugi fjár en áður átti ég hundruðin. Er það huggun mín, er ég lít yfir farinn veg, að ekki hafi fé mitt farizt fyrir hand- vömm, heldur hafi hver sú skjáta, sem drapst fyrir aldur fram, verið af mér færð sem fóm á altari vísindalegrar þekkingar og stjórnvizku landa minna, og dauðdagi þeirra því svo táknrænn og dýrlegur, að við sjálft liggur, að þær roll- urnar, sem enn tóra, megi skammast sín og ég hafa skömm á þeim fyrir, að ekki skuli þær enn hafa borið vít til að velja sér þann veglegasta kostinn. •— En þetta kemur. Virðingarfyllst. Filipus Bessason hreppstjóri. P.S. Hefurðu nokkuð fregnað um rikisráðsmanninn? F. B. hreppstjóri. Með uppreisnarmönnunum? Að lesa Calderon fyrir þá? Til allrar óhamingju er kuilnáttu minni á Indíánamállýzkum mjög ábótavant. Þar að auki er ég Spánverji, og þetta hér er þó Spánn. Það sem eftir af honum er í Ameríku'1. „Ég man eftir sumum sam- tölum okkar —“ „Já, ég man líka eftir þeim, Dona Clara. En að vita er eitt og að breyta eftir því er ann- að. Að skilja hvort tveggja, orsök og afleiðing, það sem er með og það sem er á móti, er mjög erfitt. Hugur eins og minn er eins og bátur marrn- aður tveim áhöfnum, sem önnur rær í suður, hin í norð- ur. Maður nær aldrei landi“. Presturinn hafði flutt bisk- upinn sinn og horfði upp og brosti — brosi kunnáttu- mannsins. „Vel teflt, Don Lor- enzo, mjög vel teflt“, tilkynnti hann. Ég mundi þá nafn hans, Don Eusebio Avila, sem rannsókn- arrétturinn hafði úrskurðað frjálslyndan og hættulega hugsandi. „Þetta er notalegasti krók- ur, eins og nú er ástatt í heim- inum“, sagði Don Lorenzo. „Engra ákvarðana er krafizt af okkur lengur, hvorki sið- ferðilega né öðru vísi“. Hann benti upp í loftið með blekuð- um fingri, háðslegur á svip. „Ákvarðanir munu verða gerðar fyrir okkur af æðri völdum. Á morgun munum við annað hvort deyja eða halda áfram að lifa. En hve þetta er einfalt og þægilegt. fyrir gamlan mann eins og mig er mismnurinn enginn. En þér, Dona Clara, hvers vegna eruð þér hér?“ Ég sá Felipe nálgast okkur. „Mín ástæða er svo óskynsam- leg að aðeins kona getur skil- ið hana“, svaraði ég. Felipe skiptist á kveðjum við skák- mennina, og leiddi mig að borði stjómarinnar í miðjum salnum. Yfirumsjónarmaðurinn virt- íst minni en nokkru sinni fyrr, en þetta fannst manni í hvert skipti, sem maður sá hann. Einkennisbúningurinn hans var óhnepptur í hálsinn, þunnt hárið á honum var ógreitt. Hvarmar hans voru þrútnir af svefnleysi, og blaðið, sem hánn hélt fyrir framan sig, titraði, svo skjálfhentur var hann. Það var átakanleg sjón að sjá hann; hann var ekki líkur herforingja rétt fyrir úr- slitaorustu, heldur líkastur manni, sem hafði kvalizt af tannpínu í nokkrar nætur og hafði loks tekið þá ör'.'ænting- arfullu ákvörðun að láta taka skemmdu tönnina. „Yðar hágöfgi“, sagði Feli- pe. „Með yðar leyfi, yðar há- göfgi —“ „Já, já, hvað er það? Ó, senor Contreras, er það ekki? Er það út af þessu með fóðrið handa hestunum —“ . „Með yðar leyfi, nei, yðar hágöfgi. Það er um — „Ég er þreyttur“, sagði yfir- umsjónarmaðurinn í kvörtun- arróm. „Ég hef ekki sofið í þrjár nætur. Ég hef ekki farið úr fötum í viku. Ég hafði eng- an tíma til að raka mig. Við höfum litlar skotíærabirgðir. Verið ekki að þreyta míg með smámunum. Ef það er út af kvikasilfri —“ „Leyfið mér að gerast svo djarfur að kynna fyrir yður Donnu Clöru, sem hefur tekið að sér að stjórna konunum í eldhúsinu“, sagði Felipe fljót- lega. „Ó, já, einmitt. Ég kyssi hönd yðar, Dona Clara. Þér eruð hugprúð kona og ég skal ekki láta hjá líða að minnast yðar við landstjórann“. Riano var auðsjáanlega mjög glaður, þegar hann hélt áfram að gefa mér fyrirskip- anir sem húsmóður. „Já, yðar hágöfgi“, sagði ég, „ég skil, yðar hágöfgi. Ég skal fylgja dyggilega fyrirmælum yðar hágöfgi“. En þetta var fráleitt, hugs- aði ég um leið. Hvað er ég að gera hér? Hvernig komst ég í það að verða ráðskona og hetja á vegum stjórnarsinna? Og Bert Quaile tekinn hönd- um. Það olli mér ekki mikils óróa. Ég gat aldrei orðið kona Bert Quaile, aldrei, ég vissi það nú. Frú Quaile frá Pitts- biirgh? Aldrei! Allt það hafði þprrkazt út á sömu stundu sm Felipe hafði lyft mér í jrig sér og borið mig yfir röskuldinn og yfir Indíán- afcm, sem hann skaut. Fyrir n|ig hentaði bezt hinir háu tindar og hinir djúpu dalir, en ekki hið jafna, hversdagslega lk- Nei, ég hafði ekki miklar áhyggjur út af Quaile. Það fyrsta, sem Hidalgo gerði í hverri borg var að opna fang- elsin og frelsa fangana. Þang- að til var Quaile eflaust miklu öruggari bak við rimlana held- ur en á götunnh vænti þess, að hver maður geri skyldu sína þar til yfir lýkur“, lauk Riano máli sínu. „Já, yðar hágöfgi“. „Licenciado Valdez, verið svo góður að fá frúnni lykil- inn að númer 19 eða var það númer 16, þar sem vistirnar eru geymdar?“ „Númer 21, yðar hágöfgi11. „Ó, já, þér eigið að leysa Don Castello af klukkan þrjú í fyrramálið, Senor Contrer- as“. „Eins og þér fyrirskipið, yðar hágöfgi“. Felipe kvaddi lauslega og leiddi mig af stað. Við geng- um þegjandi upp annan stiga. Loftið var rakt og kalt. Smá- skýflókar voru á ferð um him- inninn. Nóttin var fögur og tær. Felipe nam staðar fyrir utan eina af þessum stóru, tölusettu hurðum og sneri lykli í skránni. Dyrnar opn- uðust, og hann vék til hliðar, og lét mig ganga inn. „<gérðu nóg, eða á ég að reyna að finna kerti?“ spurði hann. Á mál- rómi hans heyrði ég að honum var eins mikið niðri fyrir og mér. Ég var að reyna að skil- greina hinn ferska, höfuga ilm í þessu herbergi. Korn. Heilir hlaðar of korni. Hlaðan í Helgenhausen; silkimjúkt skrjáfur í höfrum, skáhallir sólargeislar í loftinu, svalandi sumargleði bernskuáranna. Ég fann kornið undir fótum mér; það kitlaði mig í iljarn- ar, þegar það smaug inn á milli bandanna í ilskónum mínum. „Ég sé alveg nóg“, sagði ég. Augu mín voru far- in að venjast tærri birtunni kringum okkur, sem streymdi inn um gluggana hátt uppi á veggnum. Henrik Sv. Bjömssön hdl. Málflutningsskrifstofa. Austurstr. 14. Símí 81530. lesið Albýðublaðið! MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINSs ÖRN ELDING ÖRN biður símaþjóninn að ná í samband við aðalstöðvar sínar. Franski undirforinginn er enn tortrygginn og hlerar. en Örn tekur því með mestu ró.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.