Alþýðublaðið - 02.06.1949, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.06.1949, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 2. juhí 1949. ALÞÝÐUBLAÐIÐ o ÞEGAR núverandi stjórn tók við völdum, lýsti hún yfir því, að hún myndi leggja allt kapp á að vinna gegn vaxandi verð- bólgu og dýrtíð og leita leiða til þess að draga úr henni. Á þeim i'úmum tveimur árum, gem ríkisstjórnin hefur setið að völdum, hefur þetta reynzt erfitt verk, en þó hefur vissu- lega margt verið gert og flest, sem unnt hefur verið til þess að halda verðlaginu niðri. Þegar núverandi ríkis- stjórn tók við, var verðlags- vísitalan 316 stig, en á þeim tveimur árum og tæpum fjórum mánuðum, sem stjórnin hefur starfað, hef- ur vísitalan einungis hækk- að um 11 stig og er nú 327 stig. Er það miklu minni hækkun en orðið hafði und- anfarin ár, og má í því sam- bandi nefna, að þau rúm tvö ár, sem kommúnistar sátu í stjórn, hækkaði vísi- talan um meira en 40 stig. Sýnir þetta mætavel, að þá var með minna árangri barizt gegn verðbólgunni en gjört hefur verið í tíð núverandi stjórnar. Orsakir verðlags- hækkunarinnar. Það liggja margar ástæður til þessarar verðlagshækkunar á síðustu tveimur árum, -—- sumar óyfirstíganlegar. Fram- an af hækkuðu margar vöru- tegundir, sem fluttar voru til iandsins. Það varð að gera samninga vegna sölu sjávar- afurða við lönd, sem kröfðust jafnvirðisviðskipta, en verð- lag var þar sums staðar mjög hátt. Þá hafa landbúnaðaraf- urðir hækkað mjög í verði, samkvæmt ákvörðun gerðar- dóms, sem stoð á í gildandi lögum. Hefur verð landbúnaðar- afurða eins og fyrr mjög orkað á verðlagsvísitöluna til hækkunar, og er það al- varlegt umhugsunarefni, hversu verð þessara vöru- tegunda hefur fyrr og síð- ar haft mikil áhrif til hækkunar, og Ieitt þannig til vaxandi dýrtíðar í land- ina. Er það vissulega eitt af viðfangsefnum framtíðar- innar að reyna að koma í veg fyrir, að verð íslenzkra landbúnaðarafurða verði íil þess, eins og verið hefur um hríð, að hækka verðlag- ið í Iandinu ti! stórra muna. V Þá höfðu verkalýðssámtök- in — Alþýðusamband íslands — á meðan þau voru undir yfirstjórn kommúnista, gert sitt til þess að auka verðbólg- una. Það var alveg auðsætt, að skömmu eftir að núv. ríkis- stjórn tók við völdum, hugð- ust kommúnistar stöðva alla íramleiðslu í landinu með því að beita vérkalýðssamtökun- um fyrir sinn pólitíska vagn. Þetta tókst að vísu ekki, en öll þau átök hafa skapað rík- isstjórninni mikla erfiðleika og aukið á vandkvæði þau, sem við er að fást og hindrað óformin um að vinna með nægilegúm árangri gegn dýr- tíðinni. Þá er það og auðsætt, að margir spákaupmenn hafa gert sitt til þess að mata krók- inn og hækka vöruverðið og selt vörur á svörtum markaði, en það hefur einnig átt sinn þátt í því, hve órðugt hefur verið að fást við þessi mál. Reynt hefur þó verið af fremsta megni að beita verð- lagseftirlitinu, og man það mála sannast, að lægri álagning sé leyfð hér á vörum, en víðast annars staðar. Hins vegar hafa þó óprúttn- ir kauphéðnar reynt að færa sér í nyt vöruþurrðina, sem leitt hefur til mikillar eftir- spurnar af hálfu þeirra manna, er hafa allverulega kaupgetu. Á þann hátt hefur víða tekizt að smjúga í gegn- um net verðlagseftirlitisins. Afstaða verkalýðs- samtakanna. Hvað verkalýðssamtökin snertir, þá varð mikil breyt- ing á haustið 1948, þegar lýð- ræðissinnar tóku við stjórn Alþýðusambandsins. Á því sambandsþingi, í nóvember s. l„ var ályktað, að ef dýrtíðin héldi áfram að vaxa, fæli þingið væntanlegri sambands- stjórn að vernda hagsmuni verkalýðsins með því að beita sér fyrir almennum grunn- kaupshækkunum, þannig, að raunverulegur kaupmáttur launanna rýrnaði ekki frá því, sem þá var. í bréfi Alþýðu- samdsstjórnar til ríkisstjórn- arinnar rétt fyrir síðustu ára- mót, var það fram tekið, að sambandsstjórn væri þess full- viss, að ekki hefði skort ein- lægan vilja ríkisstjórnarinnar til þess að stemma stigu við hækkun verðlags, og einnig hefði verið reynt að hindra, að byrðarnar yrðu þyngri en orðið væri á bökum launa- stéttarinnar. Hins vegar hefði reynslan leitt í ljós, að ríkis- stjórninni hefði ekki reynzt kleift, þrátt fyrir góðan vilja, að sporna við hækkuðu vöru- verði og þar með aukinni dýr- tíð almennt. Um leið og sam- bandsstjórnin óskaði eftir sam- starfi við ríkisstjórnina í bar- áttunni gegn verðbólgunni, þá lýsti hún yfir því, að hún myndi ekki sjá sér annað fært en berjast fyrir því, að kaup- gjaldi yrði breytt á þann hátt, að á hverjum tíma nemi mis- munur útreiknaðrar vísitölu og greiddrar visitölu ekki meiru en 19 stigœh, Ríkisstjórninni var það án efa fullkomlega Ijóst, að nú höfðu tekið við stjórn Alþýðu- sambandsins menn, sem höfðu fullan vilja á samstarfi við ríkisvaldið og skildu það mæta vel, að það væru fyrst og fremst hags- munir verkalýðsins, að verðlaginu yrði haldið niðri, en að einhíiða barátta fyrir hækkuðu kaisni, er kynni að hafa í för með sér vaxandi dýrtíð, væri ekki í þágu verkaíýðsins. Afstaða rikis- stjQrnarinoer. Ráðagerðir hafa verið nokkr- ar á milli ríkisstjórnarinnar og Alþýðusambandsins um lausn þessa mikla vandamáls. Báðir aðilar eru sammáía um það, að höfuðviðfangs- efnið sé, að gera tilraunir til að draga úr dýrtíðinni og auka þannig kaupmátt launanna án þess að grunn- I kaupshækkanir hurfi að ' eiga sér stað. Hins vegar hefur þetta við- fangsefni reynzt mjög örðugt og stjórn Alþýðusambandsins hefur því ekki séð sér annað fært en hvetja verkalýðsfé- lögin til þess að segia upp samningum og fá grupnkaups- hækkanir — auk þeirra kjara- bóta, sem leiðir af samræm- ingu kaups og kjai'a hjá þeim, sem orðið hafa út und- an. Gi'unnkaupshækkunin, sem farið er fram á af Al- þýðusambandsstjórn í þessu skyni, nemur 3—-5% af grunn- kaupinu. Ríkisstjórnin hefur að siálf- sögðu verið í allmiklum vanda út af þessu, en vissuiega hef- ur hana, eða a. m. k. ráðherra Alþýðuflokksins, ekki skort vilja til þess að hafa fulít og einlægt samstarf við Alþýðu- sambandið. En bæði er það, að ríkisstjórnin ræður að sjálf- sögðu ekki yfir því, hvað at- vinnurekendur gera í sam- bandi við kaupkröfur verka- manna, og þá eirmig hitt, að ríkisstjórnin ói tast, að ekki yrði fullkomlega við það ráð- ið, að kauphækkanir yrðu ekki miklum mun hærri en stjórn Alþýðu ^ynband si ns hefur farið fram á, og er vit- að, að kommúnistar róa að því öllum árum, að svo verði. Með góðum skilningi ríkis- stjórnarinnar hafa þó einstök verkalýðsfélög hækkað grunn káup sitt, sem nemur því, er Alþýðusambandið hefur farið fram á, og komið á ýmis kon- ar samræmingu kaups og kjara, einnig með góðu sam- komulagi við ríkisstjórnina. Alvarleg hætta á ferðum. Nú standa fyrir dyrum upp- sagnir á æði mörgum kaup- samningum stórra verkalýðs- félaga, bæði hér í Reykjavík og annars staðar, á landinu, — verkalýðsfélaga, þar sem kom- múnistar eru mestu ráðandi. Á þessu stigi verður það eitt sagt, að vonandi tekst að ná gagnkvæmum stuðningi og skilningi á milli ríkisvaldsins og „verkalýðssamtakanna í af- stöðunni til þessara uppsagna. En eins og áður er sagt, er það ekki á valdi ríkisstjórnar- innar að ákveða um slíkt, þar sem hér á Islandi, sem í öðr- um lýðræðislöndum, fer um þau mál eftir samkomulagi verkamanna og atvinnurek- enda þeirra í milli. Én það er einnig víst og áreiðanlegt, að gerð mun verða tilraun tií þess af hálfu kommúnista, að stöðva framleiðsluna á þann veg, að kaupkröfurn- ar verði svo gífurlegar, að aívinnurekendur fáist ekki til þess að ganga að þeim, og miklu hærri en Alþýðu- sambandið hefur talað um. En það virðist mega ganga út frá því, að ríkisstjórnin muni kosta kapps um að reyna að ná samkomulagi um lausn þessara mála. Hér er vissulega um mikla alvöru og hættu að ræða. Af- staða Alþýðusambandsstjórn- arinnar er mjög skiljanleg og hefur þess orðið greinilega vart, að hún vill stefna að því að tryggja kaupmátt krónunn- ar eftir því sem frekast ér unnt, og gerir sér fullkomlega ljóst, að stórfelldar grunnkaups- hækkanir gætu haft í för með sér nýja verðskrúfu, er svo aftur Ieiddi til fram- leiðslustöðvunar og at- vinnuleysis, er að lokum kynni að lenda í vandræða- úrræðum, sem verulegur hluti borgaraflokkanna virðist nú stefna að, — en það er gengislækkun og ef til vill lögbinding launa. Nauðsyn sam- komulags. Gegn þessari hættulegu þróun málanna vill Alþýðu- sambandið vissulega vinna og þá einnig ráðherrar Alþýðu- flokksins. Því. að það er mikið nauðsynjamál, aS reynt verði að ná fullu samkomulagi milli ríkis- valdsins og verkalýðssam- takanna til þess að gert verði það eitt í þessum mál- um, sem ekki skapar öng- þveiti og áhættu fyrir verkalýðin íi og aðrar launasíéttir landsins. Þess verður að vænta til lengstra laga, að slík sam- vinna takizt og ættu ýmsar vonir að standa til, að svo geti orðið, þar sem um gagnkvæm- an skilning er nú að ræða milli forustumanna þessara aðila, þótt rnjög örðugt sé um vik af ymsum ástæðum að framkvæma þau úrræði,. sem hugsanlegt væri að ná sam- komulagi um. Það hafa einnig farið fram nokkrar umræður milli ríkis- stjórnarinnar og stjórnar AI- þýðusambandsins um ráðstaf- anir, sem gætu gert það að verkum að draga úr áhrifum verðbólgunnar og bæta að- stöðu launamanna. Er nú í at- hugun, hvað framkvæman- legt verður í þessum efnum, og eru þegar hafnar aðgerðir að einum þætti þessa máls, en það er lækkun verðs á til- búnum fatnaði karla og kvenna. Það er einnig fyrirhugað að ' auka innflutning rjeyzluvara og með því móti ætti að vera unnt að draga úr svartamark- aðsbraskinu. Þá er sömuleiðis til athugunar, hvað hægt er að gera til þess að draga úr húsaleiguokrinu, en virkasta atriðið í því sambandi er án efa það, að stuðla að byggingu nýrra íbúða og ódýrra. Þarf þar að vera samstarf milli rík- is, sveitar- og bæjarfélaga og einstaklinga. Bygging verka- mannabústaða og annarra ó- dýrra og hentugra íbúða fyrir almenning er þar án efa skyn- samlegasta leiðin. Afstaða Aíþýðu- fíokksins. Þrátt fyrir það að stöðvun- arleiðin, sem Alþýðuflokkur- inn hefur keppt að, hefur ekki heppnast til fulls, má þó full- yrða, að baráttan fyrir henni hefur leitt til árangurs á þann veg, að hindraður hefur verið, miklu meira en áður var vöxtur verðbólgunnar. Þessa leið heíur Alþýðuflokkurinn talið, að ætti að reyna til (Frh. á 7 síðu.) Fyrsti maí í Kaupmannahöfn Myndin er af hópgöngu verkalýðssamtakanna. í fremstu röð á eftir lúðrasveitinni sjást hlið við hlið Ejler Jensen, forseti danska alþýðusambandsins (með frakkann á handleggn- um) og Hans Hedtoft forsætisráðherr a og formaður danska alþýðuflokksins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.