Alþýðublaðið - 02.06.1949, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.06.1949, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ FímiTítudaginn 2. júní 1949. Leifur Leirs: SPOKHLJÓÐ ÞESS ÓKOMNA Uss . .. það er einhver að læðast upp stigann það marrar í þriðja þrepinu sérðu lauf hortensíunnar í glugganum titra og skjálfa og nú marrar í fjórða þrepinu hamingjan góða er þetta sporhljóð hins ókomna er rukkari morgundagsins á ferð í stiganum nú marrar í fímmta þrepinu lauf hortensíunnar eru fölnuð sofðu Leifur LLeirs (poet. íramt.) SÝNING FRÍSTUNDAMÁLARA * Einhver hroðalcgasti lista- glæpur, sem sagan getur um Málari, — það er að segja listmálari, er hver sá maður, sem fengið getur þrjá kollega sína, og helzt tvo eða þrjá blaðamenn til þess að viður- kenna sig sem málara. Auk þess þarf hann helzt að hafa dvalið erlendis, t. d. við listnám, og hafi hann tekið þar þátt í list- sýningu, fær ekki neinn mann- legur máttur af honum titilinn tekið, jafnvel þótt blaðadóm- arnir hafi ekki verið sem vin- gjarnlegastir. Þegar hann kem- ur heim, þarf hann, svona til þsss að styrkja álit sitt, að tala miður vinsamlega um hina og þessa kollega sína. Frístundamálari, — það er að segja enginn málari, er mað- ur, sme málar í tómstundum sinum af vanþekkingu og bjálfaskap. Hann getur aldrei slcapað neitt, sem hefur lisrtænt gildi, aldrei lært neitt, ekki einu sinni þótt hann njóti til- sagnar viðurkenndra málara. Raunar hafa verið til frístunda- málarar, sem hafa náð pínulitl- um árangri, til dæmis eins og Poul Gaugin, en hann og þeir aðrir hafa verið útlendingar, og það er ekert að marka. Hins vegar geta listmálarar aldrei skapað neitt, sem ekki hefur listrænt gildi. Efist ein- hver um það, hefur hann ekk- ert vit á iist. Raunar héfur það borið viðt að listdómarar hafa dæmt verk þeirra dauð og ó- merk, en venjulega ekki fyrr en að þeim dauðum; þessir sömu listdómarar hafa og átt það til að hefja þá suma frístundamál- ara upp til skýjanna, — en þó sjaldan fyrr en að þeim dauð- um, og það gerir ekkert til, þar eð þeir eru þá ekki fyrir nein- um. Sem sagt, — frístundamál- ari getur aldrei skapað neitt, sem hefur listrænt gildi, fyrr en hann er dauður. Sönnunin er sú, því miður, að vart verður úr því skorið hvaða myndræn listaverk hafa gildi, eftir öðrum reglum en þeim, hvort málarinn er ,,lærður“ málari og lifandi, eða ólærður og dauður. Enda hefur aldrei heyrzt um það getið, að lifandi, lærður málari hafi framleitt annað en lisj, — nema þá ef kollegar hans kunna að bera bregður á það, en það er mál út af fyrir síg. Þá geta og kettir verið all- góðir málarar, en það er önnur saga. En hvað um það. Samtök frí- stundamálara og þó einna helzt sýning þeirra er ekki aðeins þjóðarskömm, heldur glæpur gagnvart allri sannri list. Verð- ur hið fyrsta að gera gangskör að því, að þvo þann smánarblett af með strangri löggjöf, er banni ölum að fást við að teikna og mála í frístundum sínum, og varði sektum, ef vitnum verður viðkomið. Enn fremur skal þeim stranglega bannað að afla sér þekkingar og lærdóms á þessu sviði og varði við ævi- langt fangelsi, ef út-af er brugð- ið, en enn þyngri hegningu, gerist þeir svo djarfir að efna til sýningar, og rugla þar með dómgreind almennings, sem þegar er orðin nógu rugluð fyrir atbeina hirma lærðu mál- ara og listdómara, sem aldrei telja það list í dag, sem þeir Þegar mönnum loksins skildist að foringi Granaditas væri dauður, hefði verið drep- ínn af fyrsta skotinu, sem hleypt var af í orrustunni, þá skall yfir slikur ógnarhávaði, þvílík hróp og hlaup aftur og fram, slík ringulreið og gaura- gangur, að öllum skyldustörf- um og varnarstörfum var gleymt. Hrópað var á lækni, skurð- lækni, — en nú reyndist það vera svo, að ekki hafði verið séð fyrir neinum lækni. Hróp- að var á prest, og fimm prest- ar komu hlaupandi, of seint til að bjarga hinni brottflognu sál. Hrópað var á einhvern, sem hafði vald, einhvern yfir- mann, á þann, sem næstur stæði að tign til að taka við ábyrgðarstarfi hins látna. En það hafði einnig láðzt að sjá fyrir slíkum manni. Allt hús- ið kvað við af fótataki manna, sem voru að hlaupa í allar átt- ir, af vantrúarspurningum og óstyrkum svörum, hliðið stóð opið upp á gátt, liðsforíngjar gengu af verði, og þeir, sem voru uppi á þakinu beygðu sig út yfir grindurnar og spurðu hvað um væri að vera. Sá látni lá enn þá á steingólfinu í skugga dyrahvelfingarinnar, og mjór blóðstraumur rann frá vinstra auga hans, þar sem kúlan hafði farið í gegn. Ég sá Berzábal majór koma inn, krjúpa niður og drjúpa höfði í þögulli bæn. Riano yngri var sá síðasti sem kom, því að það hafði þurft að sækja hann alla íeið út í yztu varnarlínuna, og við komu hans hljóðnaði dá- lítið yfir hópnum, og einhver hafði vit á því að loka hliðinu. Riano stóð eins og stirnaður yfir líki föður síns, eins og hái flibbinn á liðsforingjabún- ingnum og þröngur jakkinn væri það eina, sem varnaði honum þess að fallg’ saman. Hann lyfti föður sínum upp og bar hann inn endilangan salinn, eins og það væri barn, sem hann hélt á, og lagði hann þýðlega niður á hið látlausa altari með grófgerðum kross- töldu list í gær, en getur samt sem áður aldrei skjátlazt. Ári K. Ára-Kári. inum. Hann lokaði öðru star- andi auganu á föður sínum og leit svo vandræðalega í kring- urn sig eftir einhverju til að þ'ékj a hitt með. Faðir Eiscbio sriieygði vígðri medalíu í hönd háns, og með henni huldi hann hfð óhuganlega sár. Hann icr'aup niður og kyssti hönd föður síns, eins og Spanverj- air hafa fyrir sið, síðan dró Hánn sverð hans úr slíðrum, ligði það á brjóst hans og krosslagoi hendur hans ofan á það. Annar prestur, faðir Sep- tien, frá Parroquiál kirkjunni, sem sá ofsjónum ýfir medalíu fþöur Eusebios, opnaði hendur þa'ns aftur og lagði í þær lít- ípn kross, sem hann hafði tek- ifi af bænabandi sínu. Riano ýngri steig aftur á bak og leit iþ kringum sig eins og hann I Hfefði gleymt einhverju mikil- vægu. Munnur hans var sam- j anherptur um leið og hann t sneri sér á hæli með hermann- ' tegri nákvæmni og gekk burt, eftir þeirri braut, sem opnað- ! ist fyrir honum, þegar menn véku úr vegi, og út að varnar- görðunum. Prestarnir krupu áfram við altarið og tilbreyt- jngarlausar bænir þeirra voru lhið guðrækilega undirspil undir hið æðisgengna hneyksli sem á eftir kom. Það var ósanikomulag, deila og að lokum ruddaleg barátta milli hinna tveggja megin- stoða, sem hinu fallandi Spán- arveldi hafði verið fengið til stuðnings. Hin konunglega stjóm og stjórn hersins,. en fujltrúar þeirra hér voru ann- ás vegar Liccuciado Valdez áf' annan bóginn og Berzabál r|tejór á hinn. Liceuciado valdez var sveittur, æstur og íújög óttasleginn, alveg kom- imi. að því að falla saman, en n|áj.órinn, kuldalegur, stilltur, pur og lét engan bilbug á sÓr finna. j ,.Sem aðstoðarmaður um- sjþnarmannsins er ég næstur tíl að taka við völdum. Við dauða hans er ég æösti emb- ættismaður stjórnarinnar og þess vegna tek ég stjómina í mínar hendur, hrópaði Vald- e§, og rödd hans varð skræk og há. „Mér þykir leitt að þurfa að yður. En þetta er hernaðarbækistöð og við eig- um í hernaðaraðgerðum. Ég er yfirmaður herflokkanna og Granaditas", svaraði Berzá- bal, svo rólegur, að það stapp- aði nærri móogun. „Ég læt talca yður fastan“, æpti Valdez. „Reynið það og þér munuð sjá, hverjum hermenn mínir hlýða,“ sagði majórinn rólega. Brátt hætti deilan að vera svona» hátíðleg og varð per- EÓnuIegri. Svívirðingum - um einkalíf hvors um sig, upp- runa, fjö>skyldu, litarhátt og kynstofr. var i'ö'igvað fram og afíur um salinn. „Gefist upp!“ hrópaði Vald- ez. „Gefist upp, biðjið um sáttafund —“ „Það er of seint“, svaraði majórinn. „Við erum ekki að berjast við hermenn, heldur við óaldarlýð“. „Líf okkar!“ hrópaði Vald- ez. „Skylda okkar“, sagði ma- jórinn. „Fjölskjdda mín“, hrópaði Valdez. „Heiður minn!“ hrópaði Berzábal. Nú fóru allir viðstaddir að hrópa, skina sér í flokka, gera uppástungur, gefa fyrirskip- anir, andmæla skipunum. Og í öllu þessu andstyggi- íega unpnámi lá Riano á altar- ínu, svo blessunarlega laus við betía allt. „Vesling R,ianc,“ sagði Don Lorenzo við hlið mér. „Einn af hinum fáu heiðvirðu og rétt- sýnu mjnnum, sem við áttum. En hvílík ó«æfa og tjón hlauzt ekki af öllu, sem hann lagði hendur sínar á. Á legstein hana ætti að ri'ia: „Dyggðin er ekki einhlít.“ Ég heyrði að Rinald- íno litli var að gráta í eldhús- inu, og sá að María benti mér til sín og pekk til starfa minna. Það var þá sem grjótið byrjaði að falla. Það kom siglandi gegnum ioftið, fvrst aðeins fáeinir steinar til reynslu, illa miðað- ir, og svo, áður en nokkur vissi almenniiep'a hvað var að ske, gekk grfóthríðin af fullum krafti. Það var eins og skriða, skýfall, kolsvart drynjandi banvænt haglél af stærðar grjóthnullungum og smástein- T Lincðln (ily 09 Fr (úrval) keppa S.lfild IL i,30 Aðgöngumiðar á kr. 3 fyrír börn og kr. 1*? 'fyrir íulíorðna. Seldir írákl. 2. Þetta lið verður miklu sterkara en lið Vals og K.R. á undanfðrnum leikjum. Dómari Sigurjón Jónsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.