Alþýðublaðið - 02.06.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.06.1949, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudaginn 2. júní 1949. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Fvitstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emiiía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan hX Árangur skðmmt- unarinnar. FREGNIN um afnám skömmtunar á kaffi, brauði og kornvöru vakti í gær almenna ánægju. Einkum var fólki af- nám kaffiskömmtunarinnar fagnaðarefni. Það var aðeins eina hjáróma rödd að heyra í sambandi við þessa stjórnar- ráðstöfun. Það var rödd stjórnarandstöðunnar. Þjóð- viljinn var í vondu skapi og var með skæting. Sagði hann að afnám skömmtunarinnar á þessum vörum stafaði á engan hátt af bættum fjárhag ríkis- ins; hann væri raunverulega verri, en þegar skömmtunin var upp tekin. * Menn skilja vonzku Þjóð- viljans. En situr það ekki sízt á honum að tala um erfiðan fjárhag ríkisins? Þegar kom- múnistar stukku úr stjórn fýr- ir rúmum tveimur árum, skildu þeir eftir þurrausinn gjaldeyrissjóð þjóðarinnar og 157 milljón króna halla á við- skiptunum við útlönd 1946, síðara árið, sem þeir voru í stjórn. Það var einmitt þessi viðskilnaður, sem knúði nú- verandi ríkisstjórn til þess að taka upp skömmtun á mörg- um vörutegundum, þar á með- al þeim, sem frjáls sala var aftur leyfð á í gær. Það þurfti að sigrast á hin- um gífurlega halla á viðskipt- unum við útlönd; og það þurfti jafnframt að tryggja aukinn innflutning á nýsköpunarvör- um til þess að atvinna héldist fyrir alla. Eftir að gjaldeyris- innstæður þjóðarinnar erlend- is voru til þurrðar gengnar, varð þetta ekki gert nema með því, að draga verulega úr neyzluvöruinnflutningi og þá varð skömmtun óhjákvæmi- leg, ef hver og einn átti að fá sinn skerf. <5 Vitaskuld varð betta ekki gert án þess, að menn fyndu til þess; og var þó aldrei nándar nærri eins knappt skammtað hér og í nágranna- löndum okkar bæði á ófriðar- árunum og eftir stríðið. En takmörkun neyzluvöruinn- flutningsins og skömmtunin hefur engu að síður nú þegar borið stórkostlegan árangur. Jöfnuður náðist aftur á við- skiptunum við útlönd 1948, á öðru ári núverandi stjórnar, enda þótt innflutningur á ný- sköpunarvörum héldi stöðugt áfram, og haldi enn áfram, af fullum krafti. * Þessi árangur sýnir það, að þjóðin hefur ekki tekið á sig óþægindi minkaðs neyzlu- vöruinnflutnings og skömmt- unar til einskis undanfarin tvö ár. Tilgangi hvors tveggja hef- ur verið náð. Og nú kemur árangurinn einnig í Ijós í því, að hægt er að auka neyzlu- vöruinnflutninginn á ný og af- nema skömmtun á sumum „Guð minn góður, hvað þetta eru góðar fréttir!“ — Afnám skömmtunar. — Fyrst og fremst léttir á heimilisstörfum. — Áfram á sömu braut. „GUÐ minn góður, hvað þetta eru góðar fréttir,“ sagði kona við mig í gær. Hún hringdi til mín eftir að hafa Ies- ið í Alþýðublaðinu að afnumin væri skömmtun á kaffi, brauði og kornvöru. Hún var glöð og ánægð. Hún var það ekki vegna þess, að hún hefði fengið of lít- ið í sinn hlut af brauði og korn- vöru — og hún komst nokkurn veginn af með kaffiskammtinn, þó að það reyndist stundum erf- itt, en hún var fyrst og fremst ánægð vegna þess að nú var verið að létta af skömmtuninni. SANNLEIKURINN ER SÁ, að skömmtunin hefur farið í taugarnar á fólki og valdið því margs konar erfiðleikum. Það er mikið aukastarf fyrir hús- móður að halda reiður á öllum þessum miðum og reitum og eins og ég hef áður sagt, hefur þetta verið eins og heilt skrif- stofustarf og í raun og veru hefur húsmóðirin orðið að ganga í skóla til þess að geta fylgzt með öllum þessum ó- sköpum. ÞAÐ ERU GÓÐ TÍÐINDI, að afnumin skuli hafa verið skömmtunin á þesum vörum — og nú er að reyna að halda á- fram á sömu braut, en það er komið undir þegnskap alls al- mennings, hvort það verður hægt. Ég er alveg sannfærður um að engin aukning verður á neyzlu kornvöru í landinu og að enginn reynir að hamstra þá vöru. Hittgetur verið að ein- hver aukning verði á neyzlu kaffis, en það hygg ég, að ekki muni miklu í gjaldeyriseyðslu þjóðarinnar. GLEÐI FÓLKS hefði orðið enn meiri í gærmorgun hefði um leið verið tilkynnt, að syk- urskömmtun væri afnumin, en þar er við rammari reip að draga, en hins vegar nauðsyn- legt að afnema skömmtun á þeirri vörutegund eins fljótt og mögulegt er, ekki sízt til þess að geta gefið heimilunum kost á að baka sjálf til þarfa sinna. Það heíur verið dýrt spaug að þurfa í hvert sinn sem gestur hefur komið að fara í bakaríið og kaupa kökur. Vonandi tekst innan skamms að afnema syk- ur skömmtunina. NÚ ER MIKLU MINNA um fé hjá fólki en áður var. Það er ekki vegna þess að atvinnuleysi sé tilfinnanlegt, þó að til dæmis vörubifreiðastjórar lepji dauð- ann úr krákuskel og hafi lengi gert undanfarið, en hinn mikli vörubifreiðafjöldi er leifar frá stríðsárunum og fyrirbrigði, sem engum er til hágsbóta, heldur öllum til kvalræðis. ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ, að fólk hefur minna fé handa á ; milli er sú, fyrst og fremst, að eftirvinna og næturvinna er að mestu horfin og svo þekkist það ekki lengur að um yfirboð í vinnukraft sé að ræða. Hvort tveggja þetta var ekki eðlilegt — og því ekki um að sakast þó að hvort tveggja hverfi, ef mönnum er gert kleift að lifa á því dagkaupi, sem þeir fá. AF ÞESSUM SÖKUM er ekki eins mikil hætta á því og áður var að einstakir menn hamstri og þess vegna verður að vænta þess að aflétt verði skömmtun á öðrum nauðsynja- vörum eins fljótt og auðið er. Fyrir liggja yfirlýsingar um það, að á þessu ári verði til dæmis flutt inn miklu meira af vefnaðarvöru en áður var — og ef það tekst, má vænta þess að afnumin verði skömmtun á vefnaðarvörum. Það yrði mikill léttir fyrir heimilin — og sál- fræðilegur sigur á ófremdará- standi. LÆKKUN SÚ, sem auglýst hefur verið á tilbúnum fötum, bæði fyrir karmenn og konur, hefur vakið mikla athygli og á- nægju. Nú er að sýna að fólk geti fengið þessar vörur — og það er viðfangsefni innflutn- ings- og gjaldeyrisyfirvaldanna. — Ég þori ekki að minnast á skófatnað — fyrst um sinn. Hannes á horninu. Vetrarvertíðin í Einkaskeyti til Alþbl. frá STYKKISHÓEMI í VETUR voru gerðir út héðan 6 bátar á línu, þar af einn frá Flatey (Sigurfari). M.s. Ágúst Þórarinsson var gerður út á veiðar með botn vörpu; afli hjá honum var lít- ill; keypti því fisk hér til við- bótar og sigldi með hann til Bretlands. Róðrartíminn var frá byrjun febrúar til 11. maí. Tíðarfar var mjög vont og fáa daga gott sjóveður að sögn sjómanna, en sjór sóttur af miklu kappi. Aflahæsti báturinn á vertfð- inni var Sigurfari BA. 315; fékk hann 432 smál. í 64 róðr- um. Meðalafli á bát var 38414 smál., óslægt. þeim vörutegundum, sem skammtaðar voru. Eins og viðskiptamálaráð- herrann hefur skýrt frá, hef- ur undanfarið verið hægt að auka innflutning á kaffi og kornvöru svo, að töluverðar birgðir hafa safnazt fyrir í landinu, og er það þess vegna, að nú hefur þótt unnt að af- nema skömmtun á þessum vörutegundum. Það hefur einnig verið boðað, að rýmk- að verði svo um innflutning á þeim vörum, sem áfram verða skammtaðar, svo sem vefnaðarvöru og skófatnaði, að tryggt verði að minnsta kosti, að ávallt verði hægt að fá þær vörur keyptar gegn þeim skömmtunarseðlum, sem út eru gefnir. Allt er þetta því á réttri leið. Og það er engin furða þótt blað kommúnista sé úr- illt. Jóns Baldvinsonar íorseta fást á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu Alþýðuflokksins. Skrifstofu Sjómannafélags Reykjavíkur. Skrrfstofu V. K.F. Framsókn. Alþýðu- orauðgerðinni Laugav. 61. í Verzlun Valdimars Long, Hafnarf. og hjá Sveinbimi Oddssyni, Akranesi. a a | Herbergi B B B Buxur . j a a n í óskast til leigu helzt í ■ ■ • miðbænum. Tilboð sénd- a B B B B Vimiubuxur ; nýkomnar. : ; ist blaðinu fyrir laugar- a a B B B B B Þórsbúð, j a jj dagskvöld, merkt: 200.00. a a a B B B B B Þórsgötu 14. ■ a j Úra-vlðgerðir. B B B jl sfokkrar I j Fljót og góð afgreiðsla. B : Guðl. Gíslason, B B B B B B B B röskar í • ■ Laugavegi 63. ■ Sími 81218. Sími 81218. a a a a B B a B ■ r stulkur | skast strax. Upplýsing-: a B I s B tr hjá forstöðukonunni. ; : Henrik Sv. Bjömsson j hdl. Málflutningsskrifstofa. jAusturstr. 14. Sími 81530. a a a B B a B a B B B B B B B B B B Þvottamiðstöðin ■ Borgartúni 3. « sími 7260. : a a 1 Athugið B B B il B B Bföndunarkranar j • Myndir og málverk eru « kærkomin vinargjöf og ■ varanleg heimilisprýði. : Hjá okkur er úrvalið j mest. Daglega eitthvað j nýtt. j RAMMAGERÐIN, : Hafnarstræti 17. a a a B B B B B a B B B B B B B B B B B B B B B B B B B ■ 1 í eldhús-borð og á vegg. ■ Handlaugakranar. Botnvetlar : í baðker og handlaugar : i^éla- og raftækjaverzlunin ‘ a • a a j Eldhúsbuff B B B II B Fryggvag. 23. Sími 81279. B a B B : tii jl Kaupum tuskur B B : söiu B a B L B B Alþýðuprenl- ■ • B a : Þórsgötu 14. a a a B B B B B B B B B B B B B smiðjan h.i. B a Iþórarinn jónsson a a ; löggiltur skjalþýðandi | ■ í ensku. B B B B B jl B B B Kaupum tuskur a i; Sími: 81655. . Kirkjuhvoli. 1 B B B B B B B B a B Baldursgötu 30. B a \\ KöSd borð og B B j a 'dinningarspjöld i heifur veizlumafur a B a j ^ ; sendur út um allan bæ. B a H : H B ■ B B B B Jamaspítalasjóðs Hringsins eru afgreidd x Verzl. Augustu Svendsen. Aðalstræti 12 og í Bókabúð Austurbæjar. \ SÍLD & FISKUR. u ' H B B B B SiMsrt hrau$ og snifiur. Til í búðinni allan daginn. Komið og veljið eða símið. \ SÍLD & FISKUR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.