Alþýðublaðið - 11.06.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.06.1949, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÖiÐ Laugardagur 11. júní 1949. Útgefandi: AlþýSuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréítastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Kelgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. AfgreiSsiusími: 4900. Aðsetur; Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan JbX Það er svo sem mun- ur, hver maðurinn er ÞJOÐVILJINN lætur ófrið- lega þessa dagana vegna þess að tekið hefur verið upp stjórn- málasamband við Spán og grundvöllur lagður á ný að verzlunarviðskiptum milli Is- lendinga og Spánverja. Arásir kommúnistablaðsins á ríkis- stjórnina í tilefni af þessu eru í senn heimskulegar og hvat- víslegar. Spánn er gamalt við- skiptaland okkar, og sam- keppnisþjóðir Islendinga á sviði fisksölumálanna leggja um þessar mundir áherzlu á að vinna þar markað. Það er þess vegna ekki nema sjálfsagt og eðlilegt, að við hyggjum að því, hvort ráðlegt sé fyrir okk- ur að slíta öll viðskiptatengsl við Spánverja. Alþýðublaðið verður aldrei grunað um neina aðdáun á stjórn Francos á Spáni. En það lítur svo á, að erfitt sé fyrir Islendinga að reka einvörð- ungu viðskipti við þær þjóðir, er búa við stjórnarfar, sem er okkur að skapi. Norðmenn og Danir hafa heldur ekki vel- þóknun á Franco eða stjórn hans. En þessar þjóðir telja sér eigi að síður nauðsynlegt að reka viðskipti við Spán, og okkur ætti ekki að vera vand- ara um en þeim, enda færi því auðvitað víðs fjarri, að Franco myndi hrökklast frá völdum, þó að Islendingar neituðu að selja Spánverjum fisk, meðan þeir lúta einræðisstjórn hans. Þar þyrfti annað og meira til að koma og íorustan að vera í hendi annarra og máttugri að- ila en smáþjóðar á borð við Is- lendinga. ❖ Það verður naumast hjá því komizt að minna Þjóðviljann á það í þessu sambandi, að Is- lendingar hafa rekið umfangs- mikil viðskipti við Rússa und- anfarin ár. Þó er það ekkert leyndarmál, að mikill meiri- hluti Islendinga hefur fyllstu vanþóknun á stjórnarfarinu í Rússlandi, enda eru blóðsút- hellingarnar á Spáni barna- leikur einn í samanburði við þær, sem orðið hafa í Rúss- landi. Ef lýðræðisþjóðirnar ættu að hætta öllum verzlun- arviðskiptum við einræðisríki, yrði þeirri ráðstöfun ekki að- eins beint gegn Spáni. Hún myndi jafnframt og ekki síður koma tilfinnanlega við Rússa og sumar aðrar þjóðir, sem ís- lenzkir kommúnistar hafa vel- þóknun á. Þetta ætti Þjóðvilj- inn að hafa í huga og haga málflutningi sínum með hlið- sjón af því. Sömuleiðis væri ekki úr vegi fyrir Þjóðviljann að at- huga, hvort fyrirmyndarríki kommúnismans austur á Rúss- landi hafi verið alls kostar sak- laust af viðskiptum við fasista- ríki og þau jafnvel aðgangs- harðari og hættulegri en Spán Sögurnar af Keflavíkurflugvelli. — Ungur maö- ur tekur hressilega til máls. ÉG HEF TVISVAR komið á Keflavíkurflugvöll að nætur- Iagi, í annað skiptið frá út- löndum og í hitt skiptið til að sækja þangað erlendan mann. í hvorugt skiptið gat ég orð- ið var við ósæmilegt fram- ferði á vellinum á neinn hátt, enda stóð ég stutt við og var ekki á hnotskó eftir hneikslis- málum, hvorki í siðferðilegum efnum né viðskiptalegum. Hvað gat ég þá sagt um það hvernig siðferðið væri á þessum fjöl- farna útkjálka og draugamel? EN ALLLENGI undanfarið hafa blöð hamast við að lýsa ástandinu þarna syðra, og segja má að pólitískur flokkur og tvö blöð lifi að miklu leyti á ógeðs- legum hneikslissögum, sögum þó með hálfyrðum — af vellin- um. Ég hef lítið lagt til þessara mála og ástæðan er sú, að ég hef enga möguleika haft á því að vita með vissu hvað væri hið rétta. VEL MÁTTI það eiga sér síað að ekki væri allt með feldu þar, sem margt erlendra manna dvelji á eyðimel, en vissi af blómgun og mjúkleika fyrir ut- an girðingar. Enn fremur gat maður gert sér í hugarlund að nylon og dollarar gætu haft nokkuð mikið aðdráttarafl. EN SVO HITTI ÉG ungan og vandaðan mann fyrir nokkru síðan og fékk að vita að hann hefur unnið undanfarið á Keflavíkurflugvelli. Ég ákvað því að reyna að rekja úr honum garnirnar. Ég spurði: „Hvað er eiginlega hæft í þessum sögum sem sagðar eru af Keflavíkur- flugvelli?“ Ungi maðurinn rauk upp. „Níutíu og niu prósent eru lygi. Eitt prósant kann að vera sannleikur, en þann sama sannleika er hægt að segja um alla vinnustaði, hvar sem er. Ég er alveg steinhissa á þessum skrifum blaðanna. Þau eru með sögur, sem eru uppspuni frá rótum og það hlýtur að vera einhver tilgangur á bak við“. „ERU EKKI stúlkur fjöl- mennar þarna suður frá? „Nei, alls ekki. Hins vegar sér maður kvenmann þarna við og við. En þarna eru líka erlendir piltar sem eru opinberlega trúlofaðir íslenzkum stúlkum. Og hvað er hægt að segja við því? Ég hef aldrei, síðan ég fór að vinna þarna, orðið var við neitt það sem nálgast frásagnir blaðanna. Og er handviss um, að við strákarnir yrðum varir við það ef það ætti sér stað“. OG HANN HÉLT ÁFRAM. „Ég sá til dæmis kort um dag- inn, sem mér var sagt að tekin hefðu verið á Keflavíkurflug- velli, en ég fullvissa þig um, að það var lygi. Þarna voru ekki íslenzkar stúlkur, þetta voru nákvæmlega sömu kortin og ó- geðsleg kvikindi í hafnarborg- um erlendis falbjóða. í ákveðn- um tilgangi hefur hvíslingar- herferð verið bafin með þessum kortum aðeins til að sverta starfsfólkið á flugvellinum og níða þá stjórnmálaflokka, sem stóðu að því að samningurinn um rekstur flugvallarins var gerður“. ÞETTA SAGÐI þessi ungi maður. Að vísu hafa sum skrif blaðanna um þetta mál borið svip kjaftasagnanna og slúðurs- ins. Menn geta gert það við frá- sögn hans sem þeir vilja. Reykvíkingar! Hjálpumst að til að fegra bæinn. Höldum honum snyrti legum og fjarlægum hvers konar drasl. Fleygjum ekki pappír, flöskum o. þ. h. þannig, að óprýði og óþrifnaður hljót- ist af. Snyrtið lóðirnar og ræktið. Starfsmenn Fegrunarfélags- ins munu öðru hverju í sumar fram til 18. ágúst fylgjast með öllum tilraunum fólks til að fegra umhverfi sitt og veita þeim einstaklingum, sem skara fram úr í því að prýða hús sín og lóðir sérstaka viður- kenningu. Þeir, sem gætu bent á þá sem sérstakrar viðurk-enningar ættu að njóta fyrir forustu í fegrun lóða sinna og húsa hafi tal af framkvæmdastjóranum í síma 5012 (kl. 5—6 síðd.). Stjórn Fegrunarfélagsins Francos. Rússar sáu á sínum , tíma ekkert á móti því, að taka upp viðskiptasamband við , Italíu Mussolinis; en þá láðist ■ íslenzkum kommúnistum al- ,veg að mótmæla. Þjóðviljinn í hafði ekki heldur neitt við vin- ; áttu Stalins og Hitlers að at- j huga á dögum síðari heims- styrjaldarinnar. Hann var þvert á móti hinn hrifnasti af henni og varði það atferli hús- bændanna í Moskvu eins og hann hafði getu til. Það er svo sem munur, hver maðurinn er! athuga, þó að fyrirmyndarríki kommúnismans ræki víðtæk viðskipti við Italíu Mussolinis á sínum tíma, ættu að halda sér í skefjum, þó að smávægi leg vöruskiptaverzluh eigi sér stað milli Islendinga og Spán- verja. Hitt mætti Magnús Kjartansson einnig hugleiða, hvort það yrði stærsti blettur- inn á heiður hans sem andfas- j ista, þó að hann keypti í mat- vöruverzlun hér í Reykjavík spænska blóðappelsínu og vissi I það, að Spánverjar legðu sér til munns af og til íslenzkan Sé það nýfasismi af Islend- fisk. ingum að selja Spánverjum fisk og kaupa af þeim blóð- appelsínur, þá er hætt við, að Stalin og Molotov hafi held- ur betur gerzt sekir um ný- nazisma, þegar þeir sórust í fóstbræðralagið við Hitler og Ribbentrop. Og mennirnir, sem ekkert höfðu við það að og heimskulegt. Það kallar yf- ir íslenzka kommúnista þá hættu, að rifjaðir séu upp kafl- , að lægju sem mest í þagnar- , gildi. • Q a \ Herbergi a ■ - t U B ■ B ■ B IBuxur í n B ■ a • Rólegur eldri maður ósk- r- a “ B : Vinmxbuxur ■ ■ • ar eftir herbergi til leigu, ■ : nýkomnar. : •» .1 ■ sem næst miðbænum. -— ■ a • Tilboð merkt: ,,Rólegur“ ■ * B n o : Þórsbúð, i " ’ m ■ ■ sendist blaðinu fyrir 25. n b ■ Þórsgötu 14. ■ a ■ þ. m. a a a a ■ hW h “ " fciltfcfcBfcBfc B ■ fl ■ a ■ « B I Hreinsun i B a a a a ■ I Ferðamenn B B B B B ■ og ferðafélög, munið eftir • Smjör- og brauðbúðinni B B ■ a ■ m ■ m j og vaxbónun i ■ a ■ ■ Íbíla i ■ ■ i H.F. RÆSIR1 B ■ IBJÖRNINN B B ■ B ■ B ■ ■ ■ B ■ B : Njálsgötu 49, — sími 1733, ; þegar þið búið ykkur út ; í ferðalög. B B B B B j Áthugið j ■ ■ B ■ : Myndir og málverk eru ■ : kærkomin vinargjöf og j : varanleg heimilisprýði.: B B ÍM0LD B B ■ j til sölu, a B B : Hjá okkur er úrvalið: B ■ ; mest. Daglega eitthvaðj : . nýtt. : | RAMMAGERÐIN, ■ Hafnarstræti 17. ; B ■ B _ " ■ ámokuð eða heimkeyrð. B B •VINNUVÉLAR H.F. B B B ; Sími 7450. a ■ B m ■ ■ ■ : Henrik Sv. Bjömsson: j hdl. [ j Málflutningsskrifstofa. ■ j Austurstr. 14. Sími 81530. j ■ ■ ■ ■ a B B B iGarðhrífur B B B fyrirliggjandi. B B ■GEYSIR H.F. B B ■ Veiðarfæradeildin. B B B B B ■ ■ ■ ■ ; Til leigu ’ ■ ■ : •: j Vörugeymsfa i ■ m ■ ■ j ca. 100 ferm. gólf. Þurrt j B B ; og gott hús. Upplýsingar; U B » B ■ í síma 9467. ■ ■ ■ ■ ■ * ■ B B B B j Köld borð og B B B ■ ■ B ■ B B j Kaupum luskur i ■ ■ B i heifur veizlumafur B B B B ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ Baldursgötu 30. j : • : « ■ B ■' sendur út um allan bæ. B B B B ! SÍLD & FISKUR. B B a ■ ■ ■ ■ B ■ i Átvinna i : : : Nokkrar stúlkur í eldhús,: B B B a B iMinningarspjöld B B B B b Jons Baldvinsonar forseta j þvottahús o. fl. vantar á: : sumardvalarheimili. : : . ■ j RAUÐI KROSS ISLANDS j : Sími 4658. ! 1 ■ tást á eftirtöldum stöðum: ■ Skrifstofu Alþýðuflokksins. B ■ Skrifstofu Sjómannafélags B : rleykjavíkur. Skrifstofu V. : K.F. Framsókn. Alþýðu- B ■ brauðgerðinni Laugav. 61. a ■ [ Verzlun Valdimars Long, 1 Hafnarf. og hjá Sveinbrrni B j Oddssyni, Akranesi. B B : z j Smnrf brauð \ : : : j Í os snitfur. i ; 1 j : j Til í búðinni allan daginn.: : : : Komið og veljið eða símið.: i i : SÍLD & FISKUR. 1 : ■ r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.