Alþýðublaðið - 11.06.1949, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.06.1949, Blaðsíða 5
Laugardagur 11. júní 1949. ALÞÝÐUBLAÐIÐ !5 Skólahúsið í Bominersvik STOKKHOLMI 26. maí. 103 ÞUSUND MEÐLIMIB MEÐAL ERLENDU GEST- ANNA á landsmóti ungra jafn- aðarmanna í Noregi á dögun- um voru tveir af forustumönn- um unghreyfingarinnar í Sví- þjóð, þeir Frans Nilsson, for- seti sambandsins, og Essen Lindahl, ritari þess. Á mótinu sögðu þeir mér ýmislegt um sögu og starfsemi unghreyfing arinnar í Svíþjóð, en hvöttu mig jafnframt til að koma þangað og sjá með eigin aug- um það starf, sem unnið væri á vegum samtakanna. Og vissu- lega er sjón sögu ríkari. Hef ég nú dvalið hér í rúma viku, og sannfærst um, að frásögn þeirra félaga af hinni öflugu starísemi ungra jafnaðar- manna í Svíþjóð, hefur síður en svo verið orðum aukin. FYRSTU SAMTÖKIN STOFNUÐ 1896. Samband ungra jafnaðar- manna í Svíþjóð, eða „Sverges socialdemokratiska ungdoms- förbund“, eins og samtökin nefnast, er nú 32 ára gamallt; sambandið var stofnað 1917. Raunar eru samtökin þó miklu eldri, því að fyrsti vísirinn að þeim er frá 1896, en þá var stofnað samband, sem nefndist „Socialistiska ungdomsför- bundet“, en í því voru aðeins 7 klúbbar og nokkur hundruð meðlimir. Á vegum þessara samtaka var um skeið gefið út blaðið Rrandeí en brátt risu deilur innan sambandsins og 1903 klofnaði það. Þá var stofnað nýtt samband, og nefnd ist það „Socialdemokratiska ungdomsförbundet“. í þessum samtökum var það, sem Per Albin Hansson, og margir fleiri, er síðar urðu þekktir stjórnmálamenn í Svíþjóð komu fyrst fram á sjónarsvið- ið. í fyrstu stjórninni, voru meðal annarra Per Albin, Fabian Mansson og Emil Wallin. Þetta samband varð heldur ekki langlíft. Þó gaf það út tvö blöð á tímabilinu, sem það starfaði. Hét annað blað- ið Fram, en hitt Stormklockan, og var ristjóri þess síðarnefnda Zeth Höglund, sem nú situr í bæjarstjórn Stokkhólms fyrir Alþýðuflokkinn. I þessum sam- tökum urðu einnig brátt skipt- ar skoöanir, og deilur uppi. Annars vegar stóðu hin rót- tækari öfl, eða vinstri sósialist ar, eins og þeir kölluðu sig, og voru það þeir, sem stóðu af ,,Stormklukkunni1 ‘. Hins vegar voru þeir, sem stóðu að „Fram“. Og þar kom, að 1917 leystust samtökin upp, og var þá núverandi samband, „Sverg- es sosialdemokratiska ung- domsförbund11 stofnað. Voru uppistaðan í hinu nýja sam- bandi þeir menn, sem staðið höfðu að blaðinu „Fram“, en sumir af „Stormklukku“- mönnunum urðu kommúnistar. Eftir nokkur ár kom þó meiri hluti þeirra aftur til sosial- demokrata, þar á meðal Zeth Höglund, sem fyrr er geíið. Samband ungra jafnaðar- manna í Svíþjóð telur nú 103 000 meðlimi, eftir 32 ára starf. AIls eru í landinu 1852 klúbb- ar, þar af 30 í Stokkhólrni, en hinir eru dreifðir víðsvegar um landið allt til Norður-Svíþjóð- ar. Sambandið hefur f’-á unp- hafi, eða frá 1917, gefið út blað ið Frihet. Kemur það út hálfs- mánaðarlega og er upplag bess um 70 þúsund. Auk blaðsins gefur Frihets-forlag árlega út mikinn fjölda smárita, hand- bækur og upplýsingarit fyrir klubbana og félagsmenn. Á fyrsta þingi sambandsins, sem haldið var skömmu eftir stofnun þess árið 1917, voru klúbbarnir aðeins 26, og með- limatala þeirra samanlögð ekki nema tæp 1600. En síðan hefur félagatalan stöðugt far- ið vaxandi og samtökin eflzt ár frá ári. Sama er að segja um útbreiðslu Frihet, en þetta blað er nú vandaðasta og stærsta rit, sem nokkur æsku- iýðssamtök í Svíþjóð gefa út, og gera forustumenn unghreyf ingarinnar sér vonir um, að upplag blaðsins komist upp í 100 þúsund innan fárra ára. VILJA NÁNA SAMVINNU VIÐ BRÆÐRASAMTÖK ANNARRA LANDA. Ungir jafnaðarmenn í Sví- þjóð óska einlæglega sem mestrar og nánastrar samvinnu við bræðrasamtökin í öllum hinum Norðurlöndunum. — „Á stríðsárunum gátum við, því miður, lítið samband haft við skoðanabræður okkar hér í ná- grannalöndunum“, sagði Frans Nilsson, forseti sambandsins, „en eftir stríðið hefur tekizt mikið og náið samstarf með ungum jafnaðarmönnum í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi — og við vonum að ungir jafnaðarmenn á íslandi komi einnig með.“ „Sverges socialdemokratiska ungdomsförbund“, er þátttak- andi í Alþjóðasambandi ungra jafnaðarmanna, og hefur mjög styrkt bræðrasamtökin í ná- grannalöndunum eftir stríðið. T. d. kom það fram á landsmót- inu í Osló, hversu drengilega ungir jafnaðarmenn í Svíþjóð hefðu hjálpað samtökunum í Noregi, er þau voru að byggja upp starfsemi sína eftir stríðs- lokin. Og nú í vor hafa nokkr- ir ungir jafnaðarmenn frá Þýzkalandi dvalizt í Svíþjóð á vegum unghreyfingarinnar, til þess að kynna sér starfsemina og uppbyggingu félagslífsins þar. Þessir piltar eru nú á för- um heim til Þýzkalands aftur, fullir af eldlegum áhuga og bjartsýni um, að þeim megi takast að endurvekja sterk og öflug samtök með ungum jafn- aðarmönnum í Þýzkalandi. I haust, dagana 4.—8. september, heldur unghreyf- ingin í Svíþjóð landsþing sitt í Stokkhólmi, og munu sitja það yfir 600 fulltrúar víðsvegar að úr landinu. En næsta sumar, 12. — 19. júlí, munu koma sam- an í Stokkhólmi um 20 þúsund ungir jafnaðarmenn víðsvegar að úr heiminum, og gengst sambandið í Svíþjóð fyrir þessu móti ásamt Alþjóðasamband- inu. Verður mót þetta haldið á svokölluðu „Skarpnácksflyg- fált“ við Stokkhólm, en þar verður slegið upp mikilli tjald- borg fyrir þátttakendurna. Á þetta mót munu t. d. koma 3—- 5 þúsund manns frá Austur- í þessu húsi er sfjórnmálaskóli Sambands ungra jafnaðar- manna í Svíþjóð. ýmsu löndum hafi meiri þýð- ingu, en í fljótu bragði megi ríki, og er þegar hafin fjársöfn- álykta. 1 sumar munu Svíar t. un þar meðal félaganna til þess d. senda 1300 þátttakendur á að geta staðizt straum af kostn aðinum við ferðina. Eins og kunnugt er á Peter Strasser, forseti Alþjóðasambands ungra jafnaðarmanna, heima í Aust- urríki, og sagði hann á mótinu í Osló, að í Austurríki væri mikill áhugi fyrir þessu móti næsta sumar; — unga fólkið þar liti ekki á ferðina sem gkemmtireisu eingöngu, held- ur væri það af brennandi þrá til þess að komast í samband við bræðrasamtök annarra landa, að það sækti mótið, en þetta fólk hefur verið einangr- að og innilokað stríðsárin og hefur ekki haft tækifæri til að kynnast öðrum þjóðum. Yfirleitt líta ungir jafnaðar- menn í Evrópu svo á, að gagn- kvæmar heimsóknir milli bræðrasamtakanna í hinum Norðurlandamót ungra jafn- aðarmanna í Ábo í Finlandi, sem haldið verður dagana 13. til 17. júlí, en um sama leyti eiga samtök jafnaðarmanna í Finnlandi 50 ára afmæli, og verða þar mikil hátíðahöld í sambandi við það. SKÓLINN í BOMMERSVÍK. Ótalinn er einn liðurinn í starfsemi ungra jafnaðar- manna í Svíþjóð — og ekki sá þýðingarminnsti —, en það er fræðslustarfsemin, sem sam- tökin hafa byggt upp innan klúbbanna. 1 Bommersvík, sem er um klukkustundar ferð með járn- braut frá Stokkhólmi, hefur sambandið stjórnmálaskóla allt árið — bæði fyrir unghreyf- EINS OG ÁÐUR hefur verið skýrt frá, verður landsmót Sambands ungra jafnaðarmanna haldið að Hreðavatni dagana 19. os 19* júní næstkomandi og fer setning mótsins fram laug- ardaginn 18. kl. 3 e. h. Lúðrasveitin Svanur leikur fyrst nokkur lög, þá setur Helgi Sæmundsson, varaforseti SUJ, mótið. Því næst flytur Vilhelm Ingimundarson, for- seti SUJ, ræðu, enn fremur flytur fulltrúi frá miðstjórn Alþýðuflokksins ræðu. For- menn FUJ-félaganna flvtja stutt ávörp, en þess á milli að ræður og ávörp verða flutt leikur lúðrasveitin. Eftir að setningu mótsins er lokið verður hlé á dagskrá þess til kl. 8,30 að kvöld- skemmtun hefst með söng átt- menninganna úr Hafnarfirði, þá les Jón Norðfjörð leikari frá Akureyri upp og syngur gamanvísur. Ýmislegt fleira verður til skemmtunar, en kl. 9,30 hefst dans, er stendur til kl. 2 eftir miðnætti; hljómsveit úr Reykjavík leikur fyrir dans inum. Á sunnudagsmorgun kl. 10 hefst íþróttakeppni á milli sunnlendinga og norðlendinga í handknattleik, knattspyrnu, reiptogi, pokahlaupi, en að síð- ustu fer fram sýningarglíma og bændaglíma er glímuflokkur úr Ármanni sýnir. Klukkan tvö eftir há.degi á sunnudag hefst fundur um stjórnmálaviðhorfið og hefur einn af þingmönnum Alþýðu- flokksins framsögu, en síðan verða frjálsar umræður. Að íundinum loknum verður dans að fram til kl. íara fram. 7 að mótsslit Það skal tekið fram, að vegna mjög takmarkaðra möguleika á útvegun fæðis og húsnæðis, skal mönnum ráð- lagt að hafa viðleguútbúnað og fæði með sér, en þeir sem fyrstir tilkynna þátttöku verða þó látnir ganga fyrir með "æði. Fargjald og fæði er áætlað um 120—140 kr. fyrir báða dagana, og er þá miðað við fjórar máltíðir. Ferðir úr Reykjavík verða á laugardagsmorgun kl. 9 f. h., en þeir, sem ekki komast þá, geta fengið ferð kl. 2 e. h. Allar írekari upplýsingar eru veittar hjá formönnum skrifstofu 5020 simiar FUJ-félaganna og Alþýðuflokksins, og 6724. Þátttaka tilkynnist eigi síð- ar en miðvikudaginn 15. júní næstkomandi. i: ; inguna sjálfa og verkalýðs- hreyfinguna. Þarna fékk ég tækifæri til þess að dvelja í tvo daga, og sjá hvernig starfseminni á námskeiðunum er háttað. Bommersvik er gamall herra garður, sem unghreyfingin keypti árið 1937, og síðan hafa ctjórnmálanámskeiðin verið starfrækt þar. Er þarna mjög friðsælt og fagurt umhverfi. Staðurinn er umvafinn skógi á þrjá vegu, en á einn veginn —• um 50 metra frá skólahúsinu, — er stórt vatn, og þar geta nemendurnir skemmt sér á bátum í frítímunum. Sjálfl skólahúsið í Bommersvik er byggt 1915, og er mjög vand ■ að og sterkbyggt, en nokkrar breytingar voru gerðar á -inn- réttingu þess, þegar samtökin keyptu það. Á aðalhæðinni er kennslustofa fyrir 60 manns, en auk þess eru á þessari hæð stór setustofa, borðsalur og eldhús, og stórar svalir vita út að vatninu, og þar úti eru kaffiborðin dúkuð, þegar sól er og gott veður. Á efri hæðinni. er íbúð skólastjóra, Stig Lund ■ gren, og nokkur svefnherbergi fyrir nemendur, en annars sofa þeir flestir í svefnskála, sem byggður hefur verið skammt frá skólahúsinu. Námskeiðin eru starfrækt allt árið, og standa flest yfir 1—2 vikur; en auk þess eru stöku sinnum tveggja daga nám skeið um helgar, og er þá venjulega fjallað um eitthvert sérstakt eitt eða tvö málefni, sem tilhevra vissum deildum innan samtakanna. En á hinum almennu námskeiðum, eru þátt íakendurnir úr klúbbunum víðsvegar um landið, og er reynt að haga því svo til, að sem flestir klúbbar geti kom- ið nemendum á námskeiðin, en aðsóknin er mjög mikil. T. d. er nú fullráðið á hvert einasta námskeið fram í desember í Vetur. Námskeiðunum er hagað þannig, að hvern dag eru flutt þrjú til fjögur framsöguerindi um ýmisleg efni stjórnmálalegs eðlis, eða varðandi samtökin sjálf, og eru þau venjulega flutt af einhverjum af forustu- mönnum unghreyfingarinnar, þegar um hennar námskeið er að ræða, en af leiðandi mönn- um í verkalýðshreyfingunni, þegar verkalýðssamtökin hafa sín námskeið. Auk • þessara námskeiða hefur Alþýðuflokk- urinn sjálfur nokkur námskeið í Bommersvik á ári hverju. Á námskeiði því, er stóð yfir ir meðan ég dvaldi í Bommers- Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.