Alþýðublaðið - 25.06.1949, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.06.1949, Blaðsíða 1
rnaverndarmál rædd á uppeld- ismáiaþingi. sem var sett í gær KÓPUE AFBEOTAUNGLÍNGA hér er orðinn svo stór, að telja má að heir séu orðnir eitt alvarlegasta vandamál þessa þjóðfélags, sagði ör. Matthías Jónasson á uppeldismáiaþinginu í gær. Nokkur hluti þeirra hefur þó hrek til að átta sig : tæka tíð af sjálfsdáðum, en fleiri eru þeir, sem ekki geta það, heldur venjast á slæningshátt og koma alórei fyrir sig fótum, hvorki siðíerðilega né efnalega, og enn freimír eru beir, sem ekki vérða að ræflum, heldur lærist að líta á afbrotin, sem atvinnu- grein, en eftir að þessir unglingar hafa hlotið dóm og hegn- ingu, eiga heir sér sáralitla viðreisnarvon. ♦ THEMISTOCLES SOFOUL- IS, forsætisráðherra Grikkja, varð bráðkvaddur í gær að sumarheimili sínu skamrnt frá Aþenu. Hann var 88 ára gam- all og hafði þrisvar sinnum farið með’ embætti forsætis- ráðherra á Grikklandi. Sofoulis var leiðtogi frjáls- lynda flokksins og tók við for- ustu hans af Venizelos. Hann fæddist á eyjunni Samos, en stundaði nám við háskólann í Aþenu og varð dósent í forn- fræði við hann mjög ungur að aldri. Síðar varð hann land- stjóri Tyrkja í átthögum sín- um og hlaut titilinn fursti af Samos. Eftir Balkanófriðinn 1913 féll Samos á ný í hlut Grikkja. og skömmu síðar var Sofoulis kosinn á þingið í Aþenu og varð síðar forseti þess. Hann varð utanríkisráð- herra eftir lýðveldisstofnunina á Grikklandi 1924, en gegndi því embætti skamma stund. Hermálaráðherra varð hann í stjórn Venizelos 1928, en dró sig í hlé tveim árum síðar. Hann var handtekinn í upp- reisninni 1935 og sat lengi í fangelsi. Forsætisráðherra varð Sofoulis í fyrsta sinn árið 1945. Isaldaris falln sljórnarmyndun á Grikklandi FKÉTTIR FRÁ LONDON í gærkveldi greindu frá því, að Konstantin Tsaldaris, utanrík- ismálaráðherra Grikkja, hefði verið faiið að mynda nýja stjórn strax eftir að kunnugt varð um hið sviplega fráfall Themistocles Sofoulis forsæt- isráðherra. KR - Valur jafniefli, 2:2 ÍSLANDSMÓTIÐ í knatt- spyrnu hélt áfram á íþrótta- vellinum í gærkveldi og kepptu þá KR og Valur. Leik- ar fóru þannig, að jafntefli varð; 2 mörk gegn 2. Formaður Sambands ís- lenzkra barnakennara, Ingi- mar Jóhannesson, setti þingið í Kennaraskólanum í gærmorg un, að viðstöddum rúmlega hundrað manns. Sækja þingið kennarar, klerkar og formenn bárnaverndanefnda víðs vegar af landinu, en umræðuefni þingsins að þesssu sinni eru barnaverndarmál. Verðmætin, sem með þess- um ógæfusömu unglingum fara í súginn eru ekki aðeins sið- ferðileg, sagði dr. Matthías enn fremur, heldur einnig efnahagsleg, og umvandanir einar eru gagnslaus aðferð til þess að koma þeim á réttan kjöl. Ef menn hugsuðu sér að hver þeirra unglinga sem forð; að verður af afbrotabrautin*i vinni fyrir 500 kr. grunnlaun- um á mánuði í 30 starfsár, verð ur sú upphæð að viðbættri vísitölu 540 þúsund krónur, og þótt ekki yrði nema tveim unglingum bjargað árlega til náestu aldamóta, tækist að varð veita frá glötun, hvorki meira né minna en 54 milljónir króna. En hvað kostar svo öll löggæzlan og fangagæzlan, sem afbrotin gera nauðsynlega? Ekkert vildi -dr. Matthías full- yrða um það, hversu margir meira og minna afvegaleiddir ungiingar væru til hér í Reykjavík, en hann taldi þá svo marga, að alls ekki væri vanzalaust, að halda að sér höndum. Vill hann fyrst og fremt, til þess að koma í veg fyrir, að börn leiðist afvega, láta stofna hér í Reykjavík 2 tómstundaheimili, annað í vesturbænum en hitt í austur- bænum. Mættu þau vera ein- föld og ódýr; væru slík heim- ili enda algeng í borgum erlend is í auðmannahverfum jafnt sem fátækrahverfum. Þá vill hann gera námsefni skólanna fjölbreyttara; reyndu þeir, eins og nú er, mest á næmi, en síður á sköpunarhneigð barnanna, væru fyrst og fremst bókskólar, en þyrftu að vera þannig að þeir gæfu helzt öll- um nemendum skilyrði til þess að ná sem mestum per- sónulegum þroska. Enn frem- ur lagði hann til að hafin væru leiðbeiningarstarfsemi varð- andi uppeldi barna innan skóla skyldualdurs. En vegna þeirra sem þegar væru komnir á glapstigu vildi hann láta reisa svonefnt upp- tökuheimili. Væru afbrotabörn látin dveljast þar ákveðinn tíma undir eftirliti sérfræð- inga bæði sálfræðinga og lækna, Einnig yrðu reist dvalarheimili til þess að taka við unglingunum, er þeir væru útskrifaðir af upptökuheimil- inu. Þyrfti tvö dvalarheimili fyrir drengi, annað fyrir drengi á aldrinum 8—12 ára, og væri það einskonar skóli um leið, og hitt fyrir drengi á aldr- inum 12—16 ára, og væri það verknámsstöð, því að nfvega- leiddum unglingum yrði aldrei komið á réttan kjöl nema þeir lærðu einhverja sérstaka vinnu, sem þeir gætu orðið full færir í og sjálfstraust þeirra glæddist. Þá yrði stofnað eitt dvalarheimili fyrir stúlkur. átta ÍR-inpar keppa í Irlandi og Skollandi SJÖ frjáisíþróttamenn úr ÍR fóru utan flugleiðis í gær- morgun, en þegar út kemur bætist hinn áttundi í hópinn. Er ferð þeirra félaga heitið til írlands og Skotlands, og lccppa þeir í Dublin nú um lielgina, en í Glasgow 28. þ. m. og í Ed- inborg 2. júlí. íþróttamennirnir, sem taka þátt í ferð þessari, eru eftir- taidir: Finnbjörn Þorvaldsson, Haukur Clausen, Jóel Sigurðs- son, Óskar Jónsson, Pétur Ein- arsson, Magnús Baldvinsson, Þorsteinn Löve og Reynir Sig- urðsson. Fararstjórar eru Axel Konráðsson og Ingólfur Steins- son. Wm MUKDEN AIm MANCHURIA STATUTE MILES ^Tatung^ ’IPEIPINGN jPE $x§§|TÍ5Tsinan KOREA ^■'Darien Chefoo ientsin "ftiyuan TSINGTAO slSSU-UÍ Suchow NANKING Kweiyang Kweilin Amoy CANTON Landvinningar kommúnista í Kína Sian • CH!NA SHANGHAI ^Hangchov/ SfiSptÉf Wenchow 3~Cbungl<ing ítr*. 'k > CHANGSHA VFoochow T aihoku RORMOSA HONGKONG Communist Area of Control Skástrikaða svæðið á kortinu sýnir landflæmið, sem kommún- istar eru búnir að leggja undir sig í Kína. Nýlega tóku þeir Tsingtao, sem lengst varðist í Norður-Kína, og nú eru þeir á næstu grösum við Changsha í Suður-Kína, á leið til Kanton, núverandi höfuðborgar Kuomintangstjórnarinnar. Kanfonsljórnin nú einnig aS missa tök á Suður-Kína \ --------- --•----- Héraðsstjórn í Yunnan, við Iandamæri Burma og Indó-Kína, snýst gegn henni. KANTQNSTJÓRNIN í KÍNA hefur nú því sem næst misst öll yfirráð í suðvestur héruðum landsins. Héraðsstjórnirnar á þessum slóðum hafa smám saman tekið öll völd í sínar hend- ur og segja upp hollustu við Kuomintangstjórnina, en jafn- framt halda þær uppi ótrauðri baráttu gegn kommúnistum og öðrum vopnuðum ofbeldisseggjum, sem halda uppi látlausum skæruhernaði .í dreifðum fiokkum. Er ljóst af síðustu fréttum frá Kína, að Kantonstjórnin á við mikia erfiðleik að stríða í Yunnan, en það hérað liggur bæði að Burma og franska Indó-Kína. Hefur héraðs- stjórnin þar tekið þá afstöðu, að Kantonstjórninni leyfist ekki undir neinum kringum stæðum að senda hersveitir suður á bóginn til að berjast gegn kommúnistum og þykir jafnvel líklegt, að hersveitir Kantonstjórnarinnar verði að berjast við herinn í Yunnan, ef hún virði þessa neitun héraðs- stjórnarinnar að vettugi. Landstjórinn í Yunnan, Lu Han hershöfðingi, hefur tekið öll völd héraðsins í hendur sjálfs sín, en jafnframt hafið harða baráttu gegn komrnún- istum, sem náð hafa öruggri fótfestu víða á þessum slóðum, og á hershöfðinginn í höggi við hermannaflokka, er telja undir merkjum sínum 30 000 manns. Hefur að undanförnu verið barizt heiftarlega um borgina Paoshan við Burma- brautina og hún ýmist verið á valdi kommúnista eða her- sveita héraðsstjórnarinnar í Yunnan. Á engin umferð sér stað hvorki um Burmabraut- ina né járnbrautina milli Kun- ming, höfuðborgarinnar í Yunnan, og franska Indó- Kína. á þriðjudaginn STEFÁN ÍSLANDI heldur söngskemmtun í Gamla Bíó næstkomandi þriðjudag kl. 19.15. Á söngskránni verða lög eftir innlend og erlend tón- skáld og aríur úr þekktum óp- erum. Eru söngskemmtanir hans að verða fastur og kær- kominn liður í sumarskemmt- analífi borgarbúa, enda kom- ast jafnan færri að en vilja. ---------•—------- Stefán íslandi syngur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.