Alþýðublaðið - 25.06.1949, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 25.06.1949, Blaðsíða 8
Gerizt áskrifendur b<5 Alþýðoblaðinu. Alþýðublaðið irm á hverí heimili, Hringið í síma C900 eða 4908. Óiympíiiitefndin .slifai! 200 þúsun-d feréna iekjuafpngi ÓLYMPÍUNEFND fslands Itefur fyrir nokkru látið stjórn ÍSI í té skilagrein yfir störf sín og reikninga. Eru tekjur nefndarinnar umfram gjöld 200 081,79 krónur og afhenti formaður nefndarinnar, Hall- grítnur Fr. Hallgrímsson, for- seta ÍSÍ, Benedikt G. Waage, plögg nefndarinnar. Tekjuafgan£ j' num verður þannig varið, að 100 000 renna í Ólympíusjóð íslands, en af- ganginum verðuy ráðstafað til þátttökú íslands í næstu Óiym- píuleikjum. Sá Ólympíunefnd- in um alla þátttöku íslands í síousíu Ólympíuleikjum, bæði vetrarléik j unum og sumar- lejkjunum. Tók hún á lergu fiugvélar til að flytja Jólk til Lundúna og annaðist um, að fj ölmargir íþróttakennarar og íþróttamenn, sem ekki voru meðal keppenda, gætu sótt leikina. Ólympíunefndina skipuðu efiirtaldir menn: Hallgrímur .Fr. Hallgrímsson formaður; Erlingur Pálsson varaformað- ur; Kristján L. Gestsson gjald- keri; Ólafur Sveinsson ritari; Einar B. Pálsson fundarritari; Jens Guðbjörnsson og Jón Kaldal. Bifreið sfolið og ekið á húsá Akureyri BIFPvEIÐ var stolið og ekið á hús á Akureyri fyrir nokkr- urn dögum, að því er blaðið „íslendingur“ skýrir frá. Var það bifreið Flugfélags íslands, sem stolið var ofan við Torfu- nesbryggjuna og var henni ekið aftur á bak á norðaustur- horn hússins Kaupangsstræti 3. Brotnaði hornstoð hússins og nokkrar asbestplötur, og stórt gat kom á það. Bifreiðin mun einnig hafa skemmzt nokkuð. Stúlkur í nágrenninu heyrðu brothljóð og litu út unri glugga. Sáu þær sökudólginn og gátu lýst klæðnaði hans svo, að Jjann fannst. Reyndist þetta 18 ára aðkomupiltur, ölvaður og ökuréttindalaus. ------------- Ký sfjórn ríkis- úfgáfu námsbóka HINN 18. júní s. 1. skipaði menntamálaráðuneytið þessa menn í stjórn ríkisútgáfu námsbóka um fjögurra ára skéið frá þeim degi að telja: Sveinbjörn Sigurjónsson magister, «Guðjón Guðjónsson skólastjóra og Jónas Jósteins- son yfirkennara sem aðal- menn, en Guðmund Kjartans- son mag. sc., Pálma Jósefsson yfirkennara og Árna Þórðar- son kennara sem varamenn. Börn og ungiingar* ALÞÝÐUBLAÐIÐ Komið og seljið Allir vilja kaupa | ALÞÝÐUBLAÐIÐ í saasffirasaiT iwjfMOTwiiiMrmHiiin'iiiiwgHgwrfwiMtiqMwtBiggMaagzwf Skjaldhökurnar á dýrasýningunni Mynd þessi er af skjaldbökunum, sem nú eru á dýrasýningunni við Freyjugötu. örin sýnir dvergskjaldböku, sem situr á baki einnar hinna stærri. Nýtí einvígi í stangarstökki milli Torfa Bryngeirssonar og Pitkanen. AFMÆLISMÓT ÁRMANNS í frjálsum íþróttum heldur áfram í dag og hefst kl. 4. Verða allir finnsku íþróttamennirn- ir meðal þátttakenda, Vesterinen keppir í spjótkasti, Pitkán- en í stangarstökki, Posti í 3000 metra hlaupi og Haikkolú í 1500 metra hlaupi. Enn fremur verður keppt í 100 rnetra hlaupi, hástökki, 100 metra hlaupi drengja, 400 metra hlaupi, hástökld kvenna, kringlukasti, 4x100 metra boðhlaupi og tugþraut. Meðal keppenda- í 100 metra hlaupi eru Guðmundur Lárus- son, Þorbjörn Pétursson og Hörður Haraldsson, úr Ár- manni; Ásmundur Bjarnason og Trausti Eyjólfsson, úr KR, og Örn Clausen, úr ÍR. í há- stökki munu Halldór Lárusson Á og Sigurður Friðfinnsson FH líklegastir til sigurs. í stangar- stökkinu verður nýtt einvígi milli Torfa og Pitkánen, en Bjarni Linnet úr Ármanni er einnig meðal þátttakenda. í 400 metra hlaupinu keppa fjór ir KR-ingar, Magnús Jónsson, Sveinn Björnsson, Ingi Þor- steinsson og Sigurður Björns- son. í spjótkastinu keppa auk Vesterinen, Ármenningarnir Halldór Sigurgeirsson, Magnús Guðjónsson og Gunnlaugur Ingason. Meðal keppenda í kringlukastinu eru KR-ingarn- ir Gunnar Huseby, Friðrik Guðmundsson og Victor E. Munch. í 1500 metra hlaupinu keppa auk Haikkola KR-ingarn ir Þórður Þorgeirsson og Egg- ert Sigurláksson og Ármenn- ingarnir Stefán Gunnarsson og Hörður Hafliðason. í tugþraut inni keppa ÍR-ingarnir Örn Clausen og Sigurður Haralds- son og í 4x100 metra boðhlaup inu sjö sveitir, 2 frá Ármanni, 2 frá ÍR, 2 frá KR og 1 frá UMFR. Aðgöngumiðar kosta 10 krón ur fyrir fullorðna og 3 krónur fyrir börn. »-------------------------- í0.000 króna verð- laun fyrir bezfa íslenzka leikritið VERÐLAUNASAMKEPPNI um frumsaminn íslenzkan sjónleilc hefur verið auglýst á vegum þjóðleikhússins. Veitt verða ein verðlaun, að upphæð kr. 10.000,00 fyrir bezta leik- ritið, sem því berst fyrir þann 1. jan. næstkomandi, þyki það verðlaunahæft. Áskilur Þjóðleikhúsið sér rétt til tíu sýninga á leikritinu, er engin greiðsla komi fyrir, önnur en verðlaunin. Sömu- leiðis áskilur það sér forgangs- rétt til sýninga á öðrum sam- keppnisleikritum, gegn um- sömdu gjaldi. Kveður þjóðleikhússtjóri þetta vera tilraun til að ná samvinnu við íslenzka rithöf- unda og hvetja þá til að beita hæfileikum sínum í þágu ís- lenzkrar leiklistar, en án þjóð- legrar leikmenntar og leiklist- ar geti þjóðleikhúsið ekki gegnt því mikilsverða menn- ingarhlutverki, sem því er ætlað. Finnsku íþróttamennirnir fara á morgun skemmtiferð að Gullfossi, Geysi, Laugarvatni og Þingvelli í boði Reykjavík- urbæjar. Á mánudagskvöld heldur /irmann þeim kveðju- samsæti í Beiðfirðingabúð og á þriðjudagsmorgun halda þeir flugleiðis heim á leið. I — - ■» Lýsir andlegri og veraldlegri eymd ís- Ionzkrar aSþýðo og dýrð kommúnista. NEW TIMES, eiít af tímaritunum, sem rússneska síjórn- in gefur út í Moskvu, og KRON bótti svo mikilvægt að fá tií landsins, að félagið braut landslög til að útvega gjaldeyri fyrir þeim, hefur nýlega heiðrað íslendinga með grein um landið. Er þesgi grein stórfurðuleg og skemmtilega vitlaus, en hún sýnir hvers konar upplýsingar um land og bjóð kommúnistar hjálpa til að útbreiða, því að enginn getur efast um, að höfundur greinarinnar hafi hitt sálufélaga feína við Þjóðviljann að mali hér og verið á beirra vegum. Höfundur greinarinnar heit- ir V. Berg. Hann hefur auð- sýnilega ferðast norður til Siglufjarðar, en aðallega ver- ið í Reykjavík. Lítið þótti hon um til um náttúru landsins, en það er honum sjálfsagt frjálst. Lítið finnst honum til um menningu landsmanná, og er honum það að sjálfsögðu einnig frjálst. Berg segir, að menning- arstofnanir í landinu séu fá- ar. Lífið í Reykjavík, segir Berg, er rólegt, útkjálkalegt og fábrcytt. Eina lífsmarkið í bænum er með stúdentum eina háskóia landsins. En það eru aðeins fáir svo gæfu- samir að geta stundað þar nám, skólagjöldin eru svo há. (Aths. Skólagjöld eru engin við Háskóla Islands nema 25 króna innritunar- gjald einu sinni. Svo að segja allir stúdentar, sem sækja um styrk, fá aðstoð. — Alþbl.). „Félagi“ V. Berg heldur á- fram að ræða menningarlíf ís- lendinga og segir: „Jafn óöf- undsverð er aðstaða symfóníu hljómsveitarinnar, sem flakk- ar um borgina í leit að hús- næði fyrir hljómleika og æf- ingar. (Aths. Það hefur ekki staðið á húsnæði fyrir svm- fóníuhljómsveitina. Þar stend- ur á samkomulagi hljómlistar- manna og fyrsf og fremst fjár- hagslegum grundvelli). Næst heldur „félagi“ Berg áfram að lýsa hinu ömurlega landslagi íslands, og síðan lýs- I ir hann Siglufirði lauslega og segir í tölum frá fiskveiðum landsmanna. Þá kemur Berg að aðaíefni greinarinnar, en það er um hin hörmulegu lífskjör alþýðunn- ar á íslandi. Lífskjör hinna vinnandi manna hafa stór- versnað á undanförnum árum, segir hann, og svo tilkynnir hann, að samsteypustjórnin hafi lögfest kaupgjald til þess! að tryggja gróða burgeisanna. (Aths. Þetta er hrein lýgi. Kaupgjald er ekki fest hér, eins og sést á öllum þeim launahækkunum, sem verka- lýðsfélögin hafa fengið undan- farið. — Alþbl.). Næsta atriði Bergs í grein- inni í „New Times“ er að skýra frá því, að Hagstofa íslands, er sé áköf í að sýna fram á, að ástandið sé ekki svo slæmt, „lagi til“ tölur, og sé vísitalan alltaf „löguð til“. Samkvæmt upplýsingum Bergs fást alltaf danskar kar- töflur fyrstu daga hvers mán- aðar, þegar vísitalan er reikn- uð út, en aðra daga aðeins dýrari íslenzkar kartöflur. Þá kemur hann að skömmtuninni, og segir: „Skammturinn, sem var smásálarlegur fyrir, var enn minnkaður í september“ og ,,. . . hið vinnandi fólk verð- ur að vera án flestrar nauð- synjavöru . . . “. Þjóðvilja- mennirnir hafa víst gleymt að segja ,,félaga“ Berg, að skömmtunin hér var og er rýmri en í nokkru öðru landi álfunnar. Berg ber mikla umhyggju fyrir íslenzkri alþýðu, en eitthvað er bogið við upp- lýsingar þær, sem hann hef ur fengið, því að hann skýr- ir frá því, að hagur sjó- mannanna sé langverstur og útgerðarfélögin stóru plokki þá inn að skinni. Hér er ekki rúm til að rekja vitleysur „félaga“ Bergs, en hann vitnar oft í „frjálslynd blöð“ á íslandi, og er þar Væntanlega átt við Þjóðvilj- ann, því að öll önnur dagblöð (að undanteknum Tímanum) eru nafngreind og rækilega svívirt. Berg skýrir til dæmis frá því, að verið sé að gera nýjar flugbrautir og stækka gamlar í Keflavík, byggja her- mannaskála í stórum stíl o. s. frv. Berg kemst í kommúnistísk- an trans undir lok greinarinn- ar, er hann lýsir því á átakan- legan hátt, hvernig „ráða- menn á íslandi geri allt, sem í þeirra valdi stendur til -að kæfa hreyfingu fjöldans, sem berst fyrir bétri lífsskilyrðum og félagslegum umbótum, gegn amerísku heimsveldis- sinnunum og fyrir frelsi og fullveldi Iandsins“. Og svo kemur rúsínan: „Hinn sanni baráttuflokkur fyrir hagsmunum alþýðunnar er Sósíalistaflokkur íslands. . . . Þetta er flokkur verka- manna, sjómanna, smábænda. skrifstofufólks og nokkurs hluta stúdentanna, hann hef- ur forustu í verkalýðshreyf- ingunni og á mikinn þátt í samvinnuhreyfingunni á ís- landi“. Á þessum brotum úr hinm gagnmerku grein geta menn séð, hvers konar mynd af ís- landi kommúnistar breiða út um heim. Þessi grein var prentuð á mörgum tungumál- um í Moskvu og send út um víða veröld. j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.