Alþýðublaðið - 17.07.1949, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.07.1949, Blaðsíða 1
tVeðurhorfori Hægviðri, skýjað. * * * * * Forustugreinj Hin nýja stjórnarandstaða. * *• * O v * XXX. árgangur. Sunnudagur 17. júlí 194!). 157. tbl. Njósnari fyrir Kússa. a sfríðið gefur orðið Stúlkan á myndinni heitir Judit Coplon og var nýlega dæmd í allt að 10 ára fangelsi fyrir njósnir fyrir Rússa. Hún starfaði í dómsmálaráðuneytinu í Washington og.var tekin föst, er hún átti stefnumót við Rússann Gubichev í New York, og var hún þá með mikilvæg skjöl í tösku sinni. Fyrir réttinum byggði Judit vörn sína á því, að samband þeirra Gubichevs hefði verið ,^platonskt“ ástarævintýri. Það var þó sannað, að hún hafði gist hótelherbergi með öðrum manni undir fölsku riafni um sama leyti. og þótti það gera ástarsögu hennar ólíklega. Skjölin í tösku hennar riðu baggamuninn og hún var dæmd sek. n Vesfur-Evrópa verjast hverri árás MONTGOMERY MARSKÁLKUR, hinn sameiginlegi yf- irhershöfðingi Vestur-Evrópuríkjanna, sagði í gær, að kalda stríðið, seni háð hefur verið um alllangt skeið, gæti orðið heitt fyrr en varir; en varnir Vestur-Evrópu væru nú orðnar svo öflugar, að hún væri undir það búin að verjast hvaða árás, sem á hana kynni að verð gerð. Montgomery marskálkur* sagði þetta í sambandi við fund þann, sem landvarnamála ráðherrar Vestur-Evrópuríkj- anna, Bretlands, Frakklands og _Beneluxlandanna, héldu með sér í Briissel á föstudaginn. En þann fund sátu einnig áheyrn- arfulltrúar fyrir Bandaríkin og Kanada. Að fundinum í Brússel lokn- um var gefin út sameiginleg yfirlýsing þess efnis, að sam- þykktir hefSu verið gerðar um ýmsar sameiginlegar, nýjar ráðstafanir til að efla varnir Vestur-Evrópu og samræma vopnaframleiðslu hennar. Sem kunnugt er, eru nýaf- staðnar sameiginlegar flota- og flugheræfingar Vestur-Evrópu ríkjanna á og yfir Ermarsundi og Biscayaflóa. Tóku þátt í þeim um 100 brezk, frónsk, hollenzk og belgisk herskip, auk fjölda flugvéla. Montgo- mery marskálkur brá sér í þetta sinn um borð í eitt her- skipið til að vera viðstaddur flotaæfingarnar, og þótti það miklum tíðindum sæta. Nokkfir hátsr íanda síld af Skagagroooi; tveir bátar fen^y köst á H:únaf!ó.a. - ---------—-------- FYRSTU SÍLDINNI hefur ná verið landað híá rikisverk- sniiðjunmn á Sifflufirði oy sett í bræðslu. Komu tveir bátar inn á föstudagskvöidið, þeir Goðaborg með 11 mál og Haf- steinn Sigurðsson GK með 68 mál, og var afli þeirra hið fyrsta, sem sett var í bræðslu. í gær komu svo þessir bátar í land preð afla, sem einnig var settur í bræðslu: Helgi Helgason VE, 55 mál, Dayur RE, 40 mál, og Fiskaklettur GK með 50 mál. Auk þessa hefur enn verið landað nokkru af síld til fryst- ingar. Þannig landaði Helgi Helgason um leið áður nefnd um 55 málum í bræðslu og 123 tunnum í frystingu. Kristján, EA, kom með 100 tunnur og Ægir frá Grindavík með 50 tunnur. Þegar Fiskaklettur lagði upp afla sinn, landaði hann einnig 200 málum af ufsa. Munu skips menn ekki hafa getað greint, hvort um var að ræða upsa eða síldartorfu, og reyndist það vera ufsi. ÞETTA LAGAST, ELZTU MENN. SEGJA Það er skoðun gamaireyndra sjómanna á Siglufirði, að kaldur sjór sé nú á yfirborð- inu og hindri það, að rauðátan eða síldin vaði. Þetta kunni þó að lagast eftir nokkra daga, og ætti þá ástandið að batna. NÓg virðist vera af rauðátunni. Flestir bátanna fengu síld- ina á Skagagrunni, en Helgi Helg’ason og Kristján fengu sinn afla á miðjum Húnaflóa. Þá kom í gær Færeyingur til Siglufjarðar og sagði þær fregnir, að hann hefði séð margar síldartorfur vestur undir Látrábjargi, og munu allmörg skip hafa stímað þang- að í gær. Fimieika- og þjóð^ dansasyning í skáia- heimilinu í kvöid. FIMLEIKAFLOKKUR stúlkna frá íþróttakennara- skólanum á Laugarvatni, sem tekur þátt í Ling hátíðinni í Stokkhólmi í sumar, sýnir í kvöld klukkan 9 fimleika og þjóðdansa í skátaheimilinu við Snorrabraut. Fimleikarnir verða með píanóundirleik, og annast hann Jórunn Viðar. Flokkurinn er undir stjórn Sigríðar Valgeirsdóttur. Tjarnarbíó opnar TJARNARBÍÓ opnaði í gær eftir hálfs mánaðar sumarhlé, og ér kvikmyndahúsið nú bætt og breytt. Hefur salurinn verið málaður og ýmsar breyt- ingar gerðar til batnaðar. Fyrsta myndin, sem sýnd er eftir hléið, er hin glæsilega lit- kvikmynd ,,Dýrheimar“, sem gérð er eftir sögu Kiplings. Aðalhlutverkið leikur Sabu. Halvard M. Lange utanríkismálaráðherra Norðmanna. MeÖ honiisn koma Martin Tránmæl og Elias Volan á samvinnunefndarfundinn. ------------------------■*—------- HALVARD LANGE, utanríkismálaráðherra Norðmanna, er væntanlegur til Reykjavíkur annað kvöld og með houum hrír aðrir fulltrúar á fund samvinnunefndar norrænu alþýðu- hreyfirigarinnar, þar á meðal Martin Tramnæl ritstjóri. í oi- sætisráðherra Svía, Tage Erlander, og aðrir fultrúar Svía, komu hingað flugleiðis um fimmíeytið í gærkvöldi. i -----------—-------—♦ Alls verða fjórtán norræn- | ir fulltrúar á fundi samvinnu- 7 íogarar seldu alla í "t“rÞeíérH. “C sen, fjármálaráðherra, og Oluf Carlsson, ritari Alþýðuflokks- ins, Hans Rasmussen og Kai Lindberg fulltrúar danska al- þýðusambandsins, komu með Drottningunni í vikunni, sem leið, eins og bl?ðið hefur þegar skýrt fl'á. Þýzkalandi og 6 I Bretlandi síðasf- liðna viku. SJÖ TOGARAR seldu afla í Þýzkalandi síðast liðna viku og sex í Bretlandi. Voru togararn- ir þessir: í Þýzkalandi: Bjarni ridd.ari seldi í Bremerhaven 283 tonn, Vörður í Hamborg 280 tonn, Askur í Cuxhaven 264 tonn, Elliði í Cuxhaven 297 tonn, Garðar Þorsteinsson í Cux- haven 299 tonn, Fylkir í Bre- merhaven 292 tonn og ísborg í Hamborg 242 tonn. í Bretlandi: Karlsefni seldi í Fleetwood 3142 kits fyrir 7274 pund, Jón forseti í Grims- by 2968 kits fyrir 10850 pund, Geir í Fleetwood 4887 vætxir Ms8 Erlander rorsætisráð- heiTa Komu í gær Sven Áspl- ing, ritari sænska jaínaðar- mannaflokksins, Axel Strand, forseti sænska alþýðusam- bandsins og Otto Westling. Frá Finnlandi koma tveir fulltrúar, ritari alþýðuflokks- ins, Váinö Leskinen og Penna Tervo ritstjóri. fyrir 6445 pund, Úranus í Grimsby 3623 kits fyrir 6695 pund og Hvalfell í Grimsby 2698 kits fyrir 4613 pund.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.