Alþýðublaðið - 17.07.1949, Blaðsíða 8
Gerizt áskrifendur
að Alþýðublaðinu.
Alþýðublaðið inn á hvert
heimili. Hringið í síma
4900 eða 4906.
Sunnudagur 17. júlí 1949.
Börn og unglingat.
Allir vilja kaupa
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Komið og seljið
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 1
5 ungir Isikarar
I skemmia í ná-
grernii Rvíkur
Verða í Hvérager'ði
í kvöld.
FIMM UNGIR LEIKAKAIí
licðan ur Reykjavík hafa á-
lcveðið að haUla skemm.tanir
og leika sjónleiki á ýmsum
stöðum hér sunnan lands. Þcir
lögðu af stað í gær og halda
fyrstu sjálfstæðu skemmtunina
í Hveragerði í kvöld kl. 9 í
samkomuhúsinu þar. Að lok-
inni leiksýningu verður dans.
Þessi leikflokkur néfnist
sumargestir, en leikararnir eru
Herdís Þorvaldsdóttir, Klem-
ens Jónsson, Róbert Arnfinns-
son, Haukur Óskarsson og
Karl Guðmundsson.
Sumargestir munu leika að-
allega gamanþætti, meðal ann
ars nýjan gamanleik, Spánskar
ástir og nýjar eftirhermur eft-
ir Loft Guðmundsson, Brúðar-
gjöfina eftir Iians Klaufa og
Bónorðið eftir Anton Tchekov.
Skemmtanir sínar munu
Sumargestir, en leikararnir eru
halda um helgar og þeir munu
lieimsækja meðal annars, auk
Iiveragerðis, Akranes og Borg
arnes og margra fleiri staði í
nágrenni Reykjavíkur. Er ráð-
ið að þeir verði á þjóðhátíð-
inni í Vestmannaeyjum.
Synir annað kvöld
nyjar æfingar
effir stjórnandann
ÚRVALCFLOKKUR kvenna
úr Armanni sýnir annað
kvöld í íþróttahúsinu við Há-
Iogaland nýjar æfingar, sem
stjórnandi flokksins ungfrá
Guðrún Niejscn hefur samið.
Undirleik annast ungfrú Est-
cr Jónsdóttir, en músikkina
Itefur Árni Björnsson tónskáld
samið og valið.
Þessi sami flokkur fer, eins
og Alþýðublaðið hefur áður
skýrt frá, á alþjóðafimleika-
mótið í Svíþjóð, og er það
fimmta för kvennaflokks. úr
Armanni á alþióða fimleika-
mót. Fjórar hinar fyrri fór
flokkurinn undir stjórn Jóns
Þorsteinssonar íþróttakennara.
Kvennaflokkur Ármanns er
fyrir löngu þekktur orðinn fyr
ir æfingar sínar, einkum á
hárri slá. Hlaut til dæmis
mjög lofsamlega dóma í blöð-
um, er hann var á Norður-
löndum síðast.
TOGARINN JÚLÍ frá Hafn-
arfirði hefur verið að veiðum
við Bjarnarey. Kom hann heim
í gær og var þá búinn að selja
afla sinn.
Leikfimisflokkur kvenna úr Armanni
Þetta er leikfimiflokkur kvenna úr Ármanm, annar flokkur. Stúlkurnar á myndinni eru þess-
ar, talið frá vinstri: 1. röð: Sigríður Andrésdó ttir, Súsanna Kristinsdóttir, Ólafía Tryggva-
dóttir, Bjarney Tryggvadóttir, Auður Óiafsdóttir og Svava Ágústsdóttir. 2. röð: Helga Jóns-
dóttir, Herdís Ásgeirsdóttir, Ólöf Sigfúádóttir, Ásthildur Eyjólfsdóttir, Ingunn Þormar og
Arnheiður Bjarnadóttir. 3. röð: Svava Guðmu ídsdóttir, Inga Árnadóttir, Olga Hafberg, Vil-
borg Benediktsdóttir, Hulda Gísladóttir, Gnðbjörg Jónsdóttir og Daggrós Stefánsdóttir. 4.
röð: Helga Þórarinsdóttir, Margrét Stemgrímsdóttir, Jóna Bjartmarsdóttir, Steinunn
Stephensen, Ásgerður Ilauksdóttir, ÓIöl Þórarinsdóttir og Guðrún Þorkelsdóttir.
® ár liðin í dag, síðan Hið íslenzka
náffúruíræðiíélag var sfofnað
Teikningar GunnSaugs Halldórssonair aö
náttúrugripasafni samþykktar
í DAG eru 60 ar liðin síðan Hið íslenzka náttúrufræðifélag
var stofnað, en stofnfundur þess var lialdinn í Reykjavík þ.
16. júlí 1889. Forsaga þessarar félagsstofnunar var sú, að 2 ár-
um áður, vorið 1887, var stofnað íslenzkt náttúrufræðifélag í
Kaupmannahöfn. Mun Björn Bjarnarson, síðar sýslumaður,
hafa átt fyrstu hugmyndina að þeirri féiagsstofnun og átti hann
ásamt Stefáni Stefánssyiii, síðar skólameistara, drýgstan þátt
í að koma félaginu á fót. Þrír af stofnendum þessa Hafnarfé-
lags eru enn á lífi, þeir Jóhannes Jóhannesson fyrrv. bæjarfó-
geti, Páll Einarsson, fyrrv. hæstaréttardómari og Sigurður
Thoroddsen verkfræðingur.
Þetta Hafnarfélag varð ekki
langætt, því ötulustu menn
þess fóru heim til íslands
þegar sumarið 1887, þ. á. m.
Stefán Stefánsson. En tveim
árum síðar beitti Stefán sér,
ásamt Benedikt Gröndal, Þor-
valdi Thoroddsen o. fl. fyrir
stofnun Hins íslenzka nátt-
úrufræðifélags og var stofn-
fundur þess, sem fyrr segir,
16. júlí 1889. Á stofnfundi
gengu 58 manns í félagið og
eru fjórir þeirra enn á lífi,
þeir Jóhannes Jóhannesson
fyrrv. bæjarfógeti, Árni
Thorsteinsson tónskáld, Ól-
afur Finsen læknir og Sigurð-
ur Kristjánsson bóksali. — í
fyrstu stjórn voru kosnir:
Benedikt Gröndal, Jónas Jón-
assen, Björn Jensson, Stefán
Stefánsson og Þorvaldur
Thoroddsen.
Fyrsti formaður félagsins
var Benedikt Gröndal, er var
i formaður til 1900. Helgi Pjet-
urss var formaður 1900—’05.
Bjarni Sæmundsson 1905—
1940 eða í 35 ár. Síðan hafa ^
verið í formannssæti Þorkell
Þorkelsson, Jóhannes Áskels- j
son, Árni Friðriksson, Finnur
Guðmundsson og nú Sigurð-
ur Þórarinsson. í stjórn eru
nú, auk Sigurðar Þórarinsson-
ar, Sigurður Pétursson gerla-
fræðingur, Þór Guðjónsson
veiðimálastjóri, ■ Gunnar Árna
son gjaldkeri og Guðmundur
Kjartansson jarðfræðingur. í
félaginu eru nú 280 manns.
Félagið gefur nú út tímarit-
ið Náttúrufræðingurinn og er
Guðmundur Kjartansson rit-
stjóri hans. í ár gaf félagið
og út þriðju útgáfu Flóru ís-
lands, en börn Stefáns skóla-
meistara, Hulda og Valtýr,
gáfu félaginu útgáfurétt að
Flórunni ásarnt minningar-
sjóði Stefáns Stefánssonar,
haustið 1942.
Aðaláhugamál félagsins var
frá upphafi að koma upp
náttúrugripasafni. Var þegar
eftir stofnun félagsins hafizt
hánda um að safna náttúru-
gripum en lengi var félagið í
hraki með húsnæði, leigði her-
bergi fyrir munina hér og þar
úti í bæ, þar til það var flutt
í salinn á neðri hæð Lands-
bókasafnhússins haustið 1908.
Þar er safnið enn og er löngu
orðið svo þröngt um það, að
til vandræða horfir. En vonir
standa til að úr rætist á næstu
árum. Ilefur ríkið, sem kunn-
ugt er, yfirtekið rekstur Nátt-
úrugripasafnsins, — en há-
skólinn tekið að sér að byggja
hús ýfir það á háskólalóðinni
fyrir happdrættisfé. Hefur
háskólaráð þegar samþykkt
teikningar að safnbyggingu,
gerðar af Gunnlaugi Hall-
dórssyni, og dregst vonandi
ekki lengi að hægt verði að
hefjast handa um byggingu.
í tilefni afmælisins efnir
Náttúrufræðifélagið til
skemmtiferðar í dag. Verður
farin Krísuvíkurleið til Þing-
valla, stansað á ýmsum stöðum
á leiðinni og kvöldverður síð-
an snæddur í Valhöll. Fyrsti
fundur félagsins í haust mun
og verða helgaður afmælinu.
Eldur iaus í tundur-
spilli í Elliðavogí.
ELDUR varð laus í gær í
tundurspilli, sem liggur inni
við Keili á Elliðavogi.
Mikill reykur var í skipinu,
er slökkviliðið kom þangað og
talsverður eldur miðskipa, en
Einn Islendingur í
Grænlandsleið-
angri Lauge Koch,
Vestfirðingyr fer
síðustu ferðina
í dag.
EINN íslendingur er í hópi
leiðangursmanna Lauge Koch,
sem nú er á leiðinni til Ella-
eyjPr í Óskars konungsfirði.
Hann heitir Jón Jónsson og
stundar jarðfræðinám í Sví-
þjóð. Er hann einn í þeim
flokki leiðangursmanna, sem
Helgafell Loftleiða flutti til
Akureyrar og síðan fóru sjó-
leiðis með skipunum Gustav
Holm og Polarstar til Ellaeyj-
ar.
Vestfirðingur Loftleiða lagði
af stað í morgun í síðustu ferð-
ina norður til Ellaeyjar í
Óskars konungs firði á Aust-
ur-Grænlandi. Er hann vænt-
anlegur til baka í kvöld. Aðra
ferðina fór hann í gær eins
og ráð var fyrir gert.
Hinir 30 leiðangursmenn,
sem Vestfirðingur flytur, hafa
með sér mikinn farangur og er
því ekki hægt að fara með
nema 10 menn í hverri ferð.
Slátiur hafinn og
spretfa orðin góð í
Önundarfirði.
Frá fréttaritara Alþýðublaðsins
FLATEYRI.
SLÁTTUR er að hefjast og
er spretta orðin góð. Hefur
sprottið mjög ört síðan ura
miðjan júní, en þá brá til góð
viðra hér sem víðár.
Um miðjan júní urðu
fyrst færir byggðavegir í
Önundarfirði. Voru þá mok-
aðir nokkrir skaflar, sem
tepptu veginn. Gemlufells-
heiði var mokuð með ýtu um
svipað leyti, en ekki fær fyrr
en fullum hálfum mánuði sið-
ar vegna bleytu. Breiðadals-
heiði var mokuð 8. og 9. júlí og
er lokuð fvrir umferð.
Tvær stórar ýtur vinna nú
íið vegagerð í sýslunni, á sýsl-
an aðra en bændur á Ingjalds
sandi hina.
Vegagerð ríkisins á hér
enga vegavinnuvél, en vænt-
anleg mun ámokstursskófla í
sumar.
LEIÐTOGAR hafnarverka-
manna í London ræddu í gær
við Isaaks verkamálaráðherra
í London. 14 600 menn eru nú
í verkfalli.
slökkviliðinu tókst fremur
fljótt að slökkva.
Skemmdir urðu nokkrar og
eldsupptök eru ókunn.