Alþýðublaðið - 17.07.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.07.1949, Blaðsíða 4
ALÞÝÖUBLAÐIÐ Sunnudagur 17. júíí 1949 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsiiigasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðseiur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan hJ. SKRIF ALÞÝÐU3LAÐS- INS um úýrtíðarstefnu Fram- sóknarflokksins hafa heldur betur farið í taugarnar á Tím- anum. Er þessu efni helgað langt mál í blaðinu í gær, en mjög fer því fjarri, að sá mál- flutningur auki á orðstír blaðs- ins eða flokksins. Þar eru gamlar og hraktar firrur end- urteknar og nýjum bætt við. Alþýðublaðið hafði gefið Framsóknarflokknum það ráð, að lækka landbúnaðarafurð- irnar í haust í stað þess að hækka þær, eins og hann hefur gert undanfarin haust, ef hon- um væri á annað bórð alvara með að draga úr dýrtíðinni. Tíminn bregzt hinn versti við þessari ráðleggingu og segir, að hún sýni vel þá skoðun Al- þýðublaðsins, að eðlilegt sé, að tekj.ur bænda lækki á sama tíma og aðrir fái kauphækkan- ir. En þetta er mikill misskiln- íngur. Alþýðublaðið telur áð sjálfsögðu, að bændur eigi að fá sambærileg laun og aðrar stéttir. En ef Framsóknar- flokknum er alvara með að framkvæma dýrtíðarstefnu sína, sem er augljóslega stefna kauplækkunar, á hann þess kost, ef hann vill byrja á um- bjóðendum sínum. Það dettur honum ekki í hug og má að sjálfsögðu virða honum það til vorkunnar. En hitt finnst hon- um sjálfsagt og eðlilegt, að berjast gegn kauphækltunum annarra stétta, eftir að hann er þó búinn hvað eftir annað að hækka landbúnaðarafurðirnar og ætlar sér í haust að halda þeim upptekna hætti eftir und- irtektum Tímans að dæma. Það er því síður en svo út í bláinn sagt, að Tíminn mæli stéttunum með tvenns konar mæli og að hann beri verulaga ábyrgð á þeirri verðbólguöld, er hann fordæmir sýknt og heilagt, nema þegar hann flyt- ur bændunum boðskapinn um, að Framsóknarflokknum hafi einu sinni enn tekizt að hækka landbúnaðarafurðirnar. ❖ Annars gengur Tíminn nú svo langt í fjandskap sínum við þá ríkisstjórn, sem Ey- steinn Jónsson og Bjarni Ás- geirsson eiga þó sæti í, að hann tekur upp og gerir að sínum róg Þjóðviljans, þó að hann hafi verið marghrakinn í blöðum stjórnarflokkanna, þar á meðal í Tímanum, með- an skriffinnar hans kunnu enn að gera greinarmun góðs og ills í sambandi við stjórnmála- baráttuna innanlands. Nú held- Ur hann því fram, að núver- andi ríkisstjórn hafi byggt dýrtíðarstefnu sína á kaup- lækkunum og sakar Alþýðu- flokkinn um. En eru skriffinn- ar Tímans búnir að gleyma öllu því, sem þeír sögðu sjálfir um þessi mál, þegar kaupvísi- talan var bundin við 300 stig? Þá bentu þeir á það, að stefna stjórnarinnar væri að auka kaupmátt launanna og bæta launþegunum þannig upp tekjuskerðingu vísitölubind- íngarinnar.Ríkisstjórninni varð mikið ágengt í að framkvæma þessa stefnu sína þar til Fram- sóknarflokkurinn hækkaði enn einu sinni verð landbúnaðar- áfurðanna haustið 1948. Hins gætir Tíminn heldur ebki að þessar uplognu sakar- giftir hans hitta ekki síður Framsóknarflokkinn en hina stjórnarflokkana. Það hefur enn.ekki heyrzt, að Framsókn- arflokkúrinn hafi verið and- vígur bindingu kaupvísitölunn- ar á sínum tíma. Þegar alþingi fjallaði um það mál, vísuðu þeir rógi og níði kommúnista um þessa ráðstöfun á ’oug á líkan hátt og málsvarar hinna stjórnarflokkanna. En nú tek- ur Tíminn upp níð og róg stjórnarandstöðunar og heldur því fram, að hér sé um að ræða 'sök Alþýðufloksins. Það verð- ur ekki ofsögum af því sagt, að þeim hafi runnið í skap skrif- Einnum Tímans! En Tíminn lætur ekki hér við sitja. Hann heldur áfram og sakar Alþýðuflokkinn um svartan markað og okurhúsa- leigu. Þessar ásakanir eru svo frá- leitar og heimskulegar, að þær eru ekki svara verðar. Hitt er annað mál, hvort sumir af for- kólfum Framsóknarflokksins eru með öllu saglausir af við- skiptum á svörtum markaði, þó að auðvitað verði slíkt ekki fært á reikning flokksins. Hins vegar er þáttur Framsóknar- flokksins í húsnæðismálunum þannig, að það er í meira lagi furðulegt, að Tíminn skuli á- ræða að taka sér orðið húsa- leiguokur í munn. Framsóknar- flokkurinn hefur sem sé sam- fylkt íhaldinu á alþingi hvað eftir annað í því skyni að fá húsaleigulögin afnumin, en af- leiðing þeirrar ráðstöfunar að ' óbreyttum aðstæðum yrði | stórfelld aukning húsaleiguok- ' ursins. Hermann Jónasson og Páll Zóphóníasson hafa keppt við Gísla Jónsson um að krefj- ast afnáms húsaleigulaganna. Alþýðuflókknum hefur til þessa. tekizt að afstýra því í ! samvinnu við aðra frjálslynda menn á alþingi. En vilji Her- ! manns og Páls til ófremdar- ! verksins . hefur ekki dulizt og enn mun mega vænta þess, að þeir séu ekki af baki dottnir, i Þannig er allt á sömu bókina lært hjá. Tímanum. Og þó tek- ur sennilega út yfir, þegar hann fer að ásaka ráðherra Al- þýðuflokksins um, að þeir séu ' eyðslusamir á fé ríkisjóðs. Ey- ‘ steinn og Bjarni ættu að biðja 1 guð að varðveita sig fyrir vin- ) um sínum, sem skrifa Tírnann. Endurbæfur gerðar á sundlauginni á Flateyri. • VERIÐ er að Ijúka við end- urbætur og viðbótarbyggingu við sundlaug á Flateyri. Laug þessi var byggð af Hraðfrysti- húsi Flateyrar og afhent í- þróttafélaginu Gretti á Flat- eyri til starfr'ækslu. Átti að nota kælivatn frá vélum hrað- frystihússins til þess að liita laugina. Eftir að skipt hafði verið um vélar í húsinu reynd ist hitinn ónógur, og féll starf ræksla laugarinnar niður. Nú hafa fyrri eigendur hraðfrystihússins afhent Gretti laugina til eignar, og hefur félagið látið byggja við hana hús fyrir hitunar og hreinsitæki og mun hún bráð- lega fullbúin til notkunar. Skráutfiaðrir, er fulíu. — ismálm. — Bréí að SVO MÁ SE.GJA, að eina neySin, sem Reykvíkingar elgi við að strí'ða, sé I; úsnæ'ðisleysið. Það er því ekki óeðlilegt þó að eleihir rísi :«m þau mái milli þeirra, sem helst mæðir á um litvegun fjár til bygginga, byggingarefnis, léða og svo framvegis. Enda má segja að mulaiífarið hafi deilur um þessi mál verið allháværar, eða al!t frá því, er bæjarstjórnarmeiri- hluíinn klæddist skrautfjöðrum loforða við almenning, én tætti þær svo af sér eftir fáa daga, að því er virtist án þess að gera sér grein fyrir því að almenn- ingur mundi taka eftir íjví. ALMENMINGUB FYLGIST, eins og von er, vel með þessum málum. Þúsundir manna búa við slæmt húsnæði, hundruð eru húsnæðislaus, fjöldi ungra manna og kvenna geta ekki stofnað heimili annaðhvort vegna þess að hann vantar hús- næði eða hann hefur ekki það fé, sem þarf til þess að geta keypt íbúðir við því verði, sem nú er á þeim. Það er því ekki furða þó að almenningur láti sig sldpta mjög opinberar umræð- ur um þessi mál. ÉG FÆ NOKIOJR BRÉF um þau, en flest eru þau innlagg í deilurnar og þá nær öll á sömu bylgjulengd. Eitt bréf fékk ég í fyrradag, sem gerir eitt veiga- mikið atriði þessara mála að umtalsefni og fer það hér á eft- ir: DeiMKlkar tur húsnæf)- asarggefnu tilefni. S. B. SKRIFAR: „Undanfar- ið hafa verið í blöðunum miklar deilur við Sjálfstæðisflokkinn út af aðs.toð hans við íbúðar- Iiúsabj^ggingar. Gaman væri að leggja fyrir. íhaldið fyrirspurn um hve miklu hafi numið end- urgreiðslur vegna skattfreisis til þeirra einstaklinga, sem sleitulaust hafa uiinið undan- farin ár við að byggja íbúðar- hús fyrir sig og sína. Mig minn- ir ekki betur en gortað hafi ver- ið af því á síðasta þingi Félags ungra sjálfstæðismanna, að fyrir þeirra tilstilli væri. nú lög- fest skattfrelsi á þeirri vinnu, sem einstaklingarnir leggðu Lúðurþeytarinn og Rúéslandsfarinn ÞJÓÐVILJINN hefur verið fá- orður um Jón Rafnsson í seinni tíð, enda mun stjarna hans mjög hafa lækkað á himni flokksins eftir alþýðu- sambandsþingið í haust. En nú fyrir skömmu er hans þó getið í ferðasögu fréttarit- stjóra Þjóðviljans frá Vest- mannaeyjum, en hún mun jafnframt eiga að vera kjör- dæmisskrif fyrir Brynjólf Bjarnason. Er þar frá því sagt, að Jón Rafnsson hafi á sínum tíma verið í Lúðrasveit Vestmannaeyja og í minn- ingarriti hennar sé mynd af honum blásandi í Lúður. Er þátturinn af lúðurblæstri Jóns mun lengri og ýtarlegri en frásögnin af þætti lúðra- sveitarstjórans og starfsemi lúðrasveitarinnar! „Hann hefur blásið í fleira en bylt- ingarlúðurinn, pilturinn sá“, segir fréttaritstjórinn, gagn- tekinn af hrifningu. ÞETTA er vel af stað farið, að minnsta kosti mun mörgum Vestmannaeyingum skemmt, er þeir lesa þessa frásögn og orðalengingar fréttaritstjór- ans um vinsældir Jóns Rafns- sonar í Vestmannaeyjum. En fréttaritstjórinn hefði átt að halda sögunni áfram og lýsa blæstri Jóns Rafnssonar , í byltingarlúðurinn. Jón þeycti hann sem sé af slíku kappi, að honum tókst að blása burt völdum og áhrifum kommún- ista í Alþýðusambandi Is- lands. En þegar hann gekk brott úr skrifstofum alþýðu- sambandsins í fylgd með öðr- um byltingarmanni, Guð- mundi nokkrum Vigfússyni, voru þeir ekki alls kostar tóm hentir. Þeir höfðu í föggum sínum tímarit alþýðusam- bandsins, Vinnuna, og sögu- sjóð þess. Hann er með öðr- um orðum ekki alls kostar frómur, lúðurþeytarinn Jón Rafnsson! FRÉTTARITSTJÓRINN lýsir því hins vegar ekki, hversu þaut í lúðri Brynjólfs Bjarna sonar, þegar Jón Rafnsson hafði komið völdum og áhrif- um kommúnista í alþýðusam- bandinu fyrir kattarnef, en vafalaust er þó sá lúðurblást- ur frásagnarverðari kapítuli í ævisögu Jóns Rafnssonar en nokkurn tíma þátturinn af starfsemi hans í Lúðrasveit Vestmannaeyja. Þessi frá- sögn hefði þó átt vel við í greininni, þar eð Brynjólfur Bjarnason er ekki með öllu óviðkomandi Vestmannaeyj- um og Vestmannaeyingum. Hann var sem sé í kjöri þar við síðustu kosningar og tókst drjúgum að fækka atkvæðum flokksins. Síðan mun hann! einu sinni hafa látið sjá sig í Vestmannaeyjum. Hélt hann þar þá fund, sem sóttur var af fjörutíu manns. Þeir, sem einhver skil kunna á vinsæld um Brynjólfs í Vestmanna- eyjum, munu ekki vera neitt undrandi á því, þó að fund- arsóknin yrði ekki meiri. HALLDÓR KILJAN LAX- NESS er nýkominn úr enn einni utanförinni. Að þessu sinni mun hann ekki hafa þurft að eyða af dollurunum, sem hann fékk fyrir „Sjálf- stætt fólk“ hjá „afturhalds- bókaklúbbnum“ í Bandaríkj- unum, sem hann nefndi svo , um árið, nokkru áður en hann hóf við hann viðskiptin. Að þessu sinni var Laxness sem sé boðið austur í Rússland af valdhöfunum í Moskvu. Magnús Kjartansson hefur birt í Þjóðviljanum viðtal við Laxness, heimkominn úr Rússlandsferðinni. Kennir þar margra grasa eins og alla jafna, þegar Laxness segir frá utanferðum sínum. Að þess'u sinni verður honum einna tíðræddast um friðar- ást og friðarvilja Rússa. Þar er aldrei talað um stríð. Slíkt tíðkast aðeins í Vesturlönd- um. Framh. á 7. siðu. VIÐ, SEM í HLUT EIGUM, höfum engar leiðréttingar feng- ið á því að skattur og útsvar hefur undanfarin ár verið lagt á alla okkar vinnu við húsin, og meira að segja svo, að ef konan og börnin hafa eitthvað hjálpað til, þá er kaup beirra á- ætlað, og því bætt við tekjur Iiúsbóndans. Það hefur jafnvel komið fyrir, að þetta duglega fólk hefur verið í sumum til- fellum skattlagt um tugi þús- unda beinlínis vegna húsbygg- inganna. Eru þá húsin metin eftir gangverði slíkra húsa ef seld væru. L.ÖG UM áðurnefnt skatt- frelsi voru samþykkt á alþingi 4. marz s.l. og hljóða svo: „Lög um breytingu á lögum nr. 6 9. jan. 1935, um tekjuskatt og eignaskatt. 1. gr. Aftan við 9. grein laga nr. 6 1935, um tekju- skatt og eignaskatt, komi nýr stafliður, svohlióðandi: e. Eignaauki, er stafar af auka- vinnu, sem einstaklingar leggja fram utan reglulegs vinnutíma við byggingu íbúða til eigin af- nota. Þessi ívilnun fellur þó burt að því leyti, sem vinnan kann að fást endurgreidd með söluhagnaði af íbúðinni samkv. e. lið 7. greinar. Fjármálaráð- herra setur nánari reglur um þetta. 2. gr. Tekjuskatt álagðan árið 1948 skal ákveða að nýju í samræmi við ákvæði 1. greinar, ef' skattgreiðandi krefst þess ihnan þriggja mánaða frá gild- istöku þessara laga. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.“ LEIÐRÉTTINGAR hafa eng- ar fengizt á þessu hvað viðvíkur skattlagningu fyrri ára, og nú er útsvarsskráin komin út og ber hún með sér að enn á ný hefur verið lagt á okkur án þess að taka nokkurt tillit til framangreindrar lagasetningar. MÉR ER KUNNUGT um að margir, sem hér eiga hlut að máli, vilja fá að vita hvort þ'etta skattfrelsi nái einnig íil út- svars. Ef það nær aðeins til tekjuskattsins, þá er þetta mjög lítilfjörleg leiðrétting. ÞAÐ ER NÚ SVO KOMIÐ, að margir þessara manna, sem lítil hafa haft auraráðin, hafa til þessa skuldað útsvar og skattá, og búizt við leiðréttingu á útsvari og skatti fyrir 1948, en í stað leiðréttingarinnar fá þeir þessa clagana svohljóðandi bréf frá borgarfógetanum í Framh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.