Alþýðublaðið - 17.07.1949, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.07.1949, Blaðsíða 5
Sunnuclagur 17. iúlí 1949 ALÞVÐUBLAÐIÐ_____________________________» . _ ' ' ' | Fjórir forustumenn jafnaðarmanna Tage Erlander Karl A. Fagerliolm Clement Attlee Ernst Reuter forsætisráSherra forsætisráðherra forsætisráoherra borgarstjóri Svía Finna Breta í Berlín meir fyrir brjósti hag föður- flokkurinn langsterkastut. En lands síns en Rússlands. Gom-1 þá var alþýðuflokkurinn inn- ulka, aðalritari Kominforms, limaður í „einingarf]okk“ komst að raun um það, að ekki . kommúnista með valdi.. Hinar voru gefin grið, þegar honum ; gömlu fangabúðir nazista voru var vikið úr stöðunni vegna! fylltar af alþýðuflokksmönn- þess, áð hann var ekki alger- j um, sem neituðu. En jafnvel lega fráhverfur Tito. Söm I Rússarnir hafa sannfærzt um urðu örlög gríska uppreisnar- j hvílík ómynd „einingarflokk- BRAUTRYÐJENDUR verka- lýðshreyfingarinnar . mundu verða forviða á ýmsu í heim- inum í dag. Því fór þó víðs fjarri, að þessir brautryðjend- ur verkalýðshreyfingarinnar þekktu ekki skoðanamun og snarpar deilur innan vébanda sósíalismans, en þeir hefðu tafarlaust neitað þeim, sem vildu beita aðra skoðanakúg- un, öllum rétti til að kalla sig sósíaiista. Atburðum síðustu ára, í löndunum handan járn- tjaldsins, hefði verið mótmælt harðlega. Samt sem áður hefur síðasta orðið um sósíalisma og frelsi ebki verið sagt í þessum löndum. Það er einkennandi fyrir þróunina irman verka- lýðshreyfingarinnar, að 1 þeim löndum, þar sem hægt hefur verið að ráða málum til lykta á frjálsan hátt, hafa alþýðuflokkarnir unnið á, en kommúnistar beðið ósigur. ,,Sigrar“ kommúnista hafa unnizt þar, sem þeir hafa get- að náð valdi yfir t. d. lögregl- unni, í skjóli rússneskra byssustingja. Sérstaklega greinilegt var ástandið í Ték- kóslóvakíu, þar sem kommún- istar gerðu uppreisn, af því að þeir sáu fyrir ósigurinn við kosningarnar nokkrum vikum síðar. ENDALOK FRELSISÍNS f TÉKKÓSLÓVAKÍU, UNGVERJALANDI OG PÓLLANDI Þegar löndin handan járn- tjaldsins öðlast frelsi sitt á ný munu alþýðuflokkarnir fá upp- reist þar, en þangað til munu þeir verða útlagaflokkar og foringjar þeirra ýmist í fang- elsum eða landflótta. Um sumarið 1948 voru alþýðu- flokkarnir í Tékkóslóvakíu og Ungverjalandi formlega leystir upp og afgangurinn af þessum flokkum innlimaður í flokks- vélar kommúnista. í Póllandi gerðist hið sama í desembor. Jafnvel Osubka-Morawski, fyrrverandi forsætisráðherra, sem var mjög vinveittur Sov- étríkjunum, var bannfærður af því að hann óskaði eftir sjálf- stæðum sósíalistiskum flokki. í Rúmeníu og Búlgaríu vbru alþýðuflokkarnir leystir upp með valdi, nánast í sama mund og Kominform var stofnað 1947. Á hernámssvæði Rússa í Þýzkalandi gerðist hið sama þegar árið 1946. TITO OG SKOÐANA- BRÆÐUR HANS Þeir irieðlim'T' Kominform, sem ekki vildu lúta boði og banni Moskvu, voru sóttir með báli og brandi og heiftúðugum bannfæringum. Mesta athygli vakti það þó, þegar Tito, sem hingað til hafði verið dýrkaður af kommúnistum í öllum lönd- um, var rekinn úr Kominform ásamt öllum flokki sínum. Það var skringilegt fyrirbæri þeg- ar blöð kommúnista um allan heim breyttu Tito úr hetju í svikara á einni nóttu og kom- múnistar, sem áður höfðu hróðugir skreytt sig með heiðursmerkjum Titos, flýttu sér að fela þau. En Titostríðið er samt sem áður alls ekki skringilegt fyrirbrigði, hvorki fyrir Júgóslavíu né Rússland. Það er stríð, þar sem ekki verða gefin grið og þar sem skorið verður úr um það, hvort Moskva eigi öllu að ráða þar sem kommúnistar fara fneð völd, eða hvort átt geti sér jstað, að kommúnistar beri foringjans Markosar hershöfð- 1 ingja, Sem svo mjög hafði ver-1 ið hampað. Og síðar hefur Ko- stov, hinn búlgarski leiotogi Kominforms, hrapað af valda- tindinum. Sama máli gegnir um aðfa minni spámenn innan Kominforms. ÓSIGRAR KOMMÚNISTA í FRJÁLSUM LÖNDUM Kominform stjórnar með i svipu þar sem það hefur völd- in. Annars staðar tapa komm- únistar hröðum skrefum. Sænsku kosningarnar haustið 1948 bættu einum ósigri enn á kommúnista. Sama gerðist í Hollandi. Og jafnvel í Finn- landi, sem er rétt við gin ljónsins, biðu kommúnistar á- takanlegan ósigur. I stéttarfé- lögum frjálsra landa dofna á- hrif kommúnista. Það sannað- ist við seinustu verkföll, sem kommúnistar reyndu að koma af stað á Ítalíu og Frakklandi í mótmælaskyni við Marshall- hjálpina til endurreisnar Ev- rópu. Þróun verkalýðshreyfingar- innar í Þýzkalandi er sérstak- lega athyglisverð á margan hátt. Kommúnistar — og ýms- ir aðrir — bjuggust við, að Þjóðverjar myndu snúast til kommúnisma eftir ósigur naz- ismans, en sú varð þó ekki raunin á. Jafnvel á rússneska hernámssvæðinu varð alþyðu- urinn“ er. Og í þeim hluta Þýzkalands, þar sem kosninga^ frelsi er, eru kommúnistar ger- samlega áhrifalausir. Kosning- arnar á hernámssvæði Vestur- veldanna í Berlín í desember urðu geysilegur sigur fyrir al- þýðuflokkinn og sýndu það, að alþýðuflokkurinn sameinaði verkamenn og frjálslyndu öfl- in. Að miklu leyti stafar þetta af því, að þrátt fyrir sérstök skilyrði, sem sett eru í hinu hernumda Þýzkalandi, hefur alþýðuílokknum tekizt að ná sterkri aðstöðu gagnvart þýzku afturhaldi og þeim sig- urvegurum Vesturveldanna, sem ýmugust höfðu á þýzkum sósíalisma. Það er bæði hernámsyfir- völdum Vesturveldanna og al- þýðuflokknum til sóma, að al- gert málfrelsi var við samn- ingana um stofnun hins nýja ríkis í Vestur-Þýzkalandi og að sú málamiðlun náðist, sem var vel viðunandi fyrir báða. Mun þetta verða grundvöllur lýð- ræðislegrar starfsemi í Þýzka- landi í framtíðinni. Með afstöðu sinni og aðgerð- um í Þýzkalandi í seinni tíð hafa Vesturveldin sýnt, að þau ætla sér ekki að gera sömu skyssur og England og Frakk- land gerðu eftir fyrri heims- styrjöldina, þegar þau neituðu lýðræðisöflunum um svolitla tilhliðrunarsemi, en urðu síðan að beygia sig fyrir afar- kostum Hitlers. Það, að nú er verkamannastjórn í Eng- landi, á auðvitað sinn þátt í þessu. HIN LÝÐRÆÐISLEGA BYLTING í ENGLANDI Síðan sumarið 1945 hefur verkarnannastjórn Attlees set- ið að völdum í Englandi. Hún hefur haft lýðræðislega stefnu, sem miðað hefur að þjóðnýt- ingu og valdið byltingu. Hún hefur fundið leiðir til þess að veita miklum hluta nýlendn- anna frelsi með þeim árangri, að nú hefst samvinna með þeim og fyrrverandi móður- landi á jafnréttisgrundvelli. Inn á við eru gerðar geysilegar þjóðfélagslegar og fjárhagsleg- ar endurbætur, en fullkomn- astar eru þær endurbætur, sem orðið hafa á aðstoð hins opin- bera við sjúka og bágstadda. Um leið hefur endurreisn Eng- lands miðað öruggt áfram. Þetta er lýðræðislegur sósíal- ismi í framkvæmd. En það sem spurt er um í dag er: Verður hægt að halda áfram þessum þjóðnýtingar- framkvæmdum eoa verða þær hindraðar af kosningunum, sem verða í síðasta lagi vorið 1950? Þangað til nýlega benti allt til þess, að alþýðuflokk- urinn hefði ennþá meirihluta kjósenda á bak við sig. Al- þýðuflokksstjórnin hrósaði sigri í langflestum aukakosn- ingum, sem fram fóru, en slíkt er einsdæmi í Englandi. En svo komu sveitarstjórnakosning- arnar og þá beið alþýðuflokk- urinn verulegt tjón. Enginn getur þó sagt með nokkurri vissu, hvort þingkosningarnar fari á sama veg, m. a. vegna þess að í þeim er þátttakan miklu meiri. í kosningabaráttunni 1945 héldu íhaldsmenn því fram, að þjóðnýtingaráform alþýðu- flokksins myndu leiða til einræðis. Svipaðar skoðanir komu fram í öðrum lönd- um. En þetta hefur farið á allt annan veg. Úrslit næstu þing- kosninga í Englandi' eru harla óviss, en engum lifandi manni dettur í liug að gruna enska alþýðuflokkinn um það, að hafa í hyggju að hrifsa til sín völdin með oíþeldi. Sérhver hugsun í þá átt er alger hringa- vitleysa. Kommúnistar í Ték- kóslóvakíu og öðrum Austur- Evrópulöndum beittu ofbeldi, þegar þeir hræddust að meiri hluti þjóðarinnar snerist gegn þeim. í Englandi eru hins vegar allir reiðubúnir að beygja sig undir vilja meiri- hlutans. Lýðræðið er rótgróið. Ef íhaldsstjórn færi næst með völd og hún reyndi að eyði- leggja þær umbætur, sem gerðr ar hafa verið, þá kemur aftnr að kosningadegi og þá er hægí að fá leiðréttingu málanna. Annars hafa íhaldsmenn sjálfir lýst því yfir, að þeir muni ekki snerta við þessum umbótum, t. d. þjóðnýtingu. kolanámanna. Milli lýðræðislegs sósíalisma. og „alþýðulýðræðislegrar“ Kominformstefnu er djúp staðfest. Bilið milli þeirra hef- ur varla nokkurn tíma verið greinilegra en í ár. Vonir þær, sem stóðu til sameiningar mill kommúnista og jafnaðarmanna árið 1945, eru að engu orðnar. Ekki einungis sameining, held- ur einnig nokkur samvinna, var með öllu óhugsandi. Þeir jafnaðarmenn í Austur-Ev- rópu, sem í lengstu lög vonuðu að samvinna gæti tekizt, hafa goldið bjartsýni sinnar. Flest- ir þeirra sitja nú í fangabúðum. KLOFNING ALÞJÓÐASAMBANDS VERKALÝÐSFÉLAGANNA Einnig hefur komið í ljós, að samvinna milli kommúnista og jafnaðarmanna í Alþjóðasam- bandi verkalýðsins hefur reynzt algerlega óhugsandi. Þessi stofnun, sem svo miklar vonir voru tengdar við eítir stríðið, er nú í raun og veru klofin. Kommúnistar vildu nota hana sem áróðurstæki sitt og þegar jafnaðarmenn voru því andvígir klofnaði hún. Á næstu mánuðum munu frjálsu verkalýðssamtökin ákveða hvernig skipuleggja skuli al- þjóðasamstarfið í framtíðinni. Alþýðuflokkarnir óska ekki að mynda neins konar ein- strengingsleg Kominform-sam- tök, sem beita skoðanakúgun og þvinga alla aðra flokka til að fylgja sér í blindni. En hin- ar háleitu hugsjónir, sem eru hyrningarsteinn alþýðuflokk- anna, gera samstarfið eðlilegt og árangursríkt. í flestum löndum Vestur-Evrópu hafa alþýðuflokkarnir ýmist stjórn- arforustuna eða taka virkan þátt í stjórn ríkjanna. Á þann hátt hefur verið hægt að vinna að þjóðfélagslegum umbótum án þess að hafna fýðræðinu og þessar umbætur eru langtum meiri en þær, sem náðst hafa í Austur-Evrópulöndunum. — Stjórnmálalegt og andlegt frelsi, ásamt þjóðfélagslegum. umbótum, eru árangur af bar- áttu alþýðuflokkanna. Fjórir fallnir í ónáð hiá Kominform & Tito marskálkur, Gomulka, Markos, Kostov, Júgóslavía Pólland Grikkland Búlgaría

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.