Alþýðublaðið - 22.09.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.09.1949, Blaðsíða 4
AiMmmMmik Fimmtudagiur (22. sept. 1949 Útgefandi: AlþýSnflokknrinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjómarsímar: 4901, 4902. Augiýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusimi: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan hX Þögnin rofin og grímunni kasiað BLÖÐ SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS, Morgunblaðið og Vísir, eru þessa dagana á góðri leið með að takast á hendur forustuna í baráttunni fyrir gengislækkun miðað við sterlingspundið og leysa þar tneð Framsóknarflokkinn af nólmi. Ráðasf þau í þessu sam- bandi heiftarlega á Alþýðu- flokkinn og gefa forustumönn- um hans þann vitnisburð, að þeir séu heimskingjar og ó- þokkar af því að þeir eru and- vígir slíkri ráðstöfun, sem hefði í för með sér stórfelldar kjara- ckerðingar fyrir verkalýðinn og launþegana, en yrði aftur á móti vatn á myllu auðstétt- anna og forréttindamannanna í þjóðfélaginu. En skriffinnum þessara blaða er alveg óhætt að gera sér grein fyrir því í eitt skipti fyrir öil, að alþýðan í landinu hafur allt aðra skoðun á gengislækkun en auðmennirnir. Alþýðublað- Ið lítur á það sem skyldu sína að verja hagsmuni hennar, vara hana við aðsteðjandi hættu og beina athygli hennar að því, hvað vakir fyrir gengis- lækkunarpostulunum og gerð- ardómshöfundunum í Sjálf- stæðisflokknum og Framsókn- arflokknum. Það lætur sér sannarlega í léttu rúmi liggja, þó að Morgunblaðið og Vísir telji það heimsku og óþokka- skap af Alþýðuflokknum að rækja þessa skyldu. Dómur reynslunnar mun skera úr um það, hvor aðilinn verðskuldi fremur heiti heimskingjans og óþokkans, og Alþýðublaðið bíður þess dóms óhrætt. íhaldið hefur til þessa ekki þorað að taka afstöðu til geng- islækkunarkröfu Framsóknar- flokksins, eftir að stjórnarsam- vinnan rofnaði vegna hennar. Það sýnir betur en nokkuð ann- að, hvílíkur þessi málstaður í raun og veru er. En Sjálfstæð- ísflokkurinn hefur eigi að síður haft mikinn áhuga á því að koma gengislækkun í kring. Björn Ólafsson tók upp baráttu fvrir henni á síðasta alþingi, og íhaldið verðlaunar hann nú fyrir þá frammistöðu með því að skina honum í annað sæti framboðslista síns í höfuð- staðnum. Hins vegar var Sjálf- stæðisflokknum Ijóst, að þjóð- in fordæmdi gengislækkunar- stefnu Framsóknarflokksins. Þess vegna hugsaði hann sér að láta Framsókn eina um ekömmina fyrir kosningar og þegja sem vandlegast um þetta mál sem önnur ágreiningsefni flokkanna, én taka síðan hönd- um saman við Framsóknar- flokkinn eftir kosningar til að framkvæma gengislækkunina osamt honum. Nú hefur gengislækkun Ev- rópuþjóðanna gagnvart doll- arnum aftur á móti valdið því, að íhaldið hefur kastað grím- unni, og Morgunblaðið og Vísir yfirgnæfa Tímann í herópi cínu um nauðsyn þess að enn lengra verði gengið og gengis- lækkun gagnvart sterlings- pundinu einnig framkvæmd. Hér eftir eru því línurnar hreinar, og kjósendur þurfa ekki að vera í neinum vafa um, hvað vakir fyrir báðum íhalds- flokkunum. Þeir eru undir sömu sök seldir og verðskulda einn og.sama dóm við kosning- arnar í haust. Það var óhjákvæmilegt fyrir okkur, að láta íslenzku krón- una fylgja sterlingspundinu vegna útflutnings okkar til Englands, og því varð að lækka gengi hennar gagnvart dollarn- j um. En ekkert knýr okkur til j þess að lækka gengi krónunnar gagnvart sterlingspundinu, þó ! að Sjálfstæðisflokkurinn og | Framsóknarflokkurinn heimti j það. Má og í því sambandi á það benda, að þó að nítján aðrar þjóðir en við íslendingar hafi talið það óhjákvæmilegt, að láta gjaldeyri sinn fylgja sterlingspundinu, er það var lækkað gagnvart dollarnum, er ekki vitað að nokkur þeirra hafi látið sér detta í hug að lækka hann einnig gagnvart sterlingspundinu. En sem sagt: Það hindrar ekki gengislækk- unarpostula íhaldsflokkanna, að heimta nú einnig slíka geng- islækkun íslenzku krónunnar; og alþýða manna verður_ að vera vel á verði gegn fyrirætl- unum þeirra. Hún á þess líka kost við kosningarnar, að veita flokkum þeirra svo eftirminni- Iega ráðningu, að gengislækk- unarkrafa þeirm verði kveðin niður. Gengislækkunarmálið held- ur áfram að vera eitt aðalatriði kosningabaráttunnar, enda hef- ur það verið viðurkennt af blöðum allra stjórnmálaflokk- anna, að breytingin, sem orðið hefur á gengisskráningunni, eé allt annars eðlis en krafa Framsóknarflokksins, sem stjórnarslitunum olli. En Fram- sóknarflokkurinn er bersýni- lega ekki af baki dottinn, og nú hafa blöð Sjálfstæðisflokks- ins fengið málið og opinberað, hvað einnig fyrir honum vakir. Hann hugðist þegja fram yfir kosningar, en gengislækkunar- postular hans hafa komizt á bragðið eftir að gengisfall gagnvart dollarnum hefur átt sér stað, og af þeim orsökum eru skrif Morgunblaðsins og Vísis sprottin. En því betur hafa kjósendur landsins nú einnig orð um þetta mál að segja; og það er ekki óhugsan- legt, að blöð Sjálfstæðisflokks- ins eigi eftir að sjá það, um það ^ er lýkur, að þeim hefði verið betra að þegja, eins og þau ætluðu sér í upphafi. Framboðsfrestur útrunninn. — í öllum kjördæm- um. — Horfur og spádómar. — Verða miklar breytingar? — Breytmgar á fyrirkomulagi út- varpsumræðna. — Vinsæll útvarpsfyrirlesari. Á MIÐNÆTTI s. 1. nótt var( útrunninn frestur til að skila framboðum. Þegar þetta er rit- að, er ekki annað vitað en að Framsóknarflokkurinn og Sjálf stæðisflokkurinn hafi menn í kjöri í öllum kjördæmum. Al- þýðuflokkurinn hefur og einnig alls staðar menn í kjöri, nema j einu kjördæmi, Austur-Skafta- fellssýslu, en um kommúnisía er ekki vitað — og má vera að þeir hafi einnig menn alls staðar í kjöri. AÐ VÍSIJ er kosningabarátt- an þegar hafin, en hún mun þó ekki byrja fyrir alvöru fyrr en upp úr mánaðamótunum og að þessu sinni mun hún verða mjög misjafnlega hörð í kjör- dæmunum. Hörðust mun hún verða þar sem úrslitin eru talin einna tvísýnust, í Reykjavík, Framboð íhaldsflokkanna í Reykjavík ÍHALDIÐ í REYKJAVÍK hef- ur löngum státað af því, að Sjálfstæðisflokkurinn nyti hylli æskulýðsins, og því til sönnunar bendir það á Heim- dall, félag ungra Sjálfstæðis- manna, sem það telur mjög lífvænlegan félagsskap. Og víst er um það, að ýmsir ó- þroskaðir unglingar hafa tælzt í þetta „æskulýðsfélag", einkum eftir að það herbragð var upptekið, að bjóða þeim stöku sinnum til skemmtana og annarra lystisemda í Sjálf- stæðishúsinu við Austur- völl, er mjög lítilla vinsælda nýtur sú starfsemi hjá for- eldrum og uppalendum þessa bæjar. ANNARS HEFUR æskulýður höfuðstaðarins nú fengið að sjá, hvern sóma íhaldið sýn- ir honum í sambandi við framboð sitt hér. Sjálfum „foringja“ ungra íhalds- manna, Gunnari Helgasyni, formanni Heimdallar, hefur verið veitt sú náð, að fá að fljóta með á lista íhaldsins, en ekki var sú rausnin meiri en svo við ungdóminn, að þessum „glæsilega foringja“ var úthlutað 13. sæti á fram- boðslistanum! Auk þess stakk svo Morgunblaðið myndinni af honum undir stól daginn, sem myndir af hinum fram- bjóðendum flokksins voru birtar! ÞAÐ ER RAUNAR fleira tákn- rænt og athyglisvert við framboð íhaldsins í Reykja- vík. Eins og kunnugt er hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn kall að yfir sig háð og spott alls almennings um margra ára skeið fyrir það að kalla sig „flokk allra stétta“. Þetta gerir hann enn. En hvað skyldu svo fjórir fyrstu mennirnir á lista flokksins í Reykjavík, — það eru vænt- anlegir þingmenn hans — til- heyra mörgum stéttum? Svar: Þar eru þrír lögfræð- ingar og einn heildsali! Þetta er framboð „flokks allra stétta“. Fimmta sætið er svo skipað konu, — sjálfsagt ágætri konu, — þótt Vísir hafi verið að dylgja um það, að hún væri enginn „skör- ungur“, en fimmta sætið á lista íhaldsins í Reykjavík telja kunnugir að sé tapað þingsæti, jafnvel þótt í því sæti „skörungur“. FRAMSÓKNARMENN berja sér nú á brjóst og segja: „Rannveig skal inn!“ Svo er nú það. Þá gerir hún að minnsta kosti karlmönnum Framsóknar skömm til, sem aldrei hafa farið á þing fyrir Reykjavík. Eitt af því, Sem Framsóknarmenn telja Rann- veigu mest til gildis, og sjálf- sagt maklega, er það hve lærð hún sé. En eitt virðist ung- frúnni þó hafa skotizt yfir á sinni löngu og miklu lær- dómsbraut; — það er lær- dómurinn um Framsóknar- flokkinn, en þá lexíu hefði hún þó sannarlega átt að „stúdera“ áður en hún gaf kost á sér í framboð fyrir þennan steinrunna afturhalds flokk. Rannveig er sem sagt talin frjálslynd kona, hún hefur unnið ötullega í sam- tökum opinberra starfs- manna, að bættum kjörum launþega ríkis- og bæjar- stofnana, en nú býður hún sig fram fyrir þann flokk, sem hatrammlegast hefur barizt móti því, að þessar stéttir fengu bætt kjör sín. VIRÐIST því augljóst mál, að ungfrú Rannveig þekki lítið til sögu Framsóknarflokks- ins og baráttu hans gegn rétt- indamálum launastéttanna. Ef til vill veit hún heldur ekki um mótstöðu Framsókn- arflokksins við lögin um al- mannatryggingarnar og önn- ur mannúðar og menningar- mál, sem komið hefur verið í gegn þrátt fyrir andstöðu Framsóknarflokksins, og kannske hefur hún aldrei heyrt minnzt á gerðardóm- inn fræga, sem komið var á fyrir atbeina Hermanns Jón- assonar. Sé svo að hún hafi hlaupið yfir alla þessa lexíu um Framsóknarflokkinn, um afstöðu hans til launastétt- anna, vantar hana vissulega kapítula í nám sitt. En sé hún svo fjölfróð og lærð, sem Framsóknarmenn láta, er það næsta ótrúlegt, að hún hafi ekki gluggað eitthvað í þessi fræði, en þá má það líka telj- ast furðu bíræfið af henni, • að bjóða reykvískum launa- stéttum upp á það, að berj- ast fyrir henni í fyrsta sæti á Framsóknarlistanum! EFTIR LANGA OG HARÐA fæðingarhríð var framboðs- lista kommúnista varpað út í heiminn í fyrradag og hefur „foringjanum“ Brynj- ólfi Bjarnasyni, sem Vest- mannaeyingar vildu ekki öðru sinni, verið valið bar- áttusætið á listanum, en Einar fengið að halda fyrsta sætinu, og Sigurður Guðna- son verið dubbaður upp i annað sætið. Aftur á móti er Sigfúsi og Katrínu varpað fyrir borð — það er að segja, þau eru sett í vonlaus sæti, og munu þau nú una hag sín- um illa, sérstaklega Sigfús, sem ber nú beizkju í hug til félaga Brynjólfs fyrir að hafa stjakað sér út af þingi, en í þingsölum kunni Sigfús hið bezta við sig, og hefur löng- um borið í brjósti þrá til ráð- herra stólsins. En þessari vel- líðunarkennd og von hefur hann nú verið sviptur. þar sem hlutföllin munu raskast töluvert milli flokkanna — og verða til þess, að að minnsta kosti eitt þingsæti breytist, ersn fremur í Gullbringu- og Kjósar- sýslu, í Strandasýslu,á Akureyri, Siglufirði, í Vestur-Skaftafells- sýslu og jafnvel í Norður-Múla- sýslu, en ég heyri á kunnugum. að í þessum kjördæmum muni helzt von á breytingum. AÐ SJÁLFSÖGÐU eru menn farnir að spá um úrslitin, en það er eins með kosningar og síldveiðar, að erfitt er að spá fyrirfram. Við Alþýðuflokks- menn teljum þó fullvíst, enda byggt á fregnum úr öllum kjör- dæmum, að fylgi flokksins muni aukast verulega frá því, sem var við kosningarnar 1946 — og að kommúnistar muni tapa verulega fylgi, og sums staðar svo miklu, að nálgist hrun flokksins. UM AÐRA FLOKKA skal lít- ið sagt, en talið líklegt að Sjálf- stæðisflokkurinn vinni að minnsta kosti eitt kjördæmi af Framsókn, en það mun hafa lít- l áhrif á þingmannatölu fiokks- ins, þar sem hér er um að ræða lítið kjördæmi, sem dregur mjög frá við útreikning uppbót- arsæta. í ‘ HAUST á og að kjósa í Noregi og er kosningabaráttan þar byrjuð fyrir nokkru. í fréttum útvarpsins var skýrt frá því, hvernig hagað er þar stjórnmálaumræðum í útvarp. Þar flytja forvígismenn frá hverjum flokki stutt erindi í út- varpið, síðan svara þe:r eitt kvöld fyrirspurnum frá hinum flokkunum, en síðan eru kapp- ræður eitt kvöld. EF TIL VILL væri rétt fyrir okkur að breyta til um fyrir- komulag stjórnmálaumræðna í útvarp. Formið hjá okkur, að hafa harðar kappræður kvöld eftir kvöld gerir umræðurnar þreytandi, svo að líklegt er að menn gefist upp á að hlusta. Fyrirkomulag Norðmanna virð- ist vera miklu betra og þægi- legra — og er athugandi að taka það upp hér. BALDUR BJARNASON sagn fræðingur hefur undanfarna mánuði við og við flutt erindi í útvarpið sögulegs efns, og hef ég orðið var við að erindi þessi líka mjög vel. Þau eru skipu- lega samin, fjalla alltaf um skemmtileg efni og eru flutt af svo miklu látleysi, að óvenju- legt er, en rödd Baldurs er mjög góð í útvarp. Ætti útvarpsráð að ráða Baldur til að flytja á- kveðna útvarpsþætti sögulegs efnis í framtíðinni, eins og verið hefur. Hygg ég að fáir njóti nú jafnmikilla vinsælda í útvarp- inu og Baldur Bjarnason. UTANFÖR. Stjórn ÍSÍ hefur gefið Glímufélagin Ármanni leyfi til að fara utan með hand- knattleikaflokk karla til Finn- lands og Svíþjóðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.