Alþýðublaðið - 22.09.1949, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.09.1949, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. sept. 1949 skápa hefur nú hafið framleiðslu kæli- skápa, skáparnir eru að útliti eins og myndin sýnir. Stærð skápsins er :Utanmál:D 61 cm., B = 58 cm., H = 116 cm.,ýath. að yfir skápnum þarf að vera áutt rúm minnst 15 — 20 cm. Rúmmál skápsins er 85 lítrar. Kæliskápur er framleiddur í náinni samvinnu við A/B. Elektrolux I Svíþjóð og er kælitækið fengið það- an. Kæliskápurinn er algerlega laus, enginn hreyfill er notaður, en kuldi framleiddur með hita. Búist er við að afgreiðsla geti haf- ist í nóvember þ. á., en þar sem efn- isbirgðir eru mjög takmarkaðar má búast við að ekki verði hægt að full- nægja eftirspurn nema að litlu leyti. Þér, sem hafið hug á að eignast Rafa-kæliskáp, útfyllið pöntunar- beiðni hér fyrir neðan, leggjið hana í umslag og sendið það: Rafha, Hafnarfirði. Sendið pöntunarbeiðni fyrir 1. nóvember. Ath. Ekki verður tekið á móti pönt- unum í síma. Kæliskápurinn kostar unni í Hafnarfirði kr. umbúða. verksmiðj 1.800.00 an PÖTttuBabbeiðni: Undirritaður óskar hér með að panta 1. stik. Rafha- kæliskáp, Gerð L—301. Nafn ......................................... Heimilisfang ......................... Stærð fjölskyldu.............. yrja handavinnukennslu 1. október í Skólastræti 1. Sigríður Erlendsdóttir ,Miðtún 4, sími 6101. NAOMI JACOB GáHUR Sf þeirri áætlun, sem ég gerði um þetta kvöld, ættuð þér að vera í. faðmi mér um þetta leyti! Á ég að aka yður heim?“ Tíu dögum síðar kom hann inn á verkstæðið og sagði: „Ég hef fréttir' að færa. Ég er að fara til Ameríku. Stjórn- in er svo vingjarnleg að óska eftir skoðun minni á flugvél- um, sem verið er að smíða. Yður mun áreiðanlega líða vel hjá Carter, Willis og hinum verkstjórunum. Þeir bera mikla virðingu fyrir yður“. Kitty varð forviða á því, að hún fann til í hjarta sínu við pessi tíðindi. Síðan um kvöld- ið, sem þau óku samaii út í sveit, hafði samband þeirra verið vinsamlegt, en heldur ekkert meira. Hún elskaði hann ekki — hún myndi aldrei elska hann, — en samt sem áður varð hún hálfringluð af þeirri tilhugsun, að hann skyldi vera að fara. Hún hugsaði reiðilega: „Hvílíkt flón er ég! Ég vil flýja með héranum og elta með hundunum — og svo verð ég fyrir vonbrigðum, þegar ég kemst að raun um, að það er ómögulegt!“ „Verðið þér lengi í burtu?“ spurði hún. „Um það bil þrjá mánuði“, sagði hann. „Þá verður stríðinu ef til vill lokið“, sagði hún. „Nei, látið yður ekki dreyma (im það — góða mín — ekki á næstu þrjátíu mánuðum, hvað þá* þremur. Ég sé vður áður en ég fer“. Viku síðar kom hann inn til hennar og sagði, að hann færi daginn eftir. „Ég ætla fljúgandi. Ég hef aldrei flogið áður. Hugsið yður það! Líf mitt virðist vera æv- intýraríkt um þessar mundir. Verið þér sælar — kæra Kitty. Gætuð þér hugsað yður að vera svo örlátar að kyssa mig?“ „Ég hata það — þegar þér talið svona!“ sagði hún og roðnaði. „Þá ætla ég ekki að segja orð“, sagði hann og tók hana í faðm sér og kyssti hana. Hann hélt henni um stund í faðmi sér og hvíslaði: „Þá hefur að minnsta kosti þessi draumur rætzt. Vertu sæl •— elsku Kitty“. IV. KAFLI I. Oliver Hallam offursti teygði úr fótunum og stundi af ánægju. „Það er gott að vera kom- inn aftur til Róm. Hvílík borg! Þakkaðu guði, að við skyldum ekki þurfa að jafna hana við jörðu. Ég er hræddur um, að manni hefði gengið érfiðlega að standa augliti til auglits við siðmenninguna, ef við hefðum gert það“. „Samt sem áður fiftnst mér — frá mínu sjónarmiði séð — að Róm eigi ekki skilið neitt betra en aðrar borgir“, sagði Patterson majór. „Þó áð Róm sé af tilviljun aðálbækistöð rómverks-kaþólsku kirkjunn- ar, á það ekki að hafa neitt að segja í reglulegri styrjöld. Skoðun mín er sú-------:--- ~-,,Skoðun þín er sú, karl rninn, að allt eigi að skjóta nið- uc-til fjandans. Mín skoðun er aftúr á móti sú, að Róm sé «kki eingöngu ítölsk eign held- ur-sameiginleg eign og stolt állsjieimsins. Við hefðum ekki émvörðungu rænt ítali, heldur alla heimsmenninguna mikium srfi“. fpt*# ... S/Hann dreypti á vínglasi. f „Þetta var gott! Júní í Róm frefst þess, að maður drekki talsvert af víni. Viltu annan?“ Ungur maður með ljósrautt hrokkið hár kom til þeirra. Hann hafði skemmtilegan svip — var freknóttur — og hann drap tittlinga, þegar hann tal- aði. ,. „Nei, sjáið þér til, Blandon majór“. Blandon settist og lagði þendur á hnén. . „ítalski liðsforinginn er þominn“, sagði hann. „Lagleg- pr náungi og kornungur. Tutt- ugu og tveggja eða þriggja ára gamall. Snotur piltur og tal- ar ensku eins vel og ég“. „Sem reyndar þarf alls ekki að gefa til kynna mikla kunn- áttu“, sagði Patterson. - „Hvaðan kemur hann og hvað heitir hann?“ spurði Oli- ver, *■ „Hann er hertogi. Ætli her- "togarnir hérna séu eins dramb- látir eins og okkar? Ég á við —- ætli hann sé eins mikill karl eins og hertoginn af Nor- folk — til dæmis?“ : „Ég veit ekki fyrir víst“, svaráði Patterson. „Ekki hvað nertir hertogann af Norfolk, ,’en ég held áreiðanlega, að her- föginn af Argyle sé mikilvæg- ari persóna“. ' ,.Guð minn góður — her- 3ogi!“ sagði Oliver. „Við verð- 'um að kunna að hegða okkur. Uváð heitir hann9“ „Gradisco, herra minn. Hann hefur heila keðju af for- höínum og alls konar titlum. En þetta er duglegur náungi, — það get ég fullvissað ykkur um“. .,Gradisco“, endurtók Oliver. ,,Ég þekkti einu sinni mann með þessu nafni — fyrir löngu síðan •—■ í fyrra stríði“. „Þessi náungi er miklu yngri en svo, að hann hafi tekið þátt í fyrra stríði“. Oliver lauk úr glasi sínu, bauð góða nótt og gekk heim á Grand Hótel, þar sem hann bjó í nokkra daga, þangað til komið hafði verið einhverju lagi á herbúðirnar, sem her- sveit hans átti að fá við Via Appia Nuova. Róm var full a£ hermönnum. Þeir voru alls staðar. Verðið í búðunum hafði stigið geysilega síðan þeir komu, en það fældi þá ekki frá að eyða peningum skefjalaust. Gradisco — hertoginn af Gradisco — ungur maður — tuttugu til tuttugu og tveggjá ára. Það gátu alls ekki tveir hertogar heitið sama nafni. Nafnið ómaði fyrir eyrum hans, þrátt fyrir allar tilraunir hans til þess að hugsa um ann- að. Blandon, hann yrði ágætur. Hann var duglegur piltur og hermönnunum þótti vænt um hann. Þeim þótti vænna um hann en Patterson, því að þeim féll heldur illa hin skozka kímni hans. Ekki svo að skilja, að Patterson væri ekki ágæt- ur liðsforingi. Það var ekki hægt að hugsa sér betri her- mann. Gradisco — hertogi------------ Loksins Róm! Þetta hafði svo sem ekki verið nein skemmtiferð og miklu verri en þeir höfðu átt von á. ítalir höfðu gefizt upp. Þeir voru skoðaðir sem bandamenn og þeim var lofað „heiðvirðu sæti meðal Evrópuþjóðanna“. Aum- ingjarnir! Þeir höfðu verið grátt leiknir. Jafnvel nú virt- ust þeir vera sundraðir milli þess sem eftir var af fasisma og stjórnar Badoglios. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna. verður haldinn í fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík í kvöld fimmtudaginn 22. september kl. 8,30 s. d. í samkomusal Landsmiðjunnar við Sölvhólsgötu. Fundarefni: 1. Viðhorf verkalýðshreyfingarinnar til gengislækkunar- Önnur mál. Fulltrúar eru beðnir að fjölmenna og mæta stundvíslega. Stjórnin. Faxi s.f. óskar eftir tilboðum í efni og smíði 48 hurða úr tré í síldarverksmiðjuna við Örfirisey. Útboðslýsingar má vitja á teiknistofu Almenna byggingafélagsins h.L, Borgartúni 7. Tilboðum sé skilað þangað, eigi síðar en n.k. mánudag kl. 11,30. Faxi s.f.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.