Alþýðublaðið - 22.09.1949, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.09.1949, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 22. sept. 1949 ALbYÐUBLAÐIfí 7 Krónan 'Framhald af 1. síðu. fram úr efnahagsvandræðum þeirra. Utan Bretlands geta menn líka rætt málið frá báð- um hliðum. Eru t. d. í Banda- ríkjunum háværar raddir, sem fordæma þessa ráðstöfun vegna þess, að það gerir brezkar vör- ur auðseljanlegri á amerískum markaði og torveldar um leið útflutning amerískra vara, sem liækka í verði. En í Bandaríkj- unum eru einnig þau sjónarmið áberandi, að gengislækkun pundsins hafi verið óumflýjan leg nauðsyn, ef koma eigi á gjaldeyrisjafnvægi milli sterl- ingspundasvæðisins og dollara- svæðisins. Sé gengislækkunin þannig einn liður í baráttu Breta að því takmarki, sem brezka stjórnin hefur sett sér að ná, árið 1952, er Marshall- hjálpinni lýkur. KRÓNAN VARÐ AÐ FYLGJA En þótt inenn kunni að vera ósammála um ákvörðun brezku stjórnarinnar um gengislækk- un getur varla ríkt neinn skoð anamunur um, að íslenzka krónan varð að fylgja sterlingspundinu, úr því að gengi þess liafði verið fellt. ísland hefur tiltölulega meiri viðskipti við Bretland en flest, eða jafnvel öll, önnur lönfl. Árið sem leið keyptu Bret ar um helming af útflutnings- verðmæti okkar og auk þess var mikið af útflutningnum til meginlandslanda greitt í pund- um. Af heildarútflutningnum 1948 var 80—90% til Bretlands og landa, sem hafa fellt gjald- eyri sinn gagnvart dollar í sama hlutfalli og átt hefur sér stað um pundið. Getur af þess- um ástæðum ekki orðið um annað að ræða en að íslenzka krónan fylgdi pundinu, þ. e. a. s. að pundagenginu verði hald- ið óbreyttu, en krónan gagn- vart dollar lækki um 30%. Væri gengi krónunnar gagnvart doliar haldið ó- breyttu, mundi það sam- SK1PAUTG6RÐ RIKISINS M.s. „Esja" austur um land til Siglufjarð- ar hinn 27. þ. m. Tekið á móti flutningi til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Bakkafjarðar, Þórshafnar, Raufar, Kópaskers og Húsavík ur á morgun og árdegis á laug- ardag. Pantaðir farseðlar ósk- ast sóttir árdegis á laugardag. Starfstúlka óskast í Eilliheimili Iíafn- arfjarðar 1. október. Upp- .lýsingar hjá forstöðukon- unni sími 9281. stundis leiða til 30% verð- lækkunar í ísl. krónum á langmestum hluta útfjutn- ingsins. Ef einhver væri, sem í al- vöru vildi halda því fram^ að ríkisstjórnin hefði getað tekið einhverja aðra afstöðu til þessarar gengisbreyting- ar en hún gerði, ætti sá hinn sami að svara þeirri spurningu, livort hann tglji, að íslenzka þjóðin hafi efni á því að selja t. d. frýstan fisk til útflutnings fyrir lægra verð heldur en sjó- mennirnir og útgerðarmenn- irnir þurfa að fá fyrir sam- svarandi magn af fiski úr sjó. Freðfiskverðið til Bretlands er nú kr. 2.40 á kg. fob, en myndi, ef gengi ísleiizku krónunnar gagnvart dpllar hefði verið haldið óbreyttu, Iækka niður í kr. 1.67, en hráefnið í kíló af freðfiski kostar hins vegar kr. 1.76. Svipað má segja um togara- fiskinn og raunar allar okk- ar útflutningsvörur.. Afleið- ingin af óbreyttu doilara- gengi myndi því hafa orðið stöðvun útflutningsfram- leiðslunnar, atvinnulcysi og glundroði í efnaliagsmálum landsins. ÁHRIF DOLLARAHÆKK- UNARINNAR Að svo komnu verður ekki spáð rneð neinni vissu hvaða á- hrif þessi gengisbrevting heíur á afkomu landsins. Þar sem hér er aðeins um gengislækliun gagnvart dollar að ræða er eðlilegt að áhrif hennar tak- markist fyrst og fremst við inn flutning frá Ameríku og út- flutning okkar þangað. Af neyzluvörum eru nú aðeins keyptar frá Bandaríkjunum hveiti, hrísgrjón og baunir, og hækka þær eðlilega nokkuð í verði. Talsverðar birgðir eru til af hveiti í landinu, sem auð vitað er búið að greiða, og hafa verið gerðar ráðstafanir til að þær dreifist sem jafnast. Siðan um mitt ár 1948 hefur hveiti lækkað talsvert í verði og verð ur því verðhækkunin nú ekki eins tilfinnanleg' og ella. Síð- ustu mánuði hefur verð á smjörlíki verið lækkað um kr. l. 45 hvert kíló, vegna hag- kvæmra innkaupa á smjörlíkis- olíum frá Bandaríkjunum.; Má nú búast við, að verð á srpjör- iíki hækki aftur, er hráéfnið hækkar í ísl. krónum. Megnið af neyzluvörunum er hins veg- ar flutt inn frá Evrópuríkjum, svo sem rúgmjöl, haframjöl, vefnaðarvörur, skófatnaðúr o. m. fl., og má búast við að verð- lag þeirra verði óbreytt. 'i Annar innflutningur frá Bandaríkjunum er aðalega vara hlutir í bifreiðar og vélaiy land búnaðarvélar, dráttarvélar, pappír til fiskumbúða, srnurn- ingsolía, fóðurbætir, járn og stál. Margar þessar vörur eru ,ekki fáanlegar frá öðrum við- skiptalöndum okkar, en um þær vörur, sem framleiddar eru líka í Evrópi^, mun það gilda, að verðlag þeirra þrátt fyrir gengislækkunina mun mega teljast öllu hagkvæmara frá Ameríku. En þar eð munur á verðlagi Ameríku og Evrópu hefur nú stórum minnkað og í sumum tilfellum alveg horfið er miklu auðveldara fyrir inn- ílutningsyfirvöldin að beina innflutningnum sem allra mest til Evrópu, eins og gert hefur verið undanfarin ár. Gengisbreyting gagnvart dollar mun tvímælalaust greiöa fyrir útflutningi íslenzkra af- urða til Bandaríkjanna. Sala á freðfiski verður væntanlega mun hagstæðari en verið hefur og standa einnig vonir til að selja megi nokkuð magn af þorskalýsi til Bandaríkjanna, en það sem af er þessu ári hefur þessi þorskalýsismarkað- ur okkar verið mjög lélegur. Þá opnast nú nýir möguleikar fyrir sölu á fisk- og sildar- mjöli og kanske öðrum afurð- um, og er nauðsynlegt að ís- ienzkir útflytjendur noti þá til fulls. Þegar fram líða stundir, munu áhrif gengisbreyting- arinnar ’ væntanlega koma fram í auknum útflutningi til Ameríku og rninni inn- flutningi þaðan og skapa þannig meira jafnvægi í við skiptum milli landanna. TVENNT ÓLÍKT. Þegar rætt hefur verið liér á landi að undanförnu um gengislækkun, hefur á- valt verið við það átt, að lækka íslenzka krónuna ein- liliða gagnvart öllum öðrum útlendum gjaldeyri. Er aug- ljós sá mismunur, sem er á þeirri gengisbreytingu og þessari, sem nú hefur átt sér stað. Nú breytist gengi íslenzkrar krónu ekkert gagnvart öllum okkar aðalviðskiptalöndum heldur aðeins gagnvart Banda- ríkjunum og þeim örfáu lönd- um, sem þeim fylgja, en við þessi lönd hefur ísland nú lítil viðskipti tiltölulega. Áhrif þessarar gengisbreyt- ingar annars vegar á verð- lag innfluttra vara og af- komu almennings og hins vegar á verðlag útfluttra vara og afkomu atvinnuveg anna, eru því hverfandi lít- il samanborið við einhliða lækkun íslenzkrar krónu gagnvart öllum erlendum gjaldeyri. Vandamál sjávarútvegsins i sambandi við viðskipti við sterlinglöndin eru því jafn ó-' leyst eftir sem áður. Hins veg ar er þess að vænta að stöðv- un og þar af leiðandi atvinnu- leysi hafi verið afstýrt með j bessari ráðstöfun, án þess að lífskjör almennings hafi verið skert svo nokkru nemi. Framvegis verður smurstöð okkar við Sætún 4, opin frá kl. 8 árd. til 12 síðd. — Á laugardögum frá kl. 8 til 4 e. h. Olíuhreinsunarstöðin h.f. Sími 6227. Þeir, sem hafa haft geymsluhólf á leigu síðastliðið ár, eru vinsamlegast beðnir að endurnýja, eða segja upp hólfaleigunni fyrir 25. septemher n.k. Þeir núverandi leigendur, sem ekki láta til sín heyra fyrir tilsettan tíma, skoðast sem leigjendur áfram og verða þá að greiða fyrir hólfin, hvort sem þau verða notuð eða ekki. Sökum þess hve hólfleigan hefur aukist, höfum við nú séð okkur færst að lækka leiguna verulega frá að und- anförnu. Virðingarfyllst Matvælaqeymslan h.f. Sími 7415. Gengislækkun sterlingspunds (Frh. af 5. síðu.) hækka gengi dollarsins vegna þess, að Bretar hafa hæklcað gengi hans lijá sér. Það, sem gerzt liefur, er, að Bretar hafa lækkað gengi gjaldeyris síns gagnvart dollar, þ. e. hækkað verð dollars hjá sér. Afleiðing þess er sú, að við verðum líka að hækka dollarinn hjá okk- ur, þ. e. lækka krónuna gagn- vart dollar, ef við viljum halda 1 genginu á sterlingspundi ó- 1 hreyttu. Eina ráðið til bess að komast hiá bví að hækka doll- arinn væri að lækka sterlings- nundið, en öllum á að geta komið saman um, að það komi ekki til greina, þar eð það mundi stöðva útflutningsfram- ieiðsluna og valda atvinnu- ieysi. Hækkun dollarsins og sú' verðhækkun, sem af henni' kann að leiða, er okkur því algjörlega ósjálfráð. Hún er jafnóviðráðanleg og það, ef verðlag hefði skyndilega hækkað samsvarandi í Banda- ríkjunum. Vörur frá Banda- ríkjunum munu hækka í verði. En útflutningur til Bandaríkj- anna mun vafalaust aukast eitthvað, svo að dollaratekj- urnar munu aukast. Ef þær aukast svo mikið, að hægt vcrður að kaupa ýmsar vörur, r.em undanfarið hafa verið Eíeyptar frá ,,clearing“ lönduni við mjög háu verði, frá Banda- ríkjunum í staðinn, er engan veginn víst, að nokkur verð- hækkun liljótist hér innan lands af þessari hækkun doll- arsins, og mun reynslan skera úr því. Undanfarið hefur verið rætt allmikið um gengislækkun krónunnar í blöðum og manna á milli. Það, sem þá hefur ver- ið átt við. er auðvitað almenn gengislækkun krónunnar. þ. e. hækkun á öllum erlendum gjaldeyri, og þá fy,rst og fremst pundi, sem er aðalviðskipta- gjaldeyrir þjóðarinnar. Það, sem hér hefur gerzt nú, er auðvitað ekki slík gengislækk- un, svo sem ljóst má verða af því, sem sagt hefur verið að framan. Gengi sterlingspunds, aðalviðskiptagjaldeyris þjóð- arinnar, er óbreytt. Það, sem hér hefur verið gert, hefur ver- ið gert vegna breytinga, sem orðið hafa annars staðar,-og ís- lendingar hafa ekki getað haft nein áhrif á. ÍÞRÓTTABÆKUR ÍSÍ. Að- alútsala á þeim er nú í Bóka- verzlun ísafoldar, Rvk. En eins og áður geta Sambandsfélög ÍSÍ sent pantanir sínar í skrif- stofu ÍSÍ, Amtmannsstíg 1, Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.