Alþýðublaðið - 27.11.1949, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.11.1949, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐÍÐ Sunnudagur 27. nóv.'1949 --------------------1 Leifdéías Reykjavíkur Hringurinn Sýning í kvöld klukkan G. Miðasala í dag frá klukkan 4—7. Sími 3191. ynnin frá r Menníamálaráði Islands. Umsóknir um „námsstyrki samkvæmt ákvörðun Menntamálaráðs“, sem væntanlega verða veittir á fjár- lögum 1950, verða að vera komnar til skrifstofu ráðsins að Hverfisgötu 21 eða í pósthólf 1043, Reykjavík, fyrir 1. janúar næstkomandi. Um úthlutun námsstyrkjanna vill Menntamálaráo sérstaklega taka þetta fram: 1. Námsstyrkirnir verða eingöngu veittir íslenzku fólki til náms erlendis. 2. Framhaldsstyrkir verða alls ekki veittir, nema um- sókn fylgi vottorð frá skólastjóra eða kennara um skólavist umsækianda. 3. Styrkirnir verða ekki veittir til þess náms, sem hægt er að stunda hér á landi. 4. Tilgangslaust er fyrir þá að senda umsóknir, •iern þegar hafa hlotið styrk fjórum sinnum frá Ménnta- málaráði eða lokið kandidatsprófi. 5. Umsóknirnar verða að vera á sérstökum eyðublöð- um, sem fást í skrifstofu Menntamálarácfe og íf*á sendiráðum íslands erlendis. Prófskírteini og önnur fylgiskjöl með umsóknunum þurfa að vera staðfest eftirrit, þar sem þau verða geymd í skjalasafni Menntamálaráðs, en ekki endursend. Aialfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn annað kvöld klukkan 8,30 stund- víslega í Sjálfstæðishúsinu. Dagskrá: 1. Verfjuleg aðalfundarstört 2. Önnur mál. Félagar sýni skírteini við inngar);inn. Stjórnin. NÝJU OG GÖMLU DANSARNIR í G.T.-húsinu í kvöld kl. 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6,30 e. h. Hin vinsæla hljómsveit, stjórnandi Jan Moravek, sem jafnframt syngur danslagasöngva. Auglýslð i Al^ýðubSaðlnu ÁLPHONSEDAUDET S APP og af ítölsku þorpi. Og þegar hann fór til pósthússins, neydd- ist hann ætíð til að hlusta á sömu leiðigjörnu endurtekn- ingarnar við hvert valt stein- þrep við hverjar dyr. Hann varð að hlusta á sömu þvæluria í öllum gömlu körlunum, sem voru skakkir og snúnir eins og tré, sem standa áveðurs, og eátu og létu handleggina hvíla á milli hnjánna. Og sama söngl- ið var í gömlu kerlingunum. Það var eins og hökur þeirra væru úr gulnuðum harðviði undir þröngu húfunum, sem þær höfðu á hausnum. Og litlu augun þeirra glömpuðu og glitruðu líkt og eðluaugu í sprungum gamalla veggja. Það mátti alltaf heyra sömu harmatöluna um dauða vínvið- arins og möðrunnar, sýkina í móberjatrjánum — hinar sjö plágur Egyptalands, er væru að eyða hinu fagra Provence- héraði. Hann fór stundum aðra leið heim, til þess að. forðast fólkið. Hann gekk þá eftir I bröttu stígunum, sem liggja meðfram hinum stóru veggjr um Páfakastalans. Þetta voru auðir stígar og mannlausir. Runnarnir uxu yfir þá, einnig hið hávaxna Saint-Rochgras, er kemur að notum sem lækn- ing við hringormi. Þessi afkimi , miðaldanna var einkar heppi- legur staður fyrir gras þetta. Það óx þar í skugganum af hinum risavöxnu rústum, sem gnæfðu yfir veginn. Þá hitti hann venjulega séra Malassagne, sem var að koma frá messu. Hann stikaði af á- kefð löngum skrefum niður hlíðina. Flibbinn hans var skakkur, og hann hélt hemp- unni uppi með báðum höndum vegna þyrnanna og illgresisins. Presturinn stanzaði venjulega og rausaði um guðleysi sveita- fólksins og hið svívirðilega framferði bæjarstjórnarinnar. Hann úthellti formælingum sínum yfir akrana, nautpenng- inn og fólkið — frávillinga, sem sæktu ei lengur guðsþjón- ustu græfu dauða án sakra- mentis og reyndu að lækna sína eigin kvilla með dáleiðslu og andatrú til þess að komast hjá kostnaði í sambandi við prestinn og lækninn. „Já, herra minn, andatrú! Svo djúpt er sveitaíólkið sokk- ið í Comat! Og þið búizt við því, að vínviðurinn ykkar sýk- ist ekki!“ Jean, sem ef til vill var með opið, brennandi bréf frá Fanny í vasa sínum, hlustaði jafnan með svip, er sýndi, að hann var annars hugar. Hann fiýði und- an ræðu prestsins eins fljótt og mögulegt var, snéri heim til 1 Casteletsetursins og kom sér vel fyrir í klettasprungu, en þær eru venjulega nefndar gil í Provence. Klettasprungan var í skjóli fyrir vindinum, sem blæs þar um allt og saínaði saman hlýjunni af sólargeisl- unum, sem klettarnir vörpuðu frá sér. Hann valdi afskekktustu og eyðilegustu klettasprunguna, þar sem purpuraeikur og bróm- berjarunnar uxu í einni bendu. Þar lagðist hann niður til að iesa bréfið. Og óljós ilmur bréfsins, blíðuorðin og draum- fiýnirnar, sem slíkt vakti í hug hans, höfðu lostaþrungin, á- feng áhrif á hann, er hleyptu ólgu í blóð hans og orsökuðu svo máttuga hvikskynjan, að honum virtist allt umhverfið sópást burt sem gagnslaus leik- sviðsútbúnaður -—- áin, eyja- klasarnir, þorpin í dalverpuum lágu fjallanna, allur hinn risa- stóri dalur, þar sem öflugur vindurinn elti sólargeislana og rak þá í ljósöldum á undan sér. Jean var nú kominn í svefn- herbergi þeirra gegnt járn- brautarstöðinni með gráa þak- inu. Hann var algerlega á valdi blíðuatlotanna, hinnar trylltu ástríðu, sem kom þeim til að þrýsta hvoru öðru að sér með með krampatökum drukknandi manns. Skyndilega heyrði hann fóta- tak á stígnum og tæran hlátur. „Þarna er hann!“ Systur hans komu þá í ljós, Þær stóðu ber- fættar í lynginu, og í fylgd með þeim var gamla Krafta- verkið. Seppi var eins stoltur og skrattinn sjálfur vegna þess, að hann hafði getað rakið slóð húsbónda síns. Hann dínglaði rófunni sigri hrósandi, en Jean rak hann venjulega í burt með sparki og afþakkaði boð telpn- anna um feluleik, sem þær orð- uðu feimnislga við hann. Og þó alskaði hann þessar litlu tví- burasystur sínar, sem sáu ekki eóli'na fyrir þessum stóra bróð- ur sínum, er dvaldi svo langt í burtu. Hann var aftur oroinn barn þeim til skemmtunar, ntrax og hann kom heim. Hon- um fannst mótsetningin í útliti laglegu telpnanna skemmtileg. Þær voru fæddar á sama tíma, gn voru samt svo ólíkar. Önnur var hávaxin og dökkhærð, með hrokkið hár, dulhneigð og þrá. Það var hún, sem hafði fengið bá hugmynd að sigla af stað í bátnum, þar eð henni hafði fundizt frásögn séra Malas- sagne æsandi. Og þessi litía, „egypzka“ María hafði dregið hina ljóshærðu Mörtu inn í ráðabrugg sitt, Marta var blíð- lynd, eftirlátssöm telpa, er.líkt- tst móður sinni og bróður. Hann lifði nú í minningum sínúm, og gramdist honurn hryllilega að finna þessi .sak- Ieysislegu blíðuatlot telpnanna blandast saman við fíngerðan ilminn, sem bréf ástmeyjar iians hafði flutt með sér inn í hug hans. Hann sagði: „Nei, látið mig vera. Ég verð að vinna.“ Og hann hélt heimleið- is og ákvað að loka sig inni í herbergi sínu, en þá kallaði faðir hans til hans, um leið og hann gekk fram hjá: „Ert þetta þú, Jean? Hlust- aðu á þetta.“ Pósturinn færði venjulega föður hans nýja orsök depurð- ar. Hann var þunglyndur mað- ur að eðlisfari, og líf hans í Austurlöndum hafði vanið hann á hátíðlega þögn, sem hann rauf sundum snögglega með endurminningunum: „Þegar ég var ræðismaður í Hong Kong.“ .... Þessar end- urminningar blossuðu upp og dóu út eins og neistar af göml- um drumbum í arineldinum. Jean hlustaði á föður sinn lesa morgunblöðin og ræða efni þeirra, en stafði á meðan á eft- irmyndina af styttu Caoudals af Sappho á arinhillunni. Hún sat og vafði handleggjun- um um hné sér. Harpan lá við hlið henni —- 'ÖLL HARPAN. — Þetta var eftirmynd úr bronsi, sem keypt hafði verið fyrir tuttugu árum, um þáð leyti, er endurbætur höfðu verið gerðar á Casteletsetrinu. Og þessi bronsstytta, er hafði gert hann hugsjúkan í París, vakti hja honum ástarþrá. Hún kom honum til að þrá að kyssa þessar axlir, opna þessa köldu, þjálu lófa og heyra hana segja við hann: „Sappho fyrir þig, en fyrir engan nema þig!“ Þessi freistandi likami reis upp fyrir framan hann, er hann gekk út, gekk við hlið hans og bergmálaði fótatak hans í breiðum, íburðarmikl- um stiganum. Dingullinn í gömlu klukkunni nefndi nafn Sappho í hvert skipti, er hann sveiflaðist. Vindurinn’ hvíslaði nafn hennar eftir löngum, köld- um, steinlögðum göngurn húss- ins. Hann fann nafn hennar í -öllum bókum sveitabókasafns- ins á heimilinu, gömul bindi með rauðum endum, þar sem enn mátti sjá kfesstar við bók- bandsþráðinn leifar frá máltíð- um, er hann hafði neytt í bernsku. Og þessi þráláti minjagripur um ástmey hans elti hann jafnvel inn í svefn- herbergi móður hans, þar sem Divonne var að greiða fagurt, hvítt hár sjúklingsins. Hún greiddi það aftur frá andliti hennar, sem enn hélt sínum ró- lega svip og bjarta litarhætti, þrátt fyrir hinar stöðugú*‘og margvíslegu þjáningar. . G O L i A T

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.