Alþýðublaðið - 06.01.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.01.1950, Blaðsíða 1
Veðurhorfur: Austan og norðaustan stinn- ingskaldi. Hvassviðri með köflum. Dálítil rigning eða slydda öðru Iivoru. XXXI. árgangur. Föstudagur 6. janúar 1950. 4. tbl. « ornar ♦ Ráðstafanirnar til st/rktar bátaúfveginum: Bandaríkin mvm "Alþýðuílokkurinn gagnrýnir har Mun hvorki senda her né hernaðarráðu- nauta til Formosu, sagði Truman í gær BANDA.EÍKIN munu hvoriki senda her né hern- aoarráðunauta til For- mosu og yfirieitt ekki gera hjáfpa iúgésíavíu gegn árás, ei þau verða beðin þess lega hina miklu hækkun sölu- 'skaftsins, ef Sögin verða framlengd neitt það, sem gæti dreg- ið þau inn í borgarastyrj- öldina í Kína, sagði T'ru- man Band'aríkjaforseti í viðtali (við bl'aðamenn í Washingtcn í gær. Umoiæli nýs sendi herra Bandaríkj- anna í Belgrad. MIKLAR UMRÆÐU8 urðu um „bráðabirgðalausn“ ríkis- stjórnarinnar á fundi neðri deildar alþingis í gær, þegar frum- varpið um ríkisábyrgð á útflutningsvörum bátaútvegsins og fleira kom þar til fyrstu umræðu. Stefán Jób. Stefánsson flutti aðalræðuna af hálfu Alþýðuflokksins og lýsti yfir því, að Al- Truman bætíi því við, að Bandaríkin myndu virða landa mæri kínverska ríkisins, enda ætluðust þau til þess sama af öðrum. Móti íhlutun Embælfisafsögn Pa- pagos varð stjérn Diomedes að ialli Truman. GEORGE ALLEN, nýskip- aður sendiherra Bandaríkj- anna i. Bclgrad, Iét svo um mælt í London í gær, að öryggi og sjálfstæði Júgóslavíu væri nú augljóslega ógnað af Rúss- landi; og því tæki sú ákvörðun Bandaríkjanna, að hjálpa, hverju því ríki, sem á væri' fáðizt, að sjálfsögðu einnig til Júgóslavíu. Allen kvað Bandaríkin gera sér það fullkomlega ljóst, að Júgóslavía væri nú marxistískt ríki; en þau teldu ekki, að neinu ríki ætti að haldast það uppi að kúga annað, með of- beldi eða hótun um ofbeldi. Og þau myndu einnig skoða það sem árás og ofbeldi við Júgó- slavíu, ef uppreisn þar yrði studd af öðru ríki. En að sjálf- sögðu myndu Bandaríkin því aðeins koma Júgóslavíu til hjálpar, að þeim bærist beiðni frá stjórn hennar þar að lút- andi. þýðuflokkurinn væri fylgjandi því, að bátaútveginum yrði tryggt ábyrgðarverð eins og undanfarið, en andvígur þeim ráð- stöfunum, sem gert er ráð fyrir eftir 1. marz, ef löggjöf um frambúðarlausn hefði þá ekki verið samþykkt. Emil Jónsson taldi, að liækkun söluskattsins yrði óhæfilega mikil, ef hinar boðuðu tekjuöflunarleiðir kæmu til framkvæmda eftir 1. marz, því að þær veittu ríkissjóði allt að 60 milljón króna tekjur, en útgjöldin vegna hækkunar ábyrgðarverðsins yrði ekki nema í mesta Ia"i 20 milljónir. Stefán Jóh. Stefánsson flutti ýtarlega ræðu um þetta mál og rakti í meginatriðum afskipti alþingis af fiskábyrgðarverð- Inu undanfarin ár. Hann kvað augljóst, að alþingi yrði að hlutast til um rekstur bátaút- vegsins með því að tryggja hon um visst fiskábyrgðarverð, þar eð hann aflaði mikils gjaldeyr- ts og veitti atvinnu í stórum stíl. Hins vegar lýsti hann yf- ir andstöðu Alþýðuflokksins við ákvæði 12., 13. og 14. gr. frumvarpsins, er þær fjalla um þær ráðstafanir, sem gera skuli ef löggjöf um frambúðar lausn rekstursvandamála bátaútvegs- ins hafi ekki verið sett fyrir febrúarlok. Sagði liann, að ekki kæmi til mála, að alþingi setti það á vald ríkisstjórnarinnar, hvort gerðar ráðstafanir væru viðhlítanlegar eða ekki, slíkt vald gæti alþingi ekki veitt neinni ríkisstjórn og sízt af öllu minnihluta- stjórn. Enn fremur kvað hann Alþýðuflokkinn ekki geta fallizt á hina stórfelldu liækkun söluskattsins, er koma á til framkvæmda 1. marz, ef lögin halda gildi Nýr sigur lýðræðissinna s Verkamannafélagi Húsavíkur -.....•» Listi þeirra við kjör stjórnar og trúnað- armanna fékk 148 atkv. og alla kjörna. ------------------» .... KOSNINGU stjórnar og trúnaðarmannaráðs í Verkamanna- félagi Húsavíkur, sem fór fram í byrjun þessarar viltu að við- hafðri allsherjaratkvæðagreiðslu, lauk með miklum sigri lýð- ræðissinna. Fékk listi þeirra 148 atkvæði og alla menn kjörna, bæði í stjórn og trúnaðarmannaráði; listi kommúnista fékk ekki nema 112 atkvæði og engan mann kjörinn. Hin nýkjörna stjórn Verka- mannafélags Húsavíkur er þannig skipuð: Formaður: Ólafur Friðbjarn- arson; varaformaður: Sigur- björn P. Árnason og gjaldkeri: Baldur Kristjánsson. í varastjórn voru kjörnir: Ingólfur Helgason, varafor- maður; Salómon Erlendsson, vararitari, og Þráinn Maríus- son, varagjaldkeri. í trúnaðarmannaráð voru (Frh. á 8. síðu.) áfram. Emil Jónsson benti á, að á- kvæðið um hækkun söluskatts Ins kvæði í raun og veru á um það, að til framkvæmda kynni að koma stóx-felldur gjaldeyrisskatt- ux% sem þýddi í raun og veru 30% gengislækkun miðað við allar innfluttar vörur. Benti hann á, að hér væri allt annað lagt til en fyrr- verandi ríkisstjórn hefði beitt sér fyrir. Hún hefði kostað kapps um að leggja ekki skatta á helztu neyzlu- vörur almennings, en hér væri um að ræða skatt á allan neyzluvöruinnflutning, þar eð undantekningarákvæð-- ín tækju aðeins til reksturs- vara. Auk þess taldi hann þessa skattahækkun óheyri- lega háa, þar eð hækkun ábyrgðarverðsins og fram- kvæmdir í því sambandi myndi ekki kosta nema í mesta lagi 1 (Fi’h. á 8. síðu.) Acheson utanríkismálaráð- herra tók undir þessi orð for- setans í viðtali, sem einnig hann átti við blaðamenn í Washington í gær, En hann tók það jaínframt fram, að Bandaríkjastjórn myndi - ekki viðurkenna stjórn kommúnista í Kína fyrst um sinn. Aði’ar fregnir frá Washing- , ton hermdu, að þrátt fyrir þess ar yfirlýsingar þeirra Trumans og Achesons, héldu harðar deilur um afstöðuna til við- burðanna í Kína áfram í Banda ríkjunum. Taft, forustumaður stjórnarandstöðuflokksins, re- publikana, væri mjög ákveðinn talsmaður þess, að Bandarík- in sendu herskipaflota til For- mosu til þess að verja eyna gegn hugsanlegri árás komm- únista, og Hoover, fyrrverandi Bandaríkjaforeti, beitti sér einnig mjög fyrir þeirri hug- mynd. Mun mál þetta verða rætt í utanríkismálanefnd öldunga- deildar BandaríkjaþingsinS á þriðjudaginn ■' STJÓRN Diomedes á Griklc- landi baðst lausnar í gær, eftir | að Venizelos varaforsætisráð- herra og aðrir ráðherrar frjáls- lynda flokksins höfðu lagt fram lausnarbeiðni sína. En rétt áður hafði Papagos mar- skálkur, sigurvegarinn í borg- ai’astyrjöldinni á Grikklandi, sagt af sér embætti sökum um- nxæla, sem Tsaldaris utanríkis- málaráðherra hafði liaft um hann og marskálkurinn taldi sér misboðið með. Tsaldaris hafði látið svo um mælt, að Papagos hefði ekki fengizt til þess að hefja sókn gegn uppreisnarmönnum fyrr en hann, Tsaldaris, hefði verið búinn að tryggja hjálp Banda- ríkjanna. Allt var í gær í óvissu um stjórnarmyndun á Grikklandi, en ekki var talið útilokað, að Diomedes myndaði ópólitíska stjórn, sem færi með völd fram yfir kosningar, sem ákveðnar hafa verið í api'íl. Kosningaskrifstofa Alþýðu- flokksins opin kl. 10—10 ----:--4------ Kosniogastarfsemi flokksins er nú hafin af fulíum krafti. -------4------- KOSNIN GASKRITSTOF A ALÞÝÐUFLOKKSINS er í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu (inngangur frá Ing- ólfsstræti) á annarri hæð. Er skrifstofan mi opin frá kl. 10—10 alla daga, og liggur kjörskrá þar frammi. Símar skrifstofunnar eru 6724 og 5020. Kosningastarfsemi Al- þýðufloklcsins er nú hafin af fullum krafti, og er heitið á alla stuðningsmenn flokksins að líta inn í skrifstofuna til skrafs og ráðagerða. Taknxarkið er: þrír menn inn í bæj- arstjórnina.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.