Alþýðublaðið - 06.01.1950, Blaðsíða 8
Gerizt askrifendur
að Alþýðublaðinu.
AT’pýðublaðið inn á hvert
heimili. Hringið í síma
4900 eða 4906.
Föstudagur 0. janúar 1950.
Börn og unglingaf,
Kcxmið og seljið
ALÞÝÐUBLAÐIÐ ]
Allir vilja kaupa |
ALÞÝÐUBLAÐIÐ I
Sílasti dagur
málverkasýning-
arinnar í dag
I DAG er allra síðasti sýn-
ingardagur á erlendu málverk-
unum í húsi Jóns Þorsteinsson.
ar, en eins og sagt var frá í
gær, fékk- fræðslumálastjórnin
eýningúnni framlengt til þess
að gefa skólafólki kost á að sjá
máh’erkin.
í gær heimsóttu þessir skól-
ar sýninguna: Gagnfræðaskóli
Austurbæjar, Kennaraskólinn,
Stýrimannaskólinn og Kvenna
Bkólinn, samtals um 1200
manns. í dag munu aðrir skól-
ar í bænum skoða sýninguna
milli kl. 10 og 7, en um kvöld-
íð frá kl. 7—10 verður sýning-
in opin fyrir almenning.
Áð'u-r en sýningunni var
framleíigt höfðu um 4000
manns skoðað hana, og mun
þetta því verða ein allra fjöl-
mennasta málverkasýning,
sem hér hefur verið haldin.
----------*--------—
Bfá$abirgðalausnin
(Frh. af 1. síðu.)
20 milljónir, en skattahækkun-
tn kæmi til með að nema allt
að 60 milljónum, ef hún kæmi
tiJ framkvæmda.
Jóhann Þ. Jósefsson atvinnu
málaráðherra hafði framsögu
fy rir ,, bráðabirgðalausninni'
þegar hún kom til umræðu í
neðri deild í gær. Eysteinn
Jónsson talaði af hálfu Fram-
sóknarflokksins og Áki Jak-
obsson fyrir kommúnista. Fór
Áki hörðum orðum um hina
sífellt auknu skatta, en taldi
jafnframt, að fiskábyrgðar-
verðið þyrfti að vera hærra en
ékveðið væri í frumvarpinu.
Hitt minntist hann ekki á, að
bækkað fiskábyrgðarverð hlyti
að leiða af sér aukna skatta
eða aðrar álogur. Einnig ræddi
hann um viðskipti við Rússa
og taldi, að Semenov fiskvigt-
unarmaður hefði unnið mikið
og gott starf í þágu íslendinga,
meðan Áki og Brynjólfur voru
ráðherrar, en stjórn Stefáns
Jóhanns ekki kunnað að meta
bann að verðleikum!
---------- •»
SAMEIGINLEGUR fund-
ur hverfisstjóra og annarra
álraga- og trúnaðarmanna
Alþýðuflokksins verður
haldinn sunnudaginn 7. þ.
m. í Iðnó (uppi) og hefst
með sameiginlegri kaffi-
drykkju kl. 3 e. h.
Rætt verður um undir-
búning bæjarstjórnarkosn-
inganna og efstu menn list-
ans svara fyrirspurnum. —
: Mætið stundvíslega.
íuilkisía, sem þjóðin hefur ekki
eíni á að láta ónotaða ár eftir ár
; Fbinur Jánsson og Erlendur Þorsieinsson
| fiySja þingsálykfunaríiliöguna
TVEIR ÞINGMENN ALÞÝÐUFLOKKSINS,
Finnur Jónsson og Erlendur Þorsteinsson, flytja í sam-
einuðu þingi tiilögu til þingsályktunar um síidveiðar
og srldarleit, en -samkvæmt henni skal ríkisstjórninni
faTið að láta nú þegar hef ja öfluigar tilraunir með hag-
kvæmurn veiðarfærum til að veiða síld þá, sem sann-
an-leg-a er hér í Faxaf-lóa og við Suðurland. Jafnframt
verði gert út skip til þess að fylgjast með sí'ldargöng-
unni og til að gera nauðsynilegar sjávarathuganir
vegna.hennar.
Er svo fyrir mælt í þingsályktunartillögunni, að ríkisstjórn-
inni heimilist að verja í þessu skyni fé úr ríkissjóði að svo
miklu leyti, sem það eigi er fyrir hendi í fiskimálasjóði, allt
að tveim milljónum króna. Framkvæmd veiðitilraunanna skulu
annast þrír menn eftir skipun ráðherra, einn tilnefndur af
Landssambandi íslenzkra útvegsmanna, annar af Alþýðusam-
bandi íslands og hinn þriðji án
í greinargerð fyrir þings-
ályktunartillögunni er sagt, að
kunnugt sé, að feikna síldar-
ganga hafi verið hér við Suð-
urland og þó einkum í Faxa-
flóa í haust og vetur. Nokkrir
bátar hafi stundað rekneta-
veiði og margir aflað sæmilega.
Hins vegar eru engir mögu-
leikar á að hagnýta hina
geysilegu síldargöngu, svo að
verulegu haldi komi, með rek-
netum. Ekki er heldur líklegt,
að venjuleg herpinótaveiði geti
komið að gagni, því að oftast
nær er svo órólegur sjór á síld-
arslóðunum, að hætt er við, að
bátar og nætur verði fyrir
tjóni af þeim völdum. Einnig
stendur síldin oft svo djúpt,
að hún mundi varla nást í
herpinót með tíðkanlegum að-
ferðum.
Telja flutningsmenn þings-
ályktunartillögunnar því; að
Leita verði annarra ráða og á-
Líta ýmislegt koma til greina.
i Kunnugt er, að ýmsár þjóðir
nota mjög sterka ljóskastara
við síldveiðar í myrkri til þess
að fá síldina upp í yfirborð
sjávar. Suðurlandabúar, eink-
um Spánverjar, nota við fisk-
veiðar á höfum úti tvö skip til
að draga eina vörpu í sam-
einingu. Vera mætti, að unnt
Væri að nota herpinót og dæla
síldinni upp í skipin úr nót-
Lnni, til þess að nótin ofreyn-
ist síður í sjávargangi.
Enn hefur mönnum, komið
til hugar að nota sterkar dæl-
ur í stað veiðarfæra. Vera má,
að ýmislegt af þessu megi kall-
ast hugarórar, hitt getur eng-
um dulizt, að hin mikla síldar-
ganga í Faxafióa er gullkista,
tilnefningar.
sem við íslendingar höfum
ekki ráð á að láta lítt notaða
ár eftir ár. Og reynslan hefur
sýnt, að tilviljun ein ræður því,
hvort síldin kemur inn á sund-
in eða firðina, svo að unnt sé
að veiða hana þar. Við verð-
um því að finna leið til þess að
veiða hana á hafi úti eins og
annan fisk. Þá er og nauðsyn-
legt að fylgjast með síldar-
göngunni, hvaðan hún kemur
og hvert hún fer. Dýptarmæl-
ar skipa og reknet koma þar
að góðu haldi. Einnig má geta
þess, að erlendar þjóðir nota
tæki, er gerir svipað gagn og
radar til að finna þéttar síld-
artorfur. Hefur það þann kost
umfram dýptarmæli, að mæla
út frá skipinu í allt að 10 mílna
fjarláegð. Jafnframt verður að
Láta fara fram reglulegar sjáv-
arathuganir, svo sem mæla
s'jávarhita, athugá sjávarseltu
og önnur lífsskilyrði, er síldin
býr við og áhrif geta haft á
gönguna. Hið síðast nefnda
myndi að sjálfsögðu verða
framkvæmt af fiskideild at-
vinnudeildar háskólans.
Maður ferst í siijóflóði
ÞANN 30. desember varð
snjóflóð manni að bana í
Fljótum í Skagafirði. Hét hann
Þórhallur Frímannsson frá
Eystra-Hóli. Hafði hann farið
heiman frá sér um mq^guninn
og ætlað að skjóta rjúpur.
Þegar farið var að lengja
eftir Þórhalli var hafin að hon-
um leit og fannst hann í snjó-
flóði um kvöldið. Álitið er að
hann hafi látizt fyrir hádegi
um daginn.
Vinnubrögð hjá bænum:
Götuhreinsun í helli-
rigningu um miðja nótt!
----------------*--------
Hvar eru „nýtízku tækin“ og hvar er
„sparnaðurinn*4 hjá íhaldinu?
---------------*--------
UM KLUKKAN EITT í fyrrinótt sáu menn, sem voru
á ferli á Laugaveginum, furðulega sjón. Það var verið að
hreinsa gangstéttirnar, og var það gert með því að sprar.ta
vatni úr stórum tankbíl, og sópa síðan með handkústum.
En það merkilega við þessa vinnu var — að það var slag-
veðursrigning, þegar þetta sást.
Þannig eru vinnubrögð í bæjarvinnu íhaldsins á
þessu herrans og framfaranna ári 1950. íhaldið lofar fyr-
ir hverjar kosningar að útvega „ný og hagkvæm tæki“
til gatnahreinsunar, Ekki voru stórfengleg tækin, vatns-
bíll í hellirigningu og kústar. íhaldið lofar einnig fyrir
hverjar kosningar, „gætt sé sparnaðar í meðferð fjár-
muna bæjarfélagsins“, og er það því vafalaust sparnað-
arráðstöfun að láta hreinsa göturnar um miðja nótt með
„nýtízku tækjum“ og í hellirigningu.
En þegar moldrykið og sandurinn fylla vit bæjarbúa
í þurrkum á sumrin, þá spyrja menn: Hvar eru vatns-
bílarnir?
Bæjarstjórnarlisfi Alþýðuflokksins
á Isafirði lagður fram
—..... ♦ —•
Íhaldið býður ekki fram bæjarstjórano
og Sigurður frá Vigur er fluttur úr fyrsta
í aftasta sæti.
------------------—
Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. ÍSAFIRÐI í gær.
ALÞÝÐUFLOKKSFÉLÖGIN á ísafirði ákváðu framboðs-
lista sinn við bæjarstjórnarkosningarnar 29. janúar á fjöl-
mennurn fundi, sem félögin héldu í fyrrakvöld. Ríkti mikill
áhugi á fundinum fyrir sigri Alþýðuflokksins við bæjarstjórn-
arkosningarnar, og mikill einhugur var um listann, en hann
er þannig skipaður:
Birgir Finnsson forstjóri.
Guðmundur G. Kristjánsson
formaður Baldurs.
Grímur Kristgeirsson rak-
arameistari.
Jón H. Guðmundsson for-
maður Sjómannafél. ísafj.
Hannibal Valdimarss. skóla-
stjóri.
Björgvin Sighvatsson vara-
form. Baldurs.
Marías Þ. Guðmundsson for-
mðaur FUJ.
Eyjólfur Jónsson skrifst.m.
Stefán Stefánsson skósm.
Marías Þorvaldsson verkam.
Pétur Péturss. netagerðarm.
Haraldur Jónsson skrifst.m.
Jón Egilsson form. Vélstjóra-
fél. ísafjarðar.
Guðmundur Guðjónsson vél-
stjóri.
Helgi Halldórsson múrari.
Óli Sigmundsson skipasm.
Gunnlaugur O. Guðmundss.
póstm.
Jón H. Sigmundsson húsa-
smíðameistari.
íhaldsmenn á ísafirði hafa
Iagt fram lista sinn við bæjar-
stjórnarkosningarnar, og er
það eftirtektarvert í sambandi
við framboð þeirra, að Sigurð-
ur Halldórsson bæjarfulltrúi,
cem einnig hefur verið bæjar-
stjóri síðasta kjörtímabil í sam-
stjórn íhaldsins og kommún-
ista, er nú ekki með á listanum,
og Sigurður Bjarnason frá Vig-
ur, sem var efsti maður listans
síðast, virðist nú hröpuð
Etjarna og er fluttur í aftasta
Gaeti listans. Þá má geta þess,
að í fjórða sæti íhaldslistans er
Símon Helgason, sem almennt
hefur verið talinn kommúnisti
fram að þessu.
Listi kommúnista mun einn-
ig hafa verið ákveðinn í fyrra-
kvöld, en ekki var búið að birta
hann í gær. Þó var vitað að
Iiaraldur Guðmundsson, sem
var efsti maður listans síðast,
verður ekki í því sæti nú.
-----------+---------
Nýr sigur á Húsavík
(Frh. af 1. síðu.)
líosnir: Kristján Pétursson, Ás-
geir Eggertsson, Guðmundur
Hákonarson og Sigurbjörn
Friðbjarnarson.