Alþýðublaðið - 06.01.1950, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.01.1950, Blaðsíða 5
Föstudag'ur 6. janúar 1950. ALt>ÝÐUBLAÐ!Ð r Hið nýja glæsilega hús Gagnfræðaskóla Austurbæjar við Barónsstíg. FYRIR kl. 3 á morgnana streymir ungviði bæjarins í skólana. Fimir fætur tifa í krapi og hálku. Allir að flýta sér, ailir með andlegt veganesti í tösku á baki sér eða hlið. Fjölmennust er skólafylking sú, sem stefnir að Barónsstíg, því þar standa tveir hinir stærstu skólar bæjarins, Aust- urbæjarbarnaskóli og Gagn- fræðaskóli Austurbæjar. Deila má um, hvort heppilegt sé að tveir svo stórir skólar fyrir íngimar Jónsson skólastjóri. börn og unglinga séu i -svo þéttu nábýli. En allir eru sammála um, að þriðja skólanum, sem verið er að reisa þarna líka, Iðnskólanum, sé algerlega of- aukið á þessum stað. Gagnfræðaskóli Austurbæj- ar er ein veglegasta skólabygg- ing landsins, nýtízk og hag- kvæm. Aðeins nokkrir nýir skólar af sömu gerð eru til á Norðurlöidum. Á neðstu hæð byggingarinn- ar er rúmgott anddyri með tveimur stórum fatageymslum og inn af þeim eru mjög full- komin snyrtiherbergi. Úr and- dyri liggur gangur í aðal leik- fimisal skóians, sem er gríðar- stór, og fylgja honum böð og 2 stór búningsherbergi fyrir stúlkur og pilta. Annar leik- fimisalur með búningsherbergj- um og böðum liggur í sérálmu vestast í byggingunni og er ekki innangengt í hann. Enn fremur er á þessari neðstu hæð stór og góð smíðastofa og íbúð húsvarðar, miðstöð og fleira. Úr anddyrinu er gengið upp breiðar tröppur og þá komið í mjög stóran sal, sem nær upp gegnum tvær hæðir og er með g-lerþaki. Þessi glæsilegi salur er samkomusalur skólans og jafnframt skólagangur, því úr honum niðri er gengið í allar kennslustofur á þeirri hæð, 7 talsins, auk kennarastofu og skrifstofu skólastjóra, Ingimars Jónssonar, hins kunna skóla- manns. Úr salnum liggja breiðar tröppur upp á efstu hæð húss- ins. Inn í kennslustofur á þeirri hæð er gengið af breiðum svöl- um, sem liggja meðfram salar- veggjunum á þrjá vegu. Á þess- ari hæð eru 9 kennslustofur. Allar kennslustofur ‘skólans eru bjartar og rúmgóðar, lýstar fluorscent ljósum. Tíðindamaður kvennasíðu Alþýðublaðsins kom í skólann í fyrstu kennslustund einn morgun og hitt að máli yfirkennarann, Sveinbjöin Sig- urjónsson, magister. Hann var þá á daglegri eftirlitsferð um skólastofurnar til þess að fá yfirlit 5'fir fjarvistir nemenda. Síðan hringir hann heim á4 heimilin til að grennslast- eftir hvað fjarvistum valdi þann og þann daginn. SKÓLASÓKN NEMENDA „Hvernig er skólasókn nem- enda?“ spyr tíðindamaðurinn. „Heilsufar nemenda hefur verið tiltölulega gott í vetur, þótt í svona stórum hópi — en í skólanum eru um 720 nem- endur, ■— séu oftast einhverjir nemendur Iasnir.“ „Mæta nemendur stundvís- lega á morgnana?" „Langflestir; þó eru ævinlega nokkrir, sem erfitt er að venja af þeim Ijóta sið að koma einni til þrem mínútum of seint. Þá or alltaf nokkur hópur, sern „sefur yfir sig“, eins og það er kallað. En reynt er hér á morgnana að hafa samband við alla þá, sem vantar.“ SAMVINNA HEIMILA OG SKÓLA „Hvernig bregðast heimilin við slíkum eftirgrennslunum?“ „Yfirleitt vel, því flestum foreldrum er annt um að börn þeirra sæld skólann sem bezt. En það kemur fyrir í stöku húsi, að svo fast er morgnana, milli kl. 8 fólk verður naumast vakið. En auðvitað er það eitt aðal- atriði í sambandi við skólavist ^ unglinga, að gott samband og gagnkvæmt traust sé milli -skóla og heimila.“ „Hve lengi er kennt hér á degi hverjum?“ „Tvísett er í skólann. Fjörir aldursflokkar stunda hér nám. Skiptíst hver aldursflokkur í margar bekkjadeildir. Alls eru deildirnar 23. Tveir eldri ald- ursflokkarnir eru í skólanum á morgnana frá kl. 8—1,30 e. h., en yngri nemendurnir eru síð- degis, frá kl. 1,30 til 7.“ MATARTÍMI NEMENDA I ÉÉminwMffiiiigtií „Hvernig er háttað matmáls- tímum nemenda?“ | „Eftir þrjár fyrstu kennslu- stundir dagsins er tuttugu mín- | útna hlé, og borða þá nemend- ur nesti sitt, sem undantekn- i ingarlítið er smurt brauð og ný- mjólk. I þessu hléi borða nem- | Framhald á 7. síðu. KVENFÉLAG ALÞÝÐU- FLOKKSINS í Reykjavík hef-, ur mikið rætt þörfina á því, að I hér á landi verði gerðar skjm- samlegar ráðstafanir til þess að iétta einu hinu stærsta erfiðis- verki — stórþvottunum — af húsmæðrunum. I Félagið hefur barizt ósleiti- iega fyrir innflutningi á heim- ilisþvottavélum, en það er ljóst að innflutningi þeirra verður 1 ekki komið í það horf í náinni framtíð, að allar húsmæður geti eignazt þær. Jafnvel þótt al- mennari kaupgeta væri í land- inu en er, þá er gjaldeyrismál- um okkar þannig háttað, að svo stór innflutningur á einka þvottatækjum kemur ekki til ;nála. | Leiðin til þess að allur al- menningur geti búið við viðun- andi skilyrði í þessum heimil- isstörfum, er að koma sem víð- ast upp í byggða- og bæjar- hverfum almennings "þvotta- húsum með sjálfvirkum og afkastamiklum vélum. Þvotta- hús þessi mega ekki vera rek- in af einstaklingum í gróða- skyni heldur á samvinnugrund- velli líkt og þegar um neyt- endafélög er að ræða. Þó slík starfrækzla á þvottahúsum sé óþekkt hér á landi, höfum við góða aðstöðu að því leyti, að við getum stuðzt við rejmslu og þekkingu nágranna þjóð- anna á þessu sviði. Á síðasta áratug hefur al- mennings þvottahúsum, rekn- um á samvinnugrundvelli, fjölgað mikið í Svíþjóð og Danmörku. Einnig ryður þessi starfsemi sér óðum rúm síðustu árin í Noregi. í þessum þvotta- húsum er stundum haft það fyrirkomulag, að konur komi með þvott sinn og hafi sjálfar hönd í bagga með, að þvo hann og ganga frá honum. í sam- bandi við slík þvottahús er gjarnan höfð sérstök barna- gæzla, þar sem konur geta komið af sér litlum börnum og verið óhræddar um þau, meðan þær vinna að þvottinum. En talið er, ap hægt sé að Ijúka af meðal heimilisþvotti á 3—5 klukkustundum, þvo . hann og þurrka. Svo er einnig sá háttur ^hafður á, að húsmæðurnar þvottinn fullunnan af starfs- fólki þvottahúsanna. I Danmörku. þar sem gjftnr konur vinna mjög almennt ut- an heimílis, virðist meir -og meir horfið að þvi ráði. Al- menningsþvottahúsin eru að stækka. Gert er ráð fyrir þar, að þróunin verði sú í framtíð- :nni, a* ein 30 þvottahús þurfi fyrir a.*c landið. Hér í Re\'kjavík er svo dýrt að senda þvott í þvottahús, nð fæst 'héimi-H rísa undir þeirn kostnaði. Fþóldi húsmæðra hér hefur miög Iéleg skiíyrði lil bvotta, og þvottavélar hafa að- oins bezt stæðu heimilin. Því er meira en tímabært að ha:.tta að ræða þörfina á almennings bvottahúsum hér í bæ, heldur rnúa sér beint til verks á því : viði :Gangur málsins hefur ve: ið sá. t. d. í Svíþjóð. er átt heiur að koma upp almennings þvotta húsum af minni gerðinrii, að 100—150 fjölskyldur í býggða- nða bæjarhverfi hafa slegið sér raman um fyrirtækið og re'kið það :sem félagseign á samvinnu grundvelli. Eðlilegt er að vi'ð- komandi bæjarfélög greiði íyr- ir slíku fyrirtæki í byrjun. En reynslan hefur hvarvetna verið sú, að almennings þvottahúsin hafa borið sig'vel fjárhagslega. Hversu tílvalið væri ekki íyr ir hin ýmsu bæjarhverfi, hér í Reykjavík, að mynda samtök sín á milli í þessu nauðsynja- máli og fá til að byrja með upplýsingar og yfirlit yfir starfrækslu slíkra þvottahúsa, þar sem þessi stai'fsemi er rek- in á góðum fjárhagslegum grundvelli til hagsbóta fyrir al- mennirig og yfirleitt svo ve'i á veg komin, að hún þykir þjóð- arnauðsyn. Soffía Ingvarsd. Spila- og öld í ALÞÝÐUFLOKKSFÉLÖG- IN" í Etafnarfirði halda spiia- og skemmtikvöld í Alþýðuhúsinu við Strandgötu laugardaginn 7. janúar. Ræðu flytur Benedikt Grön- dal blaðamaður. Á eftir verða fá gömlu dansarnir til kll 2 e. m. 1. í móttökuherbergi aðgreinist tauið. 2. Það er vegið og þvottuxinn hefst. 3. Nokkrar spjarir þarf að handþvo á brettum. 4. Mjög óhreinan fatnað verður að leggja í bleyti. 5, Ker fyrir sápulútinn. 6. í þvottavélum er fatnaðurinn þveginn og skolaður. 7. Miðflóttaafls- ’vindan 'þeytir vatninu úr jauinu. 8. Fatnaður, sem eigi skal rúlla eða strjúka, þurrkast í vindskáp. 9. Línstrokuborð. 10. Tauið aðgreinist og er búið undir rúllun. 11. Hitarúllan er hituð með gufu en knúin með rafmagni. 12. Fatnaðurinn er brotinn saman. 13. Afgreiðsla á hreina tauinu. — Þannig er gangur starfsins, eins og honum verður hagkvæmast fyrir komið. Að sjálfsögðu er hægt að hafa hann óbreyttan, þótt húsið hafi aðra lögun en teikningin sýnir. Gangur sta rfseminnar:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.