Alþýðublaðið - 06.01.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.01.1950, Blaðsíða 6
A Lfc» YJHJBL AB l Ð Föstudagur 6. janúar 1950. ALPHONSE ÐAUDET ÓFULLNÆGJANDI EFTIRLIT--------- Því hefur verið hreyft í einu dagblaði bæjarins, að ófullnægj andi eftirlit hafi að undanförn- um verið með almennum kosn- ingum hér á landi, og í raun réttri sé það alls ekki öruggt, að þeir, sem greitt hafa atkvæði, hafi í raun og sannleika greitt þau, — það er að segja, að þeg- ar til dæmis ég eða Hermann greiddu atkvæði, þá sé engan veg'inn víst, að það hafi verið ég eða Hermann, sem kusu. Og enn sé sá möguleiki, að ég hafi kosið í staðinn fyrir Hermann og Hermann í staðinn fyrir mig, •— eða að ég hafi kosið fyrir okkur báða, mig og Hermann, eða Hermann bæði fyrir mig og' sig. Já, — svo slæmt er ástand- ið í þessum efnum, að fræði- lega skoðað er síður en svo ó- hugsandi möguleiki, að annar hvor okkar Hermanns hafi greitt atkvæði fyrir hvern ein- asta kjósanda í Reykjavík og nágrenni, en sem sagt, — aðeins íræðilegur möguleiki, sem bet- ur fer. Framkvæmd kosninganna eins og nú er, er f fám orðum þannig, að síðasta hálfan mán- uðinn fyrir kosningar, hefur enginn atkvæðisbær maður stundlegan frið fyrir kosninga- agentum og áróðursmönnum af öllum flokkum og kyrjum, — ekki einu sinni svefnfrið, — og liggur næst að halda, að sá ó- friður sé skipulagður í ákveðn- um tilgangi, sem sé, að allir kjörbærir menn séu orðnir svo útúrþreyttir, þegar kjördagur- inn rennur upp, að þeir séu því fegnastir að liggja og hrjóta heima í rúmum sínum. Síðan eru sendir smalar og bílar út um allan bæ, — en margt bendir til þess, að það sé bara yfirskyn, bílarnir rúnti bara um bæinn og alltaf séu það sömu mennirn- ir, eða jafnvel sami maðurinn, sem gengur inn í kjördeildirn- ar, — sennilega stundum í duplicate, — segist heita þetta og þetta og' vera fæddur þennan og þennan daginn, þetta og þetta ár, og greiði síðan at- kvæði fyrir þennan og þennan, sem þá liggu\ undir sæng og sker karakúlhrúta------ — Sem sagt, — það er sjálf- sögð krafa, að hver og einn kjósandi, sem inn í kjördeild gengur, fái ekki að greiða at- kvæði, nema hann hafi í fylgd með sér að minnsta kosti einn mann úr hverjum flokki, er sé þess reiðubúinn að sverja við sína pólitísku sáluhjálp, að hann hafi verið viðstaddur fæðingu, .skírn, bólusetningu, fermingu og jafnvel . giftingu umrædds kjósanda, og þori að ábyrgj- ast, að aldrei hafi verið um S A P liann skipt, hvorki andlega né holdlega, ekki heldur höfð á hann nein þau áhrif, sem komi í veg fyrir, að það verði í raun og sannleika viðkom- andi sjálfur, sem greiði at- kvæði, þegar liann dregur sinn skákross, — og ennfrem- ur séu fingraför kjósenda tek in á þar til gerð eyðublöð, fyrir og eftir atkvæða- greiðslu og þau nákvæmlega athugað; item sé viðkom- andi gegnumlýstur og pump- aður, og þannig gengið úr skugga um, að ekki sjáist j nein pólitísk fingraför á sálj lians og sannfæringu, ekki | hafi hann heldur neitt það j ofan í sig látið, er haft geti; skoðanaleg áhrif, né lieldur leynist innan í honum óvið- komandi persóna, sem stjórn að geti gerðum hans. Nú er svo komið, að flest at- kvæði, af hverju sem það svo kemur, eru greidd á kjörstað á þeim tíma, sem flestir heið- virðir borgarar sofa undir sæng, og einkennilegt er það, hve sumir flokkar hafa bætt við sig atkvæðum í seinni tíð, — og fer þó fjarri því, að ég væni neinn flokk um það, að hann græði á því, að menn almennt gangi sofandi til kosningu. Á ANDLEGUM KOSNINGA- VETTVANGI. Frú Dáriður Dulheims: Ávarp! Kæru konur, eldri og yngri! Nú líður að blessuðum bæjar- stjórnarkosningunum, og nú ríð ur okkur á að hugsa okkur vel um og flana ekki að neinu. Sá gleðilegi áfangasigur hefur nú unnizt fyrir sleitulausa og mark vísa baráttu okkar við bann- sett karlkynið, að stjórnmála- ílokkarnir hafa ekki þorað ann að en setja konur ofarlega á Jistana, — en þar fylgir nú bögg ull skammrifi, sem vert er að athuga! Þeir meina akkúrat ekkert annað með þessu heldur en atkvæðafiskerí. Þeir eru löngum slungnir veiðimenn! Og svo eigum við að gera svo vel og makka rétt . . . Konur! Látum nú ekki bann- sett karlkynið snúa á okkur. Krefjumst þess, allar sem ein, að á hverjum framboðslista verði kona, ekki aðeins" í fyrsta sæti, heldur og öllum sætum fyr ir ofan sex, — og ókvæntir karlmenn, — það er ýmissa hluta vegna auðveldara að tjónka við þá heldur en hina, — „Hún skelfur. Henni virðist vera kalt“. „Það er hitasóttin, frú“. „Bíðið augnablik. Við skul- um hlýja henni“. Hún tók r.kikkjuna, sem hún bar á hand- leggnum, og vafði henni utan um litlu telpuna. „Já, já, lof- ið skikkjunni að vera. Hún á að verða brúðarslæðan hennar píðar meir“. Faðirinn brosti þannig, að það nísti hjartað. Hann hristi hönd barnsins og bauð henni að þakka frúnni. Litla telpan hafði sofnað aftur og var ösku- grá á litinn eins og lítil, dáin telpa mitt í þess^ri hvítu skikkju. Síðan hélt vörðurinn leiðar sinnar og andvarpaði um leið: „Góði guð!“ Andvarpið kafnaði í brestum greinanna undir fótum hans. Fanny var ei lengur kát, heldur hjúfraði sig að Jean með allri þeirri feimnislegu blíðu konunnar, sem hjúfrar Big að manninum, sem hún elsk ar, er hún finnur til geðshrær- ingar, hvort sem sú geðshrær- ing er þrungin depurð eða glaðværð. „En hve hún er þjartagóð stúlka!“ sagði Jean við sjálfan sig. En hann sagði það án þess að hopa nokkuð á hæli fyrir ákvörðun sinni. Á hinn bóginn varð hann enn á- kveðnari að koma henni í fram kvæmd, því að andlit Irene birt ist í brekkunni fyrir framan hann, er þau voru að fara upp. Minningin um geislandi brosið, er hafði orðið á vegi hans á stígnum þarna, seitlaði um hann, — minningin um bros- ið, sem hafði unnið hjarta hans samstundis, jafnvel áður enn hann þekkti hina varanlegu íöfra þess, hina leyndu upp- sprettu vitsmunanna og blíð- an unað lundernisins. Hann hugsaði um, að hann hafði beð- ið þar til á síðasta augnabliki, að fimmtudag'ur var í dag. „Svona nú! Ég verð að gera það. IJann kom auga á krossgöt ur þar nálægt og í huga sér einskorðaði hann lokafrestinn við krossgötur þessar. Krossgöturnar voru í rjóðri, þar sem skógurinn hafði ný- lega verið höggvinn. Trén lágu þar á jörðunni á meðal trjá- búta, barkarflísa, tága og þurrkunarofna fyrir viðarkolin. í öllum sætum fyrir ofan tólf' Síðan séu karlmennirnir í neðri eætum listanna, kosnir, eða að minnsta kosti samþykktir af viðeigandi kvenfélögum og kvennasamböndum, Þetta er krafa vor, <— sann- girniskrafa. í andlegum friði. Frú Dáríður Dulheims. Nokkru lengra í burtu var tjörnin, en upp af henni steig hvít gufa. Og á bakkanum stóð litla, yfirgefna húsið með nið- urnídda þakinu og opnum og hrotnum gluggum sjúkrahús Hochecornefjölskyldunnar. — Handan skógarins reis risastór hæð, vaxin háum trjám, þar i:em skein í rauðleitt laufið. Þau stóðu þétt. Þessi sjón fyllti inann depurð. Handan hæðar- innar lá Vélizy. Skyndilega stanzaði hann. „Eigum við að hvíla okkur andartak?“ Þau settust niður á langan trébol, sem hafði nýlegá verið felldur. Þetta var gömul eik. Fyrri greinar hennar mátti telja af sárunum eftir öxina. Hlýtt var þarna undir trjánum og fölt endurskin sólargeisl- anna og ilmur síðbúinna fjól- anna setti nokkurn lífgandi blæ á umhverfið. „En hversu indælt er hér!“ sagði hún og lét höfuð sitt hníga letilega á öxl honum í l.eit að kossstaðnum á hálsi hans. Hann hörfaði dálítið und- nn og tók í hönd hennar. Þá varð hún óróleg vegna svipsins á andliti hans, sem var allt í inu orðinn stranglegur. „Hvað er að? Hvað er það?“ „Slæmar fréttir, vesalings ctúlkan mín. Þú þekkir Hé- douin, sem fór í burt í stað mín.“ Hann talaði hikandi með rámri rödd. Hreimur raddar- innar fyllti hann undrun, en röddin varð sífellt ákveðnari, cr leið að endalokum sögunnar, sem hann hafði áður undirbúið. Hédouin hafði veikzt, er hann kom til staðar þess, sem hann átti að vera á, Og nú liafði hann cjálfur verið skipaður í stað hans. Hann hafði ályktað, að nuðveldara væri að segja slíkt og það væri ekki eins kvala- fullt og sannleikurinn. Hún hlustaði á alla söguna á enda án þess að taka fram í fyrir honum. Andlit hennar var grá- fölt, og augun störðu út í tóm- ið. „Hvenær ferðu?“ spurði hún og dró að sér höndina. „í kvöld — í nótt.“ Og hann bætti við með vælulegri upp- gerðarrödd: „Ég ætlaði mér að cyða einum sólarhring á Caste- let og sigla síðan frá Mar- ceilles.“ „Nú er nóg komið! Ljúgðu ekki að mér!“ æpti hún. Það var sem orðið hefði ofsafengin sprenging, er hefði þeytt henni á fætur. „Ljúgðu ekki meira að mér! Þú veizt ekki, hvað þú ert að gera. Sannleikurinn er sá, að þú ætlar að fara að gifta þig. Fjölskyldan þín hefur ver- ið að hræra í þér nógu lengi. Þau eru svo hrædd um, að ég muni halda þér, — að ég muni hindra þig í að leita uppi tauga- veiki eða ! Loks eru þau ánægð. Unga hefðarmærin fellur þér auðvitað vel í geð. Og þegar mér verður hugsað til þess, hvernig ég nostraði við hnútinn á hálsbindinu þínu fimmtudaginn þann! Hvílíkur fábjáni hef ég verið?“ Hún hló hryllilegum, grimmi legum hlátri, sem afskræmdi :;vip hennar og opinberaði hol- una öðrum megin í munni hennar, þar sem ein af fögru, perlu’nvítu tönnunum hennar hafði brotnað. Þetta hafði vafa- laust gerzt nýlega, því að hann þafði aldrei tekið eftir því fyrr. Hún var svo stolt af tönnunum EÍnum. Og holan eftir þessa horfnu tönn mitt í þessu leirlit- aða, hrukkótta, afskræmda andliti nísti hjarta Gaussins hræðilega. „Hlustaðu á mig,“ sagði hann, tók í handlegg henni og neyddi hana til að sitja fast upp við sig. „Þa ðer satt. Ég ætla að gifta mig. Faðir minn óskaði þess eindregið, eins og þú veizt svo vel sjálf. En hví tná þér ekki á sama standa um það, fyrst að ég fer frá Frakk- landi?“ Hún sleit sig lausa og vildi heldur halda skapi sínu við suðumarkið. ' „Og þú lézt mig ganga mílu vegar í gegnum skóginn bara til þess að skýra mér frá þessu! Þú sagðir við sjálfan þig: „Fólk heyrir að minnsta kosti ekki til hennar þar, ef hún grenjar.“ Nei, takk! Frá mér heyrist ekk- ert óp. Það sést jafnvel ekki tár í augum mér. Sjáðu bara! í fyrsta lagi er ég búin að fá nóg af snotrum dreng eins og þér. Þú getur farið. Ég mun ekki verða til þess að kalla á þig aftur. Þú skalt bara flækjast til Vestur-Indía með konunni þinni, — „henni litlu þinni’“ — eins og fólk segir í héraðinu bínu. Hún hlýtur að vera ynd- isleg mannskepna, „hún litla þín“, ljót eins og górillaa^i eða þá ólétt með stóreflis maga. Þú ert sem sé jafnmikill auli og fólkið, er valdi hana handa þér.“ Nú hafði hún ekki‘ lengur taumhald á sér, heldur ruddi Úr sér heilum hafsjó af móðg- unum og svívirðingum, þar til hún hafði ekki mátt til annars en að stama ögrandi upp einu og einu orði, líkt og þegar mað- ur reiðir hnefann framan í einhvern: „Héi-heigull! Ly-lyg- ari! Hei-heigull!“ Nú var komið til kasta Jeans að hlusta orðlaus á hana án þess að reyna að þagga niður í henni- Hann kunm betur við hana þannig, móðgandi, niður- lægða, — ósvikna dóttur Le-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.