Alþýðublaðið - 15.01.1950, Page 6

Alþýðublaðið - 15.01.1950, Page 6
ALÞYÐURL'AÐIÐ. Simmidagur 15. jánúav 1949. Leífur Leirs: MOMENT SJÚSSICAL. Titrandi af þynnku þumbast ég við sjálfan mig hver einasta fruma líkamans strækar á lífið án strammara og skýin yfir Esjunni eru úlfgrá og andstyggileg jafnvel Esjan liggur fram á lappir sér eins og skrýmsli í móður'sýkiskasti og þríeygður þursahaus götu vitans lokar því rauða og græna en skýtur því gula á skjálg — fullur ‘ í gær skammastu þín —• en siðgæðishræsnin lekur af • húsþökunum —---------- þessir bindindis postular hafa eitrað svo fyrir manni um- hverfið að ófullum er manni þar ekki vært — •— •—■ áttu tíkall jæja góði gefðu mér þá eina sígarettu------- Leifur Leirs. ANDLEGT FRELSI ... Stúdentafélagið gekkst fyrir hestaþingi hérna eitt kvöldið, og var þar helzt sýningar, að Tómas Reykvíkingur atti þar fram sínum gljástrílaða og gangfasta vekringi móti fram- j liðnum graðhesti Þórbergs ens Bustheimska, en'Þórbergur þessi var þá genginn úr sínum per- j sónuleika og þó ekki dauður. J Fleiri kómu og þar með hesta j sína og leiddu að vigi, en fáir j þeirra voru neitt afbragð, þegar hinir sáust. Hófst nú víg- íð og gekk þar hvor með sín- um hesti, Tómas og Þórberg- ur, — var góðhestur Tómasar ekjóttur og rauðbrúnir flekkirn ir en fánalitir í tagli; sá enn framliðni Þórbergs var hins- vegar blóðrauður allur, var hamar og sigð á vinstri lend- jnni en snæfellskur galdrastaf- ur á þeirri hægri og allur var sá gripur yfirnáttúrlegur og engum trúlegur nema Þórbergi sjálfum. Það varð vighestum þessum fyrst, að þeir hnusuðu hvor af öðrum, reis síðan fákur inn Tómasar upp á afturfæt- urna, steig valsspor og frisaði bröndurum', lentu sumir þeirra x faxi þess en framliðna gradda, kóm þar af reykur nokkur en hvorki neisti eða eldur; undrað ist það enn austheimski og kvað varla einleikið. Svá var Þór- bergur búinn til vigsins, að hann bar broddstaf, vel þrjár álnir, í höndum; með þeim broddstaf hafði Árni strompur drepið Írafells-Móra, og fylgdi stafnum þauð undur, að þeir sem báru hann, sáu allsstaðar Móra og leizt hann ljótur, en þó mik- ils ráðandi. Þá var Þórbergur í mussu einni, silfurhneppstri prjónaði úr Skottuhár, var hún talin draugheld en hafði samt ekki dugað Þórbergi nema í meðallagi, og þótti honum þó vænt um mussuná. Á lærum bar hann næst sér brók úr hrökkháls roði og skrjáfaði í, en utan yfir eina fílosófíska brók, gerða úr óþæfðri, gerskri einskeptu, var hún bæði vindheld og vatns- held, auk þess sem hún deyfði nokkuð skruðning hrökkálsbrók arinnar. Á fótum bar hann skúa, uppháa, gerðu úr húðinni af Þor geirslbola, var skinnið þríelt og þrívígt, og óð Þórbergur á þeim bæði eld og elg annarra og og kveinkaði sér aldrei. Þá þyk Ir oss og hlýða að lýsa nokkuð búnaði Tómasar. Hann bar í hendi éinn lagabókstaf, er hann hafði sniðið úr Grágás, en síðan pólerað upp úr vínanda og skor- ið á manrúnir, en efst á stafinn var felldur silfurhnappur með frönsku sonettuflúri, enginn broddur var í staf þessum. Á höfði bar Tómas huliðshjálm, og hafði sá fullan mátt alla daga, nema mánudaga. Mat Tómas hjáíminn mikils, enda þarfur gripur. Framh. ALfHONSE ÐAUÐEI tíaupum tuskur Baldursgötu 30. Auglýsið í Alþýðublaðinu! broddborgarasvip; Þar angaði blátt áfram af einveru þeirri, er þau herbergi eru þrungin, sem ekkert er unnið _ í. Allir íilutir voru af tandurhreinir. Þar var ekki votlor hinnar ininnstu óreiðu. Þar voru ei nein merki þess ákafa starfs, sem smitar hluti og 'húsgögn. Það var hvorki bók né blað á skrifborðinu. Þar gat ‘sýðeins að líta risastóra blekbytiu úr . bronsi, er ríkti þar ý einmana- , (egri hátign. í henni var ekk- Jért blek, og hún var; gljáfægð, , eins og hún væri ti-1 sýningar {í búðarglugga. Það voru ekki heldur nein merki um nótur á gamla, þríhyrnda ' þíanóinu, sem notið hafði innblásturs fyrstu tónverkanna. Fyrir ar- ininn voru dregin tjöld, og á arinhillunni stóð brjóstmynd úr hvítum marmara, Það var mynd af ungri komi með fín- gerðan svip og blíðlegan, föl- leit í dvínandi birtunni. Brjóst mynd þessi gerði eldvana ar- ininn enn þá kuldalegri og virtist stara dapurlega á vegg- tna-, sem þaktir voru gullnum -'veigum með silkiböndum í, heiðursmerkjum, innrömmuð- um heiðursskjölum, — glæsi- legu, yfirlætislegu samsafni, sem konu hans hafði verið lát- Ið eftir í uppbótaskyni. Og hún hugsaði um safn þetta, líkt og væri það skraut á graf- hýsi hamingju hennar. Þeir voru varla komnir inn ( vinnusalinn, þegar hurðin uar opnuð á ný, og frú de Pott- er birtist. „Ert þetta þú, Gustave?“ Hún hélt að hann væri einn, og stanzaði skyndilega, er hún íeit hið ókunna andlit. Hún virtist augsýnilega verða óró- leg. Hún var fíngerð og lagleg. Klædd .var hún eftir tízkunni, cn á hlédrægan hátt. Hún virt- ist búa yfir sterkari skapgerð en brjóstmynd hennar gaf til kynna. í stað hins blíðlega svipar sást nú svipur hugrekk- is og ákveðni, er blandin var óróleika. Það voru skiptar skoðanir meðal yfirstéttarinn- ar í sambandi við konu þessa. Sumt fólk álasaði henni fyrir að þola hina auglýstu fyrirlitn- ingu manns hennar á henni, en staðreyndin um hið annað heimili hans var alkunn öll- um. Aðrir dáðust á hinn bóg- tnn að því, hvernig hún virtist reyna að sætta sig við örlög- in í kyrrþey. Og hún var yfir- íeitt álitin rólynd kona, sem ynni friði, ró og hvíld framar öllu öðru og fyndi nægar upp- bætur á ekkjulífi sínu í gælum fagurs barns og ánægjunni af að bera nafn mikilmennis. Tónskáldið kynnti félaga sinn og muldraði einhverja uppgerðarsögu til þess að kom ast hjá máltíðinni heima, Á meðan gat Jean samt séð þá breytingu, sem varð á hinu ung-lega andliti. Hann tók eftir því, hvernig augnaráð hennar varð starandi, •—■ að það sá hvorki né horfði framar, að hún hlustaði ekki lengur, líkt og hún væri gagntekin af and- (egum þjáningum, þeirri hræði 'egu sorg, sem grafin var lif- andi undir hinum veraldlega vtri svip. Hún virtist taka lyga söguna sem góða og gilda vöru, er hún trúði þó eigi. Og hún ’oætti aðeins við mildum rómi: ! „Raymond fer að gráta. Eg j lofaði honum, að við skyldum 1 snæða við rúmstokk hans“. „Hvernig líður honum?!I r.purði De Potter ringlaður og óþolinmóður. „Betur, en hann er enn með hósta. Ætlarðu ekki að líta til hans?“ Hann muldraði eitthvað nið- ur í skeggið og þóttist vera að liorfa umhverfis sig í herberg- inu: „Ekki núna —- fl'ýta mér mikið — mælti mér mót í klúbbnum klukkan sex“. Hann var ákafastur í að forðast að vera skilinn einn eftir hjá henni. „Jæja, vertu þá sæll. Yerið þið sælir1, sagði unga konan. Hún varð skyndilega bljúg. Svipur hennar varð þrunginn ró á nýjan leik, líkt og lygn lind, sem steini hefur verið kastað ofan í og sokkið hefur allt til botns og hefur um leið sem snöggvast gárað lygnt yf- trborð lindarinnar. Hún hneigði sig og hvarf. „Við skulum fara!“ Nú var De Potter orðinn frjáls á ný og fór út úr her- berginu. Gaussin hélt á eftir De Potter og virti hann fyrir sér, þegar hann fór niður stig- ann á undan honum, beinn og stirðlegur, virðulega klæddur í síðan, þröngan frakka með ensku sniði. Hann virti fyrir sér þennan elskhuga undir ó- heillastjörnunni, þennan mann, sem var svo innilega hrærður, þegar hann bar kam- elljón ástmeyjar sinnar á brott til þess að láta troða það út, en yfirgaf heimili sitt án þess að kyssa veika barnið sitt. Tónskáldið sagði þetta, líkt og væri það svar við hugsun- um vinar hans: „Sjáðu, góði minn. Þetta er allt þeim að kenna, sem fengu mig til að giftast. Já, það var nú meiri greiðinn við mig og þessa vesalings konu!!! Hvílík brjál- æðishugmynd að reyna að gera oiginmann og föður úr mér! Ég var elskhugi Rósu. Ég hélt Sfram að vera það, og ég mun verða það, þangað til annað iivort okkar deyr. Segir mað- urinn nokkru sinni skilið við löst, sem nær tangarháldi á honum á einmitt rétta augna- blikinu og heldur honum í járngreipum? Takið yðar eigið mál sem dæmi .... Eruð þér vissir um, að hefði Faiiny kos- ið.......“ Hann kallaði í vagnstjóra, sem ók tómum ’vagni framhjá og þætti við, um leið og hann steig upp í hann: „Já, vel á minnst. Við.'vor- urn að tala um Fanny. Hafið þér heyrt fréttirnar? Flamant hefur verið náðaður. Hann er kominn úr Mazasfangelsinu. Það var náðunarbeiðni Déehe- lettes með undirskriftunum, . sem kom þessu til leiðar. Vesa- lings Déchelette! Hann kom góðu til leiðar jafnvel eftir dauða sinn!“ Gaussin stóð grafkyrr, en fann til ákafrar löngunar til að hlaupa og ná þessum hjól- um, sem hossuðust áfram nið- ur dimma götuna, þar sem verið var að kveikja á götu- Ijóskerunum. Ilann undraðist það mjög, hversu djúp áhrif þessar fréttir höfðu á hann. „Flamant náðaður .... farinn Há Mazas!“ Hann endurtók orðin lágt og sá í þeim skýr- ingu á nokkurra daga þögn Fanny og hinum skyndilega þögnuðu kveinstöfum, er svæfðir höfðu verið með blíðu- atlotum huggarans,' því að Eyrsta hugsun vesalings manns ins hlýtur að hafa beinzt að henni, þegar hann var látinn laus. Hann minntist ástúðlegu bréfanna úr fangelsinu og þrá- kelni ástmeyjar hans við að verja hann einan, þótt hún léti sér fátt um hina finnast og áliti þá auvirðilega. Óskiljan- legur sársauki í hjartanu hélt Jean vakandi og í æstu skapi mest alla nóttina, í stað þess að hann hefði átt að óska sjálf- úm. sér til hamingju með þessa miklu lieppni, sem leysti hann á rökrænan hátt algerlega frá allri ástæðu til að bera frek- ari áhyggjur í þessu sambandi. Hvers vegna? Hann elskaði hana ei lengur. en hann hugsaði um bréf sín, sem voru enn í höndum þessarar konu og hún myndi ef til vill lesa fyrir hinn. Og hver veit nema hún myndi einhvern daginn not- færa sér þau undir illum áhrif- um til þess að raska ró hans, — hamingju hans? Þessi ótti hans í sambandi við bréfin komu honum til að taka óhyggilega ákvörðun. Hann vissi ekki, hvort þessi o L r i A T

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.