Alþýðublaðið - 05.02.1950, Síða 6
1
s
ALÞÝÐUBLAÐIÖ
Sunnudagur 5. febrúar 1950
Leifur
Leirs:
SONATA í F-DÚR.
Þórdunur
ómögulegt að sofa
þórunur
í fjarska
leiftur
nei ekki e^n
enda eru þau
vægast sagt
ekki bráð
nauðsynleg
þegar dunurnar
heyrast
má að minnsta
kosti alltaf gera
ráð fyrir
að leiftrin
komi einhvern
tíma á næstunni
og þangað
til er ekki um
annað að gera
að bíða rólegur
eins og þeir segja
í búðunum-------—
þórdunur enn
en engin leiftur-----
hverju gegnir þetta
eðlisfræðilega óeðli
hafa kjarnorku
fræðingarnir eitthvað
verið að fikta
við þrumuleiðara
himinsins
eða er við
skiptanefndin sáluga
farin að láta
til sín taka
þar uppi ---------
Leifur Leirs.
(poet oekenom.)
Dr: Álfur
Orðhengils:
Dr. Álfur Orðhengils:
Á GLUGGA.
Hvað er relativt og hvað
ekki? Hvað er gluggi og hver
eru einkenni hans. Gagnsær? Að
vísu, en væri það sérkenni
gluggans, væru nylonsokkar
líka gluggar item yfirlýsingar
stjórnmálamanna, dagana fyrir
kosningar. Gott og vel. Við skul
um þá segja að gluggar séu úr
gagnsæu gleri. Hvað þá um I
mjólkurflöskur samsölunnar?
Er hægt að kalla þær glugga?
Ég gæti trúað að það gæti orð-
ig ágreiningur um það fyrir
dómstólunum. Við getum þá
reynt að dfiiýiera glugga þann-
ig — að þar ,sem sæi í gegn um
húsveggi, þar væru gluggar.
Ekki dugar það, því að þar, sem
húsveggir eru svo gis/.ir, að all-
staðar sér inn um þá, yrði vegg-
urinn öllu fremur gluggi, en
veggur með þeirri defineringu,
og væri þá ekki sá gluggu á
neinum vegg; ergo væri glugg-
inn veggur en ekki gluggi. Enn
ein tilraun; bíðið bara .svolítið
við, — nú kemur það. Gluggi
er sá hluti veggsins, sem unnt
er að sjá bæði inn um og út um,
— enda til þess gerður. Já, þetta
lítur ekki svo illa út, svona í
fljótu bragði. En hængur er á,
sagði kerlingin, Éþegar hvergi
fengust rúsínur. Ef þetta væri
nú svo, væri þá glugginn gluggi,
þegar breitt er fyrir hann; dreg-
in fyrir hann gluggatjöld eða
einhver önnur þau bellibrögð
viðhöfð, þannig að ekki sæi út
um hann og ekki inn um? Tví-
mælalaust ekki, því að þá hef-
ur hann yfirtekið eiginleika
veggsins. Er þá hægt að segja
að glugginn sé gluggi, aðeins
þegar hægt er sjá út um hann
og inn um? Nei. Það er ekki
hægt. Annað hvort er gluginn
alltaf gluggi eða aldrei-------
og samkvaémt þessu er hann það
aldrei, því að gagnsæisfyrirbær
ið er þá eingöngu það ásigkomu
lag hlutarins, sem hægt er að
svipta hann hvenær sem vill.
HTvað höfum við nú unnið vio
þessa definingu? Ekkert, munuð
þið segja; við höfum ekkert
unnið, en hinsvegar höfum við
tapað, — nefnilega gluggun-
um! Við höfum unnið margt og
mikið, segi ég; meðal annars þá
athyglisverðu staðreynd, að i ís-
lenzkri byggingarlist, — arki-
tektur á erlendum málum, —- er
ekki neitt það til, sem hægt er
að nefna glugga, og um leið úti
lokað það, að nokkur geti legið
á glugga, hjá sjálfum sér eða
öðrum; nema því aðeins, að mað
urinn hafi lausa skrúfu, og gefi
andskotann í alla rökfræði.
En lausar skrúfur hafa aliir„
— ég hef til dæmis tvær — ----
Dr. Álfur Orðhengils.
Smuri brauð
og snlffur.
Til í búðinnl alian daginn
Komið og veljið eða símið
SÍLD & FISKUR.
laut að sjóhergögnum. Stund-
um hafði forstjóri fyrirtækisins
að vísu nefnt hann sérfræðing
í bréfum til stjórnarvalda ann-
arra ríkja, en hann vissi full-
vel, að sami forstjóri myndi
jafnvel kalla hann viliimann og
mannætu, ef i>ann héldi að það
hefði áhrif á verzlunarmögu-
leikana. En sjálfum var honum
illa við þennan titil.
„Jæja, Mr. Graham.“
„Ég er vélfræðingur. Stuud-
um vinn ég sem sérfræðmgur í
s j óhernaðar tækj um.“
„Þér getið nefnt það hvaða
nafni sem þér viljið. Cator og
Bliss Ltd. hefur tekið að sér að
vinna þýðingarmikil verk fyrir
tyrknesku ríkisstjórnina. Já,
svo er nú það. Ég veit ekki ná-
kvæmlega í hverju þessi störf
eru fólgin.“ Hann sveiflaði
höndinni, sem hélt um sígarett-
una. „Það er hlutverk hermála-
ráðuneytisins að sjá um það.
En mér hefur verið sagt undan
og ofan af um þetta. Ég veit, að
nokkur herskip okkar eiga að
fá nýjar fallbyssur og tundur-
skeytahlaup. Ég veit líka, að
þér voruð sendir hingað til þess
að ræða um þessi mál við full-
trúa ríkisstjórnar minnar. Enn
fremur veit ég það, að ríkis-
stjórnin leggur áherzlu á það,
að þessi nýju tæki komist í
skipin í vor. Fyrirtæki yðar
hefur líka samþykkt það. Þér
munuð einnig vita um þetta.“
,,Ég hef eiginlega ekki um
annað hugsað síðustu tvo mán-
uðina.“
„Iyi dir. Nú skal ég segja yð-
ur fleira, Mr. Graham. Ég skal
segja yður, að sú ákvörðun að
fá tælcin í vor, var ekki alveg
út í bláinn af hálfu ríkisstjórn-
arinnar. Ástandið í alþjóðamál-
um gerir það nauðsynlegt, að
tækin séu komin í skipin á hin-
um tiltekna tíma.“
„Það veit ég einnig.“
„Ágætt. Þá munuð þér skilja
það, sem ég ætla nú að segja
yður. Sjóhernaðaryfirvöldin á
Þýzkalandi, ftalíu og Rússlandi
vita mjög vel um það, að í ráði
er að vopna þessi skip á þess-
um tíma. Og ég er ekki í nein-
um vafa um það, að um leið og
búið er að búa skipin þessum
nýju tækjum, þá munu njósn-
arar þessara stórvelda komast
að því, hver þau séu og hvernig
þau eru. Já, þeir munu komast
að því, þó að það sé nú sem
stendur aðeins á örfárra manna
vitorði — og þar á meðal yðar.
Þetta er geysi þýðingarmikið
atriði í málinu. Það er ekki
hægt að halda slíkum málum
leyndum til lengdar, og enginn
býst heldur við því, að hægt sé
að halda þeim lengi leyndum.
Það gæti jafnvel hent sig, af
ýmsum ástæðum, að við sjálfir
teldum heppilegast fyrir okkur
að birta upplýsingar um búnað
skipanna. En,“ — og nú benti
hann með vel snyrtum vísi-
fingri —, „þér eruð í mjög sér-
kennilegum aðstæðum sem
stendur, Mr. Graham.“
„Já, það get ég að minnsta
kosti skilið.“
Grá og köld augu hershöfð-
ingjans hvíldu á honum urn
stund. „Ég er ekki staddur hér
í nótt til þess að segja skrítlur,
Mr. Graham.“
„Afsakið, hershöfðingi.“
„Allt í lagi. Gjörið svo vel og
fáið yður aðra sígarettu. Ég var
að segja, að þér hefðuð sem
stendur alveg sérstaka aðstöðu.
Segið mér. Hafið þér nokkurn
tíma talið yður ómissandi fyrir
fyrirtæki yðar, Mr. Graham?“
Graham hló. „Aldrei. Ég
gæti nefnt yður fjölda marga
menn, sem hafa alveg eins
mikla hæfileika og ég hef á
sama sviði.“
„Þá vil ég nú segja yður það,
Mr. Graham,“ svaraði Haki
hershöfðingi, „að nú sem stend-
ur.eruð þér algerlega ómissandi
í starfi yðar. Já, líf yðar er á-
kaflega dýrmætt. Við skulum
gera ráð fyrir því, að þjófurinn
yðar hefði verið hittnari þarna
í herberginu, og að þér, í stað-
inn fyrir að sitja hér og rabba
við okkur, lægjuð núna í
sjúkrahúsi á uppskurðarborð-
inu með kúlu í lunganu. Hvaða
áhrif myndi það hafa haft á
það starf, sem þér hafið nú
með höndurn?11
„Að sjálfsögðu myndi fyrir-
tækið þegar í stað fá öðrum
manni störfin.11
Haki hershöfðingi setti upp
hinn mesta furðusvip, alveg
eins og hann stæði á leiksviði.
„Jæja, það var ágætt! Sér-
kennilegt fyrir Breta! Þeir eru
spdrtmenn miklir! Einn maður
fellur! Annar settur í hans stað
undir eins! En bíðið við!“ -—- Og
aítur benti hann með vísifingri
áminnandi. „Haldið þér, að það
væri nauðsynlegt? Vitanlega!
Kopeikin gæti hæglega komið
skjölum yðar til Englands! Nei,
þetta er ekki eins einfalt og þér
haldið. Ég efast um, að hinir
leiknu félagar yðar heima gætu
ráðið rúnirnar á skjölum yðar,
töflum og teikningum. Þeir
myndu einmitt ekki geta ráðið
í það, sem þeir þyrftu allra
helzt að geta skilið, jafnvel
ekki þó að félag yðar hafi ekki
byggt skipin, sem hér er um að
ræða.“
Graham roðnaði.
„Mér skilst, hershöfðingi, að
þér vitið full vel, að ekki er
hægt að eiga við slíkt mál á
einfaldan hátt. Mér var harð-
bannað að setja vissa hluti
nokkurs staðar á pappír.“
Haki hershöfðingi ýtti stóln-
um sínum. „Já, Mr. Graham.1,
Hann brosti uppörvandi. „Ég
veit það. Annar sérfræðingur
yrði sendur hingað til þess að
vinna upp það, sem tapazt
hefði og þér höfðuð lokið við.“
Hann dró stól sinn fast að borð-
inu. „Og á meðan,“ sagði hann
og beit saman tönnunum,
„myndi líða að vori og skipin
liggja í höfn í Izmir og Galli-
poli og biðu eftir nýju fallbyss-
unum og tundurskeytahlaupun-
um. Takið eftir, Mr. Graham.
Tyrkland og Stóra-Bretland
eru bandamenn. Óvinir lands
yðar óska einskis frekar en að
herskipastóll okkar standi eins
og hann er í dag, þegar snjóa
og ísa leysir og sumarið er kom-
ið. Þeir munu gera allt, sem í
þeirra valdi stendur til þess að
það verði þannig. Allt, Mr.
Graham. Skiljið þér það?“
Graham fannst eins og háls-
inn herptist saman. Hann
neyddi sjálfan sig til þess að
brosa. „Er þetta ekki helzt of
mikið sagt, hershöfðingi? Við
höfum engar sannanir fyrir því
að það sé satt, sem þér eruð að
segja. Og hvað sem öðru líður,
þá er þetta lífið sjálft, en ekki
. ... “ Hann hikaði.
„Ekki hvað, Mr. Graham?“
sagði hershöfðinginn og horfði
á hann eins og köttur, sem ætl-
ar að fara að grípa músina.
„.... Ekki ævintýri eða leik-
sviðsleikur, ætlaði ég að segja,
þó að ég sé kannski heldur ó-
kurteis.“
Haki hershöfðingi stóð upp
snögglega. „Ævintýri! Sannan-
ir! Lífið sjálft!“ Það var eins og
hann þeytti orðunum af vörun-
um með djúpri fyrirlitningu.
Haldið þér, að mér sé ekki ná-
kvæmlega sama hvað þér segið,
Mr. Graham? Ég er bara að
hugsa um störf yðar og hreint
ekkert annað. Lifandi eruð þér
einhvers virði fyrir Tyrkland.
Og ég ætla að reyna að halda í
yður líftórunni eins lengi og
mér er unt. Það er stríð á næstu
grösum í Evrópu. Skiljið þér
það?“
Graham svaraði ekki.
Hershöfðinginn starði á hann
um stund, en hélt svo áfram
lægri röddu:
„Fyrir tæpri viku, þegar þér
voruð enn í Gallipoli, komumst
við á snoðir um, það er að segja
njósnarar mínir komust á snoð-
ir um, samsæri um að ráða yð-
ur af dögum. Samsærið var illa
skipulagt og sýndi að hálfgerð-
ir viðvaningar höfðu haft und-
irbúninginn á hendi. Ráðgert
hafði verið að nema yður á
brott og síðan að svæfa yður
svefni hinna réttlátu með hnífi.
Sem betur fer erum við ekki
neinir heimskingjar. Okkur