Alþýðublaðið - 12.02.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.02.1950, Blaðsíða 1
Veðurhorfurs Norðaustan kaldi léttskýjað í innsveitum. Austan eða suðaustan rigning; skýjað og dálítil snjókoma við strönd- Forustugrein: Brezku kosningarnar. XXXI. árgangur. Sunnudagur 12. febrúar 1950 37. tbl. Biðröð bílcimia á leið til Berlínar Jónas Haralz hagíræðingur skilur við kommúnisla Hefur sagt sig úr flokki þeirra og sam- tímis úr bankaráði Landsbankans. Rússar hafa undanfarið hvað eftir annað verið að gera sig líklega til þess, að stöðva bíla- flutninga frá Vestur-Þýzkalandi til Berlínar, þ vert ofan í gert samkomulag við Vesturveldin síðast liðið vor, þegar flutningabanninu til Be rlínar var af létt. Hafa bílar verið stóðvaðir hundruðum saman hjá Helmstedt og ekki fengið að fara inn á hernámssvæði Rússa fyrr en eftir sólarhrings tafir. Hafa Vesturveldin mótmælt þessu harðlega og látið mjög greinilega í það skína, að .þau muni grípa til sinna ráða á ný, ef Rússar tefji áfram flutninga til Berlínar. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKAVÍKUR efnir til spilakvölds í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu annað kvöld, og hefst það kl. 8,30 stund- víslega. Félagar eru beðnir að f jöl- menna og taka með sér gesti. Einnig eru beir minntir á að hafa spil meðferðis. Conally boðar nýja lilraun lil samkomu- lags við Rússa CONALLY, forseti utanrík- ismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, sagði í gær, að Bandaríkin kynnu áður en langt um líður að gera nýja til- raun á vettvangi sameinuðu þjóðanna til bess að ná sam- komulagi við Rússa unr stöðv- un kjarnorkuvígbúnaðar. Conally benti í þessu sam- bandi á það, að það væri ekki á valdi Bandaríkjanna einna, að stöðva kjarnorkuvígbúnað- inn; til þess þyrfti tryggilegt samkomulag við aðra, og með- an það ekki fengist, væru Bandaríkin til þess knúin, að vígbúast Áíílee 09 Churchili eru hvarvetna hylltir aí íylgismönnum sínum -----------------»-------- FREGNIR FRÁ LONDON ‘lierm'a, að kosninga- baráttan á Breitlandi fari nú 'harðnandi dag frá degi og séu kjósendaf'undir bæði alþýðuflokksins og íhalds- flokksins sóttir af gífurlegum mannfjölda um land allt. Þeir Attlee og öhurchill, sem undanfarna daga hafa talað á mörgum fundum, hafa hvarvetna verið hylltir af fylgiamönnum sínum. JÓNAS HARALZ hagfræðingur hefur sagt sig úr „Sósíal- istaflokknum" og jafnframt lagt niður störí fyrir hann sem fulltrúi fiokksins í bankaráði Landsbankans. Skýrði hann frá þessu á fundi bankaráðsins á föstudaginn, en þá var hann mætt- ur bar fyrir flokkinn í síðasta sinn. " • Þessi frétt kemur þeim, som til þekkja, ekki á óvart. I-að hefur um þó nokkurt skeið ver- ið kunnugt, að Jónas Haralzí væri ekki talinn vera á hinni réttu ,,línu“ í „Sósíalistaflokkn- um“, og sjálfur mun hann ekki hafa dregið neina dul á það, að hann væri flokknum ósammála mæltu því í gær harðlega við j í ýmsum höfuðstefnumálum, og hershöfðingja Rússa þar, að beinlínis andvígur hinni skil- hindraðir hafa verið bifreiða-! yrðislausu þjónkun flokksins flutningar á brotajárni frá j við utanríkismálastefnu Rúss- á skaflið í Berlín HERFORINGJAR VESTUR- VELDANNA í Berlín mót- Það er mikill hiti í mönn- um á kosningafundunum og oft kemur það fyrir, að gripið er fram í fyrir ræðumönnun- um; en þeir láta sjaldan á sér standa að svara. Segja brezk blöð rnargar sögur af slíkum viðureignum. SIR STAFFORD SLEPPTI SÉR. Fyrir nokkru reyndu íhalds- blöðin að gera sér mikinn mat úr því, að Sir Stafford Cripps fjármálaráðherra Attlees, var orðinn svo þreyttur á framí- köllun hefðarfrúar úr and- stæðingahópi hans á einum kosningafundinum, að hann bað hana að síðustu blátt áfram að halda kjafti! Á fundi, sem haldinn var í Brixton og West Lewisham í London var Sir Stafford betur upplagður. Hann sagði við þá, sem stöðugt voru að kalla fram í fyrir hon- um: „Ég ræð ykkur mjög ein- dregið til þess að hypja ykkur burt af fundinum svo að þeir, sem skynsamari eru, fái að heyra það, sem sagt er“! BEVAN GAMANSAMUR. Aneurin Bevan, heilbrigðis- málaráðherra, verður fyrir mörgum skeytum á fundunum. en hjá honum koma menn sjaldan að tómum kofanum. Á einum fundinum sagði hann við háværa frú, sem oft var búin að kalla fram í fyrir honum, æst í skapi: „Frú mín góð! Reynið að stilla skapsmuni yðar. Ég vildi gjarnan að heilbrigðisyf- irvöldin yrðu ekki fyrir aukn- um útgjöldum vegna þess, að þér fengjuð of háan blóðþrýst- ing!“ Stundum eru orðaskiptin þó öllu hvassari. Winston Churc- hill, sem er jafnan mjög upp- sigað við Aneurin Bevan, kall- í aði hann á einum fundinum heilsuleys'^sráðherra. En Bev- an svaraði þessu á öðrum fundi, er hann frétti það, þannig: „Churchill kallar mig heilsu- Framhald á 8 síðu. Berlín til Vestur-Þýzkalands. í mótmælaorðsendingunni er á það bent, að ellefu bifreiða- farmar af brotajárni frá Berlín til Vestur-Þýzkalands hefðu verið stöðvaðir af Rússum 13. janúar undir því yfirskini, að brotajárninu hefði verið stol- ið. Segjast herforingjar Vestur- veldanna hafa óyggjandi sann- anir fyrir því, að ástæðan hafi verið öll önnur, því að þeim hafi borizt hendur bréfleg fyr- irskipun hins rússneska hers- höfðingja, að hindra alla flutn- inga á brotajárni frá Berlín nema þá, sem eigi.að fara til Austur-Evrópu. Telja herforingjar Vestur- veldanna þetta hið freklegasta brot á gerðu samkomulagi um frjálsar samgöngur og frjálsa flutninga milli Berlínar og V estur-Þýzkalands. Þrír Tékkar dæmdlr til dauða og lultugu lil fangelsisvistar ÞRÍR TÉKKAR voru dæmd- ir til dauða í Jelawa í Moraviu lands. Mun þessi ágreiningur hafa valdjð því meðal annars, að Jónas Haralz, sem var í kjöri fyrir ,,Sósíalistaflokkinn“ við bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 1946, og þá kjör- inn varamaður flokksins í bæj- arstjórn, og við alþingiskosn- ingarnar sama ár í Suður-Þing- eyjarsýslu, var nú hvergi x kjöri fyrir hann við alþingis- kosningarnar í haust eða við bæjarstjórnarkosningarnar í janúar. En varamaður mun hann hafa verið í miðstjórn flokksins þar til hann sagði sig úr honum. Úrsögn Jónasar Haralz úr „Sósíalistaflokknum" mun vekja athygli um land allt, ekki síður en úrsögn Hermanns Guðmundssonar fyrrverandi alþingismanns og formanns Verkamannafélagsins Hlífar x Hafnarfirði, sem sagði sig' úr flokknum í haust; enda er hún enn ein sönnun þess, að sjálf- stætt hugsandi og menntaðir menn geta ekki haldizt við í þeim flokki til lengdar. njósnir og skemmdarverk. Tveir voru dæmdir í ævilangt fangelsi og átján til meira og minna langvarandi fangelsis- í gær, sakaðir um landráð, vistar. if Framhaldsaðalfundur Sjó- mannafélagsins er í dag FRAMHALDSAÐALFUNDUR SJÓMANNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR verður lialdinn í Iðnó (niðri) í dag og liefst kl. 2 síðdegis. Fundarefnið er lagabreytingatillögur kommúnista, sem þegar hafa verið birtar og miða að því að reka úr félaginu stóran hóp félagsmanna og takmarka stórlega kosningarétt starfandi sjómanna. Sjómannafélagar munu fjölmenna á þennan fund til þess að kveða niður þessar fáránlegu lagabreytingatillögur kommúnista og skemmdarstarfsemi í félaginu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.