Alþýðublaðið - 12.02.1950, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.02.1950, Blaðsíða 5
Sunnudagur 12. febrúar 1850 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Guðmundur Gísiason Hagalín: „Hjartað er vitrara en heil- inn. Það þarf ekki áð láta segja sér neitt“. Karín Michaélis. ÞANN 11. janúar s. 1. lézt hér í Kaupmannahöfn danska skáldkonan Karín Michaélis, sjötíu og sjö ára gömul. Mjög margir íslendingar kannast við hana — og þá ekki sízt ungt fólk, en fáir á íslandi munu gera sér grein fyrir því. aS hún hafi notið slíkra vinsælda með löndum sínum eins og fram hefur komið við dauða hennar. Hefur verið mjög mikið um hana talað og skrifað þær vik- vr, sem liðnar eru frá .því að hún lézt. • • Karín Michaélis hát upp- haflega Katharina BrÖndum. Hún var fædd í Handers 20. marz 1872. Faðir hennar var símritari, en móðir hennar hafði lært að binda blómsveiga <Dg stundaði það .starf talsvert, eítir að hún var gift. Faðirinn var mesti heiðursborgari — og Enóðirin góð móðir og hús- freyja, en mælsk og allmál- skrafsmikil stundum. Dóttirin var afar fjörmikill krakki, mátti ekkert aumt sjá. var full af fjarstæðustu hugmyndum og var ákaflega gjörn á að segja ósatt, ekki fyrir þær sak- 'ir, að hún væri í rauninni lyg- in, heldur af því, að ímýndun- araflið hljóp með hana' í gön- 'ur. ,,Ég lýg jafn hratt o;g hest- ur hleypur“, sagði hún á efri árum um sjálfa sig, en hún 'bætti við: „en aldrei öðrum að meini“. Nokkru eftir fermingúna fór Karín að heiman og stundaði barnakennslu í afskekktum sveitum, meðal annars úti á eyju nokkurri. En um .tvítugt fór hún til Kaupmannahafnar til tónlistarnáms, og þar kynnt íst hún skáldinu Sophus Mic- haélis, og honum giftist hún tuttugu og þriggja ára gömul. Sophus Michaélis var þýzkur í föðurætt, en móðir hans var af dönskum og spænskum ætt- um. Hann gaf tvítugur út ívrstu Ijóðabók sína og ].á aðra 1 röðinni, þegar hann var tutt- v.gu og fimm ára. Hann vann sér þegar álit sem óvenjulegur formsnillingur. Síðar skrifaði hann skáldsögur og valdi sér þá sjaldnast dönsk söguefni. Var talið, að það, og að nokkru form hans, — ætti rætur sínar að rekja til þess. að hann var ekki nema að litíu leyti af dönskum ættum. Nokkru eftir að þau Karín voru gift, tók hún að Ieggja stund á skáldsagna- gerð — og fyrst undir hand- leiðslu hans, en eins og síðar mun að vikið, bar þar allmikið á milli um vinnubrögð, enda entist hjónabandið ekki nema nokkur ár. Fyrsta bók Karínar Michaélis kom út árið 1898. Hún hét Höjt spil (Mikið í húfi). Sú bók þótti ekki vitna um það, að þarna væri að koma fram á sjónarsviðið merkur rithöfundur. Það var ekki fyrr en fjórum árum seinna, þegar Karín gaf út skáldsögurnar Barnet og LiIIemor, að veru- lega var eftir henni tekíð sem rithöfundi. Árið 1910 gaf hún út skáldsöguna Den farlige alder (Hættuskeiðið), og fyrir hana varð hún víðfræg. Hún fór til Bandaríkjanna og flutti þar fyrirlestra, og árið 1912 giftist hún í New York Banda- Karíu Michaelic:. ríkjamanni, sem hét Charles Emil Stangeland. Hann var prófessor og síðar starfsmaður í utanríkisþjónustu Bandaríkj- anna. Ekki varð þetta hjóna- band haldbetra en það fyrra. Beztu bækur sínar samdi Kar- ín Michaélis á sextugsaldri. Það var sagnaflokkurinn, sem hún gaf heildarnafnið Træeí paa godt og ondt (Skilningstré góðs og ills). í sagnaflokkinum eru fimm bindi, Pigen med glasskaarene (Telpan með gler- broíin) (1924), Lille lögnerske (Lygna stelpan) (1925), Hemme- ligheden (Leyndarmálið) (1926), 1 Synd og sorg og fare (Synd og sorg og háski) (1927) og Fölg- erne (Afleiðingarnar) (1928). Aðrar snjöllustu og vinsælustu bækur hennar eru barnabæk- ur, einkum sagnaflokkurinn um Bíbí, og einmitt fyrir Bíbí-sög- urnar er Karín Michaélis góð- kunn ungu fólki á íslancli. Karín Michaélis ferðað'.st mikið um ævina, fór meðal annars tíu sinnum vestur um haf, og hún. hélt fjölda af fyr- irJestrum víða um Jönd. Ann- ars I jó hún alllenpi á árunum milli heimsstyrjaldanna á Turö. smáey við suðausturodda Fjóns, og um tíma átti hún þar hvorki meira né minna en tíu hús — sum stór. Á styrjaldarárunum 1939—1945 var hún í Banda- líkjunum, en kom heim strax og styrjöldinni var lokið. Var henni þá tekið á Turö með kost um og kynjum og gerð þar að heiðursborgara. Seinustu árin var hún mjög hjartveik — og efnahagur hennar var mjög breyttur frá því. sem áður hafði verið. Var loks svo komið, að hún hafði selt allar eign- ir sínar á Turö. Karín Michaélis hafði lagt svo fyrir, að hún skyltíi jaro- sett á Turö — og að á legstein- inum stæði ekkert annað en orðin: „Hún kom heim“. Margir listamenn, rithöfund- ar og bókmenntamenn fóru til Turö til þess að vera viðstadd- ir jarðaxför Karínar Michaélis. Allt frá fyrstu bernskuárum og' til dauðadags var Karín Michaélis með afbrigðum ör í lund. Ef hún fékk einhverja fiugu í höíuðið — og flugum stóðu þar yfirleitt opnir marg- ir gluggar — fannst henni æv- inlega hún þurfa að hlíta suði þeirrar flugu, er seinast. kom, og það sem allra, allra fyrst. Þetta olli því, að hún hafði af- skipti af afarmörgu um dag- ana, og þetta var og orsök þess, að hún gerði allt -— eins og kallað er á ekki sérlega vönd- uðu máli — í einum hvínandi hvelli. Þannig skrifaði hún meira að segja allar bækur sín- ar, og ef nokkuð var henni ó- lagið, þá var það þetta, sem var æðsta boðorð fyrra manns hennar og lærimeistara, Sop- husar Michaélis, að liggja yfir að velja orð í samræmi við efni — og vfirleítt vanda sem mest forrn ritverkanna. Því er það, að bækur hennar flestar eru meingallaðar að formi, en hún skrifaði hvorki meira né minna en milli fimmtíu og sextíu bæk ur um dagana. Hins vegar kom það þegar í ljós í tveimur fyrstu bókunum, sem vöktu at- hygli á hennl, að hún var mjög skarpskvggn á það sér- stæða í sálarlífi kvenna. .Þá er hún. skrifaði Den farlige alder, sem gerði nafn hénnar heims- frægt, valdi hún form, sem er þannig, að það gaf henni mik- ið svigrúm til að ganga ýmissa erinda, án þess að söguheildin liði við það. Den farlige alder fjallar um konu á fimmtugs- aldri og það, sem hún á við að stríða. þá er stendur fvrir dyr- um hjá henni sú breyting, sem margri konu verður erfið og jafnvel örlagaþrungin. Það efni var með öllu nýtt í bók- menntum ekki aðeins Dana, heldur og heimsins, og þarna var um það fiallað af þeirri hreinskilni og þeirri áköfu inn- lifun, sem Karín Michaélis átti í ríkum mæli. Nú er svo kom- ið, að sá, er les þessa frægu bók, fær vart skilið þá athygli, sem hún vakti. Og hvað sem líður frægð hennar og verð- mæti, eru nú allir sammála um það, að langbezta skáldrit Kar- ínar Michaélis sé Skilningstré góðs og ills, en þessi sagna- fiokkur fjallar um bernsku og unglingsár hennar sjálfrar. Danskir ritdómarar og bók- rnenntafrgeðingar líta þannig á. að þessar fimm bækur séu eitt merkasta skáldrit Dana í ó- bundnu máli frá árunum milii heimsstyrjaldanna -— og þeir segja, að þeir telji víst, að tvö fyrstu bindin að minnsta kosti muni lifa svo lengi sem danskar bókmenntir verði lesn ar. Þeir eru sammála um það, að hugmyndaflugið rcinni á H. C. Andersen — og að enginn danskur rithöfundur ho.fi lýst eins vel sálarlífi telpu og Kar- ín Michaélis, — að Andersen Nexö undanskildum. F.nn frem ur er talið, að sumar barna- bækur Karínar Michaélis eigi vart sinn líka í dönskum bók- menntum, og eru þar fyrst eg íremst tilnefndar söguinar um Bíbí. Karín Michaélis var talin mjcg snjall og hrífandi fyrir- Verkamannafélagið Ðagsbrún. verður haldinn í Iðnó mánudaginn 13. þ. m. kl. 8,30 é. h. Dagskrá: Átyktun trúnaðarráðs um uppscgn samninga. Félagsmenn eru beðnir við innganginn. að f jölmenna og sýna skírteini sín STJORNIN. í Vestmannaeyjum er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur til 20. febrúar. Umsóknir ber að serida til forseta bæjarstjórnar, Gunnlaims Gíslasonar. Sími 6372. (Mýrkjartan Rögnvaldsson) hefur daglega á boðstólum alls konar fisk. Fyrsta flokks frysti- og kælitæki, sem er trygging fvrir vandaðri vöru. Opið allan daginn. — Látið ekki hiá líða að líta inn og reyna viðskiptin. Fliót og vönduð af'freiðsla. lesari. Hún var flugmælsk og áhuginn eldlegur. Hún talaði þýzku og ensku eins hratt og dönsku, en var síður en svo að fást um það, þó að einþverju væri ábótavsnt frá málfræði- legu sjónarrmðv t. d. er sagt, að hún hafi ekki mikið verið að fáta í því, þó að ekki væru rétt föll eða kyn, þegar hún talaði þýzku En fólk híustaði engu síður á hana fyrir þessu. Það er meira að segja haft fyr- ir satt, að mörgum erlendum fhevisnda liennar hafi þótt það viðeijandí, oð slikur eldhugi sern hún taiaði ekki sern allra rétfast. Fftir að Kavín Michihs hafð.t hlotið frægö fyrir hókina ARMANN TT IR — KR: halda félögin sameiginlega í samkoniusal Mjólkurstöðv- arinnar föstudaginn 17. febrúar. Þrenn verðiaun veitt fyrir beztu búningana. Sextétt Steinþórs Steingrímssonar Ieikwr fyrir dansinum. Aðgöngumiðar fást í Bókavc-rzlun Lárúsar Blöndal, Bóka- verzlun ísafoldar og í skrifstofum félaganna. Stjórnir Ármanns, ÍR og KR. Hættuskeiðið, sem hefur alls verið gefin út í einni tnilljón • eintaka, voru bækuc hénnar þýddar á fjöldamörg tungumál. Er talið, að alls hafi kotriið út •’.iir hana etn eða fleiri bækur á tuttugu og í’.mm tungumál- urrí. en kaflar úr bókura henn- ar hafi auk þess verið birtir á ellefu málum. Um hr'ð rakaði hún saman fé á bókum sínum og fvrirlestrum, en seinuslu æviárin var hún orðin fáte-k. Hún vár lííil fésýslukona, og hún gerði mjög óliagstæðan samning við þýzkan útgefanda. Hann græddi stórfé á bókum hennar. eri hún bar tiitölulega lítið úr býtum. En svo var það crlæti Karínar .Michaelis. Hún mátti ekkert aumt sjú eða heyra og gat engan vitað beitt- an órétti. Þegar hún bjó á Turö á kreppuárunum eftir 1930, Ieyfði' hún mörgum fátækum fjölskyldum að taka vörur út í reikning sinn — mánuð eftir mánuð,. og hverjum, sem bar að garði, lét hún veita rnat og jafnvel gistingu, hafði alitaf uppbúin rúm handa hvers ko.n ar gestum. Ef á fund hennar kom flakkari, sem kunni vel að útmála þörf. sína og bágindi, gaf hún honum máski 500 krón ur, þó að hún hefði hann aldrei áður augufti litið og kynni ekki á honum minnstu skil. Hún fór til Kidstjáns konungs X. út af stórþjófi nokkrum og baðst þess, að hann væri náð- Framh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.