Alþýðublaðið - 12.02.1950, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.02.1950, Blaðsíða 3
Sunnudagur 12. februar 1950 ALÞÝÐUBLAÐIÖ 3 r»' | £ FRAMORGNITILKVOLDS í DAG er sunnudagurinn 12. febrúar. Fæddir Guðmundur Magnússon (Jón Trausti) rit- laöfundur árið 1873, .Abraham Lincoln forseti árið 1809 og Charles Darwin árið 1809. Sólarupprás er kl. 8.35. Sól- arlag er kl. 16.50. Árdegishá- flæður er kl. 1.35. Síðdegishá- flæður er kl. 14.03. Sól er hæst á Iofti í Reykjavík kl. 12.42. Helgidagslæknir: Axel Blön- Öal, Drápuhlíð 11, sími 3951. Næturvarzla: Ingólfs apótek, sími 1330. Næturakstur í nótt: Litla bílastöðin, sími 1380; aðra nótt: Bifreiðastöð Reykjavíkur, sími 1720. Skipafréttir Laxfoss fer frá Reykjavík kl. 10, frá Borgarnesi kl. 15, frá Akranesi kl. 17. Foldin er væntanleg til Reykjavíkur síðdegis í dag. Lin- gestroom er í Amsterdam. M.s. Arnarfell fór frá Ham- borg á föstudag áleiðis til Húsa- víkur. M.s. Hvassafell er í Ála- borg. Hekla er væntanleg til Reykjavíkur í dag að austan og norðan. Esja er á Austfjörðum á norðurleið. Heroubreið fer frá Reykjavík annað kvöld til Breiðafjarðar og Vestfjarða. Skjaldbreið er á Húnaflóa á norðurleið. Þyrill er í Reykja- vík. Skaftfellingur á að fara frá Vestmannaeyjum á morgun til Rvíkur. Brúarfoss kom til Hul 10/2, fer þaðan til Gdynia og Ábo í Finnlandi. Dettifoss kom til Reykjavíkur 9/2 frá Leith. Fjallfoss fór frá Frederikstad 10/2 til Menstad í Noregi. Goða foss fór frá Reykjavík 8/2 til New York. Lagarfoss fór frá Reykjavík í gær til Antwerpen, Rotterdam og Hull. Selfoss fór frá Reykjavík 'í gærmorgun vestur og norður. Tröllafoss kom til Reykjavíkur 4/2 frá New York. Vatnajökull kom til Ham- borgar 19/1. Fundir Kvennadeild Slysavarnafé- lagsins í Reykjavík heldur aðal- fund sinn kl. 8.30 á mogrun í Tjárnarcafé. Venjuleg aðal- Úfvarpsskák. 1. borð: Hvítt: Reykjavík, Jón Guðmundsson og Konráð Árna- son. — Svart: Akureyri: Jón Þorsteinsson og Jóhann Snorrason. abcd efgh 37. Kfl—f2 38. Dh3—e3 39. De3—e4t 40. De4xb7 41. Kf2—e3 42. Db7—c8f 43. Dc8—f5t 44. Df5xe5 45. Ke3—f3 46. Kf3—g3 Db5—c5t Dc5xa5 Kh7—h8 Rb4—d3t Rd3xe5 Kh8—h7 Kh7—g8 Da5—elt Del—dlt fundarstörf. Til skemmtunar verður: Gamanvísnasöngur: 20.20 Einleikur á kontrabassa (Einar B. Waage): Ped- al-fúga eftir Bach. 20.35 Erindi: Sjónleíkir og trú-. arbrögð lijá miðalda- kirkjunni (síra Jakob Jónsson). 21.00 Tónleikar: Blandaður kór sygnur ýmis lög (plötur). 21.15 Upplestur: Kvæði (Einar Pálsson leikari). 21.30 Tónleikar: Symfónía nr. 2 í D-dúr eftir Beethov- en (plötur). Á MORGUN: ■ 20.45 Um daginn og veginn (frú Lára Sigurbjörnsd.). . 21.05 Einsöngur: Paul Robeson . syngur (plötur). 21.20 Erindi: Eldhætta af olíu- kyndingu (Þórður Run- ólfsson verksmiðjuskoð- unarstjóri). 21.50 Frá Hæstarétti (Hákon Guðmundsson hæstarétt- arritari). Nína Sveinsdóttir; upplestur: Guðný Sigurðardóttir, en síðan dans. BrúSkaup í gær voru gefin saman í hjónaband í kapellu Háskólans af síra Bjarna Jónssyni Ruth Hedeager Pedersen og forstjóri Aðalbjörn Tryggvason, ísafirði. í gær voru gefin saman í kirkjunni Heavenly Rest í New York ungfrú Eilzabeth Camp, dóttir Guðrúnar P. Camp, sem mörgum íseldingum er að góðu kunn, frá dvöl peirra vestra, og j Frank Crowford forstjóri. 1-Ieim . | ili ungu hjónanna verður að 22 t j Whelan Drive, Verone, New . jJersey, en hveitibrauðsdagana munu þau eiga heima að Sea Is- land í Georgíu-fylki. Söfn og sýningar Þjóðminjasafnið: Opið kl. 13 —15. Náttúrugripasafnið: Opið kl. 13.30—15.00. Safn Einars Jónssonar: Opið ki. 13,30—15,30. LEIKHÚS: Óperettan Bláa kápan verður sýnd kl. 8 í Iðnó. Leikfélag Reykjavíkur. SÁMKOMUHÚS: Hótel Borg: Hljómsveit leik- ur frá kl. 9 síðd. Ingólfscafé: Eldri dansarnir kl. 9 síðd. Góðtemplarahúsið: SKT kab- arettinn: Lífsgleði njóttu kl. 8.30 síðd. Or ölium áttum Dregið hefur verið í happ- drætti heimilisjóðs íslenzkra hjúkrunarkvenna og upp kom nr. 2793. Ðansskóli Rigmor Hansson. Nýtt námskeið í samkvæmis- dönsum fyrir fullorðna hefst þriðjudaginn 14. febrúar kl. 8.15 í Tjarnarcafé. Kenndir verða nýju dansarnir: jive, samba, rumba, vals og foxtrot. Ungbarnavernd Líknar, — Templarasundi 3, verður fram- vegis opin þriðjudaga og föstu- daga kl. 3.15—4.00 síðd. í DAG er einn af beztu brautryðjendum verkalýðssam- takanna og Alþýðuflokksins, Kjartan Ólafsson múrarameist- ari, Njarðargötu 47, sjötugur. En hann var um margra ára skeið einn af helztu forustu- mönnum Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Alþýðuflokks- ins, sat í stjórn þessara sam- < taka og var bæjarfulltrúi flokksins alllengi. Kjartan Ólafsson er fæddur að Dísastöðum í Flóa þennan dag 1880, sonur Ólafs Jóhanns- sonar bónda þar og konu hans, Katrínar Ögmundsdóttur. Þeg- ar Kjartan var aðeins þriggja ára, fórst faðir hans í mann- skaðaveðriiju mikla, en þá var hann formaður í Þorlákshofn. Komust tvö skip þann dag ekki að landi í höfninni, annað kom fram hálfum mánuði síðar, en skip Ólafs aldrei. Kjartan fór 17 ára gamail fyrst til sjóróðra og þá til Grindavíkur; stundaði hann síðan sjóinn á vertíðum, en störf heima á sumrum. Árið 1902 fór hann til Reykjavíkur og fór að stunda steinsmíði, en eftir að steinsmíði hætti hóf hann múrarastörf og var hann einn fyrsti maður hér til að iá réttindi í þeirri iðn. Hefur Kjartan síðan, svo að segja ó- slitið, stundað múrarastörf og hefur hann byggt mikinn f jölda húsa bæði hér í Reykjavík og annars staðar. Árið 1907 kvæntist Kjartan Þórdísi Jónsdóttur, ágætri konu, og hafa þau eignazt þrjú börn, tvær dætur og einn son. Þetta er í stórum dráttum saga Kjartans og það fer ekki mikið fyrir henni fljótt á litið; en því meira, er hún er könnuð betur. Hann dró grjót á sjálfum sér í grunn Báruhússins gamla, en það hús byggðu fyrstu sjómannasam- tökin hér í bænum. Og svo má segja, að Kjartan hafi frá þeim tíma dregið grjót á sjálfum sér í grunn alþýðusamtakanna í landinu. Hann var einn af stofnendum Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar 1906 og var síð- an svo áratugum skipti mjög virkur félagi þar. Átti hann oft sæti í stjórn félagsins og var fulltrúi þess í fulltrúaráði verkalýðsfélaganna og á Al- þýðusambandsþingum. — Var hann og um 16 ára skeið for- maður Stvrktarsjóðs verka- manna. í stjórn Alþýðusam- bandsins, og þar með Alþýðu- flokksins, sat hann lengi og í bæjarstjórn Reykjavíkur átti hann sæti alllengi fyrir hönd Kjartan Ólafsson. flokksins. Var hvert rúm, sem Kjartan skipaði, vel setið, enda naut hann ætíð trausts og vin- ! sælda meðal félaga sinna, en þess naut hann einnig meðal margra andstæðinga, sem kunnu að meta hreinlvndi hans og hreinskilni, sem er hvort j tveggja mjög áberandi í skap- gerð hans. Kjartan er fyrir löngu orðinn þjóðkunnur maður fyrir þessi störf sín, en hann er einnig kunnur fyrir kveðskap sinn og kvæðamennsku í ríkisútvarp- inu. Kjartan hefur alla tíð haft yndi af söng, enda radd- maður ágætur og enginn mun eins oft og hann hafa kveöið öðrum til skemmtunar. í fjölda mörg ár hefur hann og verið starfandi í kvæðamannafélag- inu Iðunni og setið í stjórn þess. Kjartan Ólafsson er hið mesta glæsimenni. Hann er hár og grannur. spengilegur, þráð- beinn og háleitur, svipurinn hreinn og heiður, enda glaður í lund og gamansatpur. En slíkir menn eldast vel. • Munu allir þeir mörgu, sem notið hafa vináttu Kjartans Ól- afssonar og liðveizlu í ýmsum. málum, færa honum í dag inni- legar hamingjuóskir. V, S. V. Ályktanir tveggja slysavarnadeilda: Miðunarstöð verði komii Garðskaga og taístöð í Keflavík Allir togarar verði útbúnir liésfcösturism —------»— SLYSAVARNADEILDIRNAR í Hafnarfirði og Keflavík héldu nýlega aðalfundi, og gerðu deildirnar ýmsar áíykíanir um slysavarna- og öryggismál. Deildin í Keflavík skoraði á slysavarnafélagið að beita sér fyrir því, að komið verði upp miðunarstöð á Garðskaga hið fyrsta, svo og að talstöð verði komið upp í Keflvík fyrir næstu síldarvertíð við Faxaflóa. Deildin í Hafnarfirði alyktaði, að nauðsyn bæri til að Ijóg- kastarar séu um borð í öllum tpgurum, og enn fremur, að at- hugað verði, hvort ekki sé nauðsynlegt að björgunarflekar verði settir í smærri skip. Fara hér á eftir helztu álykt- ’ anir slysavarnadeildanna í Hafnarfirði og í Keflavík. Aðalfundur slysavarnadeild- arinnar Fislcaklettur í Hafnar- firði var haldinn 8. febrúar í Alþýðuhúsinu. Stjórn deildarinnar var end- urkosin, en han'a skipa: Ólafur Þórðaraon form., Stígur Snæ- land gjaldkeri, Jón Halldórsson ritari og meðstjórnendur Óskar Guðmundsson, Sigurður Guðna son og Pálmi Jónsson. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á fundinum: 1. Aðalfundur slysavarnad. Fiskaklettur aðhyllist þá FramhaldsaðaEfundur Sjómannaíélags Reykjavíkur verður haldinn í Iðnó, niðri, í dag 1950 klulckan 14 (2 e. h.). 12. fehr. FUNDAREFNI: Lagabreytingar frá kommúnistum, er frestað var á aðalfundi. Önnur mál, er fram kunna að verða borin, ef tími vinnst til. Stjórnin. Fundurinn er aðeins fyrir félagsmenn, er sýni dyraverði skírteini sín. stefnu, sem stjórn Slysavarna- félags íslands hefur mótað í sambandi við kaup og starf- rækslu helicopterflugvélarinn- ar og felur fulltrúurn deildar- innar að styðja það mál á næsta landsþingi. 2. Aðalfundur sylsavarnad. Fiskaklettur samþykkir að fulltrúar hennar á Landsþingi Slysavarnafélags íslands styðji eða flytji tillögu um að settir séu ljóskastarar í þá togara okkar, sem ekki hafa þá. Enn fremur að athuga vel hvort ekki sé nauðsynlegt að björgunarflekar verði settir í smærri skip. Fulltrúar á næsta Landsþing Slysavarnafélags íslands voru kjörnir þeir: Ólafur Þórðarson, Stígur Snæland, Guðjón Magn- ússon, Magnús Kjartansson, Guðjón Gunnarsson og Jón Halldórsson. Eftir fundinn fór fram sam- eiginleg kaffidrykkja og kvik- myndasýning og var fundur- inn hinn ánægjulegasti. Enn fremur hélt Kvenna- deild Slysavarnafélagsins í Keflavík aðalfund sinn og í stjórn voru kosnar þær: Jónína Guðjónsdóttir form., Kristín Guðmundsdóttir gjaldkeri, Sesselja Magnúsdóttir ritari og í varastjórn þær Guðný ís- berg, Steinunn Þorsteinsdóttir og Elín Ólafsdóttir. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á fundinum: 1. Áðalfundur Kvennadeild- ar Slysavarnafélags íslands í Framhald á 7. síðu. ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.