Alþýðublaðið - 12.02.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.02.1950, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 12. febrúar 1350 Félag járniðnaðar- Kvennadeild Slysavarnafélags íslands í Hafnarfirði heldur FUND n. k. þriðjudag, 14. febr., kl. 8,30 f Alþýðuhúsinu. Kaffidrykkja og félagsvist. Konur fjölniennið. STJÓRNIN. Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík heldur áiafíun sinn kl. 8,30 e. h. í Tjarnarcafé mánudaginn 13. þ. m. Venjuleg aðalfundarstörf. Til skemmtunar: Frú Nína Sveinsdóttir syngur gamanvísur. Upplestur: Frú Guðný Sigurðárdóttir. Dans. Fjölmennið. Eric Ambler Allsherjarafkvæðagreiðsla til stjórnar og trúnaðarráðs félagsins fyrir næsta starfsár hefur verið fyrirskipuð af stjórn Alþýðusambandsins sam- kvæmt ósk félagsstjórnar. Fer fram á laugardag 18. og sunnudag 19. febr. n. k. í skrifstofu félagsins. Framboðslistum skal skilað til kjörstjórnar fyrir kl. 18 á þriðjudag, 14. þ. m. Listunum skulu fylgja meðmæli minnst 26 félagsmanna. Kjörskrá liggur frammi í skrifstofu félagsins föstu- daginn 17. þ. m. kl. 16—20 og laugardaginn 18. þ. m. kl. 10—12. Kjörstjórnin. NYJU OG GOMLU DANS- ARNIR í G.T.-húsinu í kvöld klukkan 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6.30 e. h. Sími 3355. Hin vinsæla hljómsveit hússins leikur undir stjórn Jan Moravek. ALLTAF ER GÚTTÓ VINSÆLAST. STJORNIN. DANS tíma, sem hann var að hugsa um morðingja og dauða á ! næsta leiti, já, líf og dauða. í Líf og dauði. Hann spratt á I fætur og fór að lesa á spjald, sem hékk á hurðinni. „Cincture di salvatoggio, ceintures de sauvetage, ret- ungsgurtel. Lifebelts. . . . Ef hættu ber að höndum verður merki gefið sex sinnum í flaut- unni, en síðan verður klukk- unni hringt. Þá eiga farþegar að setja á sig björgunarbeltin og safnast sarran við bát nr. fjögur“. Oft hafði hann lesið þetta annars staðar á ferðum sínum, en nú las hann jjetta aftur og aftur. Spjaldið var orðið guin- að af elli. B; .rgunarbeltið, sem lá þarna uppi á hillu virt- ist ekki hafa vcrið hreyft ái- um saman. Já, hann skildi þetta allt saman. „Ef hætta væri á ferðum . . . Eí hætta . . . “ En það var ekki hægt að leggja á flótfa undan haút- unni. Hættan hlaut að umlykj- ast hann. Það gat vel verið að þú værir í stöð ’gr: hættu ár- nm saman, án þcss að hafa hug mynd um það. Það gat vel verið, að þú lifðir öllu lífi þínu í þeirri trú, að þetta eða hitt gæti ekki komið fyrir þig, já, að dauðinn gæti ekki komið yfir þig nema samkvæmt á- kvörðun guðs og þá á eðlileg- an hátt. En þrátt fyrir allt þetta varstu alltaf í hættu og dauðinn alltaf á næstu grösum. Já, það var fleira á milli him- ins og jarðar en þig hafði grun- að. Menningin var orðtak á vörum, en ekki lifandi sann- leikur. Nú hreyfðist skipið hægt og rólega. Hann. heyrði í vélsím- anum. Gólfið fór að titra. Gegn um sæsorfið gler kýraugans sá hann ljós koma og fara. Titr- ingurinn hætti um stund, en kom svo aftur. Þá fóru vatns- glösin á hillunni að lireyfast. Svo varð enn kyrrt, en síðan fór vélin í gang. Þeir voru bún- ir að sleppa. Þeir voru að fjar- lægjast land. Hann andvarpaði léttan, opnaði dyrnar og gekk upp á þilfar. Það var kalt ofan þilja. Skipið hafði snúið og hafði nú vindinn landmegin. Skipið klauf brækjuna á sjón- um. Ljósin^ á hafnarbakkanum hurfu hvert af öðru. Hann dró að sér kalt loftið. Það var gott að fá ferskt loft. Það hafði verið heldur drungalegt í káet- unni. Nú strukust áhyggjurnar af honum. Allt var horfið, Ist- anbul, Le Jockey Cabarett, maðurinn í þvældu fötunum, Adler-Palace og forstjóri þess, og Haki hershöfðingi. Allt horfið! Hann gat gleymt því öllu saman! Hann fór að ganga í hægð- um sínum eftir þilfarinu. Hann gæti trúað því, að innan skamms myndi hann geta hleg- ið að þessu óllu saman. Hann var að gleyma því. Það hafði verið eins og ævintýri. Hann hlaut að hafa dreymt það allt.. Aftur var hann stiginn inn í þann heim, sem hann hafði vanizt. Hann var á leiðinni heim! Hann gekk fram hjá einum farþeganum, þeim fyrsta, sem hann hafði séð. Þetta var mað- ur við aldur. Hann lá fram á borðstokkinn og horfði á ljósin í Istanbul, sem hurfu nú hvert af öðru. Nú, þegar hann var kominn á enda þilfarsins og sneri við aftur, sá hann konu í loðfeldi koma út úr reyksaln- um. Hún kom á móti honum. Það var hálfmyrkt á þilfarjnu, svo að Tíann þekkti hana ekki fyrr en hún var næstum því komin fast að honum. Þetta var Josette. FJÓRÐT KAFLI. Um stund stóðu þau hvort andspænis öðru steinhissa. Svo skellihló hún. „Drottinn minn“. hrópaði hún. „Þetta er Eng- lendingurinn. Þetta getur mað- ur kallað einkennilega tilvilj- un. “ „Já, finnst yður það ckki?“ „En hvernig stendur á því, að þér tókuð ekki fyrsta far- rýmissætið í lestinni tii París- ar?“ Hann brosti. „Kopeikin hélt því fram, að sjóiof'ið mund i hafa góð áhrif á heilsu mína“. „Og þér þurftuð á he'ilsubót að halda?“ Hörgult hár henn- ar gægðist út undan ullavklút, sem hún hafði bundið um höf- uðið. Hún var háleit þegar hún horfði á hann, eins og hún hefði barðastóran hatt, sem skyggði fyrir augu hennar. „Já, svo virtist það að minnsta kosti“. Nú fannst hon- um að hún væri ekki nærri eins aðlaðandi og hún hafði verið, þegar hann hitti hana í bún- ingsherberginu hennar. Loð- feldurinn virtist vera næstum því sniðlaus og klúturinn, sern hún bar, fór henni ekki vel. „Þér minntust á lestina. Hvern ið stóð á því, að þér fóruð ekki með henni? Þér ætluðuð að kaupa annars flokks sæti.“ Hún hleypti brúnum, en það bjarmaði fyrir brosi í öðru munnviki hennar. „Þessi ferð verður miklum mun ódýrari. Sagðist ég ætla að fara með lestinni?11 Graham roðnaði. „Nei, vitan- lega sögðuð þér það ekki berum orðum“. Honum skildist, að hann hefði hlaupið á sig. „En hvað sem því líður, þá gleður það mig mjög að hitta yður aftur. Ég var einmitt að hugsa um það, hvað ég ætti til bragðs að taka, ef ég kæmi að lokuð- um dyrum á Hotel de Belges“. Hún horfði dálítið stríðnis- lega á hann. „Þér ætluðuð þá í raun og veru að spyrja eftir mér þar?“ „Vitanlega. Okkur talaðist svo til, eða var ekki svo?“ Hún breytti um svip, hæðn- issvipurinn hvarf. ,,Ég held, að þér séuð ekki alveg hreinskil- inn, mr. Graham. En segið mér nú, hvers vegna þér tókuð yð- ur ferð með þessu skipi“. Hún fór að ganga e'ftir þil- farinu. Hann gat ekki annað gert en að fylgja henni. Hann gekk í hægðum sínum við hlið hennar. „Trúið þér mér ekki?“ Hún yppti öxlum kæruleys- islega. „Þér þurfið ekki að segja mér það, ef þér viljið það síður. Ég er ekki að yfirheyra yður“. Honum fannst hann heyra einhvern undirtón í röddinni. Hann gerði ráð fyrir að hún sæi ekki nema eina skýringu á tilveru hans um borð í þessu skipi. Annað hvort hafði saga hans um fyrsta farrýmisseðil- inn í Parísarlestinni verið upp- spuni, sagður til þess að sýna henni, hve auðugur hann væri, eða að hann hefði haldið uppi njósnum um ferðalag hennar, cg þegar hann hafði fengið að vita, að hún færi með skipinu, keypt sér þá einnig farseðil með því. Skyndilega fékk hann löngun til að koma henni á óvart með því að segja henni sannleikann. „Jæja“, sagði hghn, ,;ég ferðast á þennan hátt vegna þess að ég er að reyna að forð- ast mann eða menn, sem sæk-j- ast eftir lífi mínu!“ Hún nam staðar, stóð graf- kyrr. „Ég held að mér ætli að verða kalt hérna úti“, sagði hún rólegri röddu. „Ég ætla að fara inn“. Hann varð svo undrandi að hann fór að hlæja. Hún sneri sér snögglega að honum. „Þér ættuð ekki að koma með svona heimskulega íyndni“. Það var enginn vafi á því, að hún hafði reiðzt í raun og veru lyír' særðu hend- inai; ,.Fí; varð íyrir skctuii. Hérna, c.áið þé< Hún hleypti brúnum. Þér eruð n.iög slærruir Ef þer liaf- ;ð sk á hendínni, ^vcr- konní é>; yður hit en bév ætt- uð ekki að ver., að gera gys O L - - Í ■ ^ —v/ ■»

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.