Alþýðublaðið - 18.02.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.02.1950, Blaðsíða 4
ALÞÝÐIBLAÐIÐ La«garda?ur 18. febrúar 1950 :■- $ . ::v ■■■ r . ÚtgelaHdi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán. Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Saemundsson. Ritstjórnarsímar: 4091, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Aiþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. BÆ J ARBÓK AS AFNIÐ í Reykjavík er talandi tákn um menningaráhuga íhaldsins. Samastað'ur. þess er í óhentug- um húshjalli, eldhætta geysileg og þrengsli slik, að engu tali tekur. Afleiðing þessa er sú, að starfsfólkið á þess engan kost að rækia vinnu sír.a með viðunandi hætti, og afnot bæj- arbúa af safninu eru öllum hugsanlegum erfiðleikum háð. Kii er svo komið, að við borð liggur, að lastrarsalnum verði lokað og hann tekinn fyrir bókageymslu. Bókageymslan í kjallaranum er sem sé orðin full út úr dyrum. og að auki kemur lestrarsalurinn ekki að hálfum notum, þar eð ekki er unnt að hafa handbært nema lítið eitt af bókum þeim, sem þar eru nauðsynlegar. Þessar staðreyndir eru skilmerkilega raktar í skýrslu yfirbókavarö- arins, Snorra Hjartarsonar skálds. Þarf éngum blöðum um það e.S fletta, að ádeilan í um- mælum hans sé fremur van en of. Gestir safnsins þurfa ekk- ert að láta segja sér um þetta. Sáfnið talar sjálft sínu máli. Jafnframt liggur fyrir, að útlán bæjarbókasafnsins fara stórvaxandi með ári hverju, þrátt fyrir vanrækslu og nið- urníðslu stofnunarinnar. En ó- hætt er að fullyrða, að afnot bæjarbúa af - safninu myndu margfalt meiri, ef sæmilega væri að því búið. Gott bóka- safn þykir sjálfsögð stofnun í öllum bæjum byggðum sið- menntuðu fólki. Þörf slíkra stofnana er sér í iagi brýn hér á landi, þar eð íslendingar eru fróðleiksfús og lesandi þjóð í r:kum mæli. Kaupstaðirnir úti á landi hafa Iíka reynt að gera skyldu sína í þessu efni. Bóka- sofnin á Akureyri, ísafirði og í Hafnarfirði eru viðkomandi bæjum og íbúum þeirra til sóma. En í Reykjavík, höfuð- stað iandsins, minnir bæjar- fcókasafnið helzt á óvandað og illa umgengið geymsluskýli f.yrir amboð. Astæðan liggur að sjálfsögðu í augum uppi. í- haldsmeirihlutinn í bæjar- síjórn Reykjavíkur þekkir ekki menningarskyldu og kann ekki að meta önnur rit en skatta- skrár, bankabækur og síma- skrár. ■i En ófremdarástandi bæjar- bókasafnsins verður ekki unað lengur. Reykvíkingar eiga kröfurétt á því, að bókasafn þeirra sé flutt í rúmgóð og vist- leg húsakýnni. Fólkið, sem unnið hefur í bæjarbókasafn- inu við smánarleg launakjör, á sömuleiðis kröfurétt á því að íá að starfa við mannsæmandi skilyrði. Menningarfélögin í bænum eiga að taka þétta mál til umræðu 'cg gera um það á- lyktanir. Blöðin og tímaritin eiga að túlka þá sjálfsögðu kröfu fólksins, að bæjaryfir- völdin .hefjist handa um úr- bætur. Auðvitað er vonlaust, að menningaráhugi verði vak- inn í brjósti bæjarstjórnar- íhaldsins. En óttinn við reiði lólksins getur gert því óvært á leíibekknum. Sú réttmæta og tímabæra reiði þarf að koma í ljós og láta áhrifa sinna gæta. Bæjarbókasafn Reykjavíkur var á sínum tíma stofnað af áhuga og hugsjón. Það átti að verða vopn alþýðúnnar í bar- áttu hennar fyrir menntun og þroska. En þetta musteri al- þýðunnar er orðið ruslakompa vegna sofandaskapar bæjar- stjórnaríhaldsins. Afleiðing þessa er að sjálfsögðu þungbær öllum bæjarbúum, en tilfinn- anlegust er hún þó fyrir æsku Reykjavíkur. Gott bæj.aibóka- safn myndi laða æskuna til lestrar, fá henni göfugt hugð- I arefni — kalla hana úr váleg- ' um veraldarsolli inn í andlegan ! helgidóm. Þannig er óíremd- ■ arástand bæjarbókasafnsins | háskalegur glæpur gagnvart hinni ungu kynslóð í Reykja- vík. Hér í bænum er annað bóka- safn, rekið af ríkinu. Það er rílsisbókasafn íslendinga, lands I bókasafnið. Því er að sjálf- sögðu ekki ætlað það hlutverk að vera útlánasafn, en eigi að síður neyðast forráðamenn þess til að lána út bækur af því að bæjarbókasafnið er ekki hlutverki sínu vaxið. Landsbókasafnið á að vera samastaður fyrir fræðimenn. Érí lestrarsalur þess er löngum þéttsetinn af ungu fólki, eink- um þegar líður að prófum í skólum bæjarins, svo að stund- um verða fastagestirnir jafn- vel frá að hvería. Þarna er um að ræða enn eina afleiðinguna af ófremdarástandi bæjarbóka- safnsins. Auðvitað er það skylda bæjarins en ekki ríkis- ins að sjá skólaæsku höfuð- staðarins fyrir samastað til lesturs og vinnu, og sá sama- staður er miklum mun nauð- synlegri nú en fyrr á árum, JONAS ARNASON, „bæjar- póstur“ Þjóoviljans, er mað- ur, sem ætti að íala sem minnst um hlutleysi ríkisút- varpsins, þó að hann sé orð- inn uppbótarþingmaður Kom- múnistaflokksins í krafti 66 atkvæða, sem hann fékk á Seyðisfirði við alþingiskosn- ingarnar í haust; því að sem kunnugt er hefur hann ekki þá sögu að baki sér í sam- bandi við ríkisútvarpið, að honum farist það. Er það enn ógleymt, hvernig hann not- aði sér fyrir nokkrum missir- um trúnað útvarpsins til þess að koma á framfæri i því ó- þverralegum áróðri Moskóv- íta hér út af Keflavíkursamn- ingnum; en vegna slíks trún- aðarbrots og hlutley.sisbrots þótti hann ekki hæfur til þess að halda áfram erindaflutn- ingi í útvarpinu. Iíefur hann síðan ekki heyrzt þar nema í einni ódæma ósmekklegri og smeðjulegri ræðu, sem hann flutti þar í ræðutíma komm- únista í stjórnmálaumræðun- um fyrir alþingiskosningarn- ar í haust. EN ÞESSI MAÐUR kann ber- sýnilega ekki að skammast sín. Fyrir nokkrum dögum flutti hann á alþingi tvær fyrirspurnir til menntamála- ráðherra — einmitt varðandi vegna hinna geysilegu húsnæð- isvandræða í Reykjavík. En. bæj arstj órnaríhaldið leiðir ekki 'einu sinni hugánn að þessu máli. Bærinn heldur áíram að níðast á ríkinu á þessu sviði ekki síður en í sjúkraríúsmál- unum og telur sig enga skyldu hafa í þessum efnum. Hvíta bandið, farsóttahúsio og bæj- arbókasaínið segja meira um eðli og jnnræti íhaldsins en nokkrar greinar eða ræður. En svo eru forráðamenn Reykja- víkur fullir vandlætingar yfir þeim aðilanum, sem lagí hefur til landsspítalann og lands- bókasafnið! Dómur sögunnar yfir bæjar- stjórnaríhaldinu í Reykjavík verður þungur. Méginástæða þess er ef til vill sú, að það hef- ur vanrækt menningarmál höf uðstaðarins á hróplegan hgtt. Þorrinn af kjósendum SjálL stæðisflokksins er vafalaust samdóma kjósendum annarra ílokka um það, að ófremdar- ástand þessara mála sé hneyksli, og það er skylda Reykvíkinga að umbera ekki smánina lengur. Engin sið- menningarborg hefur efni á því að taka sér í menningar- máJum stöðu með verstöð á Grænlandi eða villirnanna- þorpi í Afríku. Þess vegna er hlutverk vekjara bæjarstjórn- aríhaldsins í Reykjavík í raun og veru að hjarga þv-í, sem hef- ur verið, er og á að verða kjarninn í andlegu lífi íslend- inga. veiði ÐALITIL SILD hefur veiðzt á Seyðisfirði rétt utan við höfn ina. Hafa nokkrir bátar fengið þar nokkurn afla. S.A.R. í Iðnó í kvöld klukkan 9. Aðgöngumiðar seldir í aag frá kl. 5. Sínii 3191. Olvuðum mönnum óheimill aðgangur. Með hljómsveitinni syngur Iíanna Karlsson. Skorturinn á Ijósaperunum er orðinn varanlegt ástand. — Fyrirspurn til gjaMeyrisyfirvaldanna. Hlægilegar samþykktir albingis. CM LANGT SKEIÐ hefur ver ið alger skortur á ljósaperum í Reykjavík. í fyrstu hélt maður a'ð þetta væri aðeins stundarfyr- irbrigði, að sendingu hefði seink að eða einhverjir skyndilegir erfiðleikar hefðu komið upp. En nú er úr því skorið, að svo er ekki, heldur er hér nm fast á- stancl að ræða. Hvað eftir ann- að hefur bærinn verið perulaus og enn vantar perur. ÁSTANDIÐ VERSNAR vitan- lega með hverjum degi^sem líð- ur. Nú er svo komið á fjölda mörgurn heimilum, að perur eru ekki nema í nokkrum hluta ljósa stæðanna og fólk verður jafn- aðarlegast að bera perur á milli herbergjanna og 'skipla um, en það verður til þess að perurnar sms útvarpið o'g erlendan frétta- flutning þess; og hélt hann við það tækifæri „jómfrú- ræðu“ sína á alþingi. En fyr- irspurnir Jónasar voru þær, 1) hvort ríkisstjórnin hefði fyrirskipað fréttastofu út- varpsins að taka fréttir ein- göngu frá ákveðnum útvarps- stöðvum; og 2) ef svo væri ekki, hvort ríkisstjórnin hefði þá bannað fréttastofu útvarps ins að birta fréttir frá ákveðn- um útvarpsstöðvum? ÞaS blandast svo sem engum hug- ur um, hvað Jónas var þarna að fara; honum þykir of lítið upp tekið og endursagt af á- róðursfregnum Moskvuút- varpsins í ríkisútvarpinu hér. MENNTAMÁLARÁÐHERRA svaraði báðum fyrirspurnum Jónasar algerlega neitandi; ríkisstjórnin hefði ekki haft nein afskipti af fréttaflutn- ingi utvarpsins. En út af þessu svari leggur Jónas í „bæjar- pósti“ Þjóðviljans í gær og þykist nú heldur góður. Seg- ir hann, að „starfsmenn frétta stofunnar hafi samkvæmt þessu óbundnar hendur um að afla frétta hvaðan, sem þeim sýnist, og birta þær í út- varpinu"! Já, það gæti vissu- lega passað Jónasi Árnasyni og öðrum kommúnistum, eins og starfslið fréttastofunnar er nú skipað. En þetta er bara mesti misskilningur hjá Jón- asi. Það er nefnilega hvorki ríkisstjórnin né starfsmenn fréttastofunnar, sem eiga að ráða því, hvaðan frétta er leitað fyrir útvarþið, — held- ur útvarpsráð. I lögunum um útvarpið er það tekið alveg skýlaust fram, að það sé út- varpsráðs, að setja reglur um fréttaflutning; og verður að sjálfsögðu ekki betur tryggt, að fréttaflutningur útvarps- ins sé óháður pólitískum geð- þótta ríkisstjórna, er koma og fara, svo og einstakra starfs- manna útvarpsins, sem val- izt geta furðu einhliða póli- tískt, svo sem dæmin sanna. ÞAÐ ER NÁTTÚRLEGA skilj- anlegt, að kommúnistar, sem höfðu komið ár sinni furðu vel fyrir borð í ríkisútvarp- inu fyrir nokkrum árum, þyk- ist nú hafa lítið gagn af því og kunni því illa, að frétta- flutningur þess skuli ekki vera bergmál af áróðri og lyg- um Moskvuútvarpsins En frá sjónarmiði alls þorra þjóðar- innar mun hins vegar vera vel fyrir erlendum fréttum útvarpsins séð meðan þær eru fyrst og fremst byggðar á hin- um áreiðanlegu fréttasend- ingum brezkra og norrænna útvarpsstöðva. eyðileggjast miklu fyrr en ann- ars væri. Fólk er hætt að geta lesið á heimilum, og sums staðar er ástandið jafnvel svo slæmt, i að ekki er til nema ein éða tvær perur. JAFNVEL ÞÖ að maður sé allur af vilja gerður til þess að setja. sig inn í gjaldeyrisvand- ræðin, skilja þau og bera í bæti fláka fyrir þá, sem stjórna gjald eyrisveitingum, þá getur maður ekki skilið það að skortur á ljósa perum skuli vera orðinn varan- legt ástand. Ég bringdi til raf- tækjakaupmanns í gær og spurði j hann, hvað það væri, sem raun- verulega ylli þessum vandræð- um. Hann svaraði: „VIÐSKIPTANEFNÐIN veit- ir bókstaflega ekki gjaldeyris- leyfi fyrir ljósaperum. Það er langt síðan nokkurt slíkt leyfi hefur verið veitt og það þýðír bókstaflega ekki að talá við ríefndina um þetta“. Ég spurði hvaðan perur hefðu venjulega verið fluttar inn. Hann svaraði ,,Þær hafa aðallega komið frá Hollandi, en einnig frá Þýzka- landi. Hér er ekki um dollara- vöru að ræða, heldur vöru, sem keypt er fyrir pund“. ÞETTA SAGÐI HANN. Ég skil ekki, að við séum svo gjör- samlega með rassinn út úr bux- unum af gjaldeyrisvandræðum fyrir brýnustu nauðsynjum, að við getum ekki keypt ljósaper- ur. Hváð eigum við að gera við nývirkjanir vatnsafls okkar, ef við fáum ekki einu sinni svo einföld rafmagnstæki og ijósa- perur eru, til þess að gata not- fært okkur rafmagniö? Og ég verð að segja það, að umræður og samþykktir á alþingi uni auk inn innflutning á ýmsum, að vísu nauðsynlegum, heimilisvél um, sem réknar eru með raf- magni, eru hlægilegar, þegar ástandið er þannig, að við get- um ekki einu sinni fengið ljósa- perur til heimilanna. ÉG VONA, að gjaldeyrisyfir- völdin gefí almenningi ein- hverja skýringu á þessu. Skýring er nauðsynleg og hefði átt að kom fyrr, því að almenníngur skilur þetta ekki og hyggur því, að hér sé um algert sleifarlag og hirðuleysi að ræða. En bágt á maður samt með að trúa því að óreyndu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.