Alþýðublaðið - 18.02.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.02.1950, Blaðsíða 8
Gerizt áskrifendur að ASþýðublaðinu. Alþýðublaðið inn á i hvert heimili. Hring- ið í síma 4900 eða 4906. M VÍð OÍSfl Lf.o?ardagur 18. febrúar 1950 Aiomnjósnari Rússa Börn og unglingar. Komið og seijið -| AlþýðubSaðið. 'j Allir viljia kaupa i AlþýðubSaðið. r Fimm ungir menn valdir að sprenging- unni, sem varð í síðasí Eiðnum mánuði. ALLMIKIL SPRENGING varö við gistihúsið á Reyðar- firði í síðast liðnum mánuði, og hefur þegar komizt upp, að fimm ungir menn voru valdir að henni. Sprengingin varð að kvöldlagi, meðan starfsfóik kaupfélagsins á staðnum var á skemmtun í gistihúsinu. Við rannsókn hefiir komið í ijós, að dynamitsprengja eða spréngjur frá vegagerð ríkisins voru sprengdar þarna. Sprenging þessi varð í sundi^ miSli gistihússins og vöru- skemmu, sem stendur næst því. Brotnuðu allar rúður, sem snéru út að sundinu, bæði í gistihúsinu og vöruskemmunni. Rannsókn hófst þegar í máli þessu íyrir austan, og komst von bráðar upp, hverjir valdið hefðu sprengingunni. Reynd- ust það vera unglingar, sumir þeirra þó komnir yfir tvítugt. \ Sprenging þessi varð snemma í janúarmánuði. Þegar rann- sókn lar.k þar eystra, voru máls skjöl cll send til Reykjavíkur, og mun málið vera í léttarat- hugun hér. :ii noanun VerSur bindindis- höflin reist við MIKLAR LÍKUR eru nú á því, að bindindishöllin verði ekki reist við Indriðatorg (sem verður fram undan Þjóðleik- húsinu), þar sem skipulag toí’gsins leyfir ekki eins stóra bvggingu á þessum stað og bíndindismenn vilja reisa. að því er borgarstjóri skýrði frá á bæjarstjórnarfundi í fyrra- dag. Að þessum stað fráskild- urn hefur verið talað um lóð gömlu mjólkurstöðvarinnar við Snorrabraut, og hefur bæjar- stjórn lofað þeirri lóð fyrir höllina, ef hún getur ekki risið við Indriðatorg. Ýmsir erfið- leikar eru þó í sambandi við þessa lóð, sérstaklega þau mannvirki, sem á henni eru. , Má búast við að bað kosti nokk- urt fé að rífa gömlu mjólkur- stöðina og er óráðið, hver á að bera kostnaðinn af niðurrifinu. TRYGVE LIE, aðalritaii bandalags hinna sameihuðu þjóða, lét svo um mælt í við- tali við bíaðamenn í gær, að hann hefði mikinn áhuga fyrir ^ því, að foriistumenn stórveld- anna kæmu saman til fundar og ræddu ágreiningsmálin, hvort sem þær viðræður færu fram innan vébanda bandalags hinna sameinuðu þjóða eða utan þeirra. Enn fremur ræddi Lie um byggingu bandalags hinna sameinuðu þjóða, sem er í smíðum í New York. Kvaðst hann vona, að henni bærust gjafir ýmissa þjóða, þegar að því kæmi að skreyta hana og benti í því sambandi á, að þjóðabandalagshöllin í Genf hefði verið skréytt af fjölmörg- um frægum listamönnum, sem hluíaðeigar.di þjóðir hefðu fengið til að vinna þetta starf. lög, sem forsefi slands hefur sfaðfest Þetta er Dr. Klaus Fuehs, þýzki kjarnorkufræðingurinn, sem var í þjónustu brezku stjórn- aiinnar, en nú hefur verið tek- inn fastur. uppvís að því að hafa um langt skeið svikið kjarnorkuleýndarmál Breta í hendur Rússum. Dr. Fuchs hef- ur játað það á sig. Skemmfuh FUJ að Hófel Skjald- breið í kvöld FÉLAG ungra jafnaðar- manna í Reykjavík heldur skeinmtun að Hótel Skjald- breið í kvöld og liefst hún kl. 9. Til skemmtunar verður: Söngur með guitarundirleik, upplestur og dans. ÞANN 14. þ. m. staðfesti forseti íslands eftirtalin lög: Lög um heimild fyrir ríkis- stjórnina að ábyrgjast allt að 2 250 000 króna lán til útgerð- armanna, sem stunduðu síld- veiðar sumarið 1949, o. fl. Lög um breyting á lögum nr. 19 22. marz 1943 um bú- fjárrækt. Lög um samkomudag reglu- legs alþingis 1950. Alger jarðbönn á Ausffjörðum ALGER JARÐBÖNN eru nú á Austfjörðum og uppi í Hér- aði, og liggur víða um metra þykkt snjólag yfir jörðinni niðri í byggðum. Undanfarna daga hafa þó verið stillur og úrkomulaust. Stórir hreindýrahópar sjást nú daglega niðri á Héraði, eink- um í sVokölluðum Skíðdal, og er talið að hreindýrin geri tölu- verðan usla á beitilandi á þess- um slóðum. Skíðafetðir um helg- ina og aðra daga, er veður og færi leyfir UM HELGINA verða ferðir frá ferðaskrifstofunni bæði á skíðamótið í Jósefsdal og að skálanum í Hveradölum. í dag verða ferðir frá ferðaskrifstof- unni kl. 14 og kl. 18. Á morg- un kl. 9, 10 og 13,30. í ferðina kl. 10 á sunnudag verður fólk sótt í úthverfi bæj- arins. Ferðaskrifstofan, skíðadeild KR og Skíðafélag Reykjavíkur hafa síðast liðna viku gefið al- menningi kost á daglegum skíðaferðum. Skíðafæri cg veð- ur hefur verið hið ákjósanleg- asta. Ferðum þessum hefur verið hagað þannig, að farið hefur verið úr bænurn kl. 13,30 og komið í bæinn aftur kl. 19. Ferðum þessum mun verða haldið áfram þegar veður og færi leyfir. ■■II* r Frakklandi Framhald af 1. síðú. !*gegn endurreisn landsins og öryggi þess og stjórnskipun þjóðarinnar. SAMI LEIKURINN Á ÍTALÍU Tilkynnt var í gærkvöldi, að settur hefði verið strangur lög regluvörður í öllum hafnar- borgum á Ítalíu, en kommún- istar láta þar dólgslega og fara miklar kröfugöngur. Býst í- talska stjórnin við því, að kommúnistar reyni að hindra með valdi, að hergögnum frá Bandaríkjunum verði skipað upp í hafnarborgunum, enda er tilgangur þeirra með kröfu- göngunum að mótmæla þessum hergagnasendingum. Mikill hráefnaskortur hjá iðnfyrir- fækjum og verksmiðjum í landinu -----------------—------ Horfur á að framleiðslan stöðvist, ef ekki fást Ievfi á næstunni. Verð'ur skipið selt a u I? ÞÆR FREGNIR berast nú frá Noregi, að síldveiðar þar hafi hvað eftir annað stöðv- azt vegna þess, að verk- smiðjur höfðu ekki við, og ilotinn hefur orðið að bíða iöndunar. En á sama tíma liggur verksmiðjuskipið Hæringur aðgerðalaust við bryggju í Reykjavík. Til- gangurinn með því að setja síldarverksmiðju í skip er auðvitað sá, að verksmiðj- una megi flytja á milli staða, og er því vo'n, að menn hafi spurt hver annan: Hvers vegna er Hæringur ekki leigður til Noregs, þar sem slíks skips er mikil þörf? Fyrirtækið Hæringur er ekki svo vel statt, að það gæti ekki notað leiguna fyrir verksmiðjuskipið. Borgarfó- getinn í Reykjavík hefur ný- lega fengið kröfu- frá fyrir- tækjum hér um uppboð á Hæringi vegna skulda, sem hvíla á skipinu. Verður viti og skip- brofsmannaskýii MIKILL HRÁEFNASKORTUR er nú hjá fjölmörgum verksmiðjum og iðnfyrirtækjum í landinu, óg mun liggja við borð að sum fyrirtækin stöðvist gersamlega, þar eð engin leyfi fyrir hráefnum hafa enn verið veitt á bessu ári. < Nýlega hefur Félag íslenzkra ' — iðnrekenda' sent bréf til fjár- hagsráðs, þar sem þessu ástandi er lýst, og segir meðal annars í þessu bréfi: „Félagsmenn hafa þráfald- lega komið til skrifstofu félags- ins. undanfarið og skýrt svo frá, að efnivara. sem þeir þurfa að flytja inn erlendis frá, sé mjög til þurrðar gengin. Haf'a þeir engin gjaldeyrisleyfi- og inn- íiutningsleyfi fengið enn á yíirstandandi ári. Sem kunnugt er, getur það tekið alllangan tíma að fá vör- una, eftir að leyfi eru fengin og pöntun send. Einnig þurfa verksmiðjurnar nokkurn tíma til þess.að vinna úr efnivörunni áður en hún getur farið á mark aðinn sem fullunnin vara. Þess vegna er augljóst, að efnis- þurrð. sem gerir vart við sig nú eða í næstu framtíð, hlýtur en að leiða til meiri og minni stöðvunar hjá verksmiðjum og valda því, að nauðsynjavörur, sem þær frarnleiða, berast ekki á markaðinn fyrr en tóluvert er liðið á árið, nema undinn sé bráður bugur að því að leysa úr brýnustu efnisþurrðinni og ^’eita verksmðjunum nauðsyn- leg gjaldeyrfs- og innflutnings- leyfi fyrir hráefnum. AÐALFUNDUR slysavarna« deildarinnar Eykyndill í Vest-i mannaeýjum æskir þess mjög eindregið, að farþegaskip verði í förum milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur einu sinni í viku yfir vetrarmánuðina. Tel- ur deildin, að bó áætlanir flug- vélanna séu ákveðnar daglega, þá sé veðri oft þannig háttað, að ómögulegt er með flugíerðir svo dögum skiptir, cg er þá ekki um aðrar ferðir að ræða með smá flutningabátum, sem nú hefur sýnt sig að er al- veg óviðunandi. Þá samþykkti deildin áskor- un til alþingis og ríkisstjórnar um vita á Faxaskeri, sem jafn- framt yrði skipbrotsmanna- skýli. Skuldbindur deildin sig til að sjá um, að nægur matur, fatnaður, eldfæri og öll nauð- synleg’ áhöld verði ávallt í skýlinu. Tekjur kvennadeildarinnar í Vestmannaeyjum námu sam- tals fyrir s.l. ár kr. 17 639,54. Deildin hefur ávallt verið mik- ilvirk og notið mikils álits. Stjórn deildarinnar skipa nú: Sigríður Magnúsdóttir form., Katrín Árnadóttir gjaldkeri og Kristjana Óladóttir ritari. Merkjasala kvenna- deildar slysavarna- félagsins í Reykjavík Á MORGUN senda konurnar í kvennadpild Slysavarnafélags íslands börn og unglinga með merki út um bæinn, til vina sinna og veiunnara. Treysta þær enn sem fyrr á skilning og velvilja bæjarbúa. Penjngana, sem inn komá fyrir merkin, munu þær nota til aukinna slysavarna og hver vill ekki leggja sitt af mörk- um til slíkar starfsemi? Konur, komið og takið merki til sölu. Sendið börn ykkar eða unglinga niður í skrifstofu Slysavarnafélagsins til að sækja þangað merki og selja. Gerum konudaginn - merkja söludaginn að stærsta söfnun- ardegi okkar til þessa. Eflum og styrkjum slysavarnir. Kona. ;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.