Alþýðublaðið - 18.02.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.02.1950, Blaðsíða 6
B ALÞÝÐUBLAÐSÐ Laugardagur 18. febrúar 1950 Innflutnings- og gjaldeyrisdeild fjárhagsráðs hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á öli: í heildsölu Maltöl % fl. Hvítöi y2 fl. kr. 1,27 — 1,10 — í smásölu kr. 1,65 1,45 Að öðru leyti eru ákvæði tilkynningar nr. 2 frá 4. jan. 1949 áfram 1 gildi. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 16. febr. 1950. VERÐLAGSSTJÓRINN. Eric Ambler GLÆSIBÆJARANNÁLL -------úfur með mönnum. Stóðu orrustur víða um land og var barizt um smáríki óg stór og beitt hverju því, er hendi varð næst til vopna. Stofnað nýtt ríki á norðurslóðum, þar sem byggð landsins hafði fyrst stað ið; það var smáríki, hið þrett- ánda í röðinni, en enga oftrú höfðu Þingeyingar á hjátrúarat- riðum og töldu þetta góðs vita. Fyrir utan þetta ríki var land- helgi víðust, allt Dumbphafið og ísröndin sú liin næsta. Háðu vígðir riddarar burtreið í höfuð- staðnum, hverjar lyktuðu með sigri eins og ósigri hinna; gerð- ust þau undur, að einn hinna sigruðu kvaðst hafa það upp á brezk„ ipóðinn og aldrei játa ó- sigri meðan hann væri enn ekki dauður, reis hann síðan upp og bar sig engu verr en sá, er honum úr söðli sVipt hafði. Gerðust fleiri teikn með geist- legum, þau er ekki hér skráð verða, þar eð þau eru fræðilegs eðlis og heyra bæði undir theo- loginn og juridinn, en varð þó af gnýr nokkur og ekki sem fræðilegastur. Gengu lögreglu- menn inn í svefnhús manna um nætur og vöktu þá, er af martröð voru riðnir; gerðu pólísar það af góðsemi en var misjafnt þakkað. Sat Áleifur káti enn að völdum; hafði hann um sig ódregið strik; var það skjaldborg hans og stóð mörg- um meiri ógn af því ódregna striki heldur ert nokkru dregnu. Beið hermann utan þeirrar skjaldborgar með her manns, mátti þó ekki yfir það vega og þótti honum það bölvað, sem vonlegt var en Áleifur bretti grön í stól sínum og vorkenndi hermanni lítt eða jafnvel ekk- ert, en átti þó undir honum meira en honum líkaði. Valkryja ein var í liði hermanns; hún var dugandi í orrustum og hafði lagabókstaf að gandi og spjó frumvörpum. Hvatti hermann hana ákaft að ganga yfir strik- ið, en hún fýstist eigi; hvað Áleif hafa konst frá ætt Kveld- úlfs ens gamla,. sem sér stæði beigur af“, en ekki er því að neita, að allvel mundi mér líka að líta þig í veldisstóli Áleifs; ert þú maður allur garpslegri“. Heyrði það Áleifur og hló við. Harðindi mikil og hagleysa í ríki Jóhanns úr Eyjum; þótti hon- um illt og ekki búmannlegt að skera af heyjum í þorrabyrjun; felldi þó hrútsauði nokkra úr kró viðskiptanefndar; hvað þá lengi hafa kennt mæðiveiki hvað þó ekki sást á slátrinu. Engin grafskrift var gerð sauð- um þessum. Beit síld á lóðar- röngla við Eyjar, álítu sumir því happi stefnt til Jóhanns fyrir hrútaskurðinn en sálfræð- ingar töldu síldina orðna vit- lausa; þóttust lengi hafa um það grun haft og var síðan stofnuð síldardeild í geðverndarfélag- inu, sem þó einkum hafði verið ætlað frambjóðendum og öðr- um pólitískum. Vildi Þorvaldur ekki til Austurheims halda; var honum' þó allur farbeini ókeyp is boðinn, gaf margur fátækur í hans utanfararsjóð, lagðist það á, áð hann væri allgóður til á- heita; hafði Gunnar Thor á hann heitið áður en hann gekk til orustu, hét honum þrem rúbl- um, sem hann hafði tekið að erfðum frá Bjarna Ben, en Ein ar gefið Bjarna sem sáttafé i þann tíð er þeir voru samherj- ar utanríkis. Hafði Einar svo um mælt, að svá brygðúlt jartein staðfestu og tryggðar skyldi sú gjöf vera sem sá, er á henni var afmyndaður — — — — — Ljósin í landi sáust nú í nokk urri fjarlægð og skipið klauf öldurnar í strekkings golu. Hann leitaði upp á bátaþilfarið og sóð þar um stund í skjóli og horfði á mann, sem var að vinna á neðra þilfarinu, Hann hafði ljósker í hendi. Þegar maðurinn hafði lokið við starf sitt, fór Graham að hugsa um það, hvernig hann ætti að stytta sér stundir um borð. Hann tók þá ákvörðun, að hann skyldi útvega sér dálítið af bókum, þegar skipið kæmi til Aþenu næsta dag. Eftir því sem Kopeikin hafði sagt, var gert ráð fyrir að skipið myndi koma til Pyrius um klukkan tvö seinni hluta dagsins, og að það mundi leggja aftur af stað um fimm leytið. Hann mundi hafa nægan tíma til að leigja sér bif- reið til Áþenu, kaupa sér bæk- ur og dálítið af enskum sígar- ettum, senda skeyti til Steph- anie og ná afíur til skipsins áð- ur en það legði af staö. Hann kveikti sér í sígarettu og ætlaði að reykja hana til enda og fara síðan í háttinn, en um leið og hann kastaði eld- spýtunni frá sér, sá hann að Josette og José voru komin upp á þilfarið. Hann þóttist líka sjá það, að Josette hafði komið auga á hann. Það var of seint fyrir hann að komast á brott. Þau komu áleiðis til hans. „Svo að þér haldið yður hér,‘" sagði hún hálfvegis ásakandi. „Þetta er José.“ José, sem var í mjög þykkum svörtum yfirfrakka, með gráan hatt, skreyttan lituðu bandi, kinkaði kolli og svaraði: „En- chanté, Monsieur.“ Það var því líkast sem hann hefði ákaflega mikið að gera og vildi ekki láta trufla sig. „José talar ekki ensku“, sagði hún til skýringar. „Það er heldur ekki nauðsyn- legt að gera það. Það gleður mig að kynnast yður, Senor Gallindo,“ svaraði hann á spönsku. „Ég varð ákaflega hrifinn af dansi yðar og konu yðar.“ José hló hryssíngslega. „Hann var óhæfur. Staðurinn var fyrir neðan allar hellur.“ „José náði ekki upp í nefið á sér meðan við vorum í Istan- bul,“ sagði hún, „og ástæðan var sú,. að negrastelpan með slönguna hafði miklu meira upp úr sér en við. Og þó vissi Serge fullvel, að það vorum við, sem drógum að, en ekki hún.“ José sagði eitthvað á spönsku, sem ekki er prenthæft. „Hún var,“ sagði Josette, „frilla Serges. Þér brosið. En það er satt. Er það ekki satt José?“ José urraði eitthvað. „José er heldur ruddafeng- irín, þegar eitthvað gengur horíum á móti,“ sagði Josette til skýringar. „En þetta um Serge og Coco er sannleikur. Það er leiðindasaga að vísu, en hún er sönn. Það var oft hlegið að Fifi, slöngunni. Coco þótti ákaflega vænt um Fifi, og hún lét hana alltaf sofa hjá sér í rúminu. Um það vissi Serge ekki fyrr en hann varð elskhugi hennar. Coco sagði þá sögu, að þegar Serge fann slönguna í rúminu, hafi hann orðið viti sínu fjær af hræðslu. Hún neyddi hann til að hækka laun sín um helming áður en hún lét undan með það að Fifi fengi ekki að vera uppi í rúminu. Serge er enginn heimskingi; jafnvel José segir, að hann sé ekki heimskur; en Coco getur vafið honum um fingur sér eins og hana lystir. Hún getur það af því, að hún er ákaflega skap- mikii og viljasterk,“ „Hann þyrfti að berja hana duglega, og það með berum hnefunum,“ sagði José.“ „Jæja, Salop.“ Hún snéri sér að Graham. „Og þér? Eruð þér á sömu skoðun?“ „Ég hef enga reynslu í því, hvernig eigi að temja negra- stelpur, sem hafti slöngur í fór- um sínum.“ „Ó, þetta er ekkert svar. Þið karlmennirnir eruð harðstjór- ar.“ Hún skemmti sér augsýni- lega á hans kostnað., Hann sneri sér að José og sagði: „Hafið þér farið þessa leið fyrr?“ José starði á hann tortryggn- islega. „Nei. Hvers vegna spyrj- ið þér að því? Hafið þér farið þessa leið fyrr?“ „Nei, nei; alls ekki.“ José kveikti í sígarettu. „Ég er þegar orðinn hundleiður á þessum dalli,“ sagði hann. „Hann er drungalegur og ó- hreinn, og hann veltur hroða- lega. Klefarnir eru of nærri út- rennslinu. Það er fýla um borð. —: Kunnið þér poker?“ „Ég hef spilað poker. En ég spila hann heldur illa.“ „Ég var búin að segja þér það,“ hrópaði Jesette. „Hún hugsar,“ sagði José, súr á svipinn, „að af því að ég vinn í spilum, þá hljóti ég að hafa rangt við. Mig varðar fjandann ekkert um, hvað hún hugsar. Fólki er ekki skipað með lögum að spila við mig. Hvers vegna þarf það þá að fara að kvarta, þegar það tap- ar?“ „Það er,“ svaraði Graham kurteislega, „alveg óþarfi.“ „Ef þér viljið, þá er ég tilbú inn að spila núna,“ sagði José, alveg eins og einhver héldi, að hann væri smeykur. „Ef yður stendur á sama, þá vil ég heldur geyma það þangað til á morgun. Ég er dálítið þreyttur í kvöld. í sannleika sagt, verð ég að biðja ykkur að hafa mig afsakaðan; ég held, að bezt sé fyrir mig að koma mér í bólið.“ „Svona snemma?“ hrópaði Josette á ensku. „Það er aðeins einn maður um borð, sem tal- andi er við, og hann fer snemma í rúmið. að er slæmt. Já, það er líka alveg satt; yður hefur ekki liðið vel. Hvers vegna sátuð þér til borðs með Þjóðverjanum?“ „Hann liafði ekkert á móti því, að ég sæti til borðs með honum. Og hvers vegna átti ég þá að hafa nokkuð á móti því? Hann er mjög vel gefinn og ræðinn gamall maður.“ „Hann er Þjóðverji. í augum yðar ætti enginn Þjóðverji að vera vel gefinn eða skemmti- legur. Það er eins og frönsku hjónin sögðu. Englendingar líta ekki alvarlegum augum á stríð ið.“ José snerist snögglega á hæli. „Það er ákaflega leiðinlegt, að hlusta á þessa ensku ykkar,“ sagði hann. „Mér er orðið kalt; ég fer inn og fæ mér koníak.“ Graham var í þann veginn að bíðjast afsökunar, þegar konan greip fram í fyrir honum. „Hann er ákaflega óskemmti- legur um þessar mundir. Það er af því að hann hefur orðtð fyrir vonbrigðum. Hann hélt, að hér um borð yrðu nokkrar faliegar litlar stúlkur, sem hann gæti daðrað við. Honum gengur venjulega ágætlega í félags- skap kornungra stúlkna — og gamalla kvenna.“ Hún hafði talað allhátt og á frönsku. José, sem var í þann veginn að fara inn um dyrnar, sneri sér við, gretti sig ólundar- lega, en hvarf síðan. „Hann er farinn,“ sagði Jo- sett. „Mér þykir vænt um það. Hann er ákaflega ókurteis.“ Hún andvarpaði þunglega og leit upp í myrkan himininn. „Þetta er fagurt kvöld. Ég skil ekki hvers vegna þér viljið fara að hátta svona snemma.“ „Ég er mjög þreyttur.“ „Þér getið ekki venð svo þreyttur, að þér getið ekki gengið hérna um þilfarið með mér.“ • „Vitanlega ekki.“ I skoti undir stjórnpallinum var koldimmt. Þar nam hún staðar, sneri baki inn í krókinn og sneri sér beint að honum. „Ég er farin að halda, að þér séuð eitthvað reiður út í mig“. „Drottinn minn dýri! Hvers

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.