Alþýðublaðið - 18.02.1950, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.02.1950, Blaðsíða 5
Laugardagur 18. febrúar 1950 A5 t>Ýf)URLAÐgf) 5 SIGURÐUR RÓBERTSSON var nokkuð kunnur orðinn sem smásagnahöfundur og hafði að auki birt athyglisverða bók- sögu í tímaritinu „Nýjar kvöld- vökur“, þegar skáldsaga hans „Augu mannanna" kom út árið 1946. Henni var sæmilega tek- ið, enda gat sagan talizt dágóð byrjandabók. Nú hefur Sigurð- ur látið frá sér fara nýja skáld- sögu, er nefnist „Yegur allra vega“ og er framhald af „Augu mannanna“, en sjálfstæð þó, og enn er framhalds að vænta. Heíur skáldsögu þessarar lítt verið getið í blöðum og tíma- ritum, og er það hlutaðeigend- um til vanza. Sigurður Róberts- son er höfundur, sem vekur vonir, og „Vegur allra vega“ verðskuldar tvímælalaust, að henni sé gaumur gefinn. Tök höfundarins á söguefn- inu eru mun fastari í síðari bók inni en hinni fyrri, tæknin er meiri og boðskapurinn hnitmið aðri. Sögufólkið er skýrt og lif ancii og atburðirnir áhrifamikl- ir, sér í lagi eftir að sögunni víliur afíur heim til Kjálkavík- ur, en sá hluti bókarinnar tek- ur Reykjavíkurþáttunum mjög fram, þó að þar sé lagður grund- vöJlur að því, er síðar kemur, og engan veginn kastað til hans höndunum. Leifur og Gullveig eru barna aðalpersónur, og höf- undurinn gerir þeim yfirleitt góö skil, þó að hann ætli þeim bersýnilega stærri hlutverk síð- ar. En aukapersónurnar eru bó sýnu betri. Þorkell og Brynjólf ur bankastjóri eru hvor á sinn bátt táknrænir fulltrúar gamla tímans, sem raunar framlengist furðu óbreyttar eins og högum þjóðmálanna er enn háttað á landi hér. Ásvaldur og Björn eru valin sýnishorn af úrkynj- un borgarastéttarinnar, og myndin af Baldvini er prýðilega dregin. Hann verður ógleyman- legur fulltrúi misindismanna einstaklingsframtaksins, en minnir stundum helzt til mikið á kunningja okkur Bör Börsson. Kaflinn, sem gerist heima hjá Mikka, leynir á sér, þó að höf- undurinn fari hægt í sakirnar, og Mikki verður lesandanum minnisstæður, þó að mjög sé stiklað á stóru, þegar harmsaga hans er rakin. Hanna afgreiðslu stúlka er ein af gleggstu per- sónum bókarinnar, og lýsing höfundarins á sálarlífi hennar er í látleysi sínu og einfaldleik tindurinn í þeim hluta sögunn- ar, sem gerist í Reykjavík. Myndin af lífinu og fólkinu í Kjálkavík er svo haglega dreg- in, að höfundinum mistekst þar naumast lýsing og boðun, þó að oft hefði verið ástæða til að færast meira í fang. Uppboðið og útför Þórnýjar eru atriði, sem bera órækt vitni um skáld- gáfu og tæknitök höfundarins. En kaflinn um strandið er ris- lágur um of. Sigurður Róbertsson gerir einstaklingunum í sögu sinni góð sldl, en meginkostur henn- ar er þó heildarmyndin og bak- grunnurinn — lýsing höfund- arins á þjóðfélaginu, andstæð- um þess og göllum. Hún er öfga laus og sönn, en bitur að von- um. Sigurður sér og þekkir ranglæti samfélagsins, og hann lýsir vel fátækt og öryggisleysi verkalýðsins, sem auðstéttin arðrænir og vill teíla fram eiris og peðum á skákborði tilver- unnar. En honum láist að túlka baráttu og hugsjónir alþýðunn- ar, og hann blæs letilega að heilagri glóð hennar. Hann er bölsýnismaður. Það er afsakan- legt og ef til vill skiljanlegt. En íslenzk alþýða hefur aldi’ei verið samsafn vonlausra og dáðlítilla einstaklinga. Húr. hefur oft bognað, en aldrei brotnað. - Þess vegna hefur henni auðnazt að þrauka af þorrann og góuna. Persónumyndir Sigurðar Ró- bertssonar eru glöggar og sann- ar. Honum lætur einnig vel að beita samtölum. En ívaf frá- sagnarinnar er hnökrótt og mál ið með of miklum lýtum, þótt það sé stórgallalaust. Sigurður hefur svo sem ekki fundið hinn eina sanna veg sem skáMsagna- höfundur. En hann er á réttri leið. „Vegur allra vega“ er gefin út af höfundinum sjálfum, Þ.að er að sjálfsögðu ástæöulaust að leyna því, sem þar býr að báki Sigurði Róbertssyni hefur ekki tekizt að fá útgefanda að skáld- sögu sinni. Orsökin þarf engum að dyljast. íslenzkum bókaút- gefendum þykir arðvænlegra að gefa út þýdda reyfara eða end- urprentaðan „þjóðlegan“ fróð- leik en frumsamda skáld- sögu efnilegs höfundar. Slík eru sjónarmið einkaframtaksins jafnt í bókaútgáfu sem á öðr- um sviðum. Það þekkir ekki menningarskyldu, en lifir í gróðavon. Helgi Sæmunílsson, 5oíí kynnisrit íslenzkra bókmennta ÁRIÐ, sem leið, kom út í Svíþjóð bók, er flytur íslenzka leskafla, en útgáfu hennar hafa annazt þeir Sven B. F. Jansson, Gunnar Leijström og Sigurður Þórarinsson. Megintilgangur bókarinnar er að sjálfsögðu sá, að vera lesbók við íslenzku-, kennslu. En hún mun og hafa mikjl og góð áhrif til kynning- ar á íslenzkum bókmenntum síðari áratuga í Svíþjóð og ef til vill víðar. Bókin hefst á sjö þjóðsögum, sem virðast ágætlega valdar. Síðan tekur við sagnaskáld- skapur og ritgerðir eftir nafn- greinda höfunda. Látnir rithöf- undar, sem efni eiga í bókinni, eru Jón Thoroddsen, Jónas Hallgrímsson, Gestur Pálsson, Einar H. Kvaran, Jón Trausti, Guðmundur Friðjónsson, Jó- hann Sigurjónsson, Jónas Jón- asson og Þorvaldur Thoroddsen. Núlifandi rithöfundar, er valizt hafa til að kynna þarna ís- lenzkar samtíðarbókmenntir, eru hins vegar þeir Guðmund- ur Gíslason Hagalín, Þórbergur Þórðarson, Halldór Kiljan Lax- ness, Halldór Stefánsson, Gunn- ar Gunnarsson, Sigurður Nor- dal og Einar Ól. Sveinsson. Enn fremur flytur bókin stuttar en skilmerkilegar skýringar og margar prýðilegar ljósmyndir, svo og uppdrátt af íslandi. Útgefendurnir hafa tvímæla- laust lagt alúð við efnisvalið, og varla verður um það deilt, að höfundarnir, sem efrii eiga í bókinni, skipi þann sess með sóma. Hitt er þó ekki ósenni- legt, að margir sakni þarna góðra höfunda, en stærð bókar- innar hafa verið þröng takmörk sett, þar eð hún nemur aðeins fímmtán örkum, og brotið er í tæpu meðallagi, en letrið all- stórt, þótt það sé drjúgt. Efnis- valið mætti sjálfsagt gagnrýna, en áreiðanlega e^u höfundarnir vel sæmdir af þvu, sem eftir þá er birt. Helzt væri ástæða til að finna að því, að útgefendurnir hafa lagt meiri áherzlu á að velja skáldsagnakafla en smá- sögur. Skáldsagnakaflar mynda að sjálfsögðu ekki heild á borð við smásögur, og auk þess er engum vafa bundið, að list- rænn árangur sumra, ef ekki allra, þessara höfunda, er meiri í smásögunum en skáldsögun- um. Ef dæma ætti íslenzkan sagnaskáldskap eftir lesköflum þessum, félli listasigurinn í skaut Jóns Trausta og Halldórs Stefánssonar, enda er eftir þá valið það bezta í skáldskap þeirra. En úrslitin yrðu senni- leg'a nokkuð á aðra lund, ef smá sögurnar Fyrirgefning éftir Einar H. Kvaran, Gamla heyið eftir Guðmund Friðjónsson, Móðir barnanna eftir Guð- mund Gíslason Hagalín og Na- póleon Bónaparte eftir Halldór Kiljan Laxness kæmu í stað skáldsagnakaflanna. Bókakafl- arnir eftir Þorvald Thoroddsen, Jónas Jónasson, Sigurð Nordal og Einar Ól. Sveinsson auka Framhald á 7. síðu. „Að vestan“, fyrsta bindi.! Þjóðsögur og sagnir. Árni Bjarnarson safnaði og sá um útgáfuna. Bókaútg. Norðri. ! Prentverk Odils Björnsson- ; ar, Akureyri, 1949. ' j EINS OG FRÁ ER SKÝRT í formála rits þessa, er þao fyrsta bindi mjög stórs ritsafns, sem ákveðið ér að gefið verði út á næstu árum undir heildarfyrir- ' sögninni „Að vestan“. Áætlað er að það nemi alls um 16 bind- um. Verður þar safnað saman í eina heild meginþorra þess, „er íslendingar í Vesturheimi hafa ; skráð af þjóðsögum og sag.ua- | þáttum, ferðaminningum vest- urfara, sjálfsævisögum, þáttum úr lífi íslenzku landnemanna, i minningum þeirra heiman frá íslandi, alþýðukveðskap o. fl.“ , Er auðséð á þessari upptaln- ( ingu, að safn þetta verður mjög fjölskrúðugt. Er ætlunin j að skipta því í sjö efnisflokka, ! og verða tvö til fjögur bindi í hyerjum flokki. Sakna ég þess i þó, að hvergi er á það minnzt, j að gefa eigi út úrval úr bréfum ' landnema og annarra Vestur-1 íslendinga. Er mér nær að j halda, að sá flokkur, vrði hon-! um við bætt, gæti orðið girni- | legur til fróðleiks 6g skemmti- legur aflestrar. Hef ég a. m. k. séð frá vesturförum nokkur bréf, sem varpa skýrara ljósi én flest annað á líf þeirra og baráttu í nýju og ókunnu landi. Þykist ég þess fullviss, að gott j úrval slíkra bréfa myndi sóma I sér ágætlega í safni þessu og ! gefa glögga innsýn í hugarheim j hinna vestur-íslenzku land- ' námsmanna. Vil ég mælast til . þess við þá, sem. að útgáfunni ! standa, að þeir taki þessa á- bendingu til vinsamiegrar at- hugunar. | Sá maður, sem á frumkvæð- 1 ið að söfnun þessari og útgáfu, er Árni Bjarnarson á Akureyri. Er söfnunarstarf hans þegar vel á veg komið, enda hefur hann að því unnið af miklu kappi. Hefur hann í því skyni farið tvívegis vestur um haf og ferð- azt um Islendingabyggðir, ritað upp ýmsan fróðleik og náð sam- bandi við glögga menn, sem hafa heitið honum aðstoð við skráningu margvíslegs efnis. j Bókaútgáfan Norðri hefur . tekið að sér .að annast útgáfu ! að minnsta kosti tíu binda af ritsafni þessu. Fyrsta bindið, upphaf flokksins Þjóðsógur og sagnir, kom út á öndverðum þessum vetri. Eru það eingöngu sögur, sem áður hafa verið ' prentaðar í vestur-íslenzkum tímaritum. Sögurnar eru býsna J fjölbreyttar, sagnir af nafn- ' kunnum mönnum og sérkenni- legum, draugasögur, álfasögur, ævintýri, frásagnir um fyrir- boða, fjarhrif og drauma, kímni sögur og sitthvað fleira Segja má, að safn þetta skeri sig ekki á neinn hátt úr þjóðfræðasöfn- biðja um norðlenzku ostana. . samvinnufélaga Sími 2678. um þeim, sem hér hafa komið út á síðari tífqum. Skrásetjarar sagnanna eru að vonum mis- jafnlega slyngir, en. margir þeirra rita gott og hreint al- þýðumál og virðast kunna full tök á þjóðsagnastíl þeim, sem þróazt hafði meðal góðra sögu- manna heima á Fróni, eins cg þjóðsögur Jóns Árnasonar bera Ijósast vitni. Meðal hinná beztu sögumanna má nefna Þorstein smið Þorsteinsson . frá Upsurn, Hallclór Daníelsson frá ,Lang- holti og Sigmund Matthíassen Long. Allur þorri sagna þessara gerist á.íslandi. Eru þær úr ©II- um landshlutum, en þó flestar af Norður- og Austurlandi. Sög- ur eins og „Reimleiki í Winr.i- peg“ og „Indíánahjónin“ sýr.a þó, að sagnir um „eilífðarver- ur“ hafa einnig myndazt meðal landa vestan Atlantsála. enda mætti íurðulegt heita, ef svo væri ekki. Kemur sennilega fleira af því tæi í næsta þjóð- sagnabindi. Hæpin virðist mér sú ákvörð- un, að taka upp í safnið eigi all- fáar sögur, sem skráðar eru af mönnum hér heima og gerast á íslandi, þótt þær hafi á sínum ííma verið prentaðar í vestur- íslenzkum ritum. Þær eiga ekki þegnrétt í þessu safnriti. Útgáfa þessi er í heild sinni vönduð, pappír góður, prentun snyrtileg og prófarkalestur lýtalaus. Verður ritsafni þessu vafalaust vel tekið af íslend- ingum, bæði austan hafs og vestan. Gils Guðmundsson. Úrslif í bókmennfa- íegri 'skoðanakönnun „EIMREIÐIN’1 hefur efnt til bókmenntalegrar skoðanakönn- unar, og eru úrslit hennar bií’t í síoasta hefti tímaritsins. Spurningin, sem lögð var fyrir lesendurna, var á þessa leið: Hvern teljið þér beztan rithöf- und, sem nú er uppi með ís- lenzku þjóðinni? Alls bárust 1224 ,svör, og skiptust atkvæð- in á 16 höfunda. Þessir höfuud ar fengu flest atkvæði: Davið Stefánsson frá Fagraskógi fékk 275 atkvæði, Gunnar Gurmars- son 207, Halldór Kiljan Lax- ness 203 og Kristmann Guð- mundsson 196. Þessi hugmynd „Eimreiðar- innar“ er ágæt. Hitt er annað mál, hvort rétt sé að farið um framkvæmd skoðanakönnunar- innar. Það er erfitt að bera sam an skáldskap Davíðs Stefáns- sonar og Gunnars Gunnarsson- ar, svo að miðað sé við þá tvo, er flest atkvæði fengu. Væri ekki nær lagi að efna til skoö- anakönnunar um spui’ningarn- ar, hvert væri bezta Ijóðskáld- ið, hver bezti skáldsagnahöf- undurinn og hver bezti smá- sagnahöfundurinn? Þá má og benda á, að vel færi á því, að tveir eða þrír þátttakendanna í slíkri bók- mennalegri atkvæðagreiðslu g^rðu grein fyrir mati sínu á böfundunum í ritgerðum, sem birtar væru í viðkomandi tíma- riti. Að öðru leyti skal ekki rætt um síðasta.hefti „Eimreiðarinn ar“. Ég mundi ekki að loknum lestri þess eftir neinu sérstöku, nema tilkynningunni um, að von sé á nýrri framhaldsbók eftir Cannon! Slíkur boðskap- ur verður manni minnisstæður. Helgi Sæmundsson,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.