Alþýðublaðið - 24.02.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.02.1950, Blaðsíða 1
yeðurhorfurs Þykknar upp með austan átt síðdegis. * • t XXXI. árgangur. Föstudagur 24. febrúar 1950 47. tbl. Ránsfengur Gssfapo á sfríSsárunum Hér sést nokkur hiuti ai lurouiegum fjársjóði, sem nu er til sýnis í New York á vegum sameinuSu þióSanna. Það eru silfurgripir og gersemar, sem Gestapomenn Hitlers stálu víðs vegar um Evrópu, en hafa nú fundizt aftur og verið fluttir til New York, þar sem þeir eru til sýnis, ef vera kynni að réttir eigendur vildu leita þeirra. fyrr en síðdegis í dag ——-———-----— r KJÖRSÓKN í KOSNINGUNUM Á BRETLANDI var rnjög mikil, eða um 80%, að því er talið var í fregnnm frá London í riótt, og er það miklutm mun meiri þátttaka en í kosningunum 1945. Byrjað var að telja akvæði í 272 kjördæmum, aðallega bæjum og iðrjaðarhéruðum, strax í gærkveldi, og áttu úrslit ur þeim öl’ium að vera orðin kunn í morgun; en í 360 kjördæmum. aðállega 'Sveitum, átti atkvæðatalnmg ekki að hefjast fyrr en í morgun, og verða ful'lnaðar- úrslit því ekki kunn fyrr en síödegis í dag. Kosningaúrslitin, sem kunn voru orðin klukkan 2 í nótt, bentu ekki til þess, að neinar verulegar breytingar hefðu orðið á styrldeikahlutfalli tveggja stærstu flokkanna, alþýðuflokks- ins og íhaldsflokksins, síðan 1945; en frjálslyndi flokkurinn virtist bafa tapað fylgi til þeirra. Kommúnistar eru ger&amlega fylgislausir. Endurkjörnir með yfir- gnæfairdi meirihlutð Attlee. Bevin. Tilgangurmn að flæma þau bort eins og sendiráð Bandaríltjanna í Sofia? KOMMÚNISTASTJÓRNIN Á UNGVEBJALANDI afhenti sendiráðum Breta og Bandaríkjamanna í Budapest orðseadingu í gær, þar sem þau eru, rneð skírskotun til hinna nýafstöðnu málaferla þar í borginni, bæði sökuð um njósnir, og þess er farið á leit að þau dragi verulega úr starfsmannafjölda sínum. í orðsendingunni til brezka sendiráðsins er vitnað í játn- ingar Bretans Saunders, sem dæmdur var í 13 ára fangelsi í málaferlunum í Budapest á dögunum, og er sendiráðið kall- að njósnamiðstöð. En jafnframt því, sem á það er skorað að draga úr starfsmannaf jölda sínum, er þess farið á leit, að brezka stjórnin endurskoði þá ákvörðun sína, að fresta við- skiptasamningum við Ungverja land: en þá ákvörðun tók brezka stjórnin í desember, er brezka sendiráðinu í Budapest var neitað um það að hafa tal af Saunders, er þá hafði verið tekinn fastur. Orðsendingin, sem sendiráð Bandaríkjanna fékk, er sögð Frah. á 7. síðu Furuboln og 20 aðrir reknir úr Kommún- isfafiokki Koregs FuSítrúar frá Komin form réðu úrslitum. PEDER FURUBOTN og 20 félagar hans voru reknir form lega og endanlega úr norska kommúnistaflokknum í fyrra- dag. Var brottrekstur þeirra þá staðfestur af flolsksþingi komm únista í Oslo; en þar voru mættir fulltrúar frá Komin- Framh. á 7. síðu. Meðal þeirra kjördæma, sem atkvæði voru talin í í nótt, voru kjördæmi flestra þekktustu for ustumanna Alþýðuflokksins, þar á meðal ráðherra jafnaðar- mannastjórnarinnar, og höfðu kl. 2. borizt fregnir af endurkjöri átta þeirra, Attlee forsætisráð- herra, sem fékk í kjördæmi sínu 12 000 atkvæðum meira en frambjóðandi íhalds- flokksins, Bevin utanríkis- málaráðlierra, Sir Stafford Cripps f jármálaráðherra með 16 000 atkvæða meiri- hluta, Bevan heilbrigðis- málaráðlierra með 21 000 atkvæða meirihluta, Noel- Baker samveldismálaráð- herra, Isaacs vinnumálaráð- herra, Ede innanríkismála- herra og Tomlinson mennta- málaráðherra. í kiördæmi Churchills verð- ur ekki talið fyrr en í dag. SONUR CHURCHILLS FÉLL. í fregnum frá London fyrir kl. 2 í nótt var sérstaklega get ið um eftirfarandi úrslit. Sonur Churchills, Randolph Churchill, féll í Plymouth fyr- ir frambjóðanda alþýðuflokks- ins Michael Foot blaðamanni við „Daily Herald" í London. Úrslita úr þessu kjördæmi var beðið .með mikilli eftirvænt- ingu, enda var kosningabarátt an þar mjög hörð, og fór Chur- chill þangað til að tala máli sonarins en Bevan, hinn þekkti heilbrigðismálaráðherra og mikli bardagama'ðu:: jafr.aðar- mannastjórnarinnar, fór. þang að hins vegar til að styðja Michael Foot. Hinn þekkti lögfræðingur Pritt, sem kosinn var í London 1945 sem jafnaðarmaður, en var vikið úr alþýðuflokknuni á kjörtímabilinu fyrir samstarf við kommúnista, féll í kjördæmi sínu fyrir alþýðuflokksmanni. KOMMÚNISTINN FÉKK 1%. Fyrstu kosningaúrslitin, sem Lurust frá kjördæmi, þar sem kommúnisti var í kjöri, voru úrslitin í Burnley í Lancashire. Þar kusu 55 000 manns, en kommúnistinn fékk ekki nema 526 atkvæði, eða tæplega 1% greiddra atkvæða. Fylgi hans var svo lítið, að hann tapaði þeirri fjárupphæð, sem fram- bjóðendur verða að leggja fram áður en kosið er, og fá ekki aftur greidda nema þeir fái vissan hundraðshluta greiddra atkvæða. Pollitt, ritari kommúnista Framh. á 7. síðu. Síðustu fréttir: Klukkan 2 i nóH --------4,-------- KLUKKAN TVÖ í NÓTT voru úrslit orðin kunn í 211 kjördæmum. Flokkarnir höfðu þá fengið bingmenn sem hér segir: Alþýðuflokkurinn 133 íhaldsflokkurinn 77 Frjálslyndi flokkurinn 1 Eftir var að telja í 413 kjördæmum. Morgan Philips, aðalritari brezka alþýðuflokksins, spáði um þetta leyti sigri alþýðuflokksins í kosning- unum. 8

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.