Alþýðublaðið - 24.02.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.02.1950, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 24. febrúar 1950 Aðeins í Alþýðublaðinu» Gerizt áskrifendur. - Símar: 4900 & 4906. Harmatölur. — Ástand og horfur. — Ný stjórn í fæðingu. — Bræðingur með beisltum pillum. — Horfurnar fyrir alþýðuna. — Borgarstjórinn og áfengissjúldingarnir, Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmund$son. Ritstjórnarsímar: 4091, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Óslilin röð ósigra ÞAÐ leikur ekki á tveim tungum, að fylgishrun komm- únista hér á landi sé byrjað. Al- þingiskosningarnar í haust leiddu í ljós, að sókn þeirra var stöðvuð c-g flótti tekinn að bresta í liðið. Þeir misstu tvo kjördæmakosna þingmenn við kosningarnar, annan í Reykja- vík, hinn á Austurlandi, þar sem fylgi þeirra hefur þó staðið með hvað mestum blóma und- anfarin ár. Bæjarstjórnarkosn- ingarnar eftir áramótin sýndu þó enn betur, að velgengnis- dagar kommúnista eru liðnir. Þeir biðu hvern ósigurinn öðr- um meiri, svo að víða lá við hruni. Jafnframt varð þess vart, að rnenn sem talizt hafa til innsta hrings flokksins, sögðu skilið við hann. Hermann Guðmundsson, fyrrverandi al- þingismaður og forseti Alþýðu- sambands íslands, meðan kom- múmstar voru þar við völd, gaf ekki kost á sér til framboðs við þingkosningarnar í haust og sagði sig úr flokknum strax að kosningum loknum. Jónas Har- alz hagfræðingur gaf heldur ekki kost á sér til framboðs í kjördæmi því, þar sem hann leitaði þingmennsku vid kosn- ingarnar 1946. Hann var heldur ekki í kjöri við bæjarstjórnar- kosningarnar í Reykjavík í byrjun 'yfirstan(iandi árs; en hann hafði verið varabæjarfull- trúi flokksins síðasta kjörtíma- bil og haft sig ærið mikið í frammi fyrir hann á ýmsum sviðum. Nú hefur einnig hann farið að dæmi Hermanns Guð- mundssonar og sagt sig úr flokknum og afsalað sér þeim trúnaðarstörfum, sem hann gegndi í umboði hans. - Sömu þróunar verður nú vart innan verkalýðshreyfing- arinnar við stjórnarkjör í hin- um ýmsu félögum. Kommún- istar hafa enga sigra unnið í þeim kosningum, en beðið hvern ósigurinn öðrum stærri og tilfinnanlegri. Kosningaúr- slitin sjálf tala gleggstu máli. I Múrarafélagi Reykjavíkur hlutu lýðræðissinnar 49 at- kvæði, en kommúnistar ekki nema 26. í félagi járniðnaðar- manna hlutu lýðræðissinnar 116 atkvæði, en kommúnistar ekki nema 84. Lýðræðissinnar höfðu aukið fylgi sitt í félaginu frá því í fyrra, en kommúnistar hrapað úr 106 atkvæðum niður í 84! í Verkalýðsfélagi Vest- mannaeyja hlutu lýðræðissinn- ar 105 atkvæði, en kommúnist- ar ekki nema 56. í félagi ís- lenzkra rafvirkja hlutu lýðræð- issinnar 80 atkvæði og bsettu við sig verulegu atkvæðamagni, en kommúnistar fengu ekki nema 38 atkvæði og töpuðu fylgi frá síðasta stjórnarkjöri. Svipuð urðu úrslitin í báðum bifreiðarstjórafélögunum í Reykjavík, Hreyfli og Þrótti. Það er því Ijóst, hvert stefnir: Kommúnistar eru að tapa fylg'i og áhriíum meðal verkalýðs- hreyfingarinnar og þjóðarinnar í heild. Þeir voru orðnir von- lausir um völd og áhrif í verka- lýðsfélögunum, sem þeir þó hafa ráðið til skamms tíma, eins og bifreiðarstjórafélögunum, múrarafélaginu, járniðnaðar- mannafélaginu og verkalýðs- félaginu í Vestmannaeyjum. Menn, sem látið hafa glepjast til fylgis við kommúnista og þegið af þeim pólitískan frama, sjá að sér og segja skilið við þá. Kommúnistar liggja nú óvígir í valnum á sumum þeim stöð- um, þar sem fylgi þeirrá hefur verið hvað mest og öruggast til skamms tíma. Þeir eiga sér þar ekki uppreisnar von. Kommúnistar áttu hér skjótri fylgisaukningu að fagna. En fylgið mun hrynja af þeim á enn skemmri tíma. Öfgaflokk- ur þolir ekki að standa í stað. hvað þá að tapa fylgi. Viðhorf- in frá styrjaldarárunum hafa gerbreytzt hér heima fyrir ekki síður en á vettvangi heims- stjórnmálanna. Markalínurnar milli einræðis og lýðræðis hafa skýrzt með hverju ári. Fólkið hefur sannfærzt um, að komm- únistar hafa engu gleymt og ekkert lært. Þeir hafa misst af sér blekkingargrímuna í aug- sýn alls heimsins. Dómur reynslunnar yfir starfi og stefnu kommúnista er þungur. Þeir sátu í ríkisstjórn í mesta góðæri, sem komið hefur á Islandi. Starf þeirra þar var eingöngu fólgið í því að eyða og sóa fé þjóðarinnar, hlaða undir gæðinga flokksins og ofsækja andstæðinga hans. Þegar harðn- aði í ári hlupust þeir úr stjórn, og nú dettur engum ábyrgum stjórnmálamanni í hug að styðja kommúnista til valda eða áhrifa._ I verkalýðshreyfingunni ger- ist sama sagan. Kommúnistar hafa þar gleymt hagsmunum fólksins. En þeir hafa reynt að einangra verkalýðshreyfinguna og beita henni fyrir sig í póli- tísku valdabrölti. ÞJÓÐVILJINN fagnaði því mjög í gær, að hafnarverka- menn hefðu víðs vegar í Vest- ur-Evrópu, einkum á Frakk- landi og Ítalíu, gert verkföll til þess að hindra uppskipun vopna, sem Bandaríkin eru nú að senda austur um haf til þess að efla landvarnir | þeirra Evrópuríkja, sem eru i í Atlantshafsbandalaginu, en þau eru sem kunnugí er flest lítt vopnum búin eftir styrj- öldina, og stór hætta á því, að varnir þeirra biiuðu mjög fljótlega, ef voldugt herveldi, eins og Rússland, réðist á þau. ÞJÓÐVILJINN lætur sem svo, að verkföllin, sem gerð hafa verið í því skyni, að hindra uppskipun amerísku vopn- anna, og alls staðar hafa verið gerð að undirl^gi kommúnista, miði að því einu, að tryggja friðínn. En hvernig stendui þá á því, að komm^nistar beita sér ekki fyrir sams kon ar ráðstöfunum í því skyni að hindra hervæðingu landanna í Austur-Evrópu, austan járn- tjaldsins? Þess hefur aldrei verið getið í neínum fréttum, að þeir gengjust fyrir neinum verkföllum hafnarverka manna þar til þess að hindra vopnaflutninga eða hervæð- Nú er svo komið, að kommún- istar eru útán garðs í íslenzku þjóðlífi. Þeir hafa ekkert til innanlandsmálanna áð leggja, hugur þeirra og hjarta er aust- an járntjaldsins. Árangurinn af starfi þeirra, þegar þeir hafa verið ofurliði bornir, verður sá einn, að þeir hafa klofið verka- lýðshreyfinguna og veikt að- stöðu hennar í baráttunni fyrir bættum hag og betra þjóðfélagi. Kommúnistar hafa þannig rek- ið erindi íhaldsins og forrétt- indastéttanna og brugðizt um- bjóðendum sínum. En fólkið, sem fylgt hefur kommúnistum undanfarin ár í góðri trú og sér nú, að það hefur látið blekkjast, hefur mikið verk að vinna. Því ber að skipa sér í sveit með þeim, er vilja lýðræði og sósíal- isma. Það á ekki heima undir merkjum borgaraflokkanna. Það á hvergi heima nema í Al- þýðuflokknum. Kkvikmyndin „Síðasii bærinn í dalnum” sýnd innan skamms KVIKMYNDIN „Síðasti bær inn í dalnum“, sem Óskar Gísla son Ijósmyndari hefur gevt eftir kvikmyndarsögu Lofts Guðmundssonar rithöfundar, er nú að verða tilbúin til sýn- ingar. Verður hún vænfanlega sýnd um eða eftir næstu mán- aðamót. Allri vinnu við kvikmynd- ina er lokið, að öðru leyti en því, að ekki er alveg búið að setja tónlistina inn á hana. Frú Jórunn Viðar píanóleikari hef ur samið tónlistina sérstaklega fyrir kvikmyndina, en dr. Urbantschitsch stjórnar hljóm sveitinni, sem leikur. Kvikmyndarsagan er komin út hjá Ísafoldarprenísmiðiu, prýdd mörgum myndum úr kvikmyndinni. ingu yfirleitt. Þvert á móti berast þaðan tíðar fréttir um að kommúnistar hvetji þar til ýtrustu hervæðingar samtím- is því að þeir fordæma og reyna að hindra lágmarksráð- stafanir Vestur-Evrópuríkj- anna til þess að treysta land- varnir sínar! HVERJUM ÆTLA kommún- istar að trúa því, að slík tvö- feldni miði að því að tryggja friðinn? Eins og hver heilvíta maður sjái ekki, að hér er stefnt að því einu, að halda lýðræðisríkjunum í Vestur- Evrópu sem varnarlausustum meðan einræðisríkin í Austur- Evrópu vígbúast sem ákafast, svo að þau geti fyrirstöðulítio vaoið með her sinn vesíur að Aílantshafi, þegar þéim þyk- ir tími og tækifæri til komið! ÞAÐ ER EKKI EINU SINNI svo, að kommúnistar sjálfir hafi upp á síðkastið verið að fara neitt í launkofa með það, að þetta sé það, sem fyrir þeim vaki. Það eru ekki nema tvö ár síðan forustumenn þeirra í hverju Vestur-Evrópulandinu eftir annað lýstu hátíðlega yfir því, að þeir myndu fagna komu „rauða hersins“ þangað, ENGINN FISKUR, engin síld, sívaxandi dýrtíð, vaxandi at- vinnuleysi. Forsjónin virðist' vera búin að snúa við okkur bakinu! — Þetta hafa menn á vörunum í Reykjavík þessa dagana. Það er ef til vill von að svo sé, því að ástandið er slæmt og útlitið er svart. Aftur virðist allt færast í sama horfið og var fyrir sríð, og er það óhugnan- Iegur íyrirboði um það, sem við eigum í vændum. Ef til vill er þó aflaleysið ískyg-gilegast, því að á fiskinum og hinum glæsi- lega veiðiflota okkar, sem við keyptum fyrir stríðsgróða, ætl- uðum við að byggja upp fram- þ. e. inn í lönd sín, hvenær sem hann skyldi þurfa að „elta óvini sína“ inn í þau, og meira að segja veita honum allt það lið, sem þeir gætu?! Er það svo sem ekki alveg augljóst, hvers vegna slíkir menn berjast eins og þeir væru brjálaðir gegn því, að landvarnir Vestur-Evrópu- ríkjanna séu efldar, meðal annars með vopnasendingum vestan um haf? ÞAÐ ER SEM SAGT allt ann- að en friður, sem fyrir komm- únistum vakir, þótt þeir fari mörgum fjálglegum orðum um frioinn. Þeir búa sig markvisst undir stríð. Von þeirra er aðeins þessi, að hægL sé að stinga lýðræðisríkjun- um í Vestur-Evrópu svefn- þorn með falsyrðum um frið og baráttu gegn undurvígbún- aði, svo að þau verði varnar- laus og óviðbúin, þegar „rauði herinn“ ' ryðst inn í lönd þeirra og komniúnistar draga þar lokur frá dyrum til þess að greiða för hans!. Það er þarmig ekkert fals, að þeir séu hvar%retna fimmta herdeild Rússa. Engum er það ljósara en þeim sjálfum, enda þótt þeir verði að sjálfsögðu að þræta fyrir það. tíðina og reyna a3 forðast það ástand, sera fyrrum ríkti og nú virðist bera að renna upp að nýju. SVO HAFA MENN og nýja ríkisstjórn á vörunum. Ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Maður vissi það fyrir nokkrum dögum, að samningar milli þessara flokka myndu vera langt komn ir. Jón Árnason flaug af landi burt. Ótrúlégt var að hann stykki þannig á brott, ef ek'ki hefði eitthvað gerzt milli þess- ara flokka. Ekki dettur mér í hug að fara að koma með hrak- spár um þessa stjórn áður en nokkur áþyrgur maður hefur boðað hana. En það tel ég tíð- indum sæta, ef tekizt hefur að fá þá Ólaf Thors og Hermann til að takast í hendur eftir það sem á undan er gengið. EN LÁGVAXNIR MENN hafa oft krafta í kögglum og sterkir menn eru oft rólyndir og þolinmóðir. Með kröftum sínum, rólyndi og festu hefur þá B.iarna Benediktssyni. máske tekizt að fá ólátabelgina til þess að snúa sér að alvarlegum verkefnum. Það eitt út af fyrir sig tr athyglisvert umræðuefni .fyrir þá, sem nú hæða ákafast stjórnmálahorfurnar. ANNAR^ MUN verkalýður- inn í landinu sízt hafa ástæðu til að fagna hinu nýja banda- lagi. Og bvi verður ekki í móti mælt að Ji’kt bandalag er rök- rétt aUeiðing af úrslitum- síð- ustu kosnmga. Verkalýðurinn mun enni.n áhrif hafa á athafnir þeirrar sUórnar, sem við tekur. Og hre+t »r við, að honum tak- ist ekki að koma ár sinni fyrir borð í íslenzkum stjórnmálum fyrr en hann hættir að véra klofinn í baráttu sinni, en það verður hann meðan hann eflir kommúnistískan flokk, háðan erlendw vaidi. Þegar hann losar samtök sín við þau öfl, myndast skilyrði fyrir einum stórum og voldugum verkalýðsflokki á ís- landi. BORGARSTJÓRINN fékk heimild til að kaupa Valhöll hér í Reykjavík og láta reka hana. Framhald á 7 síðu. Fimmta herdeild Rússa í Vestur-Evrópu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.