Alþýðublaðið - 24.02.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.02.1950, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐÍÐ Föstudagui- 24. febrúai' 1950 vantar ungling til blaðburðar við Laugaveg. Alþýðublaðið DEYFÐ YFIR ÞINGSTORFUM Fólk í höfuðstaðnum þykist hafa veitt því athygli, að al- þingi vort sé venju fremur at- hafnalítið þessa dagana, — aldrei þessu vant. Hefur þetta að sjálfsögðu orðið til þess að koma af stað ýmsum kynjasög- um um orsökina; hafa sumir talið deyfðina stafa af því að þingmenn ættu svo annríkt bak við tjöldin, að þeir hefðu yfir- leitt ekki tíma til að leika á sjálfu sviðinu; stæði baktjalda- orustan um mikilsverðar á- kvarðanir varðandi ódregin strik, og svo framvegis. Vitan- lega er þetta tilhæfulaus upp- spuni. Sömuleiðis það, að tveir stærstu þingflokkanna hafi nú efnt til bændaglímu, sér til skemmtunar, og séu húsmæður ílokkanna kjörnar til að veita sigurvegaranum verðlaunin. — Nei, hvorugt hefur þetta við rök að styðjast. Sennilegri þykir oss sú saga, enda þótt vér tök- um ekki á henni neina ábyrgð, að maður nokkur, sem vér get- um okkar á milli kallað Jón Stef (og er þó hvorki átt við málarann né doktorinn), sé sú . persóna, er með réttu má kenna um þessa þingdeyfð, — því að hún er staðreynd, hvað sem öðru líður. Höfum vér heyrt því fleygt, að nefnd persóna hafi labbað sig upp á alþingi með skjal eitt mikið og afhent forsetum. Var í skjalinu krafa, rökstudd með greinagerð í 99 fiðum og 999 tilvitnunum um skatt til handa nefndum Jóni, eða öllu heldur firma hans, af öllum lögum, sem , hið 1020 ára gamla alþingi ís- lendinga hefur samið, er að , semja og á eftir að semja; item fyrir notkun þess á Gulaþings- lögum, Frostaþingslögum, Grá- gásarlögum, Jónsbókarlögum,, ólögum, — svo og ýmsum öðr- um lögum, bæði þeim, er bing- menn kváðu í búðum sínum til forna og hinum er þingmenn síðari alda hafa raulað einradd , að á kringlu eða sungið poly- . foniskt í þingveizlum. Fylgdi og með kröfuskjali þessu sundurliðaour reikning- ur yfir útreiknaðan hundraðs. hluta vergum tekjum, sem : kröfuhafi taldi sér í skatt bera; var það mikil upphæð, en þó einkum af tollalögum og skattalögum, svo og álitleg fúlga af hegningarlögum, — en þó hæst af áfengissölulögum og áfengisvarnarlögum. Summa skattsins var skráð á sértsakt blað, með viðfestir pappírs- ræmu úr reikningsvél, tuttugu heilar rúllur og tætlur af sjö öðrum, — en summan var svo fjölstöfuð, að minnti mest á stj*arnfræðilega útreikninga, og þó þannig að ljósárunum hefði verið breytt í klukkustundir. Fékk forseti hóstakast, er hann leit á reikninginn-------- Var síðan skotið á lokuðum fundi og reikningurinn tekinn til athugunar. Kom brátt í ljós, að lítt dugði ríkissjóður til slíkrar greiðslu, og ekki stórum fremur þótt skuldir allar, laus- lega áætlaðar, væru meotaídar. Var þá tekið að virða beinar og óbsínar eignir ríkisins, þar á meðal Litla-Hraun og' hluti í Hæringi, og kom allt í sama stað niður--------- Og nú er, sem sagt, setið á flokksfundum og lokuðum fund um og rædd krafan og hvað til bragðs skuli taka, — að sagt er. Höfum vér heyrt að til mála hafi komið að bjóða „f.ands- útgáfunni H.F.“ einkaútgáfu rétt af öllum alþingistíðindum, sönnum og loknum, svo hafi og bæði hagyrðingar þingsins og stórkáld boðið allar sínar stök- ur og stærri yrkingar sem einka framlag sitt, item hafi til greina komið að talca allt bak- tjaldamakk á stálþráð til yfir- færingar á grammófórtplötur, og yrði allt þetta boðið nefndu firma, svo fremi, sem firmað vilji að sér taka lúkningu kröfu skuldar Jóns. Þá hefur það og einnig heyrzt, að Hermann hafi boðizt til að ganga á hólm við Jóninn og ganga af honum, — að minnsta kosti, — dösuðum. Einnig hafi þeir Bjarni og Skúli boðizt til að freista að kveða hann niður og Jóhann Þ. hreift því, að ef til vill gæti hann reynt að pækilsalta Jóninn niður í tunnu, ef hann hefði nokkra tóma tunnu handbæra. Þá er því og logið, að ein- hver óábyrgur þingmaður hafi stungið upp ó því að þingið bara refjaðist við að greiða kröfuna. Þingfréttaritari Brotinna penna L. S. Eric Ambler „En hvers vegna er það furðu- leg, hugmynd?“ „Ef þér hefðuð talað við hann, þá hefðuð þér fljótlega komizt að raun um það, að það væri mjög fráleitt að ætla að hann fengist við svo hættuleg- an atvinnuveg“. „Kannske. José er alltaf á- kaflega tortrygginn gagnvart fólki. Hann heldur allt af að allir séu eitthvað að dy!ja“. „í sannleika sagt myndi ég álíta það meðmæli með hverj- um manni, ef José torcryggði hann“. „O, o, — José tortryggir svo sem ekki alla. Það megið þér ekki halda. Hann hefur bara áhuga á öllu, sem er í kring- um hann og brýtur heilan um það Hann er alltaf að snuðra um fólk. Hann álítur að við séum öll hálfgerðar skepnur. Honum kemur aldrei neitt á óvart í fari fólks hversu slæmt sem það er“. „Hann virðist vera heimsk- ingi“; „Þér skiljið José ekki. Hann hugsar ekki ljótar hugsanir og heldur alls ekki fallegar hugs- anir. Hann sér hlutina aðeins sem hluti og ekkert annað. Hann segir, að það, sem kunni að vera gott fyrir einn, geti verið slæmt fyrir annan. Þess vegna sé það hrein vitleysa að vera að tala um illt eða gott. Það sé í raun og veru hvorugt til“. „En fólk gerir stundum góð- verk aðeins af því að það eru góðverk“. „Nei, fólk gerir stundum góðverk af því að það gleður það sjálft að gera góðverk þá stundina. Það segir José“. „Hvað þá um fólk, sem hætt- ir við að gera öðrum illt af því að því skilst að það sé illt?“ „José segir, að ef maður ætli sér endilega að gera eitthvað, þá hugsi maður ekki hætishót um það, hvaða álit aðrir hafi á honum fyrir það. Ef hann er svangur, þá muni hann stela til að seðja hungur sitt. Ef hann er í raunverulegri hættu, þá muni hann drepa. Ef hann verður ofsahræddur, þá verði hann grimmur. Hann segir, að það hafi verið fólk, sem leið vel og hafði nóg af öllu, sem fann upp hugmyndina um gott og illt, og það hafi það gert til þess að geta afsakað sig gagnvart þeim, sem liðu skort og bjuggu við öryggisleysi. Þao, sem maður geri, velti á því hvers hann þarfnist. Þetta er mjög einfalt mál. Þér eruð ekki' morðingi. Þér segið að morð sé glæpur. José mun segja, að þér séuð í raun og veru alveg eins mikill morðingi og Landru og Weidman, en það sé bara sá munur á, að ham- ingjan hafi verið yður hliðholl svo að þér þurfið ekki að fremja morð. Það var einhver, sem sagði honum einu sinni, að til væri þýzkur málsháttur, sem hljóðaði eitthvað á þá leið, að maðurinn væri api í dular- gervi, og hann hefur það allt af á vörunum". „Og eruð þér á sömu skoðun og José? Ég á við það, að allir menn séu í raun og veru morð- ingjar. Já, ég á við skoðun bans á því, hvers vegna fólk sé það sem það er“. „Mér er alveg sama. Ég er hvorki samþykk honum eða ósamþykk. Sumt fólk er gott og sumt fólk vont. Það fer eft- ir því hvernig það kemur fram við mig. Sumt fólk er stundum gott og stundum vont“. Hún gaf honum hornauga. „Stund- um eruð þér góður og stundum eruð þér slæmur". „En hvað segið þér þá um sjálfa yður?“ . Hún brosti. „Mig? O, ég er líka stundum góð. Þegar ein- hver er góður við mig,. þá er ég eins og engill“. Svo bætti hún við: „José álítur að hann sé eins vitur og guð almáttug- ur“. ,,Já, ég hef komizt að því“. „Yður er ekki um hann gef- ið. Það kemur mér ekki á óvart. Það eru bara gamlar ko-nur, sem verða hrifnar af honum“. „Lýst yður vel á hann?“ „Flann er dansfélagi minn. Það er atvinnan, sem tengir okkur saraan". „Já, þér voruð búnar að segja mér það. En þykir yður vænt um hann?“ „Stundum kemur hann mér til að hlæja. Hann segir oft skemmtilega hluti um fólk. Munið þér eftir Serge? José sagði, að hann myndi stela blómum af leiði móður sinnar, ef honum biði svo við að horfa. Ég hló mikið að því“. „Já, ég get trúað því Viljið þér koma inn og fá yður glas með mér?“ Hún leit á lítið silfurúr á úlnliðnum og sagðist gjarnan vilja það. Þgu fóru niður. Einn af yfir- mönnum skipsins hallaðist fram á barinn og hélt á bjór- glasi. Hann var að tala við þjóninn. Um leið og Graham pantaði vínið, sneri yfirmaður- inn sér að Josette og horfði á hana. Það var auðsýnilegt, að hann hélt að hann gæti haft áhrif á konur, dökk augu hans störðu í augu hennar meðan bann talaði við hana. Graham hlustaði á ítölskuna, sem streymdi af vörum hans, en yf- irmaðurinn leit ekki við hon- um. Hann var ánægður með það og drakk úr glasi sínu. Það var ekki fyrr en kallað var til mrðdegisverðar og Haller gekk inn, að honum varð það ljóst, að hann hafði ekki skipt um borð. Þjóðverjinn kinkaði vin- gjarnlega kolli um leið og Gra- ham tók sér sæti við hlið hans við borðið. „Ég bjóst ekki við því að ég fengi að njóta fé- lagsskapar yðar í dag“ „Ég gleymdi gjörsamlega að tala við þjóninn. Ef þér . . .“ „Nei, alls ekki. Mér þykir á- kaflega vænt um betta“. „Hvernig líður konu yðar?“ „Betur, þó að hún sé enn ekki svo frísk, að hún geti komið til matar. En ég fór með hana út á þilfar í morgun og við gengum þar dálitla stund. Ég sýndi henni sjóinn. Þetta er leiðin, sem Xerxes fór með flota sinn, þegar hann beið ó- sigurinn mikla við Salamis. I augum Persa var gráa röndin út við sjóndeildarhringinn land Þemistoklesar og Forn-Grikkja. Það getur vel verið að yður finnist sem ég sé of viðkvæm- ur, en mér finnst að gráa rönd- in sé land Venesilos og Metax- as. Og það finnst mér bölvað. Þegar ég var ungur, dvaldist ég um skeið við þýzku rannsókn- arstofnunina í Aþenu“. „Ætlið þéf í land í dag?“ „Nei, ég held ekki Aþena minnir mig á það, sem ég veit fullvel nú þegar, að ég er orð- inn of gamall. Þekkið þér borg- ina?“ „Það er af skornum skammti. Ég þekki Salamis miklu bet- ur“. „Það er víst aðalflotastöð Grikkja". Graham svaraði játandi helzt um of kæruleysislega. Haller brosti útundan sér og leit til hans. „Ég bið yður af- sökunar. Mér skilst að ég sé að spyrja um hluti, sem mér koma ekki við“. „Ég ætla að fara í land og kaupa mér nokkrar bækur og enskar sígarettur. Get ég orðið yður að nokkru liði?“ „Þakka yður fyrir, en ég held að ég þarfnist ekki neins. Ætl- ið þér að fara einn?“ „Tyrkneski farþeginn, Ku- velti, hefur beðið mig um að fá að vera með. Hann heíur aldrei fyrr komið til Aþenu“. Haller bretti brúnirnar. „Ku- velti: Það heitir hann. Ég tal- aði við hann í morgun. Hann talar ágætlega þýzku, en þekk- ir lítið til Berlínar“. „Hann talar líka ensku og einnig frösnku rojög vel. Hann virðist hafa ferðazt mjög mik- ið“. Það rumdi í Haller. „Ég skyldi hafa haldið, að Tyrki, o é&i «L<<XW ( I ||§p:|pt :Mmm ■ rc Í‘£*PÍP',''S: ? ' ' .'M/

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.