Alþýðublaðið - 26.04.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.04.1950, Blaðsíða 4
4 ALÞVÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. april 1950. títgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsimar: 4901, 4902. Auglýsíngar: Emiiía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmíðjan h.f. Aðeins grýla! MORGUNBLAÐIÐ kann því illa, að mynd íhaldsins sé brugðið upp fyrir mönnum í spegli þeirrar gagnrýni, sem Alþýðublaðið heldur uppi á nú verandi ríkisstjórn. Þessi mynd, segir Morgunblaðið í gær, er ekkert annað en grýla. „Alþýðublaðið gætir þess ekki, að fólkið veit, að. á stjórnar- tímabili sínu hafði „fyrsta stjórn AlþýðuflokksinS" for- ustu um hækkaðar álögur, á- lagningu söluskatts og stór- fellda útgjaldahækkun fjár- laga“, og „að þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð, var svo komið, þrátt fyrir stjórnar forustu Alþýðuflokksins í hálft þriðja ár, að atvinnuvegir þjóð arinnar stóðu á glötunarbarmi og atvinnuleysi og örbirgð blasti við almenningi“. „íslend ingar munu þess vegna ekki áfellast þá ríkisstjórn fyrir ó- þjóðhollt íhald, sem nú kynni að beita sér fyrir sparnaði“ og „íhaldsgrýla Alþýðublaðsins er þess vegna fyrirfram dauð“. Þannig farast Morgunblaðinu orð í gær. Með öðrum orðum: Af því að núverandi ríkisstjórn tekur við „atvinnuvegum þjóðarinn- ar á glötunarbarmi“, eins og Morgunblaðið kemst að orði. er ekki hægt að kalla hana íhald, þótt úrræði hennar séu öll á einn veg: að skerða kjör og rétt indi aHþýðunnar til þess, að hinir fáu ríku geti haldið á- fram að græða. En það er al- ger misskilningur hjá Morgun- blaðinu, ef það heldur, að það séu úrlausnarefnin, sem skera úr um það, hvort ríkisstjórn er íhaldssöm eða ekki. Nei, það eru úrræði hennar, sem skera úr um það. Núverandi ríkisstjórn er líka alls ekki sú fyrsta, sem tekur við „atvinnuvegum þjóðarinn- ar á glötunarbarmi“, eins og Morgunblaðið segir. Þeir voru, eins og allir vita, þegar á glöt- unarbarmi, er stjórn Stefáns Jóh. Stefánssonar tók við af stjórn Ólafs Thors fyrir rúm- um þremur árum. Sú stjórn hafði bara önnur úrræði til þess að halda atvinnuvegunum í gangi og tryggja öllum at- vinnu, en stjórn hins samein- aða íhalds, sem nú hefur tekið við. Stjórn Stefáns Jóhanns fór í þessu skyni leið stöðvunar- innar, — hélt verðbólgunni og dýrtíðinni í skefjum með því að greiða niður, með framlög- um úr ríkissjóði, verðlag á inn lendum nauðsynjum og styrkja með ríkisábyrgð á lágmarks- fiskverði þann hluta útflutn- ingsframleiðslunnar, sem ekki bar sig. Vitanlega varð stjórn Stefáns Jóhanns að a|la fjár í þessu skyni; en hún gerði það með skatta- og tollaálögum, sem mjög lítið komu við allan almenning, þegar söluskattur- inn er undan skilinn, en þeim DAG EFTIR DAG er Fram- sóknarflokkurinn inntur eft- ir því, hvenær vænta megi hinna boðuðu „hliðarráðstaf- ana“ gengislækkunarinnar, sem Hermann og Eystemn ræddu mest um í útvarpsum- ræðunum rétt áður en þeir gengu í flatsængina fneð í- haldinu. En Framsóknar- flokkurinn lætur á sér standa að svara. Hins vegar viðhef- ur Tíminn þann vopnaburð að halda því fram, að Al- þýðublaðið sé „málgagn eymdarinnar11 af því að það segir afdráttarlausan sann- leikann um áhrif gengislækk unarinnar og telur upp því til sönnunar dæmin, sem stjórnarblöðin þegja um. Tíminn ímyndar sér senni- lega, að sjálfur sé hann „mál gagn velmegunarinnar", þar eð- Framsóknarflokkurinn fátti hugmyndina að gengis- lækkuninni og gerðist sam- herji íhaldsins um fram- kvæmd hennar, en sem kunn ugt er fullyrtu gengislækk- unarpostularnir, að þc-tta úr- ræði þeirra leiddi til lausnar á öllum vandamálum samtíð- arinnar. MAÐUR SKYLDI ÆTLA, að. Framsóknarflokkurinn væri meira en lítið hreykinn yfir hlutskipti sínu af mannalát- um Tímans að dæma. En það er síður en svo. Forustumenn Framsóknarflokksins eru að vísu þrjózkir rnenn og ein- þykkir í meira lagi. En þeir hafa sjón og heyrn eins og annað fólk. Þeim dylst auð- vitað ekki, að vörur stór- hækka í verði en kaupgetan minnkar að sama skapi. Þeir heyra, að gengislækkunin er fordæmd jafnt við sjó og í sveit. Þeir finna auðvitað til þess, að pólitískur ferill Framsóknarflokksins frá því í fyrrasumar er hrakningur um fenjamýri. Og nú hefur Framsóknarflokkurinn hafn- að í flatsæng hjá íhaldinu, Steingrímur, Hermann og Eysteinn eru orðnir. pólitísk- ir rekkjunautar B’jörns Ól- afssonar, Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar! FRAMSÓKNARFLÓKKUR- INN er blátt áfram hræddur. Hann óttast fólkið í landinu, fyrrverandi kjósendúr sjálfs sín sem aðra, enda hefur hann svikið þetta fólk á lúa- legasta hátt. Hann veit á hverju hann á von. Flokks- þing Framsóknarflokksins átti að fara fram í þessum mánuði. Því hefur bersýni- ÞETTA ERU SUMARDAG- AR og sumariff kemur snemma. Það sat gamall rnaffur í gömlum báta suffur í Skerjafirði og greiddi net. Hann sagffist vera búiim að stunda hrognkelsaveiði í fjölda mörg ár og hann gæti ekki hætt því orffiff. „Veiðin er heldur treg núna og svo hefur lögreglustjóri risiff upp á aftur- lappirnar. ef hann þá hefur nokkrar og bannað okkur aff selja rauðmaga þar sem alitaf hefur verið Ieyft að selja liann. Kannske er þetta ein af hliffar- ráffstöf ununum ?“ ÞETTA SAGÐI IIANN og það voru liörkudrættir í skegginu á honum, og gleitni í augnakrók- unum. „Ætlaðir þú kannske að fá rauðmaga?“ Mér fannst endi lega að hann mundi skrifa rauð maga með stórum staf. „Nei, ég ætlaði ekki að fá rauðmaga, en ef þú ættir signa grásleppu, þá mundi ég kannske kaupa hana.“ Já, hann fór á hjólum eftir signu grásleppunni og talaði meira um lögreglustjórann. „Aldrei hefði Jón minn Hermannsson far íð að banna okkur að selja rauð magann“, sagði hann., ,En þess- ír ungu menn og nýju hafa allt á hornum sér. En hann skal ,,lúffa“, skal ég segja þér.“ ÉG VEIT EKKI hvort lög- reglustjórinn ,lúffar“, en hitt finnst mér allt of mikil tiltskt- arsemi að leyfa ekki þessum rauðmagaföngurum í Skerja- firði og á Grímsstaðaholti að selja rauðmagann sinn á þessum hornum sem þeir hafa haldið síð an átján hundruð og súrkál. Þessi sala fer ekki fram nema í nokkrar vikur á ári. Ef ég væri lögreglustjóri, þá myndi ég „lúffa“ fyrir’ gömlu mönnun- um og þykja sómi að. EN ÞETTA ER VÍST einhver allsherjar herferð. Blómamaður sagði mér að búið væri að banna honum að selja blóm á horninu sínu. Það skil ég nú alls ekki. Alls staðar í heimin- um er leyft að selja blóm á göt- um úti. Hvaða tiltektir eru þetta? Ef til vill hafa blóma- vtrzlanirnar krafizt þess að þessi sala væri bönnuð, en þær eru ekki einar um þetta heldur og almenningur. Mér vitanlega er heldur ekki bannað að selja svona lagað á götunum, enda er mér sagt að þetta sé gert sam- kvæmt einhverri reglugerð, sem eigi að fara að semja! BROSLEGT ER ÞETTA. Ég held að bezt sé að semja reglu- gerðirnar fyrst, fá þær síðam staðfestar og framkvæma þær svo. Annars veit ég ekki betur en að mjög mörg ákvæði lög- reglusamþykktarinnar séu. þver brotin daglega. Væri ekki ráð- legra að hamla á móti því, láta hendur standa fram úr ■ ermum gagnvart sökudólgunum og hlif ast ekki við, heldur en að vera að eltast við saklausa rauðmaga fangara, sem birtast okkur einu sinni á ári með sælgæti sitt og blómamennina, sem gkkert hafa nema fallegt í frammi til áð gleðja almenning. Ég held að lögreglustjórinn ætti að „lúffa“. Hannes á horninu. V' mun harðar við braskaralýð inn. Og þetta blessaðist vel í hart nær þrjú ár. Framleiðslan hélt áfram til lands og sjáv- ar af fullum krafti og allir höfðu atvinnu við mannsæm- andi lífskjör. Og þetta hefði getað haldið áfram að bless- ast, ef borgaraflokkarnir,. sem báðir áttu sæti í stjórn Stefáns Jóhanns, með Alþýðuflokkn- um, hefðu ekki brugðizt stefnu hennar með því að halda hlífi- skildi yfir samvizkulausum verðhækkunum og svartamark nðsbraski af því, að þeim þótti gæðingar sínir ekki græða nóg og gerðu sér von um að geta aukið gróða þeirra á kostnað al ■nennings með því að fella gengi krónunnar! Nú hafa íhaldsflokkarnir fengið vilja sinn. Þeir hafa í krafti kosningaúrslitanna í haust fengið stjórn landsins í sínar hendur og framkvæmt gengislækkun krónunnar, sem þeir árum saman hafa barlzt fyrir, en fengu ekki fram- gengt meðan .Alþýðuflokkurúin gat að verulegu leyti mótað r.tjórnarstefnuna. Og hyer er dvo árangurinn? Svo að segja daglega berast fréttir um nýj- ar, gífurlegar verðhækkanir á innfluttum nauðsynjum, sem ekki aðeins skerða stórkostlega kjör Verkalýðsins og alls launa fólks, eins og fyrir mátti sjá, heldur og eru blátt áfram að rliga smáframleiðendur lands- ins, einkum bátaútvegsmenn, kvo að til beinnar stöðvunar Dg hruns horfir fyrir atvinnu- veg þeirra! Og þetta er nú sá atvinnuvegur, sem alveg sér- staldega átti að bjarga með gengislækkuninni, að því er Morgunblaðið segir! Það eru aðeins stórútgerðarmenn, heild salar og aðrir braskarar, sem græða á gengislækkuninni. í þeirra vasa renna þær 100 til 120 milljónir, sem með gengis- lækkuninni eru teknar úr vös- um almennings. Hann er lát- inn borga brúsann! Það er ekki að furða þótt Morgunblaðið sé ánægt með þetta og hneykslað yfir því, að Alþýðublaðið skuli dirfast að kalla það íhald. En. fyrir hið vinnandi fólk, sem nú verður að spara við sig það nauðsyn- legasta til þess að gæðingar í- haldsins geti haldið áfram að græða og lifa í vellystingum praktuglega er íhaldið engin grýla, heldur óhugnanlegur veruleiki, sem lagst hefur á bjóðina eins og martröð með tilkomu núverandi ríkisstjórn- ar og mergsýgur hana. íhaldið er því miður ekki dautt. Það er enn við lýði og alltaf sjálfu sér i.íkt. Mæðrafélagið tekur garðlönd tii ræktunar Á ÞESSU VORI mun Mæðra félagið bæta nýjum þætti í starfsemi sína og hyggur að þessi nyjung geti orðið félags- konunum bæði til hagsbóta og yndisauka. Félagið hefur fengið garð- land til ræktunar hjá Reykja- víkurbæ og er hugmyndin, að félagskonurnar fái þar stykki, sem þær hafi sjálfar til afnota. Nokkur hluti landsins verður svo sameiginlegur jarðepla- garður í rnnsjá félagsins. Öll jarðvimisla og annað, sem mögulegt er að koma stór- virkum tækjum að, verður unnið með vélum. Holl ráð ög leiðbeiningar um tilhögun og vinnubrögð mun framkvæmda- nefndin sjá mn að konurnar fá. í dag og á morgun gefa þær Katrín Smári, sími 3574, og Katrín Pálsdóttir, sími 6187, fyllri upplýsingar varðandi garðana, og ættu þær félags- konur, sem vilja vera með í þessu, að setja sig strax í sam- band við þær. Sumardagar. — Talað við rauðmagafangara og blómamann. — „Lúffar“ lögreglusíjórinn? S S s s Hrœddur íiokkur lega verið frestað, þar eð þess hefur ekki verið getið einu orði í Tímanum. Leið- togum Framsóknarflokksins stendur þannig beygur af trúnaðarmönnum flokksins, hvað þá hinum óbreyttu fylgjendum hans. Svo fjarri fer því, að Tíminn geti talizt „málgagn velmegunarinnar“. Sannleikurinn er sá, að Framsóknarílokkurinn er í dag uppmáluð eymdin. SKRIFFIþíNUM TÍMANS væri holt að hyggja að þess- um staðreyndum, þegar þeir eru að áfellast Alþýðuflokk-, inn fyrir afstöðu' hans til gengislækkúnarinnar. Leið- togar Framsóknarflokksins óttast svo mjög, að fólldð í landinu, einnig fyrrverandi kjósendur Framsóknarflokks- ins, séu á sömu skoðun um gengislækkun'i®a og núver- and| stjórnarsamvinnu og A1 þýðublaðið, að þeir þora ekki að halda flokksþing á tilsett- um tíma. Flokksþingi _sínu geta þeir frestað von úr viti. En þeir fresta ekki dómi þjóðarinnar. Hann fellur á réttum stað og rétturn tíma og verður leiðtogum Fram- sóknarflokksins áreiðanlega minnisstæour. VEGNA ummæla bréfritara, sem birtust í heiðruðu blaði yðar í dag, vil ég fyrir hönd dómnefndar um leikrit í leik- ritasamkeppni Þjóðleikhússins taka þetta fram: Leikritið Útlagar eftir Landa var sent Þjóðleikhúsinu af umboðsmanni höfundarins, herra Kristjáni Eldjárn þjóð- miniaverði, og var leikritið á dönsku, en tekið fram í bréfi umboðsmanns, að leikritið myndi verða sent í íslenzku bandriti innan stundar. Dóm- nefndin óskaði þess að fá leik- ritið í íslenzkri gerð og á henni byggði nefndin úrskurð sinn. S. h. dómnefndar.. Lárus Sigurbjörnsson ritari nefndarinnar. AuglysiS í Alþýðublaðinu! /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.