Alþýðublaðið - 26.04.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.04.1950, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 28. apríl 1950, íslandsklukkan. 9. leiksvið 1. þáttar; Jón Hreggviðsson og Jón Marteinsson í Kaupmannahöfn. -— Ljósm. Vignir. standskfukkan á Eeiksviði Framh. af 5. síðu. önnur hlutverk er ekki ástæða að fjölyrða. III. Það hefur verið erfitt verk að snúa sögubálki þessum í leikrit og ekki síður örðugt að setja hann á svið, svo að annmarkarnir, — samhengis- skorturinn, — mái ekki út heildaráhrifin. Sviðsetning Lárusar er í senn snjöll og djörf og okkur nýstárleg, og miðar ö'll að því að vinna bug á annmörkunum og greipa myndirnar í „ samfellda heild. Þetta tekst betur en búast mætti við, og er það út af fyr- ir sig mikið afrek. Leikstjórnin er með þeim á- gætum, að auðáéð er, að þar er bæði kunnáttu- og listamaður að verki, og samvinna hans, leiktj aldamálara, leiksviðsráðs- manns og ljósameistara náin og hnitmiðuð, enda er árang- urinn glæsilegur. Lárus Páls- son á í ríkum mæli þann nauð- synlega hæfileika leikstjórans að skoða viðfangsefnið sem samræmda heild fyrst og fremst, en ekki einstaklings- hlutverk í þrengstu merkingu þess orðs. Því er það, að íslands klukkan verður í höndum hans ekki aðeins samsafn snjallra mynda, heldur samræmt hljóm sveitarverk, þar sem hvert hljóðfæri er stillt til þess að það geti átt sína hnitmiðuðu hlutdeiid að sköpun heildar- áhrifanna. Forspjallsleikur hans, hlutverk gamla mannsins í fyrsta atriðinu í Almannagjá, ber því glöggt vitni. Það er upp- hafsstef hljómkviðunnar, leikið af þeim næma skilningi og þeirri látlausu einlægni, sem sönnum listamönnum einum er gefin — og aldrei verður numin. Leiktjöldin og Ijósin leika með eins og vera- ber, og er þáttur þeirra ekki sjzt glæsi- legur. Það mun vera sjaldgæft, að klappað sé fyrir leiksviði einu saman, en það þakklæti og skilning sýndu áhorfendur Lárusi Ingólfssyni á frumsýn- ingunni. Á tveim stöðum í sjónleikn- um finnst mér sem leikstjóri og höfundur hefðu mátt gera nokkra breytingu: stytta atrið- ið, þar sem segir frá drykkju Jónanna og einnig þar, sem sýndur er bruninn í Kaupin- hafn. Útlistanir Jóns Marteins sonar á gróða einokunarverzl- unarinnar og frásögn hans af byggingum Kaupinhafnar, hefði að mínum dómi verið bet- ur fellt í eina eða tvær mark- vísar setningar. Og brunaatrið- ið mætti styttast til muna; ljósatæknin glatar áhrifum, þegar áhorfendur hafa horft á logatungurnar tfl lengdar. Og enn eitt, — færi ekkf betur á því, að svart tjald væri notað sem bakgrunnur, þegar leikið er framan tjalda? Fortjaldið dregur um of athvglina frá for sviðsleik og rýfur hann úr sam- hengi. Það er fyllsta ástæða til þess að þakka öllum aðilum glæsi- leg tafrek og óska þeim til ham- ingju með sigurinn. Þeir eiga hann sannarlega skilið. Loftur Guðmnudsson. n ■ i Smurt brauð í í og fliiffur. i B B B II ■ Til í búðinni allan dag- ■ : inn. —- Komið og veljið : ; eða símið. Síld & Fiskur Eric Amhler GREIPUM DAUÐANS hann kastaði sér af öllu afli á manninn í frakkanum, sem lá hálfur út um opnar dyrnar á bifreiðinni. Hurðin var stór og dyrnar víð ar og maðurinn missti jafn- vægið um leið og .Graham kast- aði sér á hann. Á næsta augna bliki lá hann á götunni með Graham ofan á sér. Graham var lafmóður. Allt gerðist á broti úr sekúndu. Hann velti sér af manninum og skreið ba kvið bifreiðina áður en maðurinn gat nokkuð að- hafzt enda hafði þetta allt kom- ið honum svo á óvart. Graham gerði ráð fyrir að nú ætti hann ekki nema eina eða tvær sek- úndur ólifaðar. Allt í einu sá hann að maðurinn í frakkanum var meðvitundarlaus. Hann háfði fengið höfuðhögg við fall ið, en hinir tveir, sem báðjr kölluðu eitthvað ofsalega, varu í þann veginn að opna fram- dyrnar og Möller mundi ekki verða lengi að því að grípa byssu Banats. Ef til vil.l mundi honum takast að skjóta einu sinni enn. Átti hann að bíða þess að hann fengi færi á Möll er. . . ? En á sama augnabliki sá har.n í leiftri nýjan möguleika. Hann varð þess var að hann skreið í svo sem þumlungs fjarlægð frá benzíngeymi bifreiðarinnar og í augnabliksæði, sem spratt af lönguninni til þess að selja líf sitt sem dýrustu verði, hóf hann byssuna enn á loft og skaut. Hlaup byssunnar hafði bók- staflega numið við benzín- geyminn þegar hann skaut og eldblossinn sem gaus fyrir aug um hans kastaði honum með svo miklu krafti að hann fór þó nokkra leið. Það hafði orðið sprengin í bifreiðinni um leið og kotið hæfði geyminn. Hann heyrði skothríð og hann heyrði þyt af kúlu við höfuðið. Ofsa- hræðsla greip hann. Hann hent ist hálfboginn áfram að. stóru tré. En allt í einu fékk hann högg í bakið og það var eins og blossi færi fyrir augu hans. . . Svo gleymdi hann sér . . . Hann gat ekki hafa verið meðvitundarlaus í meira en eina mínútu. Þegar hann kom til sjálfs sín lá hann á grúfu á sprekum í skurði, sem var rneð- fram veginum. Hann hafði mikinn höfuð- verk. Hann lá grafkyrr í.eina eða tvær sekúndur. En sv.o opnaði hann augun og svipaðist varfærnislega um. Rétt hjá sér sá hann skammbyssu Mathis. Ósjálfrátt rétti hann út hend- ina til að grípa hana, en hann verkjaði í allan. líkamann við hreyfinguna, Þrátt fyrir það krepptust fingur hans um byss- una. Hann beið enn eitt augna- blik, kreppti hnén undir sér og reis svo upp til hálfs; að þvi loknu fór hann að skríða upp á veginn. Sprengingin, sem orðið hafði í bifreiðinni, bar ótvíraéð merþi um það, hvaða afleiðingar hún hafði haft. Rúðubrot, leður- druslur, tréflísar og járnarusl um allt. Maðurinn í frakkan- um lá á hliðinni hjá því, sem eftir var af bifreiðinni. Og það var ekki mikið eftir af henni. Það var hægt að greina innviði hennar eins og járnarusl á veg- inum, sem enn logaði og rauk úr. Dálítið í burtu kom hann auga á bifreiðarstjórann. Hann stóð þar, hélt höndunuum fyr- ir andlitið og sveigðist fram og aftur eins og hann væri drukk- inn. Hann gat ekki betur fund- ið en að hann fyndi stækju af sviðnu holdi í þeffærum sínum. Hvergi gat hann komið auga á Möller. Graham hætti við að skríðs upp á veginn, heldur skreið hann eftir skurðinum nokkra stund, en reis svo á fætur og hraðaði sér eins og hann gat, þrátt fyrir sársaukann, af af- leggjaranum og niður á aðal- veginn. TÓLFTI KAPÍTULI Þáð var ekki fyrr en eftir miðjan dag, að hann komst i kaffihúsið og gat fengið lánað- an síma. Að stuttri stundu lið- inni kom bifreið frá tyrknesko sendiherranum. Þá hafði hann þvegið sér og slokað í sig næst- um því fullt glas af koníaki. Sendiherrann var liðlegur og afgerandi maður. Hann talaði ensku alveg eins og hann hefði verið langdvölum í Englandi Áður en hann sagði mikið sjálf- ur, hlustaði hann með athygli á það, sem Graham hafði a3 segja honum. Þegar Graham hafði lokið við sögu sína, hellti sendiherrann meira af sóda- vatni 'í vermouthglasið sitt, hallaði sér síðan aftur á bak i stólinn og blístraði ánægjulega. „Og er þetta sagan öll?“ spurði hann. „Finnst yður kannski þetta ekki nóg?“ svaraði Graham. „Meira en nóg,“ svaraði sepdiherrann og brosti afsak- andi. „Ég skal segja yður, Mr. Graham, að þegar ég fékk skila- boðin frá yður í morgun, þá símaði ég strax' til Haki hers- höfðingja og sagði honum^ að ég teldi allar líkur til, að þér væruð dauður. — Má ég óska yður til hamingju.“ „Þakka yður fyrir. Ég var heppinn.“ Hann talaði næstum því ósjálfrátt. Ilonum fannst það eitthvað einkennilegt, að vera óskað til hamingju með að vera á lífi. Ilann sagði: „Ku- vetli sagði mér eitt kvöldið, að hann hefði barizt með Ataturk, og hann væri þess albúinn að láta lífið fyrir Tyrkland. Hvernig, sem á því stendur, þá finnst manni sem fólk, sem segir slíka hluti, muni verða langlíft.“ „Það er satt. Já, þetta var mjög sorglegt,“ svaraði sendi- herrann. Hann var auðsjáanlega orð- inn óþolinmóður og vildi geta hafizt handa. „Jæja,“ sagði hann; „við verðum að gæta þess, að við missum ekki neinn tíma. Á hverri stundu er hætta á því, að lík hans finnist; og það væri slæmt, ef það fyndist áður en þér eruð kominn yfir landa- mærin. Yfirvöldin eru sem stendur alls ekki vingjarnleg í okkar garð. Ég efast um, að við gætum komið í veg fyiir það, að þér yrðuð tekinrf í vörzlu að minnsta kosti í nokkra daga.“ „Hvað segið þér um bifreið- ina?“ „Við skulum láta bifreiðar- stjórann um að skýra það. Ef, eins og þér segið, að taskan yð- ar hefur algerlega eyðilagzt í eldinum, þá er ekkert fyrir hendi til þess að setja yður í samband við þetta slys. Líður yður svo vel, að þér getið lagt af stað nú þegar?“ „Já; ég er að vísu dálítið taugaveiklaður, og ég hef höf- uðverk, en ég held, að ég muni ná mér til fulls innan stundar.“ „Ágætt. Þá er allt í lagi. Bezt er að geta lagt af stað undir eins.“ „Kuvetli var eitthvað að tala um flugvél.“ „Flugvél? Já, en má ég' sjá vegabréfið yðar?“ Graharn rétti honum það. Sendiherrann fletti blöðunum og athugaði þau. Svo lokaði hann því og rétti honum það aftur. „Vegabréfið sýnir, að þér ætlið að koma til Genúa og' fara frá Ítalíu í Bardonecchia. Ef yður er mjög áfram um að fara með flugvél, þá getuni við fengið vegabréfinu .breytt, en það mun alltaf taká heila klukkustund. Það yrði og til þess,. að . þér yrðuð aftur að fara til Genúa. Yður hlýtur að vera það ljóst, að ef lík Ku- vetlis finnst næstu klukkutím- ana, þá er ekki ráðlegt að þér farið nú að gefa yður fvam við lögregluna.“ Hann leit á- hyggjufullur á armbandsúrið sitt. „Það fer lest frá Genúa til Parísar klukkan tvö. Hún stað- næmist við Asti klukkan rúm-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.