Alþýðublaðið - 26.04.1950, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.04.1950, Blaðsíða 7
Miðviktulagur 2Q. april 1950. ALÞÝ Ð U B LAB I-f> y Sn memoriam HÍNN 16. þ. m. andaðist að heimili *sínu, Tungufelli í Kópavogi, Kristmundur Þor- leifsson bókari. Hann var fædd- ur 27. desember 1895 að Böðv- arshólúm í Vestur-Húnavatns- sýslu. Foreldrar hans voru Þor- leifur Kristmundsson og Stein- vör Gísladóttir. Kristmundur stupdaði nám í gagnfræðaskóla Akureyrar í tvo vetur, en hvarf til Reykjavíkur árið 1918, og átti þar heima, unz hann flutt- ist þaðan að Tungufelli í Kópa- vogi (Fífuhvammsvegi 5), sem mun verið hafa árið 1946, en atvihnu sinni hér í bænum hélt hann til dauðadags. Var hann bókari, fyrst í Sjúkrasamlagi Rejhjavíkur en síðan í Trygg- ingarstofun ríkisins. — En áð- ur hafði hann - lagt stund á gullsmíði. Kristmundur kvæntist 4. okt óber 1924, Guðnýju Sigríði Kjartansdóttur, ágætri konu, sem reyndist honum vel í hví- Kristmundur Þorleifsson. vetna. Lifir hún mann sinn. Varð þeim hjónum fjögurra barna auðið, þriggja sona og einnar dóttur. Er einn sonur- inn g'iftur, en hin eru í heima- húsum. RE YK J AVÍ K—K AUPM ANN AHÖFN: Laugardaga 6., 13., 20. og 27. maí. Frá Reykjavíkurflugvelli kl. 08.30. Til Kastrupflugvallar kl. 16.20. KAUPMANNAHÖFN—REYKJAVÍK: Sunnudaga 7., 14., 21. og 28. maí. Frá Kastrupflugvelli kl. 13.30. Til Reykjavíkurflugvallar kl. 19.45. REYKJAVÍK—LONDON: *) Mánudaga 1., (8.) 15., (22.) og 29. maí. Frá Reykjavíkurflugvelli kl. 08.00. Til Northoltflugvallar kl. 15.18. LONDON—REYKJAVÍK: Mánudaga 1., (8.), 15., (22.) og 29. maí. Frá Northoltflugvelli kl. 17.20. Til Reykjavíkurflugvallar kl. 22.45. ) Flugferðirnar til og frá London eru starfræktar í sam- vinnu við Loftleiðir h.f. þannig, að Gullfaxi og Geysir fara sína vikuna hvor. Gullfaxi annast ferðirnar 1., 15. og 29. maí, en Geysir 8. og 22. maí. AFGREIÐSLUR ERLENDIS: KAUPMANNAHÖFN: Det Danske Luftfartselskab A/S (DDL/SAS), Dagmarhus, Raadhuspladsen. Sími Central 8800. LONDON: Britísh European Airways (BEA). Pantanir og' upplýsingar: Dorland Hall, Lower Regent Street, London, S. W. 1. Sími GERrard 9833. Farþegaaf- greiðsla (brottför bifreiða til flugvallar): Kensing- ton Air Station, 194—200 High St., London W. 8. Sími WEStern 7227. Allar nánari uppllýsingar fáið þér í skrifstofu vorri, Lækjargötu 4, símar 6600 og 6608. Ffugfélag íslands h.f. ~Með Kristmundi Þorlei;fs- syni er í val hniginn gagnmerk ur maður, sem margir munu í-akna. IJann var vel að sér gjör um marga hluti, greindur mað- ur og hjartahlýr, þó að ekki bæri hann tilfinningar sínar ut an á sér. og völundur hinn mesti. Mun hann verið hafa gullsmiður góður. Ritaði hann einnig fagra hönd og fékkst við_ skrautskrift um skeið, þó að ekki stundaði hann það sem atvinnu. Sá, sem þessar línur ritar, hafði af Kristmundi nokkur kynni á síðustu árum, einkum I starfs’ymni, því að hann var j nokkur ár í stjórn Guðspekifé- lags íslands. Lagði hann þar sem annars staðar gott eitt til allra mála, og voru tillögur lians jafnan skynsamiegar og vel rökurn studdar. Hann gat verið gamansamur og.glettinn, en öll var gleði hans græzku- laus og hófsamleg. í raun og veru var Kristmundur bæði heimspekingur og skáld, þó að ekki væri hátt um haft eða mikið látið á bera. Hann var það, sem kallað er „leitandi sál“. Þess vegna átti hann heima í Guðspekifélaginu, því að þar rúmast allir þeir, sem unria frjálsri hugsun og sann- leiksleit, hvort sem þeir að- hyllast allan bókstaf Guðspek- innar eða ekki. Kristmundur var í raun réttri einförull mað- ur, þó að hann væri vel félags hæfur, og í andlegum efnum brifaði hann fyrir sér með gát og hrapaði ekki að ályktunum eða niðurstöðum. Það er ekki iangt síðan, að hann komst svo að orði, að enn þá hefði hann ekki fundið sína lieimspeki, þ. e. þá heimspeki, er hann gæti litið á sem sína persónulegu uppgötvun og eign. Þess vegna var hann í raun réttri alltaf að leita, og hélt hann hug sín- um opnum til síðustu stundar. En rík dulhneigð var honum í blóð borin, enda.gaf hann sig allmikið um skeið við málefn- um andahvggjunnar („spiritis- mans“), og hefur þý-tt bækur, er um þau’efni fjalla. Kristmundur var ekki marg látur maour eða mærðarmikill, en mun verið hafa trygglynd- ur og traustur vinur vina sinna. Munu því margir sakna hans og ástvinir hans auðvitað mest. En þó er harmabót nokkur, að baráttan við dauðann varð ekki löng eða erfið, og að friður og þokki hvíldi yfir þeim viðskipt- um. ■ Frá takmörkuðu sjónar- miði og tímabundnu má virð- ast, að Kristmundur hafi of- snemma verið kvaddur burt, en lögmál tilverunnar fara sínu fram, og sumir af oss trúa því, að svo sé bezt. Og sá, er þessar línur ritar, leyfir sér að vona, að nú sé Kristmundur Þorleifs son nokkru nær því en áður, að finna sína heimspeki, og um leið þá hamingju, sem er ofar stund og stað og öllum veðra- . brigðum örlaganna. Gretar Fells Minningarspjöld Bar naspítalas j óðs Hringsins eru afgreidd í Verzlun Augustu Svendsen, Aðalstræti 12, og i Bókabúð Austurbæjar. Lesið Alþýðublaðið! Giiðjón Samúelsson, húsameistari ríkisiris, andaðist í Landsspítalanum 25. apríl. Vandamenii. Systir mín, Gróa Th. Ðalhoíf, er andaðist 17. þ. m., verður jarðsungin frá Fossvogskapellu á morgun (fimmtudag) kl. 1.30 e. h. Torfhildur Dalhoff. Jarðarför móður minnar, Ingveldar Jónsdóttur frá Brúsastöðum við Hafnarfjörð, fer fram frá Hafnarfjarðar- kirkju fimmtudaginn 27. apríl og hefst með bæn að heimiii mínu, Garðavegi 11 B, Hafnarfirði, klukkan 1,30 e. h. Fyrir lúína hönd, systkina minna og annarra vandamanna. Hjálmar Eyjólfsson. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför föður og tengdaföður okkar, Brynjólfs Árnasonar frá Garðhúsum á Eyrarbakka. Guðlaug Brynjólfsdóttir. Guðm. J. Guðmundsson. Byggingarfélag verkamanna Framhald af 1. síðu. verð íbúða í þeim flokki, sem nú #r í byggingu 5. flokks, er ekki fullséð enn þá, en áætl að er að íbúðirnar í honum, sem eru nokkru stærri, en áð- ur hefur tíðkast, kosti um 155 þúsund krónur. Þó kann þessi tala að hækka nokkuð, m. a. vegna gengisfellingarinnar. Þess ber að geta, að töluverð- ur hluti byggingarefnisins var keyptur fyrir gengisfall, og kemur gengislækkunin því ekki að fullum þunga á þennau flokk. Næsti flokkur, eða þær 60 íbúðir, sem nú hefur verið sótt um fjárfestingarleyfi fyr- ir, mun hins vegar taka á iig gengisfellinguna, og er enn ekki vitað hve miklu það nem- ur til hækkunar, en lauslega reiknað verða það 25—30 þús- und krónur á íbúð. Stjórn félagsins var endur- kosin, en hana skipa auk for- mannsins Tómasar Vigfússonar, Grímur Bjarnason, Bjarni Stefánsson, Magnús Þorsteins- son og Alfreð Guðmundsson. Rúnar Guðmundsson, Vöku, vann hæfnis- glímuna í Hveragerði FYRSTA hæfnisglíma héraðs sambandsins „Skarphéðinn“. Var háð í Hveragerði 22. apríl s. 1. Glímt var um fagran silf- urbikar, sem glímuflokkur Ár- manns gaf sambandinu í til- efni af 40. ára afmæli þess. Keppendur voru 12 vann Rún ar Guðmundsson frá UMF. Vöku með 823 st. 2. Sigurð- ur Erlendsson frá UMF Biskupt, með 544 st. og 3. Eysteinn Þor valdsson UMF Vöku með 503 st. Kaupum tustur á Baldursgötu 30. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.