Alþýðublaðið - 26.04.1950, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.04.1950, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 2ð. apríl 1950. ALÞVÐUBLAÐIÐ ÍSLANDSKLUKKAN eða Snæfríður Islandssól, — eða Jón Hreggviðsson. Frábær leik- stjórn og sviðssetning. Glæsi- legt samstarf leiktjaldamálara, sviðsstjóra og ljósameistara. Athyglisverð leikafrek aðal- leikenda. En, — þrátt fyrir allt, — ekki heilsteyptur sjónleikur, heldur meistaralega dregnar leiksviðsmyndir úr rismesta skáldverki, íslenzku, sem fram hefur komið á síðustu áratug- um. Af þeim þrem sjónleikjum, sem vitað var að þjóðleikhúsið mundi taka til meðferðar á þessu sínu fyrsta leikári, mun Jeikrits Halldórs Kiljans hafa verið beðið með mestri eftír- væntingu. Vissu menn þó efni þess og gang í aðalatriðum fyr- írfram, þar eð almenningi var löngu kunnugt, að það var sam- Ið upp úr hinu snjalla skáld- verki höfundarins um Jón Hreggviðsson. En bæði var það, að margan fýsti að líta það skáldverk á sviði í s-jónleiks- formi, og eins hitt, að mönnum lék forvitni á að vita, hvernig höfundinum tækist að leysa þá erfiðu þraut að sníða þessum víðfeðma sagnabálki svo þröng- an stakk. Og í þriðja lagi biðu menn þess með óþrevju og eftirvæntingu, að sjá og heyra, ’hvernig leikstjóra og leikend- um tækist að gefa persónum skáldverksins líf af holdi og folóði tuttugustu aldarinnar. Nú er allt þetta komið á dag- inn, og hi.ð unga þjóðleikhús hefur þegar unnið sinn fyrsta stórsigur. Sögur hafa oft verið færðar í sjónleiksform, en það mun oftar hafa mistekizt heldur en hitt. Ræður þar að sjálfsögðu .mestu um, að byggingarlögmál .sögunnar er annað en sjónleiks ins, einkurp ef um langar skáldsögur eða sagnabálka er að ræða; smásagan og styttri sögur eru sjónleiknum hins vegar skyldari hvað byggingu snertir. Auk þess hefur frægð sögunnar oftar ráðið valinu heldur en það, hversu hentug hún væri til slíkra hamskipta. Sögubálkurinn af Jóni Hreggviðssyni hefur . bæði mikla kosti og nokkra galla hvað þetta snertir. Kostirnir eru hin bráðsnjöllu, meitluðu samtöl og leiftrandi setningar. lifandi og skýrt mótuðu persón- ur og frásagnarhraði. Helztu ..gallarnir stafa af því, að þarna er um að ræða sagnabálk, er saman stendur af þremur að meira eða minna leyti sjálfstæð um sögum, sem hver um sig er gædd stígandi atburða- hrynjönd, stígandi átakanna og úrslitum. Af sömu ovsökurg eru persónurnar margar og frá- sögnin víðfeðm. Það leiðir af sjálfu sér, að erfitt er að sam- ræma slíkt skáldverk bygging- arlögmáli sjónleiksins, — sam- ielldri atburðarás og átakastíg- andi, er hnitmiðast við hámark átaka og lausn í lokaatriðum. Þetta Iiefur höfundinum held- ur ekki tekizt til fulls, og fyrir bragðið . verður leikfrásögnin laus í reipunum, samansafn mynda, sem þeim áhorfanda, er lesið hefur skáldverkið sjálft, veitist að vísu auðvelt að tengja saman í huga sér, en hlýtur að verða hinum, er ekki þekkja það, að meira eða mínna leyti lausbeizlað atburðastóð, sem rekið er yfir leiksviðið í stað þess að fara fram hjá í skipu- legri og taumtengdri lest. Á- takastígandin er margrofin, ýmsir kaflar með sínu einka- hámarki og lausn, en hvorki um lokahámark né heildarúr- slit að ræða, heldur er botninn sleginn í allt saman með eins konar ,,tablaui“. En svo er hitt, sem þyngst verður á metunum: Sjónleikur- inn eða atburðasýningin held- ur ekki aðeins öllum þeim kost- um, sem sagnabálkurinn er bú- inn til hamskiptanna; sterkar og skýrar persónulýsingar, snjöll, hnitmiðuð samtöl og setningar, sem leiftra eins og eldingar í húmi, og hröð, þrótt- mikil frásögn, heldur njóta þessir kostir sín ef til vili mun betur á sviðinu en í sögunni. Þegar svo við þetta bætist þáttur leikstjóra, leikara, leik- tjaldamálara, Ijósameistara og leiksviðsráðsmanns, sem allir hafa unnið þarna hin glæsileg- ustu afrek óg tekizt að notfæra sér á undraverðan hátt þá miklu möguleika, sem nýtízku sviðs- og ljósatækni býður, er ekki að undra, þótt óðurinn um Snæfríði íslandssól, ævintýrið um íslandsk>kkuna og íslend- ingasagan af Jóni gamla Hrfegg- viðssyni, Kristsbóndanum að Rein á Akranesi, verði í sjón- leiksformi verðskuldaður stór- figur öllum aðilum. Enda þótt svo megi segja, að valinn maður sé í hverju rúmi við þessa leiksýningu, hagar ’oyggi'ng sögubálksins því þann- ig til, að aðalþungi leiksins hvílir á þeim tveim leikendum,. er fara með hlutverk Jóns Hreggviðssonar og Snæfríðar. Heildaráhrif sjónleiksins fara því að miklu leyti eftir því, hvernig þeim tekst að leysa þau af hendi. Jón Hreggviðsson verður mikil og sérstæð persónugerð í höndum höfundarins, — en þrátt fyrir það getur hann ekki talizt frumleg persóna, hvorki í sögu né leik. Á undanförnum áratugum hafa sagnaskáld okk- ar, og jafnvel ljóðskáldin einn- ig, spreytt sig á að móta tákn- mynd hins íslenzka „múga- manns“ og enda þótt handbragð þeirra sé ósvipað, eiga þessar táknmyndir þeirra furðumargt jafnvel flest same’iginlegt. Við getum sem bezt nefnt þær heildarnaíninu Jón bónda. Og Jón bóndi er fyrst og fremst gæddur ótrúlegri seiglu og þrá- kglkni, ber afar takmarkaða virðingu fyrir höfðingjum og heldrimönnum, en hins vegar ótakmarkaða virðingu og að- dáun fyfir gömlu görpunum, Gunnari á Hlíðarenda, Skarp- héðni og' þeim körlum, og vitn- ar í þá við öll möguleg og ó- möguleg tækifæri. Hann trúir á mátt sinn og meginn að því leyti, sem hann trúir á nokk- urn skapaðan hlut, elskar konu sína ,og ættjörð sem heldur leiða nauðsyn og náunga sinn ekki meira en sjálfan sig Hann er breyskur og kann vel að meta tóbak, konur og brenni- vín, sem hann telur og sjálf- sagt og fer ekki dult með. Hann vill engum skulda, hvorki greiða né misgerðir og lætur engan ganga á hlut sinn, hvorki guð, valdsmenn né sína eigin stéttarbræður, og er kjaftfor hin mesta, hver þessara aðila sem á hlut að máli, og er þá bæði kjarnýrtur og berorður, og lítur afar raunsæjum aug- um á menn og málefni. En ef til vill er frumstæð, einstak- lingsbundin réttlætiskennd, uppreisnarandi og djúpstæð andúð og fvrirlitning á allri kúgun boðorða og lagasetninga, guðlegra og mannlegra, snar- asti þátturinn í skapgerð hans, hvort sem hann nú heitir Sig- urður hreppstjóri, Ketilbjörn á Knerri, Bjartur í Sumarþúsum, Jón bóndi í „Gullna hliðinu“ eða Jón Hreggviðsson, svo að nokkur dæmi séu nefnd Af þessum samnefnúrum eru í.ieir nafnarnir, Jón bóndi í „Gullna hliðinu“ og Jón Hregg viðsson á Rein skyldastir og líkastir, bæði til orðs og æðis. Þegar það fellur svo í hlut sama leikarans að klæða báða þessa karla holdi og blóði, fer það að líkindum, að ætfarmótið leyni cér ekki, enda ekkeft við það að athuga. Brynjólfur Jóhann- esson hefur gætt báða þessa gamnefnara mennskri, lifandi persónugerð, og það svo snilld- arlega, að þeir verða hvor um dg, þrátt fyrir skyldleikann, sérstæðar og sígildar persónur í íslenzkri leiklist. Túlkun hans á Jóni Hreggviðssyni er list- rænt afrek, sem eitt út af fyr- i.r sig mundi nægja til þess að gera áhorfendum sjónleikinn minnisstæðan. Jón gamli á Rein er ekki lengur bókmennta !egt fyrirbæri aðeins, heldur íslandsklukkan. 2. leiksvið 1. þáttar. Jón Hreggviðsson hýddur. Ljósm. Vignir. 'ifandi persóna, sterk og ris- mikil og sjálfri sér samkvæm í öllum sínum frumstæða og hrjúfa mikilúðleik. Snæfríður íslandsól er við kvæmt hlutverk frá höfundar- ins hendi, einkum fyrir þá sök, að hún rofnar meira úr tengsl- um við sjálfa sig í sögunni við hamskiptin. en Jón. Mynd hennar verður ekki jafnskýr í leikritinu og í sögunni. Leik- konunni, sem með það hlut- verk fer, er því lagður sá vandi á herðar, að tjá sig meira ó- beint., segja meira með blæ- brigðum svips og raddar hejd- ur en þeim orðum, sem henni eru lögð í munn. Slík túlkun krefst næmrar innsýni í sálar- líf hlutverksins og sannrar inn Lifunar, sem ekki er á færi ann arra en þeirra, sem hlotið hafa náðargáfu listarinnar í vöggu- gjöf. Það hefur fallið í hlut frú Herdísar Þorvaldsdóttur, ungr- ar leikkonu, sem að vísu er svið vön en ekki reynd í stærri hlut verkum, að túlka þessa við- kvæmu - persónu, og tekst henni það með ágætum. Leik- ur hennar er látlaus og fágað- ur, öll viðbrigði sönn og bram boltslaus og blæbrigði svips og raddar hnitmiðuð og einlæg. Með einlægni sinni og lát- leysi tekst henni og sums stað- ar að forða persónunni úr snörum öfganna, sem höfund- ur freisíar hennar með; Þann- íslandsklukkan. 7. leiksvið 1. þáttar. í Almanna gjá; Jón Jónsson varðmaður - Valdemar Helga- son,~ Eydalín lögmaður - Valur Gíslason, Snæf ríður - Herdís Þorvaldsdóttir. - Ljósm. Vignir. ig ferst henni til dæmis í „guð Iastinu“, sem henni er lagt í munn í samtalí hennar og Sig- ur dómkirkjuprests. Ef hún mælti það í ofsa eða meðÁkt- um áherzlum, mundi þar verða j smekklaust sapræmisbrot á | persónugerð Snæfríðar. Vekur 1 leikur hennar miklar vonir um ■ glæsilegan feril. þegar henni vex þroski til átaka og tilþrifa. Þorsteinn Ö. Stephensen leikur Arnas Arnæus assesor af mikilli smekkvísi og Valur Gíslason gerir hlutverki Eyda- líns lögmanns hih beztu skil, enda má segja, að þeir séu báð- ir svo traus^ir leikarar, að þeir bregðist aldrei í hlutverkum. Gestur Pálsson fer með hlut- verk Magnúsar í Bræðratungu, og tekst að túlka þennan auðnuíausa og veiklundaða of- látung á þann hátt, að hann fær samúð áhorfenda, þrátt fyrir allt. Jón Aðils leikur dóm- kirkjuprestinn ýkjulaust og sennilega og sýnir, eins og svo oft áður, næman skilning á persónugerð hlutverksins. Emeiía Jónasdóttir leikur móð- ur Jóns Hreggviðssonar, eina af þessum sálartignustu alþýðu- konum, sem birzt hafa manni í íslenzkum . bókmenntum, drottningu armóðsins og niður- lægingarinnar: er leikur henn- ar fágaður og einlægur, en heldur ekki meir. Baldvin Hall- dói'sson fer með tvö hlutverk: böðulinn og blihdan glæpa- mann, og. sýnir í þeim. báðum tílþrif og kunnáttu, er vekur góðar vonir úm þann liðstyrk, er leiklist okkar hefur þegar borizt. Þær Ingíbjörg Síeins- dóttir, Anna Gitðmundsdóttir, Edda Kvaran og Hildur Kalman fai'a vel og smekklega með hlutverk sín. Og leikur Rcgínu ' Þórðardóttur, sem fer ineð hlutverk' assesorsfrúari nnar, er einstaklega skemmtilegur. Hið oama má segja um leik þeirra Ævars R. Kvarán. Valdimars Helgasonar, Friðfinns Guð- Jónssonar og Lárusar Ingólfs- xsonar. Og þá eru það þeir Lárus Pálsson og Haraldur Bjómsson í hlutverkum Grinvicensis og Jóns Marteinssonar. Leikur beggja ér með afbrigðum skemmtilegur og persónusköp- unín snjöll og lifandi. Það mætti segja mcr, að Grinyic- ensis Lárusar yrði sígild per- sóna á islenzku -leiksviði, og væri maklegt að gera honum betri skil en hér er unnt. Um Framhald á 6. siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.